Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 27. nóvember 2009 Föstudagur 13
KONUNGSRÍKI KÁRA
son hæstaréttarlögmann en háværar
sögusagnir gengu í samfélaginu fyr-
ir nokkrum árum um að hann hefði
tekið lán upp á tugmilljónir króna til
að fjárfesta í hlutabréfum í deCode.
Einnig sagði breska blaðið The
Guardian frá því árið 2002 að Hinrik
Jónsson öryrki hefði fengið greidd-
ar út öryrkjabætur og fjárfest fimm
milljónir af þeim í deCode. Hafði
hann keypt bréfin af verðbréfamiðl-
ara í Landsbankanum á genginu 56.
Árið 2002 var það komið niður í 6
og því hafði hann tapað nánast öllu
fénu sem hann lagði í félagið.
Aldrei hagnaður
Eins og sést í töflu með fréttinni hef-
ur deCode aldrei skilað hagnaði.
Samkvæmt útreikningum DV hefur
tap félagsins frá upphafi numið 55
milljörðum króna. Kári Stefánsson
hefur þó oft sett fram áætlanir sem
gera ráð fyrir að rekstur félagsins
eigi að fara að skila hagnaði. „Tekj-
ur Decode Genetics, móðurfélags
Íslenskrar erfðagreiningar, munu
aukast á síðasta fjórðungi þessa árs,
stefnt er að því að sjóðstreymi verði
jákvætt og jafnvægi náist í rekstrin-
um við lok næsta árs.“ Þetta var haft
eftir Kára Stefánssyni, forstjóra de-
Code og Hannesi Smárasyni, þáver-
andi aðstoðarforstjóra, eftir að félag-
ið hafði skilað gríðarlegu tapi á fyrstu
þremur ársfjórðungum árið 2002.
Auk þess hafði félagið fækkað starfs-
mönnum úr 650 í 450.
Vilhjálmur Bjarnason, lektor í
viðskiptafræði við Háskóla Íslands
og formaður Félags fjárfesta, sagði
fyrir nokkru í samtali við DV að hann
hefði aldrei skilið deCode og aldrei
eignast bréf í félaginu með beinum
hætti. „Það er ekkert í viðskiptamód-
eli deCode sem gefur af sér fjárflæði,“
sagði Vilhjálmur og því væri starf-
semi félagsins óskiljanleg.
Sumir af heimildarmönnum DV
vilja meina að Kári Stefánsson eigi
mikinn hlut í slælegum rekstri de-
Code í gegnum árin og að hann sé því
bæði sá sem haldið hafi fyrirtækinu á
floti en á sama tíma verið Akkilesar-
hæll þess. „Hann er alger skriðdreki
og á stóran þátt í því að hafa þó haldið
þessu fyrirtæki gangandi svona lengi
því hann berst mjög fyrir deCode. En
það er spurning hvort það hefði þurft
þessa miklu baráttu ef einhver annar
hefði stjórnað félaginu,“ segir einn af
heimildarmönnum DV sem þekkir
vel til starfsemi félagsins.
Kominn tími á Kára
Heimildir DV herma að margir af
starfsmönnum Íslenskrar erfðagrein-
ingar telji að tími hafi verið kominn
til að Kári stigi niður sem forstjóri fé-
lagsins. Ýmsir ganga meira að segja
svo langt að segja að Kári hefði átt að
vera hættur fyrir mörgum árum og
einhver hæfari rekstrarmaður feng-
inn til að sinna daglegri stjórn de-
Code í staðinn. Fáir efast um vísinda-
hæfileika Kára en margir efast um að
hann sé góður rekstrarmaður.
