Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 18
18 föstudagur 27. nóvember 2009 fréttir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðs- stjóri hjá Byr, sem farinn er í leyfi frá störfum vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á Byr, skrifaði undir veð- samningana að lánveitingunum tveimur til Tækniseturs Arkea/Exeter Holding í lok árs í fyrra þrátt fyrir að í samningunum kæmi fram að stjórn sparisjóðsins ætti að gera það. Með samningunum gerðu Exeter Holding og Byr með sér samkomulag um að eina veðið fyrir tveimur lánveitingum frá Byr til Exeter upp á rúman millj- arð króna væru bréfin sjálf. DV hefur samningana undir höndum. Annar sparisjóðsstjóri hjá Byr, Magnús Ægir Magnússon, skrifaði sömuleiðis upp á fyrri veðsamning- inn. Magnús lét af störfum hjá Byr í lok nóvember í fyrra en hann skrifaði upp á veðsamninginn þann 4. nóv- ember. Seinni veðsamningurinn var undirritaður af Ragnari einum fyrir hönd stjórnar Byrs þann 15. janúar síðastliðinn. Sérstakur saksóknari efnahags- hrunsins, Ólafur Hauksson, er með Exeter-málið til rannsóknar þar sem grunur leikur á að um umboðssvik hafi verið að ræða og hugsanlega brot gegn auðgunarkafla hegningarlaga. Embætti hans gerði húsleitir hjá Byr og MP Banka fyrr í vikunni en talið er að tilteknir stjórnendur hjá Byr og MP Banka hafi skipulagt Exeter-viðskipt- in. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir. MP Banki seldi og lánaði líka Lánveitingarnar tvær til Exeter Hold- ing voru notaðar til að kaupa stofn- fjárbréf í Byr sem verið höfðu í eigu starfsmanna, stjórnarmanna og að- standenda Byrs sem og bréf sem skráð voru á MP Banka og seld voru fyrir rúmar 415 milljónir króna. Sumir aðstandenda Byrs höfðu tekið lán fyrir stofnfjárbréfakaup- unum frá MP Banka en þar sem þau höfðu lækkað mikið í verði eftir bankahrunið áttu þeir í erfiðleikum með að standa í skilum við MP Banka sem var í þeirri stöðu að geta gengið að þeim persónulega og mögulega sett þau í þrot. Exeter Holding-við- skipin þjónuðu því bæði hagsmun- um þessara aðstandenda Byrs sem og hagsmunum MP sem fékk greitt í peningum upp í kröfur sem voru orðnar lítils virði eftir hrunið. Gögn sem DV hefur undir hönd- um sýna líka fram á að MP Banki lánaði Exeter Holding sömuleiðis tæplega 44 milljónir króna þar sem lánveitingin frá Byr dugði ekki til að fjármagna kaupin á stofnfjárbréfun- um. Búið er að afskrifa þessa lánveit- ingu hjá MP Banka samkvæmt heim- ildum DV. Skrifað undir fyrir hönd stjórnar Athygli vekur að í báðum tilfellun- um skrifa sparisjóðsstjórarnir undir veðsamningana fyrir hönd stjórnar- innar og er strikað yfir „í” í setning- unni „Í stjórn BYRS sparisjóðs“ og skrifað í staðinn „f.h.“ eða fyrir hönd. Þetta brýtur gegn 9. grein samþykkta Byrs þar sem fram kemur að stjórnin skuli skrifa undir slíka veðsetningu. Í 9. greininni segir: „Veðsetning stofn- fjárhluta í sparisjóðnum er heimil að tilskildu samþykki stjórnar spari- sjóðsins.” Heimild stjórnarinnar virðist ekki hafa verið fengin samkvæmt samn- ingunum en enginn fyrirvari er gerð- ur við þessa reglu í samþykktum sjóðsins. Þó skal þess getið að stjórnar- menn í Byr, þau Ágúst Már Ármann, Jóhanna Waagfjörð og Jón Kr. Sól- nes greindu frá því í yfirlýsingu í apr- íl