Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 14
14 föstudagur 27. nóvember 2009 fréttir Birkir Kristinsson, fjárfestir og starfsmaður í einkabankaþjón- ustu Íslandsbanka, greiddi sér fjóra milljarða króna í arð út úr eignar- haldsfélaginu MK-44 í febrúar árið 2008. Fyrir vikið átti hann að losna við að greiða fjármagnstekjuskatt af hlutabréfaviðskiptum í fjárfesting- arfélaginu Gnúpi sem hann átti við Magnús bróður sinn. Þetta var eft- ir fall Gnúps sem hafði verið helsta eign þeirra bræðra fram að þessu – félagið fór á hliðina í ársbyrjun 2008 og voru eignir þess seldar með miklu tapi. Þessar upplýsingar koma fram í minnisblaði sem DV hefur und- ir höndum sem sent var fyrir hönd þeirra bræðra til lögfræðistofunnar Logos. Minnisblaðið er ekki undir- ritað en líklega kemur það frá Gunn- ari Gunnarssyni, lögfræðingi hjá eignarhaldsfélaginu Milestone, sem aðstoðaði þá bræður við viðskiptin. Hann hafði áður starfað sem yfir- maður í skattamálum hjá KPMG. Logos átti að kvitta upp á Tilgangur minnisblaðsins var að kanna hvort viðskipti þeirra bræðra með 28,5 prósenta eignarhlut í Gnúpi stæðust lög. Markaðsverð hlutarins var 14 milljarðar króna í mars 2007. Um var að ræða sömu viðskipti og DV greindi frá að þeir hefðu átt í þann 16. nóvember síðastliðinn. Sú frétt var byggð á trúnaðarskjali frá endurskoðendaskrifstofunni KPMG. Í skjalinu til Logos er vitnað í vinnu KPMG fyrir hönd þeirra bræðra og má því áætla að bræðurnir hafi fyrst leitað til KPMG eftir áliti endurskoð- enda á viðskiptunum og síðan til Lo- gos eftir lögfræðilegu mati á þeim. Viðskiptin gengu út á það að Magnús keypti Birki út úr eignar- haldsfélagi í þeirra eigu, MK 44 II ehf., sem hélt utan um 28,5 prósenta hlut þeirra bræðra í Gnúpi og greiddi honum fyrir það 7 milljarða króna. Viðskiptin virðast hafa gengið í gegn samkvæmt öllum skjölum sem DV hefur undir höndum. Einföld viðskipti flækt Samkvæmt skjalinu til Logos voru viðskiptin á milli þeirra bræðra, sem ætlað var að aðskilja eignarhald í Gnúpi frá öðrum fjárfestingum, ákveðin í mars 2007. Magnús kom þá að máli við Birki og vildi kaupa hann út úr Gnúpi. Upphaflega áttu viðskiptin á milli bræðranna að vera einföld, samkvæmt skjalinu. Þá ætl- aði Magnús einfaldlega að kaupa alla hluti Birkis í eignarhaldsfé- laginu MK- 44 sem þeir áttu saman að jöfnu. Það félag átti svo annað félag, MK-44 II ehf. sem hélt utan um eignarhlut þeirra bræðra í Gnúpi. Hins vegar var hætt við þessi við- skipti þar sem Birkir „hefði þurft að greiða fjármagnstekjuskatt og að MK [Magnús Kristinsson, innskot blaðamanns] stóð eftir með tiltölu- lega flókinn strúktúr utan um eign- arhald í Gnúp.“ Þess vegna, að því er segir í skjalinu, höfðu þeir samband við Gunnar Gunnarsson sem þá var starfsmaður eignarhaldsfélagsins Milestone. Eftir vinnu Gunnars, sem KPMG og Logos fóru yfir að því er segir í skjalinu, var ákveðið að breyta við- skiptum bræðranna þannig að í stað þess að gerður væri þessi eini kaup- samningur í tengslum við viðskipt- in yrðu þrír kaupsamningar gerð- ir í staðinn. Óþarfi er að tíunda eðli þessara viðskipta en nægir að segja að þau urðu margfalt flóknari fyrir vikið, eins og skýringarmyndin sem fylgir hér með sýnir fram á. Mestu máli skiptir þó að afleiðingin af við- skiptunum var sú sama: Birkir fékk 7 milljarða króna fyrir hlut sinn í Gnúpi og Magnús átti hlut þeirra óskiptan. Enginn fjármagnstekjuskattur Afleiðingin af þessum flóknari við- skiptum varð sú að Birkir slapp við að borga fjármagnstekjuskatt af söluandvirði bréfanna í MK-44. En samkvæmt upprunalegu áætluninni hefði hann þurft að greiða tekjuskatt af sjö milljörðum króna. Ástæðan fyrir þessu er ráðgjöf Gunnars Gunn- arssonar sem KPMG og Logos kvitt- uðu upp á. Í skjalinu segir, væntanlega Gunnar Gunnarsson: „Í febrúar 2008 er haldinn hluthafafundur í MK-44 II og tekin ákvörðun að greiða út arð kr. 4.000.000.000 til MK-44 sem þegar er greitt í formi láns. Ekki kemur til staðgreiðslu á arðgreiðsluna þar sem félögin eru samsköttuð (verða sams- köttuð). LOGOS sækir um samskött- un fyrir hluthafafundinn til að koma í veg fyrir fjármagnstekjuskatt.