Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Síða 30
30 föstudagur 27. nóvember 2009 helgarblað Verður maður ekki að vera ánægður með þetta? Það er alltaf gaman þegar einhverjum finnst maður gera eitthvað rétt og ég er sérstaklega ánægður með að sigra Loga Bergmann,“ segir Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn besti sjónvarpsmað- ur Íslands. Álitsgjafar DV segja Sigmar oftast vel undir- búinn og að hann setji viðmælendur sína í aðalhlutverk frekar en sjálfan sig. Sigmar segir eitthvað til í því en að hvert viðtal sé sérstakt. „Þetta fer eftir umræðuefninu og viðmælandanum hverju sinni, stundum þarf að spyrja meira og stundum minna,“ segir hann og bætir við að honum líki vel að stjórna jafnólíkum þáttum og Kastljósi og Útsvari. „Ég er ánægður með að hafa þetta tækifæri, að stjórna svona ólíkum þáttum. Mér finnst þetta tvennt fara vel saman en veit að sumum finnst það ekki. Kast- ljósið er svo fjölbreytilegur þáttur en þar er ég kannski að ræða við skemmtikraft í upphafi þáttar en tek svo viðtal við forsætisráðherra svo það er ekki eins og ég sé steyptur í sama formið þar.“ Sigmar byrjaði ungur að starfa á fjölmiðlum en árið 1992 var hann á Aðalstöðinni, þaðan fór hann á útvarps- stöðina X-ið en svo lá leiðin á Rás 2. „Alveg frá því ég var unglingur hef ég ætlað að starfa við fjölmiðla. Ég byrjaði í útvarpinu en sjónvarpið er allt öðruvísi miðill. Eftir smá tíma á X-inu fann ég að ég gæti ekki verið þar til frambúð- ar enda hefur stefnan alltaf verið á fréttir. Ég hef mest- an áhuga á umfjöllum um samfélagið í heild sinni,“ segir besti sjónvarspmaður landsins að lokum. indiana@dv.is 1. sæti sigmar guðmundsson „Vel undirbúinn og jafngóður hvort sem hann er að lesa texta eða spinna í Útsvari. Getur verið mjög beittur spyrill og gefur fólki ekki möguleika á að teygja lopann. Er vel að sér í málum. Kemur eins fram við alla. Passar að vera ekki sjálfur í aðalhlutverki.“ „Virðist hafa meiri áhuga á viðmælandanum og umræðuefninu en sjálfum sér sem er mikill kostur fyrir fjölmiðlafólk en á því miður ekki við um alla. Undirbýr sig nokkuð vel, sem á heldur ekki við um alla og alls ekki í Kastljósinu. Hefur vaxið á undanförnum árum og er einn af okkar bestu.“ „Tekur vel á viðmælendum ef svo ber undir. Kemur á óvart á köflum, það er alltaf skemmtilegt.“ „Alveg stórkostlegur spyrjandi, góð týpa. Enginn hefur tærnar þar sem hann hefur hælana þegar kemur að lýsingu á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.“ 2. sæti logi bergmann eiðsson „Sá albesti sem sést hefur í íslensku sjónvarpi. Stekkur á milli þess að vera fréttalesari og stjórnandi í skemmti- þætti og ferst hvort tveggja mjög vel úr hendi. Í fréttalestri er hann þessi ábyrgi þulur en í skemmtiþættinum sér maður að hann er mannlegur og getur gert grín að sjálfum sér.“ „Hress og skemmtilegur sjónvarpsmaður, er léttur og húmorískur.“ „Hress og kátur. Gaman að horfa á hann.“ „Sá flottasti. Alþýðlegur, nær vel til fólks og með góðan húmor, ekki síst fyrir sjálfum sér. Skemmtilega gleyminn og utan við sig. Forvitinn, gerir heimavinnuna sína vel. Það er náttúrlega bara unun að horfa á hann enda gullfallegur karlmaður og með dýra rödd.