Þessi gagnrýni á Kára gengur út á
það að nokkrum árum eftir að hann
kom deCode á laggirnar hefði hann
átt að stíga til hliðar og einbeita sér
að vísindarannsóknum fyrirtækis-
ins því daglegt streð hentaði hon-
um ekki. „Hann er einmitt sá maður
sem svona fyrirtæki þarf til að koma
því á laggirnar því hann er stórhuga
og kraftmikill. Einhvern annar hefði
hins vegar átt að koma þarna inn
eftir 3 til 4 ár því hann ber ekki mik-
ið skynbragð né virðingu fyrir fjár-
munum: Peningar eru bara pen-
ingar. Hann er svo mikill hugsuður
að peningar skipta litlu máli í hans
huga. Hann hefur skemmt fyrir fyrir-
tækinu viðskiptalega því hann hefur
ekki mikinn áhuga á sölu- og mark-
aðsmálum,” segir einn af heimild-
armönnum DV en eftir eigenda-
skipin má ætla að hlutverk Kára
breytist nokkuð og að hann einbeiti
sér meira að vísindalegri hlið starf-
semi deCode.
Hálstök Kára
Gagnrýnin á stjórnunarstíl Kára
byggist meðal annars á því að skoð-
anir fólks á persónuleika hans eru
ansi skiptar, líkt og alþjóð veit. Kári
þykir erfiður maður í samskiptum
og dyntóttur, enginn veit hverju má
búast við frá Kára og honum virðist
þykja skemmtilegt að koma fólki í
opna skjöldu með sérstökum húm-
or.
Þannig segir einn af heimildar-
mönnum DV að Kári taki stundum
upp á því að taka menn hálstaki í
gríni þegar hann hittir menn á fund-
um. Og er hann frægur fyrir þetta hjá
Íslenskri erfðagreiningu. Slík hegðun
fer þó vitanlega misjafnlega í menn
sem sumir telja þetta bera vott um
argasta dónaskap hjá Kára á meðan
aðrir sjá spaugilegu hliðina á þessu
með honum.
Fljótur að sefast
Í sumum tilfellum fer Kári þó yfir
strikið og gerir hluti sem viðstaddir
líta á sem hreina frekju og yfirgang. Á
starfsmannafundi í janúar kaus Kári
til að mynda að hlusta ekki á krítísk-
ar spurningar um starfsemi deCode
frá einum starfsmanninum. Þegar
starfsmaðurinn rétti upp hönd og
ætlaði að spyrja spurninga sagði Kári
að hann mætti ekki bera þær upp.
En svo sá Kári að sér því daginn eftir
sendi hann tölvupóst til allra starfs-
manna fyrirtækisins þar sem hann
baðst afsökunar á hátterni sínu.
Þessi saga stemmir nokkuð við
ummæli sem Kári lét falla um sjálfan
sig í bók sem Ásdís Halla Bragadótt-
ir skrifaði um nokkra íslenska stjórn-
endur. Í bókinni segir Kári. „Ég er til-
tölulega frekur og ákveðinn en ég held
að ég sé ekki dómharður. Það fýkur
hratt í mig og ég verð stundum reiður
en það varir einungis í fimmtán sek-
úndur því ég á mjög auðvelt með að
fyrirgefa,“ segir Kári um sjálfan sig.
Dyntir Kára og harkan
Dagleg starfsemi deCode er því nokk-
uð lituð af dyntunum í Kára því hann
þykir hafa þrúgandi nærveru og
andrúmsloftið vera spennuþrung-
ið í kringum hann. „Hann er góður
að temja fólk og stjórna því. Fólk er
smeykt við hann og ef hann hring-
ir í það fer hann jafnvel úr mat til að
sinna honum,“ segir einn af heimild-
armönnum DV. „Stjórnandinn Kári er
ekkert nema harkan sex,“ segir einn
af heimildarmönnum blaðsins.
Stjórnunarstíll Kára virðist því ein-
kennast af því að hann er hinn sterki
leiðtogi sem er með puttana í öllu í
fyrirtækinu. „Menn tala um „karl-
inn“ og hann „þarna uppi“. Menn
bera óttablandna virðingu fyrir hon-
um,” segir heimildarmaður blaðs-
ins. Þetta viðhorf brýtur þó nokkuð í
bága við það sem Kári segir um sjálf-
an sig í bók Ásdísar Höllu þar sem
hann segist vera hvatvís stjórnandi
og að stjórnunarstíll sinn einkenn-
ist af aumingjaskap því hann skorti
hörku. Augsýnilega hefur fólkið í
kringum Kára aðrar hugmyndir um
hann að þessu leyti.
