Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Side 56
Frægir segja: „Hó, hó, hó!“ Það sem þarf: n Gamalt tímarit eða dagblað n Blað í hvaða lit sem er n Lím n Skæri n Penni Ef þú hefur ekki húmor fyrir að leyfa útrásarvíkingunum að senda jólakveðju geturðu klippt út myndir af frægum Íslendingum og sett framan á kortið. Á þessu korti var til dæmis notuð kveðjan: „Hebbi grætur sig í svefn ef þú átt ekki gleðileg jól.“ Möguleikarnir eru endalausir. 56 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík 5517030 norraenahusid.is Norrænn hádegisverður á Dill restaurant alla daga frá 11:30 Það er fátt skemmtilegra en að föndra einstök og skemmtileg jóla- kort sjálfur. Jólaföndur getur líka verið einstaklega sniðugt til að ná stórri fjölskyldu saman og njóta samverunnar. Jólakort þurfa ekki að kosta mikið og hægt er að búa til sniðug og öðruvísi jóla- kort með því sem til er heima við. Útrásarvíkingar hringja inn jólin Það ert bara þú! Það sem þarf: n Símaskrá n Blað í hvaða lit sem er n Lím n Skæri n Penni Hver notar símaskrána nú til dags til að fletta upp símanúmerum? Flestir fara bara beint inn á netið og því er ekki ólíklegt að það sé til ónotuð símaskrá á flestum heimilum. Því þá ekki að nota hana? Vissulega er símaskráin ekki jólalegasta bók í heimi en hún getur auðveldlega orðið það. Og hún getur líka látið þeim sem þú sendir jólakort líða eins og þeir séu einstaklega sérstakir. Tökum sem dæmi að þú eigir frænda sem heitir Jón. Þá flettir þú upp á Jóni í símaskránni og klippir út borða með nokkrum Jónum. Passaðu bara að sá Jón sem þú ætlar að senda jólakort til sé ekki á borðanum. Límdu borðann framan á kort. Hægt er að skreyta í kringum borðann eða bara láta hann standa einan og sér. Inní kortið skrifar þú síðan eitthvað á þessa leið: „Það eru margir Jónar á Íslandi en það er aðeins einn sem ég vil senda jólakort til.“ Fallegt ekki satt? Útrásarvíkingar bera út jólaboðskapinn Það sem þarf: n Gamalt tímarit eða dagblað n Blað í hvaða lit sem er n Lím n Skæri n Penni Margir eru reiðir útrásarvíkingunum en ein besta leiðin til að komast út úr erfiðleikum er að brosa og vera jákvæður. Það er því tilvalið að gera smá grín að útrásarvíkingunum á jólakortunum í ár. Athugaðu hvort þú átt ekki einhver gömul tímarit eða dagblöð sem þú þarft að henda fyrir jólin. Klipptu út nokkra útrásarvíkinga og límdu þá framan á jólakortið – nokkra saman eða bara einn á hvert. Skrifaðu einhverja hnyttna kveðju við myndirnar eins og til dæmis: „Sorrí að ég setti þig á hausinn, en gleðileg jól!“ Hægt er að leika sér endalaust með þessa hugmynd og finna upp á skemmtilegum frösum í góðra vina hópi. margir kaupa alltaf jólakort- in og eru afskaplega hefð- bundnir þegar kemur að jólakveðjunum sem skrifað- ar eru inn í kortin. Þessu má þó breyta og getur verið stór- skemmtilegt að setjast niður með fjölskyldunni og föndra kort saman. Þegar marg- ir koma saman fæðast oft margar sniðugar og öðruvísi hugmyndir og um að gera að gera jólakortin eins fárán- leg og frábær og hægt er. dv fékk nokkrar villtar og trylltar jólakortahugmyndir sem eru flestar líka hræódýrar og deilir þeim með lesendum blaðsins. Trylltur álfadans Það sem þarf: n Tölva n Internetið Sumir nenna ekkert að skrifa jólakort og er það í fínasta lagi þar sem allt er hægt að finna á internetinu. Á vefsíðunni elfyourself.jibjab.com er hægt að búa til skemmtileg jólakort sem síðan eru send með tölvupósti. Þar er hægt að setja inn myndir af vinum eða vandamönnum og búa til skemmtilega álfa sem bæði dansa og syngja. Takk, sömuleiðis! Það sem þarf: n Gamalt jólakort n Penni Þessi hugmynd gæti stuðað einhverja en er samt sem áður sniðug og frumleg. Það sem þú þarft að gera er að grafa upp jólakortin síðan í fyrra. Inni í kortinu strikar þú yfir nafnið þitt og setur nafn nýja viðtakandans í staðinn. Fyrir neðan kveðjuna sem þér var send í fyrra skrifarðu einfaldlega: „Takk, sömuleiðis!“ Hámarkssparnaður! Kveðja á öldum ljósvakans Það sem þarf: n Sími Sumir komast bara í jólaskap ef þeir stilla á RÚV á Þorláksmessu og hlusta á jólakveðj- urnar við jólaundirbúninginn. Byrjað er að taka við jólakveðjum rétt fyrir miðjan mánuð en ekki er enn ljóst hvert verðið á þeim verður. Í fyrra var verð fyrir hvert orð 199 kr. án virðisaukaskatts eða 248 krónur með virðisaukaskatti. Orðin þurfa svo sem ekki að vera mörg heldur er það hugurinn sem skiptir máli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.