Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Síða 22
22 föstudagur 27. nóvember 2009 fréttir
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Nálastungudýnan
gefur þér aukna orku og vellíðan
Verslunin er opin virka daga frá kl. 9 -18
Opið laugardaga fram að jólum frá kl. 11-16
• Dregur úr vöðvaspennu
• Höfuð- háls- og bakverkjum
• Hefur góð áhrif gegn streitu
• Er slakandi og bætir svefn
Shakti Original 10.750 kr. Shakti Light 9.750 kr.
„Þetta er mikill heiður og það er ótrú-
lega gaman að fá svona viðurkenn-
ingu. Það er gaman að fá að vera í
hópi þessara flottu kvenna sem fengu
viðurkenningu,“ segir Ingibjörg Dögg
Kjartansdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, sem
á miðvikudag var veitt jafnréttisvið-
urkenning Stígamóta fyrir ötul skrif
í ýmsa fjölmiðla um kynbundið of-
beldi. Í umsögn Stígamóta segir að
Ingibjörg hafi af hugrekki og skiln-
ingi skrifað þrátt fyrir að tilraunir hafi
verið gerðar til þess að þagga niður
í henni, meðal annars með dómi í
réttarkerfinu sem nýst hafi fólki illa.
Ingibjörg var fyrr á þessu ári dæmd
í Hæstarétti fyrir umfjöllun sína um
meint mansal á Goldfinger. „Það
var áfall þegar dómurinn féll. Við
vorum dæmd fyrir að nota ákveðna
skilgreiningu á mansali. Í dómn-
um var stuðst við aðra skilgreiningu
en þá sem við notuðum. Skilgrein-
ing okkar er þekkt og viðurkennd al-
þjóðlega. Þetta var skref aftur á bak í
baráttunni gegn mansali, það er að
það megi ekki fjalla um það í neinu
raunverulegu samhengi við íslensk-
an veruleika. Þess vegna er ákaflega
gaman að finna að það er hópur sem
metur þetta þrátt fyrir dóminn.
Samstillt átak kvenna
Stígamót veitti viðurkenningar í
tveimur flokkum til kvenna sem lagt
hafa baráttuni lið á árinu. Aðgerð-
arviðurkenningar Stígamóta fengu
Ragna Árnadóttir dómsmálaráð-
herra og lögreglukonurnar Sigríður
Björk Guðjónsdóttir, Alda Hrönn Jó-
hannsdóttir og Berglind Eyjólfsdótt-
ir. Stígamót veitti viðurkenninguna
fyrir samstillt átak dómsmálaráð-
herra og lögreglukvennanna í man-
salsmálum.
Auk Ingibjargar fengu Þórdís Elva
Þorvaldsdóttir Bachman og Fríða
Rós Valdimarsdóttir jafnréttisviður-
kenningar Stígamóta. Þórdís sendi
nýverið frá sér bókina Á mannamáli
og segir í umsögn Stígamóta að bóin
sé mikilsverð tilraun til þess að eyða
fordómum og fáfræði. „Hún ætti að
vera aðhald fyrir stjórnvöld og leið-
arljós fyrir okkur hin.“
Stjórnvöld að taka við sér
Fríða Rós fékk viðurkenningu fyrir
umfjöllun sína um mansal og segir í
umsögn Stígamóta að hún hafi með
skrifum sínum dregið fram í dags-
ljósið skuggahliðar íslensks samfé-
lags sem ekki verið lengur afneitað.
„Það er hvetjandi að fá viður-
kenningu frá Stígamótum sem
gefast aldrei upp í baráttunni
gegn ofbeldi á konum og það er
mikill heiður að það sé tekið eft-
ir þeirri vinnu sem maður vinn-
ur. Þetta er hvatning til að halda
áfram og gefast aldrei upp,“ seg-
ir Fríða.
Hún segir að stjórnvöld hafi upp
á síðkastið tekið við sér í mansals-
málum og það sýni sig í viðurkenn-
ingunni sem dómsmálaráðherra og
lögreglukonurnar hlutu. „Þessi mál
eru komun á skrið
og Stígamót hefði
ekki veitt kon-
unum þessar
viðurkenn-
ingar nema
af því þær
hafa ver-
ið að sinna
þessum mál-
um af krafti.“
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir „Það
er gaman að fá að vera í hópi þessara
flottu kvenna sem fengu viðurkenningu.“
Stígamót heiðraði á miðvikudag nokkrar konur fyrir framlag þeirra til baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi
og mansali. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, segir viðurkenninguna mikinn heiður. Fríða
Rós Valdimarsdóttir segir stjórnvöld hafa tekið við sér í baráttunni gegn mansali.
„Þetta er hvatning
til að halda áfram“
ValgeIR öRn RagnaRSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Fríða Rós Valdimarsdóttir „Það
er hvetjandi að fá viðurkenningu
frá Stígamótum sem gefast aldrei
upp í baráttunni gegn ofbeldi á
konum og það er mikill heiður
að það sé tekið eftir þeirri vinnu
sem maður vinnur.“