“ 3.-4. sæti Þóra tómasdóttir „Þóra er alveg með þetta, í öllum skilningi. Greind, vel máli farin og flott kona.“ „Sjarmerandi töffari, minnir á Noomi Rapace. Þyrfti að fá innihaldsríkari tækifæri.“ „Fær auðsjánlega ekki að fjalla um það sem hún vill en gæti gert mjög vel ef hún fengi frjálsar hendur.“ 3.-4. sæti egill helgason „Það er eitthvað svo einlægt og blátt áfram við framkomu Egils á skjánum.“ „Sá besti að mínu mati. Ótrúlega naskur að næla í fólk sem kemur með fræðandi innlegg í mjög svo lókal umræðu um hrunið. Mínusinn við Egil er að hann hefur ekki bætt ráð sitt varðandi fjölgun kvenna í þáttinn. Þar stendur hann sig illa þrátt fyrir harða gagnrýni sem á algjörlega rétt á sér.“ „Þessum þykka krullupinna líður svo vel á skjánum að það er ekki annað hægt en að hrífast með. Mjúkur og harður, gáfaður og alþýðlegur, fjölfróður og forvitinn.“ 5.-7. sæti sölvi tryggvason „Óttaleg vitleysa hjá Stöð 2 að láta hann hætta. Er með fæturna á jörðinni.” „Hlýr og þægilegur sjónvarpsmaður, spyr réttu spurninganna og fær þau svör sem hann leitast eftir.“ „Hlustar á viðmælendur sína. Tranar sér ekki fram með eigin skoðanir. Vel upp alinn og grípur ekki fram í.“ 5.-7. sæti sverrir Þór sverrisson „Einlægur, það fleytir honum ótrúlega langt. Einlægur í öllum þeim verkum sem hann tekur sér fyrir hendur á skjánum.“ „Ávallt skemmtilegt að horfa á það sem hann gerir. Gleðigjafi.“ „Sveppi er svo fyndinn, það er alltaf gaman að horfa á hann. Kemur manni í gott skap. Með þeim fyndari sem ég hef séð.“ 5.-7. sæti helgi seljan „Ber af svona oftast. Á sín klúðurmóment en er fylginn sér og oftast vel undirbúinn. Hann er dúllurass.“ „Eini maðurinn í sjónvarpi sem heldur áfram að þora að spyrja menn krefjandi spurninga.“ „Aggressífur og með skemmtilega blöndu af sjarma og frekju. Þorir að spyrja erfiðara spurninga og þess vegna vilja ekki allir mæta í viðtal til hans. Ber nafnbótina „litli Eiríkur“ með sóma.“ 8. sæti edda andrésdóttir „Besti fréttalesari sem Ísland hefur alið af sér.“ „Alltaf jafnsolid. Traustur lesari, skýrmælt og kemur vel fyrir. Það er alltaf svo heimilislegt að sjá hana á skjánum.“ „Háklassakona. Gæti verið fréttaþulur í sjónvarpi í USA. Alltaf glæsileg og les óaðfinnanlega. Mjög pró.“ 9. sæti inga lind Karlsdóttir „Hefur mjög afslappaða og fágaða framkomu. Talar við fólk af áhuga. Frábært vald á íslenskri tungu og mjög skýrmælt! Lætur manni líða eins og hún sé að tala beint til þín.“ „Fegurðin bræðir mann.“ Ánægðastur með a sigra LogaHelgarblað DV leitaði til fjölbreytts hóps álitsgjafa í leit að besta sjón-varpsmanni landsins. Mörg kunnug-leg andlit komust á blað en það var Kastljósfélaginn og Útsvarsspyrillinn Sigmar Guðmundsson sem sigraði að lokum. Fréttalesarinn og grín- istinn Logi Bergmann Eiðsson og sjónvarpskonan Þóra Tómasdóttir úr Kastljósinu eru þó ekki langt undan. Álitsgjafar DV telja Sigmar vel und- irbúinn og beittan spyril. Þau segja Sigmar koma eins fram við alla auk þess sem hann telst hafa meiri áhuga á viðmælandanum en sjálfum sér sem sé kostur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.