Móðgaði flugþjón
og yfirgaf flugvél
Þó Kári sefist stundum gerir hann
það alls ekki alltaf. Þannig gekk Kári
einu sinni út úr flugvél í Boston eftir
að hann lét orð falla um kynhneigð
flugþjóns um borð. Handtaska Kára
var of stór til að komast fyrir í hólfinu
fyrir ofan sæti hans á Saga Class og
spurði flugþjónninn hann þá hvort
hann mætti ekki setja töskuna í ann-
að stærra hólf í vélinni. Kári reidd-
ist flugþjóninum og sagði honum að
hann léti slíka menn ekki koma ná-
lægt töskunni sinni.
Flugþjónninn var ekki sáttur við
þessa framkomu Kára og sagði flug-
stjóranum frá atvikinu. Flugstjórinn
fór til Kára og sagði honum að hann
hefði um tvennt að velja: Annað
hvort bæði hann flugþjóninn afsök-
unar á ummælunum eða hann yfir-
gæfi flugvélina. Kári var ekki reiðu-
búinn að biðja flugþjóninn særða
afsökunar og valdi það að ganga frá
borði. Hann varð því eftir í Boston
þennan dag. Heimildir DV herma að
Kári hafi þurft að yfirgefa flugvélar
oftar en af sams konar ástæðum.
Ótrúleg starfskjör
Allar vonirnar og peningarnir sem
verið hafa í kringum deCode á síð-
ustu árum hafa vitanlega gert það að
verkum að Kári Stefánsson og aðrir
háttsettir stjórnendur deCode hafa
borið vel úr býtum. Kári var með 140
milljónir króna í laun á síðasta ári
auk alls kyns fríðinda eins og Pors-
che-jeppa sem fyrirtækið keypti fyr-
ir hann. Hann hefur auk þess feng-
ið himinháa árlega bónusa á síðustu
árum, þó ekki á því síðasta, ásamt
öðrum stjórnendum deCode. Heim-
ildir DV herma að þessir bónusar
hafi numið um 100 þúsund dollur-
um á ári. Ekki er vitað hvort Kári
heldur þessum starfskjörum eftir að
hann hættir sem forstjóri fyrirtækis-
ins.
Annað sem Kári fær frá fyrirtæk-
inu eru flugmiðar á Saga Class þegar
hann fer til útlanda, sem gerist ansi
oft þar sem hann heldur reglulega
fyrirlestra úti í heimi um erfðavísindi.
Heimildir DV herma að aðrir stjórn-
endur hjá deCode hafi einnig fengið
slíka á flugmiða á Saga Class en að
frá og með síðasta ári hafi verið tekið
fyrir þessi gríðindi í tilfelli allra nema
Kára sem heldur áfram að njóta alls
hins besta í háloftunum.
Kári hefur auk þess notið ýmis
konar fyrirgreiðslu frá fyrirtækinu í
gegnum árin. Til að mynda er fræg
saga af Kára þar sem hann keyrði á
bíl eiginmanns starfsmanns deCode
á BMW-bílnum sínum sem fyrirtæk-
ið skaffaði honum. DeCode borgaði
það tjón sem Kári olli eiginmanni
starfsmannsins.
Jafnframt hefur það valdið
óánægju innan fyrirtækisins að Kári
fær öll þau verðlaun sem fyrirtækið
fær beint í eigin vasa, nú síðast eina
milljóna norskra króna, sem nem-
ur rúmum 20 milljónum íslenskra
króna þegar deCode fékk virt norsk
vísindaverðlaun nýlega.
Þrúgandi stemning:
Fjöldauppsagnir í janúar
En spurningin er nú hvað framtíðin
beri í skauti sér fyrir Kára Stefánsson
og deCode. Kári hefur stýrt fyrirtæk-
inu líkt og hann ætti það um margra
ára skeið og verið sem konungur í
ríki sínu innan þess. Hann hefur far-
ið upp í hæstu hæðir hjá almenningi
á Íslandi sem forstjóri þessa merka
fyrirtækis og notið þvílíkrar virðingar
að fáir eru hans jafnokar. Þetta hlýtur
þó að breytast nú.
