Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Síða 8
„Þetta er alveg skelfilegur atburður og við erum öll í sjokki. Eftir atvikið settumst við niður með drengjunum til að ræða þetta. Við minnumst mjög góðs drengs,“ segir Hörður Heiðar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR. Á miðvikudagskvöld lést átján ára knattspyrnumaður á æfingu hjá ÍR. Hann hné niður skyndilega þegar æfingin var nýhafin og missti þegar meðvitund. Þjálfari flokksins, og yfir- þjálfari ÍR, hófust þegar handa við líf- gunartilraunir sem því miður skiluðu ekki árangri. Á leiðinni með sjúkra- bíl á Landspítalann var ungi knatt- spyrnumaðurinn úrskurðaður lát- inn. Að svo stöddu þykir hjartaáfall sökum leynds hjartagalla líklegasta dánarorsökin. Stutt milli gleði og sorgar Æfingin var samstundis flautuð af og liðsfélagar piltsins í öðrum flokki ÍR fóru inn í búningsklefa í miklu upp- námi. Þangað var prestur kallaður til sem, ásamt yfirþjálfara ÍR, ræddi við piltana um atvikið. Á fimmtudags- kvöld fór svo fram minningarstund í ÍR-heimilinu þar sem hið efnilega ungmenni var syrgt af vinum og vandamönnum. Stutt er síðan að drengirnir í flokknum fögnuðu saman en annar flokkur karla í ÍR fékk nýverið titilinn Haustmeistarar Reykjavíkurliða er strákarnir sigruðu í fjörugum úrslita- leik. Nú syrgja leikmennirnir góðan vin og efnilegan ungan knattspyrnu- mann. Það er því stutt á milli gleði og sorgar. Knattspyrnumaðurinn ungi var einnig aðstoðarþjálfari hjá yngri flokkum ÍR. Ungum knattspyrnu- mönnum flokkanna var á fimmtudag tilkynnt um hið sviplega fráfall að- stoðarþjálfarans. Þriðja áfallið Mótanefnd Handknattleikssam- bands Íslands ákvað í gær, að beiðni ÍR, að leikjum félagsins í meistara- flokki til og með fjórða flokki sem fram eiga að fara frá og með deginum í dag og fram yfir helgi, verði frestað um óákveðinn tíma. Forsvarsmenn Knattspyrnusam- bands Íslands, KSÍ, eru slegnir yfir atburðinum. „Öll knattspyrnuhreyf- ingin er í sorg. Hugur okkar er hjá fjölskyldu drengsins og vinum,“ seg- ir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Hann segir samtökin hafa boðið fram alla sína hjálp. Þetta er í annað sinn sem ungur knattspyrnumaður hjá ÍR hnígur nið- ur á æfingu. Fyrir fjórum árum síðan fékk ungur drengur hjartaáfall á æf- ingu en lifði það af. Þá missti félagið þjálfara meistarflokks karla í knatt- spyrnu úr hjartaáfalli yrir tveimur árum. Allir í sjokki Eyþór K. Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar ÍR, segir alla hjá íþróttafélaginu í algjöru sjokki. „Þetta tekur mjög á okkur hjá félag- inu. Drengurinn ungur og í topp- formi. Við áttum ekki von á því að svona gæti gerst en því miður gerist stundum það sem maður hélt að gæti ekki gerst. Atburðurinn er algjörlega hræðilegur í alla staði. Það eru hérna allir í áfalli, allt starfsfólkið og allir í kringum félagið,“ segir Eyþór. Halldór Þ. Halldórsson, yfirþjálfari barna- og unglinga hjá ÍR, segir liðsfé- lagana vitanlega í miklu áfalli eftir at- burðinn. Hann á von á því að erfitt geti reynst að fá þá aftur út á knattspyrnu- völlinn. „Þetta eru ofsalega erfiðir tímar því ég hef lengi þjálfað þennan góða dreng. Hann var virkilega efni- legur að öllu leyti. Þessi upplifun er ákaflega erfið og við höfum orðið fyrir rosalegu sjokki,“ segir Halldór. Alltaf erfitt „Því miður vorum við ekki að ganga í gegnum þetta í fyrsta skipti. Strák- arnir í flokknum voru vitanlega sjokkeraðir en við fórum með þá í burtu til að draga úr sjokkinu. Þetta verður mjög erfitt næstu daga. Við hjá ÍR sendum fjölskyldu piltsins okkar innilegustu samúðarkveðjur,“ bætir Halldór við. Séra Valgeir Ástráðsson, sóknar- prestur í Seljakirkju, veitti liðsfélög- unum sáluhjálp eftir fráfallið og hélt utan um minningarstundina í gær- kvöldi. „Þarna lætur fílhraustur strák- ur lífið og það er alltaf erfitt. Þetta var duglegur, félagslyndur og vel gerður drengur og það er fjölskylda hans öll. Atburðurinn er skelfilegur því dauð- inn er alltaf erfiður,“ segir Valgeir. Sandkorn n Óljóst er hvort verður af ráð- herraskiptum um áramótin. Það hefur þótt vera