Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Blaðsíða 28
um helgina eitt af þeim bestu Útvarpsleikhúsið á Rás 1 flytur Augu þín sáu mig eftir Sjón í útvarpsleikgerð og leikstjórn Bjarna Jónssonar á sunnudaginn klukkan 14. Leikritið var á dögunum valið eitt af bestu útvarpsleikritum ársins í samkeppni evrópskra útvarps- stöðva, Prix Europa. Á meðal leikenda eru Víðir Guðmundsson, Birgitta Birgisdóttir, Sigurður Skúlason, Kristján Franklín Magnús og Ólafur Darri Ólafsson. Tónlist og hljóðmynd gerði hljómsveitin múm. Djammvika Dansflokksins Djammvika Íslenska dansflokksins hófst á miðvikudaginn og stend- ur fram á laugardag. Um er að ræða dansveislu þar sem frumflutt eru fjögur ný verk í vinnslu. Þetta eru Cardiac Strain (Hjarta- streita) eftir Tony Vezich, Shit eftir Kristján Ingimarsson, Heilabrot eft- ir Brian Gerke og Steinunni Ketils- dóttur og Kjúklingur í sauðargæru eftir Peter Anderson. Með Djamm- viku er dansflokkurinn að gefa nýjum höfundum tækifæri til að vinna með flokknum og einnig er þetta vettvang- ur til að þróa og prófa nýja tækni og aðferðir við sköpunina. Nánar á id.is. framhalD leitarinnar að rajeev Regnboginn hefur sýningar á heimildarmyndinni Rajeev revis- ited eftir Birtu Fróðadóttur í dag, föstudag. Myndin er sjálfstætt framhald myndarinnar Leitin að Rajeev frá árinu 2002. Að þessu sinni heldur Birta til Indlands í brúðkaup indverska æskuvinar síns, Rajeevs. Átta ár eru liðin frá því þau hittust síðast þegar Birta leitaði Rajeev uppi á Indlandi og fann hann við dapurlegar aðstæð- ur. Greinilegt er að margt hefur breyst á þeim tíma í lífi þeirra beggja. Í gegnum umfangsmikið brúðkaup Rajeevs varpar myndin ljósi á þann gríðarlega menning- armun sem æskuvinirnir Birta og Rajeev búa við í dag. Árni tekur lagið Í kirkju Alþingismaðurinn Árni Johnsen ætl- ar að þakka fyrir gjafir Guðs með því að syngja lagið vinsæla „Í kartöflu- görðunum heima,“ í kartöflmessu í Grafarvogi á sunnudag. Lagið er þekktasti slagari Árna og hefur að því best er vitað ekki verið sungið í kirkju áður. Fjölmargir landsmenn eru að taka upp kartöflur nú þegar haustið er að taka yfir. Félagar úr Kartöflufélaginu lesa ritningarlestra og fyrir messu ætlar Hildur Hákon- ardóttir að flytja stuttan fyrirlestur um kartöfluna í sögu og samtíð. Leitin að jólunum sýnd á aðventunni í fimmta sinn í röð: Enn leitað að jólunum 28 föstuDagur 27. nóvember 2009 fókus leiðrétting Á metsölulista Hagkaups sem birtur var á fókussíðu DV síðastliðinn mið- vikudag féll út bókin Svörtuloft eftir Arnald Indriðason. Hún situr í öðru sæti listans og bækurnar sem voru þar fyrir neðan eru því í raun einu sæti neðar en listinn gaf til kynna. Beðist er velvirðingar á þessu. Ævintýrið Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson fer á fjalirn- ar í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Þetta er fimmta sinn sem sýningin er sett upp á aðventunni en verkið hlaut Grímuna, Íslensku leiklistar- verðlaunin, sem barnasýning árs- ins árið 2006. Leitin að jólunum hefur alla tíð notið fádæma vin- sælda og uppselt hefur verið á nær því hverja einustu sýningu frá því að verkið var fyrst sýnt en sýningin á sunnudag verður númer hundrað í röðinni. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhús- gestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæra- leikarar og saman leiða þeir börn- in með leik og söng um leikhúsið. Meðal viðkomustaða á ferðalagi þeirra eru Kristalsalurinn, Leikhús- loftið og Leikhúskjallarinn. Börnin fara inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son og leikarar þau Arnbjörg Vals- dóttir, Þórunn Clausen, Ólafur Egill Egilsson, Valur Einarsson, Guðrún Gísladóttir, Elma Lísa Gunnars- dóttir, Sindri Birgisson og Álfrún Örnólfsdóttir. Sýningin er ríkulega hljóðskreytt með tónlist Árna Egils- sonar við Jólasveinavísur Jóhann- esar úr Kötlum en hljóðfæraleikar- ar eru Darri Mikaelsson og Vadim Federov. Að jafnaði verða þrjár sýningar hvern laugardag og sunnudag allar helgar til jóla. Nánar á heimasíðu Þjóðleikhússins. Vel tenntArnbjörg Valsdóttir og Ólafur Egill Egilsson í hlutverkum sínum. MYND Þjóðleikhúsið/eDDi „Mér fannst vanta svona bók á mark- aðinn. Mig langaði líka að styrkja fræðandi umfjöllun og sá fyrir mér að þessi bók gæti nýst bæði almenn- ingi og fagfólki,“ segir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, höfundur bókarinnar Kynlíf – Heilbrigði, ást og erótík sem kom út í vikunni. Þetta er fyrsta viða- mikla fræðibókin á þessu sviði sem kemur út á Íslandi, ef frá er talin Ís- lenska kynlífsbókin eftir Óttar Guð- mundsson sem kom út fyrir tæpum tuttugu árum. „Sú bók fjallaði á vissan hátt um þetta viðfangsefni en ég fer kannski víðar og dýpra í þetta,“ segir Jóna sem hefur viðað að sér mikilli þekkingu um kynlíf og málefni því tengd. Hún er lærður hjúkrunar- og kynfræðing- ur og er sérfræðingur í klínískri kyn- fræði. „Í bókinni er svona brot af því besta sem ég hef verið að viða að mér í gegnum árin og ég veit að nýtist fólki.“ Njóta frekar en að leita Jóna er fyrsti sérfræðingurinn sem fjallaði nokkuð reglulega um kynlíf á opinberum vettvangi hér á landi, sem má segja að hafi byrjað árið 1988. „Ég fór einhvern veginn í það hlutverk án þess að ég hefði ætlað mér það. Kannski benti það bara til óuppfylltra þarfa hjá fólki til að hafa aðgang að fagmenneskju sem gat frætt það og svarað ýmsum spurn- ingum.“ Eitt af markmiðum Jónu með skrifum bókarinnar er að leiða um- ræðuna um kynlíf á aðeins meira fræðandi og viti bornar leið. Spurð hvort henni finnist Íslendingar al- mennt vera fastir í sömu barna- legu spurningunum um kynlíf seg- ir Jóna svo ekki vera. „Við getum ekki sett alla Íslendinga undir sama hatt. Og það er afskaplega mismun- andi af hvaða hvötum fólk spyr og við hvaða aðstæður. Ef við erum að tala um spurningar sem heyrast oft þá finnst mér íslenskir karlmenn stundum fastir í g-bletta leitinni. Þeir mega alveg fara að hvíla sig á henni og fara bara að njóta,“ segir Jóna og hlær. Hún setur þessa spurningu karl- anna í samhengi við leit þeirra eftir staðfestingu á að þeir séu góðir elsk- hugar. „En ef þeir eru góðir menn inn við beinið þá eru þeir nógu góðir elskhugar. Þetta er ekki spurning um að ýta á einhverja rétta takka.“ Vandamálið er heilbrigði Í bók Jónu kemur meðal annars fram að vandamál Íslendinga á kynlífs- sviðinu séu jafn algeng og af svipuð- um toga og hjá flestum öðrum þjóð- um. „Við erum ekkert öðruvísi en Kynfræðingurinn jóna ingibjörg jónsdóttir er höfundur bókarinnar Kynlíf – Heil- brigði, ást og erótík sem kom út í vikunni. Hún segir kynferðisleg vandamál Íslend- inga af svipuðum toga og nágrannaþjóðanna og að þau virðist vera nokkurn veginn jafn algeng. Jónu finnst kynheilbrigði órjúfanlegur hluti heilbrigðis og lífsgæða, en íslensk heilbrigðisþjónusta eigi nokkuð í land með að taka undir það. Mega hvíla sig á g-bletta leitinni jóna ingibjörg jónsdóttir kynfræðingur Var fyrsti kynfræðingurinn sem talaði reglulega opinberlega um kynlíf og vandamál því tengd. Ekki voru allir jafn sáttir við þá framgöngu hennar hér á árum áður. MYND BoNNi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.