síðastliðnum að á stjórnarfundi þann 19. desember 2008 hafi verið samþykkt að „framlengja“ lánin um þrjá mánuði. Því virðist sem stjórnin hafi ekki tekið ákvörðun um það fyr- ir hvort veita ætti lánin heldur aðeins ákveðið að framlengja þau. Þetta var líka meira en tveimur mánuðum eft- ir að fyrra lánið, sem gengið var frá í október 2008, var afgreitt. Jafnframt taldi stjórnin að félagið væri í eigu MP Banka. Svo sagði í yfirlýsingunni: „Hafi andvirði lánsfjárheimildar að hluta eða í heild verið notað til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði, er slíkt í andstöðu við afgreiðslu máls- ins í stjórn Byrs sparisjóðs þann 19. desember 2008. Hafi stjórnarmenn Byrs sparisjóðs átt viðskipti með stofn- fjárbréf í Byr sparisjóði án þess að til- kynna um slíkt til regluvarðar spari- sjóðsins, er slíkt í andstöðu við lög um verð- bréfavið- skipti að því er varðar skyldur stjórnarmanna sem fruminnherja.“ Stjórnin virðist, samkvæmt þessu, hvorki hafa komið að því að veita lán- in, skrifa upp á veðsamningana né vitað til hvers lánin voru. Hugsanlegt er því að Exeter-viðskiptin hafi far- ið fram án þess að málið hafi verið rætt á fundi stjórnarinnar enda hefði hún þá þurft að tilkynna um málið til regluvarðar sparisjóðsins. Exet- er-málið virðist því, samkvæmt fyrir- liggjandi gögnum, hafa verið afgreitt fram hjá stjórninni. Auður Arna millifærði Önnur gögn sem DV hefur undir höndum, millifærslukvittanir um tvö innlegg frá Byr til MP Banka, sýna fram á hvenær gengið var frá greiðsl- um á lánunum frá Byr til MP Banka fyrir hönd Exeter Holding. Þann 13. október leggur starfsmaður Byrs 800 milljónir króna inn á reikning MP Banka fyrir hönd Tækniseturs Ark- ea/Exeter Holding. Ekkert bendir til að þessi lánveiting eða veðsetningin hafi verið tekin fyrir á stjórnarfundi, líkt og áður segir. Þessi lánveiting var notuð til að kaupa öll þau bréf sem seld voru inn í Exeter Holding fyrir utan bréf sem höfðu verið í eigu Birgis Ómars Har- aldssonar. Seinni millifærslan var svo gerð þann 29. desember 2008. Þá lagði Auður Arna Eiríksdóttir, útibússtjóri hjá Byr, tæpar 204,5 milljónir króna inn á reikning MP Banka fyrir hönd Exeter Holding. Þessi millifærsla var kaupverð fyrir bréf sem verið höfðu í eigu Birgis Ómars Haraldssonar. Eitthvað virðist því hafa gerst á þeim mánuðum sem liðu frá fyrri millifærslunni til þeirrar síðari sem gerði það að verkum að Exeter Hold- ing fékk frekari lánveitingar til að kaupa stofnfjárbréf í Byr. Á þessari stundu er hins vegar ekki vitað hver ástæðan fyrir þessum tveimur að- skildu lánveitingum og millifærslum frá Byr var. Rannsókn sérstaks sak- sóknara mun þó hugsanlega leiða það í ljós eftir því sem rannsóknin heldur áfram. Ekki náðist í Margeir Pétursson, stjórnarformann MP Banka, til að spyrja hann hvort MP Banki hefði verið eigandi bréfanna sem seld voru inn í Exeter Holding fyrir rúmar 415 milljónir króna. Skrifuðu upp á Sparisjóðsstjórar Byrs, þeir Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon, skrifuðu upp á fyrri veðsamninginn í Exeter-málinu fyrir hönd Byrs í nóvember í fyrra. Útibússtjórar Byrs skrifuðu undir lánveitingar til Exeter Holding fyrir hönd stjórnar sjóðsins. Samkvæmt samþykktum Byrs er þetta ekki heimilt. MP Banki lánaði