“ At- hygli skal vakin hér á orðalaginu „koma í veg fyrir“. Með þessari fléttu í viðskiptunum virðist Birkir því hafa sloppið við að greiða 15 prósenta fjármagnstekju- skatt, sem svarar rúmum milljarði króna, af þeim 7 milljörðum króna sem hann fékk frá bróður sínum fyr- ir Gnúpshlutinn. Einnig er forvitni- legt í þessu samhengi hvernig stjórn MK gat tekið þá ákvörðun að greiða 4 milljarða í arð í febrúar 2008 eftir hið mikla fall Gnúps sem markaði upp- hafið að íslenska efnahagshruninu. Viðskiptabræður Magnús Kristinsson og bróðir hans Birkir áttu í flóknum viðskiptum sín á milli árið 2007 þar sem bréf þeirra í Gnúpi skiptu um hendur. Af gögnum sem DV hefur undir höndum sést hvernig aðkomu endurskoðenda og lögfræðinga var líklega á tíðum háttað hér á landi fyrir hrun. ÁTTI AÐ SLEPPA VIÐ SKATTA MEÐ MILLJARÐA ARÐGREIÐSLU IngI F. VILhjáLmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Ekki hefur náðst í Birki Birkir Kristinsson, fjárfestir og starfsmaður í einkabankaþjónustu Íslandsbanka, hefur ekki svarað ítrekuðum skilaboðum blaðamanns DV um að hafa samband við blaðið vegna málefna Gnúps og viðskiptanna við Magnús bróður hans. Blaðamaður hefur hringt í Birki og sent honum tölvupósta en Birkir hefur látið hjá líða að hafa samband. Þess vegna hefur blaðamanni ekki auðnast að ræða við hann um þau mál sem sagt er frá í þessari frétt og þar af leiðandi er ekki viðtal við Birki í fréttinni. 6 mánudagur 16. nóvember 2009 fréttir Erfiðleikar í byrjun hjá Kosti Erfiðlega gekk að opna Kost, nýja verslun Jóns Geralds Sull- enberger á laugardag vegna erfiðleika með tölvukerfi. Opna átti verslunina með pompi og prakt en tölvuvandræðin settu strik í reikninginn. Tölvukerf- ið komst þó að mestu í gagnið á laugardag og að sögn aðstand- enda hefur sala gengið að mestu greiðlega fyrir sig eftir vandræði morgunsins. Jón Gerald heilsaði viðskiptavinum með handabandi við innganginn þrátt fyrir að vera nær ósofinn og markar þar með innreið sína inn á íslenskan mat- vöruverslunarmarkað. Umfangsmeira en Elf-málið franska Eva Joly, ráðgjafi sérstaks sak- sóknara, segir að rannsóknin á íslenska bankahruninu sé ef til vill umfangsmesta rannsókn á hvítflibbaglæpum sem gerð hafi verið. Hún segir að rannsóknin teygi anga sína til annarra landa og evrópskra banka. Það sem gerðist á Íslandi hafi ekki bara verið vandi Íslendinga. Þetta kemur fram í stórri grein í Fin- ancial Times. Hún segir enn fremur í grein- inni að rannsóknin sem tengist íslenska efnahagshruninu sé miklu umfangsmeiri en Elf-málið í Frakklandi, sem náði þó upp í efstu lög franska stjórnkerfissins. Hún segir að ekki sé von á fyrstu kærum vegna hrunsins fyrr en í lok næsta árs. Rannsóknin í heild kunni að taka um fimm ár. Benedikt Dav- íðsson látinn Greint var frá því í gær að Benedikt Davíðsson, fyrrver- andi forseti Alþýðusambands Íslands, væri látinn 82 ára að aldri. Hann fæddist á Patr- eksfirði árið 1927 en starfaði við sjómennsku sem ungur maður en lauk námi við Iðn- skólann í húsasmíði árið 1948. Eftir að hafa verið virkur í verkalýðsbaráttunni um ára- tugaskeið, meðal annars fyrir Trésmiðafélag Reykjavíkur og Samband byggingamanna, varð hann forseti ASÍ árið 1992 og gegndi því embætti til ársins 1996. Benedikt eignað- ist sex