forgangs- verkefni að koma Ögmundi Jónassyni alþingismanni aftur inn í ríkisstjórn eftir að hann gekk eftir- minnilega úr skaftinu á sínum tíma. Því hefur verið fleygt að Jón Bjarna- son sjávar- útvegsráð- herra yrði látinn víkja til að rýma fyrir Ögmundi. Nú er vandinn sá að Jón hefur verið að slá í gegn, sérstaklega á landsbyggðinni, með því að taka skötusel út úr kvótakerfinu og ná þannig auðlindinni til baka. n Vinsældir Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra vegna breytinga á kvótakerfinu eru ekki hans eigin hugmynda- auðgi að þakka. Mönnum ber saman um að hug- mynda- smiðurinn að baki sé Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins og verktaki sjávarútvegsráð- herra. Á vef Frjálslynda flokks- ins mun því hafa verið haldið á lofti að Guðjón stæði að baki málinu. Þetta mun fara óskaplega í taugar ráðherrans. Hermt er að það fari að styttast í starfslok Guðjóns í ráðuneyt- inu. n Það hefur legið í loftinu að utanþingsráðherrarnir, Gylfi Magnússon og Ragna Árna- dóttir, yrðu látin víkja til að leysa ráð- herradrama vinstri grænna. Ungliðum og róttæk- lingum innan VG er sérlega í nöp við Rögnu sem hefur ekki hikað við að senda flóttamenn úr landi. Hún ligg- ur því frekar lágt. Aftur á móti er Gylfi sagður vera í miklum metum vegna yfirburðaþekk- ingar sinnar á sviði viðskipta og efnahagsmála. Menn eru sammála því að annaðhort fari báðir ráðherrarnir eða hvorugur. Gylfi gæti því orðið bjarghringur Rögnu. 8 föstudagur 27. nóvember 2009 fréttir Örugg og góð þjónusta í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is Pantaðu jólamyndatökuna tímalega Átján ára gamall knattspyrnuleikmaður hjá ÍR lét lífið á æfingu á miðvikudagskvöld. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall með þeim sorglegu afleiðingum að hann var úrskurðaður látinn við komuna á spítala. Þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem forsvarsmenn félagsins glíma við hjartaáföll ungra leikmanna. SVIPLEGT FRÁFALL EFNILEGS UNGMENNIS MIKILL HARMUR Þann níunda september 2007 lést knattspyrnuþjálfarinn Ásgeir Elíasson, 57 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu eftir að hjartað hafði gefið sig. Ásgeir var þá starfandi þjálfari meistarflokks karla í knattspyrnu hjá ÍR. Áður hafði hann þjálfað Þrótt í Reykjavík, Fram og íslenska karlalandsliðið með afar góðum árangri. Undir hans stjórn vann Fram fjölda titla og lands- liðið náði hæst á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Ásgeir átti einnig farsælan feril sem leikmaður með Fram. „Þetta verður mjög erf- itt næstu daga. Við hjá ÍR sendum fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðarkveðjur.“ VERULEGA BRUGÐIÐ Sveinbjörn Brandsson, læknir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu „Þetta er alveg hræðilegt og allir eru verulega slegnir hjá íþróttahreyfing- unni. Því miður eru þetta þekkt hér á landi og því til önnur dæmi um slíkt. Yf- irleitt eru þarna undirliggjandi hjarta- vandamál, hugsanlega leyndur galli, sem leiða til svona sorglegra atburða. En það þarf hins vegar ekki að vera. Undir álagi geta algjörlega heilbrigðir einstaklingar orðið fyrir því að hjartað kemst í óreglu og sleglarnir flökta. Við það getur viðkomandi misst meðvit- und og látið lífið, því miður. Þetta er alls ekki bundið við fótboltavöllinn því svona getur gerst hvar sem er ef fólk er undir álagi. Knattspyrnuyfirvöld þurfa að taka svona atburði mjög alvarlega og ég tel nauðsynlegt að breiða út reglur um læknisskoðanir leikmanna. Með því gætum við vonandi komist að einhverjum leyndum göllum. Í flestum tilfellum þar sem svona hefur orðið eru leikmenn komnir yfir þrítugt og því er mér verulega brugðið að átján ára fótboltamaður láti lífið hér á landi. Þetta er meiriháttar sjokk fyrir okkur öll. Ég sendi fjölskyldu drengsins mínar dýpstu samúðarkveðjur.“ TRAUSTI HAfSTEInSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Mikil sorg Knattspyrnumað- urinn ungi var vinamargur og ákaflega félagslyndur. Fjölmenni syrgði við minning- arathöfnina í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.