Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 21
helgarblað 27. nóvember 2009 föstudagur 21 Konur í Kvenfélagi Biskupstungna sitja naktar fyrir á nýju dagatali í fjáröflunarskyni. Svava Theódórsdóttir, gjaldkeri fé- lagsins, segir dagatalið hafa verið umdeilt innan félagsins. Hún segir það besta við dagatalið vera að það sýni konur eins og þær eru í raun og veru. BERRASSAÐAR Í TUNGUNUM „Þessi hugmynd er búin að vera á sveimi síðan árið 2006 og sjálfsagt lengur án þess að ég viti það því ég gekk í kvenfélagið árið 2005. Fyrst þegar ég heyrði af henni var hún sett fram í algjöru gríni og það datt eng- um í hug að hún yrði að veruleika. Þetta er hugmynd sem hefur kom- ið upp aftur og aftur og mér skilst að það sama sé uppi á teningnum í öðrum kvenfélögum,“ segir Svava Theódórsdóttir, gjaldkeri Kvenfélags Biskupstungna. Kvenfélagið gefur út sérstakt dagatal í ár. Þar sitja kvenfé- lagskonurnar naktar fyrir á fallegum myndum, annaðhvort saman eða einar sér. Rífandi stemning „Í haust var dimmt fram undan í þjóðmálunum, maður var svo depp- aður, og hugmyndin að dagatalinu kom upp einu sinni enn. Ég greip hana á lofti og hugsaði að núna yrð- um við að gera eitthvað skemmti- legt í mótvægi við þetta allt saman. Ég setti þetta fram á fundi og það var svona líka rífandi stemning fyrir því. Miklu betri en mér hefði dottið í hug,“ segir Svava. Dagatalið kostar fimmtán hund- ruð krónur og rennur ágóðinn til tækjakaupa fyrir íþróttahúsið í Reyk- holti sem og annarra mætra mála. „Við ætlum að styrkja líkamsrækt- araðstöðuna í Reykholti. Svo keypti Heilbrigðisstofnun Suðurlands són- arbekk fyrir ári sem kostaði tíu millj- ónir og það er alltaf verið að safna fyrir honum. Hann er mikið hugð- arefni hjá okkur líka. Við vonum að við seljum nógu vel til þess að safnist einnig nóg fyrir honum.“ Sumar á móti þessu „Dagatalið heitir Tvær úr Tungun- um. Það er hálfpartinn í takt við húmorinn í dagatalinu,“ segir Svava. Hún segir að ekki hafi allar kvenfé- lagskonurnar verið á eitt sáttar þegar ákveðið var að gefa út dagatalið. „Það voru ekki allir sammála um þetta. Ég veit svo sem ekkert hvern- ig það var utan félags en innan félags var ekki eining um það. Það var búið að tala um þetta svo lengi og ég vissi að það þyrfti einhver að gera þetta. Þetta myndi ekki gerast nema ein- hver tæki þetta að sér. Það er búið að vera ansi erfitt á köflum að vera sá sem drífur þetta áfram því það voru konur sem voru virkilega á móti þessu. En það ógnaði okkur ekki. Við hefðum alltaf gefið dagatalið út hvernig sem það var.“ Berrassaðar fyrirsætur Alls eru rúmlega fimmtíu konur í kvenfélaginu og voru það þrettán sem tóku þátt í myndatökunni. Svava segir þessa upplifun draumi líkasta. „Myndatakan tók tvo daga og var ofboðslega skemmtileg. Það sem var svo skemmtilegt í þessu var að gera eitthvað sem við varla þorðum. Er þetta ekki líka draumur hjá okkur að sitja svona fyrir? Við vorum farð- aðar, greiddar flott og svo var okkur stillt upp. Þetta þjappaði okkur líka rosa- lega vel saman. Það er ekki á hverj- um degi sem maður eyðir tíma með konunum í kvenfélaginu berrassað- ur einhvers staðar,“ segir Svava. Hún segir nokkrar gagnrýnisraddir hafa sagt að dagatalið samræmdist ekki kvenfélagsandanum. „Við vildum meina það að kven- félagsandinn mætti kannski bara breytast. Svo er hægt að spyrja sig hvernig þessi kvenfélagsandi sé. Eru það konur á peysufötum? Við reikn- uðum alveg með þessu. Við hefðum getað tekið myndir af okkur kapp- klæddum en hver hefði nú nennt að kaupa það?“ Venjulegar konur Hugmyndin er upprunalega feng- in frá Calendar Girls, hópi breskra kvenna sem sat fyrir á nektardagatali til að safna fé fyrir baráttunni gegn hvítblæði. Mynd um konurnar var gerð árið 2003 og sló í gegn. Svava eignaðist aldrei slíkt dagatal en hefði viljað það. Hún segir það skemmti- lega við dagatal kvenfélagsins líka vera að það sýni ósköp venjulegar konur. „Við erum bara ofsalega venjuleg- ar konur. Ég er að verða fimmtug og sit fyrir á einni mynd þar sem hengi- maginn sést ágætlega. Það er bara allt í lagi. Mér finnst það ekki asna- legt. Við erum bara svona.“ Dagatalið er selt á garn.is og víðs vegar á Suðurlandi. Konurnar stefna einnig á að selja það í Kringlunni ein- hverjar helgar en engin föst dagsetn- ing er komin á það. lilja KaTRín gunnaRSdóTTiR blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Við hefðum getað tekið myndir af okk- ur kappklæddum en hver hefði nú nennt að kaupa það?“ Kvenfélag með húmor Guðfinna Jóhannsdóttir sá um að greiða konunum og Auður Kjartansdóttir farðaði en þær eru báðar heimakonur. ljóSmyndaRi: íRiS jóhannSdóTTiR Við opnum nýja Ísbúð og veitum 30% kynningarafslátt af öllum ísréttum, samlokum, salötum og gosi 17-26 okt. Nýbýlavegi 32 Nýbýlavegi 32 Opið til 22:00 alla daga Smakkaðu 200 kr ís í brauði, miðstærð KOMIÐ ÚT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.