börn og einn stjúpson en hann var tvíkvæntur. Lögreglan leitar vitna Lögreglan á Akureyri leitar að vitnum að árekstri sem varð á miðvikudag í síðustu viku. Árekst- urinn varð á Þórunnarstræti við Gleráreyrar, sunnan Glerártorgs, um klukkan 17.40. Þarna varð árekstur með hvítri Kia Sportage- bifreið og blárri Toyota Hiace- sendibifreið. Þeir sem kynnu að hafa verið vitni að árekstrinum eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri. Magnús Kristinsson Birkis Kristinssonar, Magnús Kristinsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, borgaði bróður sínum, Birki Kristinssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í fótbolta og starfsmanni Glitnis, 7 milljarða króna árið 2007 þegar hann yfirtók sameiginlegar fjárfest- ingar þeirra bræðra í fjárfestinga- félaginu Gnúpi. Viðskiptafléttan tengdist nokkrum eignarhaldsfé- lögum þeirra. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skattasviði endurskoðenda- skrifstofunnar KPMG frá því í apr- íl 2007 sem DV hefur undir hönd- um. Minnisblaðið ber yfirskriftina: „Viðskipti milli einkahlutafélaga í eigu Birkis Kristinssonar og Magn- úsar Kristinssonar – álitaefni?“ Skjalið er merkt einka- og trúnað- armál. Sá sem leitaði til KPMG fyr- ir hönd eignarhaldsfélags Birkis var þáverandi yfirmaður skatta- sviðs Milestone, Gunnar Gunnars- son, sem jafnframt var fyrrverandi yfirmaður á skattasviði KPMG. Minnisblaðið er gert af Símoni Þór Jónssyni, yfirmanni á skattasviði KPMG. Eigendur Milestone voru hluthafar í Glitni í gegnum eignar- haldsfélagið Hátt en Birkir starfaði í eignastýringu hjá bankanum og er yfirmaður í einkabankaþjónustu arftaka hans, Íslandsbanka. Tilgangur minnisblaðsins er sá að Gunnar var að leita eftir stað- festingu á því frá KPMG hvort við- skipti bræðranna stæðust hlutafé- lagalög og hvort í þeim fælist mikil skattaleg áhætta. Markmiðið var því að KPMG gæfi þeim bræðrum ráðleggingar til að viðskiptin væru örugglega lögmæt. Magnús yfirtók hlut Birkis í Gnúpi Í minnisblaðinu er því meðal annars lýst hvernig félag í eigu Magnúsar, Suðurey, hugðist yf- irtaka tæplega 30 prósent hlut eignarhaldsfélagsins MK-44 II ehf. Það félag áttu þeir bræður saman að jöfnu í gegnum félag- ið MK-44, í fjárfestingafélaginu Gnúpi. Helstu eignir Gnúps voru eignarhlutir í FL Group, sem jafn- framt var stærsti hluthafi Glitnis, og í Kaupþingi. Gnúpur náði því reyndar að verða stærsti hluthaf- inn í FL Group sumarið 2007 með ríflega 20 prósenta eignarhlut. Félag Magnúsar greiddi MK-44 II samtals 14 milljarða króna fyrir Gnúpshlutinn. MK-44 II skráði sig svo fyrir 7 milljarða hlutafé í eign- arhaldsfélagi sem var í eigu Birkis, BK-42 ehf. Með hlutafjáraukingu BK-42 var þetta félag Birkis komið með sjö milljarða króna í reiðufé til að greiða Smáey, félagi sem var í eigu Magnúsar, fyrir hlut félags- ins í MK-44. Með þessu móti voru þær eignir sem voru í félögum þeirra bræðra, MK-44 og MK-44 II, færð- ar yfir til Magnúsar og félög- in urðu eignalaus fyrir vikið en í eigu Birkis sem stóð eftir með 7 milljarða. Um þetta segir í minn- isblaðinu: „Með viðskiptunum er stefnt að því að Magnús taki yfir sameiginlegar fjárfestingar þeirra Birkis í gegnum MK-44 og MK- 44 II, án þess þó að flækja félaga- samstæðu sína með yfirtöku á fé- lögunum sjálfum sem verða eftir viðskiptin „tóm“ og að öllu leyti í eigu Birkis.