Eitt hið fyrsta sem stjórnendur
fyrirtækisins munu standa frammi
fyrir á næstunni er sársaukafullur
niðurskurður í kjölfar eigendaskipt-
anna sem er byrjaður að eitra út frá
sér innan fyrirtækisins vegna list-
ans sem lak á netið. „Menn segja að
þeir gangi um með rautt skotmark á
enninu. Menn vita að í janúar verða
fjöldauppsagnir. Menn hafa rætt
það mjög innan fyrirtækisins hverjir
eru á listanum og hverjir ekki,“ seg-
ir einn af heimildarmönnum DV um
ástandið innan fyrirtækisins nú um
stundir.
Erfiðlega hefur gengið hjá starfs-
mönnum að fá upplýsingar um hvað
framtíðin ber í skauti sér. „Það er svo
mikil þögn innan þessa fyrirtæk-
is. Þetta er eins og lítið einræðisríki.
Það sem gerist hjá fyrirtækinu fréttist
alltaf annars staðar frá,“ segir heim-
ildarmaðurinn.
Spurningin er því sú hvort að ein-
ræðistímabili Kára hjá deCode sé
nú lokið og hvort aðrir muni stjórna
fyrirtækinu hér eftir í kjölfar eig-
endaskiptanna. Sumir telja þó að
fátt muni breytast við þau og að við-
kvæði Loðvíks 14. muni gilda áfram
innan deCode Kára Stefánssonar.
Bakgrunnur Kára Stefánssonar:
Kári Stefánsson fæddist í Reykjavík þann 6. apríl 1949. Hann ólst upp í Norð-
urmýrinni. Kári sagði sjálfur frá því í bókinni Í hlutverki leiðtogans sem Ásdís
Halla Bragadóttir skrifaði að hann hafi ungur eytt mestum af sínum tíma í lestur
skáldsagna og ljóða. Hann hafi oftast verið út af fyrir sig og ekki þótt neitt
sérstaklega félagslyndur. Sem barn ætlaði hann að verða rithöfundur. Foreldrar
Kára eru Stefán Jónsson, fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu og Sólveig
Halldórsdóttir. Þau eignuðust fimm börn á fimm árum.
Kári á fjóra bræður og einn þeirra er Hjörleifur Stefánsson, arkítekt,
rithöfundur og fyrrverandi minjastjóri Þjóðminjasafnsins. Einnig á hann bróður
sem heitir Jón. Hann hefur verið með krónískan geðklofa frá unglingsaldri. Fyrir
það var hann stjarnan í fjölskyldunni en veikindi Jóns hafa haft nokkur áhrif á líf
Kára. Finnst honum sérstaklega spennandi að vinna að erfðafræðirannsóknum
tengdum geðklofa. Eiginkona Kára heitir Valgerður Ólafsdóttir. Þau kynntust í
Menntaskólanum í Reykjavík. Þau eiga börnin Ara, Svanhildi og Sólveigu. Kári
hefur viðurkennt að hann hafi sjálfsagt verið slappur faðir þar sem hann hafi
alltaf verið upptekinn. Það fái hann nánast til að gráta að hafa ekki séð nægilega
góða ástæðu til að eyða meiri tíma með börnunum.
Tap Decode 1997-2008
1997 576 milljónir ISK
1998 770 milljónir ISK
1999 1.750 milljónir ISK
2000 2.635 milljónir ISK
2001 5.356 milljónir ISK
2002 10.611 milljónir ISK
2003 2.485 milljónir ISK
2004 3.477 milljónir ISK
2005 3.969 milljónir ISK
2006 6.192 milljónir ISK
2007 5.952 milljónir ISK
2008* 11.400 milljónir ISK
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Samtals: 55.175 milljónir ISK
*áætlað tap árið 2008
Rekstrarerfiðleikar Stjórnendur deCode standa frammi fyrir sársaukafullum niðurskurði á næstunni í kjölfar eigendaskipta. Það
er nú þegar byrjað að eitra út frá sér innan fyrirtækisins. LjÓSMynDARI: GunnAR GunnARSSon