Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Síða 38
38 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað „Það eru allir búnir að vera háma Flórentínurnar í sig í dag,“ seg- ir meistarabakararinn úr Mosfells- bakaríi, Stefán Hrafn Sigfússon, um Flórentínurnar sem hann bak- ar. Hann deilir uppskriftinni með lesendum DV en nokkuð ljóst er að enginn verður svikinn af þessum yndislegu smákökum. Stefán er eng- inn nýgræðingur þegar kemur að bakstri. Í ár bakaði hann köku ársins og fékk fyrir það árleg verðlaun af hálfu Landsambands bakarameist- ara. Einnig deilir Stefán með les- endum uppskriftum að gómsætum trufflum og að frábærum krapísum (sorbet) sem auðvelt er að gera. Smákökurnar langvinSælaStar Eðlilega er nóg að gera hjá Stefáni og félögum í bakaríinu nú þegar jólin nálgast. „Jólin er ein af þess- um þremur vertíðum hjá okkur ásamt fermingum og bolludegin- um. Bolludagurinn er samt bara einn dagur, þetta er meiri vinna og allir þurfa að leggja meira á sig. Ver- tíðin hófst samt aðeins seinna í ár en vanalega en þetta er allt að taka við sér,“ segir Stefán og viðurkenn- ir að smákökurnar séu það sem fólk sækist í. „Það er langmest keypt af smá- kökum og bökum við gífurlegt magn af þeim á þessu tímabili,“ seg- ir Stefán en sjálfur er hann mest fyrir Stollen-brauðin eins og þau heita. Stollen-brauð. Hvað er það? „Þá lætur maður rúsínur og bland- aða ávexti liggja í rommi. Setur það svo inni í brauð ásamt marsípani og stráir flórsykri yfir,“ svarar Stefán um hæl og kveður kurteislega. Ofninn var að hringja. Næsti skammtur er tilbúinn til afgreiðslu. Stefán Hrafn Sigfússon, bakari hjá Mosfellsbakaríi, bakar þúsundir smákaka hverja jólavertíð, eins og hann orðar það, en hann segir vertíðina hafa byrjað aðeins seinna í ár en venjulega. Sjálfur er hann meira fyrir rommlegin ávaxtabrauð á jólunum en smákökur. DV fékk Stefán, sem bakaði meðal annars köku ársins í ár, til þess að deila með okkur uppskriftum að smákökum, konfekti og ís fyrir jólin. Finnst sjálfum Stollen-brauðin best 500 ml. Gríms humarsúpa Ómótstæðilega góð! SÚKKULAÐI- ÁVAXTA OG HNETU-FLÓRENTÍNUR n 3 1/2 b möndluflögur n 1/2 b hveiti n 7 msk. hunang n 11/2 b sykur n 8 msk. ósaltað smjör n 6 msk. rjómi n 11/2 b sykraðir appelsínubarkarteningar n 1 b blandaðir sykraðir ávaxtateningar Aðferð: Blandið saman hunangi, sykri, smjöri og rjóma í potti. Sjóðið yfir meðalhita í 10 mínútur og hrærið í öðru hverju. Appelsínuberkinum og ávaxtateningunum blandað saman (saxist smátt með hníf ). Látið möndluflögur í skál með hveiti og blandið vel saman. Takið af hitanum og setjið saman við blönduna með appelsínuberkin- um, ávaxtateningunum og hveitinu. Hellið á plötu með bökunarpappír og geymið í kæli yfir nótt ( eða í um tólf klst.). Hitið ofninn upp í 180 gráður. Takið blönduna úr kæli, mótið í kúlur og setjið í sílíkonform. Bakið í u.þ.b. 10-12 mínútur. Þá er bara að undirbúa súkkulaðið til þess að smyrja á kökubotnana. Til þess að gera rendur í súkkulaðið (ef vill) er best að nota gaffal. n 300 g hvítt súkkulaði (fínt saxað) n 150 g dökkt súkkulaði 55-60% (fínt saxað) n 2 tsk. balsam-vinegar n 200 ml rjómi n 1 tsk. mulinn svartur pipar n 500 g hvítt súkkulaði Jarðarberjaflögur: n 500 g jarðarber n 2 tsk. mulinn svartur pipar Aðferð: Byrjið á að setja jarðarberin í blandara en takið u.þ.b. 2 msk. af jarðarberjum frá og geymið í „ganache“ og smyrjið restinni af jarðarberjunum á sílíkonmottu eða bökunarpappír. Setjið inn í ofn og bakið við 110 gráður í u.þ.b. 90 mínútur. Passið að þetta brenni ekki. Ef þetta verður svart á köntunum, lækkið þá hitann. Blandið saman í skál hvíta og dökka súkkulaðinu ásamt balsam-vinegar og því sem eftir var af jarðarberjunum. Hitið rjómann upp að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Blandið þessu vel saman og passið að allt súkkulaðið sé bráðnað. Setjið svo svarta piparinn saman við. Kælið ganachinn að stofuhita og hrærið síðan í honum svo að hann þykkni aðeins. Setjið þá ganache-ið í sprautu- poka og klippið um 1 cm gat á hann og sprautið deiginu í langar línur á plötu sem búið er að setja bökunarpappír á. Setjið síðan inn í kæliskáp í u.þ.b. 2 klst. og skerið í hæfilega stóra bita. Myljið jarðarberjaflögurnar, sem voru í ofninum, niður smátt og blandið piparnum saman við. Dýfið að lokum ganache-inu í hvíta súkkulaðið og leggið á flögurnar og leyfið því að þorna þar. MANGÓ- SORBET n 4-5 stk. mangó n safi úr einni límónu n 250 ml vatn n 150 g sykur n 25 ml hvítvín Takið mangó, afhýðið, skerið aldinkjötið niður og blandið vel í blandara ásamt límónusafanum. Sigtið í skál (ættu að vera um 500 g) Setjið vatn og sykur í pott og hitið að suðu. Hellið svo varlega saman við mangóblönduna og hellið hvítvíninu saman við. Frystið. Þegar þetta er frosið, skerið þá mangóið í litla bita og setjið í hrærivélarskál með spaða og þeytið upp þar til þetta er orðið aðeins ljósara. Frystið svo aftur. VINEGAR-TRUFFLUR MEÐ JARÐARBERJUM, SVÖRTUM PIPAR OG BALSAMEDIKI LÍMÓNU- SORBET n 250 ml n 200g sykur n 250 ml safi úr límónu Blandið öllu saman í potti og og hitið að suðu. Þegar suðu hefur verið ná, setjið þá í skál, kælið við stofuhita og frystið síðan. Þegar þetta er frosið, skerið þá sorbertinn í litla teninga, setjið í hrærivélarskál og þeytið þar til sorbertinn hefur tekið örlítið ljósari lit. Frystið svo aftur. Meistarabakari Stefán Hrafn, bakari í Mosfellsbakaríi, deilir með okkur jólauppskriftum. Unaðslegt Flórentínurnar hans Stefáns vekja mikla lukku. Jólin í molum Vinegar-trufflurnar eru lostæti. H&N-MyND RAKEL ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.