“ Fjárfesti síðar í Gnúpi Þrátt fyrir að Birkir hafi með við- skiptunum losað sig út fjárfest- ingafélaginu Gnúpi á heppileg- um tíma, en fall þess í lok árs 2007 markar upphafið að falli íslenska efnahagskerfisins, fjárfesti hann aftur í Gnúpi áður en yfir lauk. Í ársreikningi eignarhaldsfélags hans BK-42, fyrir árið 2007, kemur fram að Birkir hafi í lok þess árs átt eignarhlut í Gnúpi fyrir um 1.500 milljónir króna. Birkir seldi þenn- an eignarhluta svo til Magnúsar bróður síns og hins stóra hluthaf- ans í Gnúpi, Kristins Björnsson- ar, áður en félagið fór á hliðina og eignir þess voru seldar til að eiga upp í skuldir við lánardrottna. Átti meira í Gnúpi en talið var Athygli vekur hversu miklum fjárfestingum Birkir Kristinsson, starfsmaður eignastýringar Glitn- is, var í samhliða starfi sínu hjá bankanum. Ekki var heldur vitað að Birkir hafi verið svo stór hlut- hafi í Gnúpi, sem jafnframt varð stærsti hluthafi í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis. Þar til skjalið frá KPMG kom í ljós var talið að Birk- ir hefði mest átt 7 prósent í Gnúpi. Skjal KPMG sýnir fram á annað: Þeir bræður áttu í reynd jafnstóran hlut í Gnúpi í gegnum MK-44 II. Eins vekur mikla athygli að yf- irmaður hjá Milestone hafi haft milligöngu um að fá endurskoð- endaálit frá KPMG um viðskipti Birkis og Magnúsar. Ástæðan fyrir þessu er sú að eignastýring Glitn- is, sem Birkir starfaði hjá, fjárfesti meðal annars í skuldabréfum Mil- estone fyrir hönd viðskiptavina sinn en bankinn keypti skuldabréf af Milestone fyrir um 5 milljarða króna. Hluti af þessum skulda- bréfum Milestone rann svo með- al annars inn í Sjóð 9. Á þeim tíma sem Glitnir fjárfesti í skuldabréf- um félagsins var hins vegar byrj- að að síga verulega á ógæfuhlið- ina hjá Milestone. Viðskiptavinir Glitnis töpuðu því margir hverjir háum fjárhæðum á þeim fjárfest- ingum sem starfsmenn eignastýr- ingarinnar réðust í í Milestone fyrir þeirra hönd. Úr skjali KPMG um viðskipti Birkis og Magnúsar „Hér gildir hins vegar hið sama og fjallað er um í kafla IV að tíminn sem líður frá stofnun til hugs- anlegra slita og áframhaldandi starfsemi MK-44 II áður en því verður hugsanlega slitið getur dregið úr líkunum á að skattayf- irvöld geri athugasemdir og gert MK-44 auðveldara með að sanna að raunverulegur tilgangur hafi legið að baki stofnun MK-44 II og að við stofnun hafi ekki verið búið að ákveða að slíta félaginu.“ InGI F. VIlhjÁlMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is skjal KPMG Starfsmaður Milestone fékk álit á viðskiptum Birkis og Magnúsar frá KPMG. Í því kemur fram að Birkir átti stærri hlut í Gnúpi en talið hefur verið. Fékk 7 milljarða Birkir átti að fá 7 milljarða frá Magnúsi bróður sínum fyrir Gnúpshlutinn. Ætlaði að kaupa Birki út Skjalið frá KPMG sýnir fram á að Magnús ætlaði að kaupa Birki bróður sinn út úr Gnúpi en þeir skiptu með sér 28,5 prósenta hlut í félaginu 7 MILLJARÐAR FRÁ MAGNÚSI BRÓÐUR „Með viðskiptunum er stefnt að því að Magnús taki yfir sameiginlegar fjárfestingar þeirra Birkis í gegnum MK-44 og MK-44 II.“ Flókin viðskipti Myndin sýnir flókin viðskipti með eignarhluta í Gnúpi á milli Magnúsar Kristinssonar og bróður hans Birkis. Viðskiptin voru svo flókin vegna þess að ef viðskiptin hefðu verið framkvæmd í sinni einföldustu mynd hefði Birkir þurft að greiða fjármagnstekjuskatt af sjö milljarða greiðslu Magnúsar fyrir hlut hans í Gnúpi. skrifstofur gnúps Skrifstofuhúsnæði Gnúps í Borgartúni 27 var eitt það glæsilegasta í íslenska góðærinu. Það var um 1.000 fermetrar að stærð og kostnaðurinn við að innrétta það hefur aldrei fengist staðfestur. Gögn frá Birki og magnúsi Kristinssonum sýna að viðskipti þeirra á milli með bréf í Gnúpi voru útbúin þannig að Birkir þyrfti ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af 7 millj- arða söluandvirði. Í stað beinnar sölu fékk Birkir milljarðana að hluta með arðgreiðslu. Starfsmaður Miles- tone aðstoðaði þá við viðskipta- fléttuna sem og KPMG og Logos.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.