Exeter fé og seldi stofnfjárbréf í Byr inn í félagið. Stjórn Byrs vissi ekki að lánveitingarnar væru fyrir stofnfjárbréfum og taldi að MP Banki ætti Exeter. Sér- stakur saksóknari rannsakar málið. SKRIFAÐI UNDIR LÁN ÁN vItUNDAR StjóRNAR IngI F. VIlhjálMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is LÁNIN tIL ExEtER HoLDINg 13. október 2008 Tæknisetur Arkea/Exeter Holding skrifar undir veðsamning með stofnfjárbréf við Byr. 13. október 2008 Starfsmaður Byrs millifærir 800 milljónir á reikning MP Banka fyrir hönd Arkea/Exeter. 4. nóvember 2008 Sparsjóðsstjórar Byrs skrifa undir veð- samning vegna lánsins sem millifært var þann 13. október. 19. desember 2008 Stjórn Byrs samþykkir að framlengja lán til Arkea. 23. desember 2008 Exeter Holding skrifar undir veðsamning við Byr. 29. desember 2008 Starfsmaður Byrs leggur 204,5 milljónir inn á reikning MP Banka fyrir hönd Exeter. 15. janúar 2009 Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðstjóri skrifar undir veðsamninginn fyrir hönd stjórnar Byrs. Birgir Ómar haraldsson kom ekki að Exeter holding Birgir Ómar Haraldsson, sem var í varastjórn Byrs, kom ekki að því ákveða lánveitingar til Exeter en líkt og kemur fram í greininni fór fyrri lánveitingin, sem veitt var í október, ekki fyrir stjórn Byrs. Aðeins lánveit- ingin í desember fór fyrir stjórnina og var hún samþykkt. Birgir kom þó ekki að henni heldur. Seinni lánveitingin til Exeter, sem hljóðaði upp á tæplega 204,5 millj- ónir króna, var hins vegar notuð til að kaupa stofnfjárbréf sem voru í eigu Birgis Ómars. Samkvæmt bók- haldi Exeter seldi hann bréf upp á tæplega 240 milljónir sem fóru inn í Exeter Holding. MP Banki miðlaði bréfunum líkt og öðrum í tilfellum þar sem aðstandendur Byrs seldu bréf sem fóru inn í Exeter. Öfugt við það sem kom fram í DV á miðvikudaginn fékk Birgir Ómar ekki lán frá MP Banka til að kaupa stofnfjárbréf í Byr. Söluandvirði stofnfjárbréfa Birgis Ómars rann því ekki til MP Banka heldur fór það upp í skuldir hans við þann aðila sem fjármagnaði stofnfjár- bréfakaup hans. Ekki er vitað hver lánveitandi Birgis Ómars var. Samkvæmt heimildum DV vissi Birgir Ómar ekki af tilvist Exeter Holding fyrr en í mars á þessu ári. ÞEIR SEm ÁttU bRéF SEm SELD voRU INN í ExEtER HoLDINg EHF. UppLýSINgARNAR ERU úR bóKHALDI ExEtER HoLDINg: Eigandi Upphæð Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs 188.474.969 kr. Húnahorn ehf. eigendur 72.705.281 kr. Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri 30 prósent Atli Örn Jónsson, framkvæmdastjóri í Byr 17 prósent Sighvatur Sigfússon, f.v. starfsmaður Byrs 17 prósent Gunnar Árnason, f.v. starfsmaður Byrs 12 prósent Auður Arna Eiríksdóttir útibússtjóri 12 prósent Bjarni Þór Þórólfsson útibússtjóri 12 prósent Gunnar Árnason ehf, í eigu Gunnars Árnasonar 94.218.813 kr. Auður Arna Eiríksdóttir 58.411.079 kr. Guðráður Óttar Sigurðsson, eiginmaður Auðar 14.698.133 kr. MP Banki 415.390.658 kr. Birgir Ómar Haraldsson, varamaður í stjórn Byrs 203.840.743 kr. F.h. stjórnar Veðsamningurinn á milli Byrs og Exeter Holding sýnir hvernig sparisjóðsstjórarnir skrifuðu upp á fyrra lánið til Exeter Holding fyrir hönd stjórnar. Þetta stríðir gegn samþykktum Byrs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.