Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Qupperneq 60
60 Föstudagur 27. nóvember 2009 Jólablað Sigrún Þorsteinsdóttir hefur ekki borðað sælgæti í þrettán ár og saknar þess ekkert. Þess í stað býr hún til sitt eigið góðgæti án þess að nota hvítt hveiti, ger eða hvítan sykur. Á jólunum finnst henni gott að veita sér vel í mat án þess að fá nokkuð samviskubit vegna óhollustu. Sigrún deilir hollum og gómsætum upp- skriftum með lesendum DV. meinhollt góðgæti Ég hef ekki borðað sælgæti síðan ég var tólf ára,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir sem heldur úti vefsíðunni Café- Sigrún.com. Hún er 35 ára gömul og hefur því ekki borðað nammi í þrettán ár. Á vefnum hennar er fjöldi upp- skrifta að hollum réttum sem inni- halda ekki hvítt hveiti, ger eða hvítan sykur. Sigrún fær mikið af fyrirspurnum í gegnum síðuna, þá helst um hvernig fólk geti breytt uppskriftum sínum og gert matinn hollari. Sigrún starfar í tölvugeiranum, er sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á Seltjarnarnesinu en mat- reiðslan er hennar aðaláhugamál. „Tímafrekt og dýrt en afar gefandi,“ segir hún. Eiginmaðurinn borðar helst að- eins holla matinn hennar Sigrún- ar og hún vonar að dóttir sín, hin tveggja mánaða gamla Embla, verði jafn áhugasöm um hollt mataræði. Á CaféSigrún er einmitt sérupp- skriftaflokkur fyrir smáfólkið. Sigrún hefur aldrei verið mikið fyrir sætindi eða skyndibita. Hún hefur haldið úti vefnum sínum síð- an 2003 og standa nú yfir endur- bætur á honum. En hvað borðar Sigrún á að- fangadagskvöld? „Hnetusteik, sósu, salat, jólaglögg, smákökur og ýmislegt fleira. Mér finnst dásam- legt að líða ekki illa vegna óholl- ustuáts um jólin. Í staðinn erum við að borða helling af vítamínum og næringarefnum en samt þannig að okkur finnst við ekki missa af neinu. Hollt á nefnilega að vera gott líka, annars er þetta ekkert gaman,“ segir hún. HLYNSÍRÓPS- OG SESAMSMJÖRSSMÁKÖKUR Gerir um 30 smákökur n 1/2 bolli hreint hlynsíróp (enska: maple syrup). Ég miða við 250 ml bolla. n 1/2 bolli tahini (sesamsmjör) n 1 1/2 bolli haframjöl n 1/3 bolli sólblómafræ n 1/3 bolli rúsínur Aðferð: Hrærið saman hlynsírópi og tahini í skál og hrærið þangað til það er orðið vel blandað saman. Malið helminginn af haframjölinu í matvinnsluvél eða blandara. Bætið öllu saman við hlynsírópið og tahiniið og hrærið vel. Setjið 1 kúfaða teskeið af deiginu á bökunarplötu með bökunarpappír. Bakið við 180°C í um 15-18 mínútur eða þangað til kökurnar eru orðnar gullnar. Kælið. Hægt er að setja saxaðar pekanhnetur í staðinn fyrir sólblómafræin. Gott er að bæta við 1 tsk af kanil í deigið til að fá meira jólabragð. Ef ykkur finnst kökurnar of sætar má setja 1/2 bolla af möndludufti eða möluðum möndlum út í deigið. SúKKULAði- OG MÖNdLUbitAR (fUdGE) Gerir 12-14 bita n 100 gr dökkt, lífrænt framleitt súkkulaði með hrásykri (eða carob) n 20-25 döðlur (gott að láta þær liggja í bleyti í 30 mínútur) n 1 lúka rúsínur (um 1/4 bolli) n 2 lúkur möndlur, saxaðar smátt (um 1/2 bolli) Aðferð: Hellið vatninu af döðlunum og maukið þær vel í matvinnsluvél. Setjið til hliðar. Setjið söxuðu möndlurnar í skál ásamt rúsínunum. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Setjið smá vatn í lítinn pott, setjið hitaþolna skál yfir (þannig að skálin fari ekki ofan í vatnið) og bræðið yfir vægum hita. Blandið döðlumaukinu út í bráðið súkkulaðið, hrærið vel. Það er allt í lagi þó að blandan sé kekkjótt. Hellið strax út í skálina með möndlunum og rúsínunum. Hrærið vel. Setjið plastfilmu eða bökunarpappír í botninn á lágu, breiðu plastboxi (um 15x20cm). Ýtið ofan á blönduna með matskeið og passið að hvergi séu göt. Kælið í um klukkutíma. Skerið í litla bita. Berið fram kalt og geymið í ísskáp. Nota má heslihnetur eða brasilíuhnetur í staðinn fyrir möndlur og einnig má nota aprikósur í staðinn fyrir rúsínur. JÓLAKONfEKt Gerir um 40 konfektmola n Tæpur 1 bolli (2 dl) kasjúhnetur. Ég miða við 250 ml bolla n 1/4 bolli möndluflögur n 1/2 bolli kókosmjöl n 15-20 gráfíkjur (um 250 gr), snúið litla stubbinn á endanum af, saxið gróft n 8-10 döðlur, saxið gróft n 1/2 bolli rúsínur n 1 bolli puffed rice eða puffed spelt (sprengd hrísgrjón/sprengt spelt, fæst í heilsubúðum) n 3-5 msk hreinn appelsínusafi n 4 msk hreint hlynsíróp (enska: maple syrup) eða agavesíróp n 3 msk kakó eða carobduft n 100 gr lífrænt framleitt súkkulaði með hrásykri (eða carobstykki, fæst í heilsubúðum) Aðferð: Malið möndlur, puffed rice og hnetur og kókos í matvinnsluvél. Bætið kakói út í og malið aðeins áfram. Setjið í stóra skál. Maukið döðlur, gráfíkjur og rúsínur með smá appelsínusafa þangað til allt er orðið að mauki. Blandið öllu vel saman, jafnvel í hrærivél (gott að vera í þunnum plasthönskum ef þið notið hendurnar). Áferðin á deiginu á að vera nokkuð þétt, alls ekki blaut en allt á samt að festast vel saman. Gott að láta blönduna bíða aðeins í kæli, betra að móta konfektið þannig. Mótið litlar kúlur (álíka stórar og vínber) Bræðið súkkulaðið í potti yfir lægsta hita (eða yfir vatnsbaði). Um leið og það er farið að bráðna slökkvið þá undir hitanum. Gott er að slétta botninn á hverju konfekti, það stendur betur á disknum þannig. Notið kokteilpinna eða tannstöngla til að dýfa kúlunum ofan í súkkulaðið (dýfa toppnum ofan í). Veltið upp úr kókosmjöli eða einhverju öðru ef þið viljið. Látið kólna. Hægt er að frysta molana en þeir geymast í margar vikur í lokuðu íláti í ísskáp. Gott er að setja rifinn börk af einni appelsínu í hluta deigsins. Til tilbreytingar er gott að setja 1/2 tsk engifer og 1/2 tsk kanil í hluta deigsins Hægt er að velta konfektinu upp úr kókosmjöli, sesamfræjum, möluðum möndlum, kakói o.s.frv. Einnig má nota þurrkaðar aprikósur á móti döðlunum í uppskriftina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.