Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 78

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 78
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Kristinn Waagfjörð múrarameistari Kristinn fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann stundaði nám í brauð- og köku- gerð hjá föður sínum í Eyjum, lauk sveinsprófi í þeirri grein hjá Sig- mundi Andréssyni 1975, stund- aði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í múrverki hjá tengdaföður sinum, Sigmundi Páli Lárussyni 1984. Kristinn starfaði við brauð- og kökugerð í Vestmannaeyjum frá sautján ára aldri, í Félagsbakaríinu og síðan í Magnúsarbakaríi í Eyjum. Kristinn flutti til Reykjavíkur 1977 og var þar búsettur til 2003 er hann flutti í Mosfellsbæinn. Hann hefur starfað sjálfstætt við múrverk frá því hann lauk námi í þeirri iðngrein. Kristinn er félagi í Oddfellow- reglunni og syngur með Bellmann- kórnum. Fjölskylda Kristinn kvæntist 17.10.1970, Hjör- dísi Sigmundsdóttur, f. 2.2. 1949, húsmóður. Hún er dóttir Sigmund- ar Páls Lárussonar, f. 4.3. 1928, múrarameistara og k.h., Önnu Hjörleifsdóttur, f. 31.3. 1929, póstaf- greiðslumanns. Börn Kristins og Hjördísar eru Bertha María, f. 15.3. 1971, fyrir- sæta í Bandaríkjunum, gift Emerson Glacer fasteignamiðlara og eru börn þeirra Aron, Stella og Nói; Þórir Wa- agfjörð, f. 7.10. 1974, viðskiptafræð- ingur í Reykjavík en kona hans er Eyja Líf Sævarsdóttir lyfjafræðing- ur og eru börn hans frá fyrra hjóna- bandi Karitas Árney og Jakob Tjörvi en dóttir Eyju Lífar er María Celeste; Viktor, f. 15.1.1982, bifreiðasmiður í Reykjavík; Telma, f. 28.7.1988, nemi en unnusti hennar er Hjálmar Þór Hjálmarsson; Selma, f. 28.7.1988, nemi en unnusti hennar er Arnar Þór Þórsson. Systkini Kristins: Halldór Wa- agfjörð, f. 2.6. 1947, vélfræðingur í Vestmannaeyjum; Þorvaldur Wa- agfjörð, f. 3.6. 1952, d. 16.9. 1979, sjómaður; Grímur Rúnar Waag- fjórð, f. 9.4. 1956, rafvirki í Hafnar- firði; Þorsteinn, f. 27.4. 1962, frysti- vélafræðingur, búsettur í Garðabæ; Rósa María, f. 29.11. 1966, húsmóðir í Reykjavík. Hálfbróðir Kristins, samfeðra, er Már Viktor Jónsson, 5.12. 1940, vél- virki í Hafnarfirði. Foreldrar Kristins: Jón Jónsson Waagfjörð, f. 24.2. 1920, d. 17.9. 2005, málara- og bakarameistari í Vestmannaeyjum og síðar í Garða- bæ, og k.h., Bertha María Grims- dóttir, f. 13.2.1926, húsmóðir. Ætt Jón er sonur Jóns Waagfjörð, mál- arameistara í Vestmannaeyjum Vig- fússonar, trésmiðs í Skálanesi við Seyðisfjörð Kjartanssonar. Móðir Jóns Vigfússonar var Jóna Lilja Jóns- dóttir Waagfjörð, sýsluskrifara í Hlíð undir Eyjafjöllum og ættföður Wa- agfjörð-ættar. Móðir Jóns Jónssonar Waagfjörð var Kristín Jónsdóttir, kaupmanns og bóksala í Vestmannaeyjum Sig- hvatssonar, alþm. í Eyvindarholti undir Eyjafjöllum Árnasonar, b. í Ysta-Skála Sveinssonar. Móðh Sig- hvats var Jórunn Sighvatsdóttir. Móðir Jóns kaupmanns var Guðný Brynjólfsdóttir. Bertha Maria er dóttir Gríms, vél- stjóra, m.a. á eimreíðinni sem not- uð var við hafnargerðina i Reykja- vík 1913-17, bróður Jónínu, móður Eggerts Guömundssonar listmál- ara. Grímur var sonur Jóseps, for- manns i Innri-Njarðvík Jónssonar og Þorgerðar Þorsteinsdóttur. Móðir Berthu Maríu var Halldóra Jónsdóttir, verkamanns í Reykjavik, frá Steig í Mýrdal Ólafsonar, og Þór- unnar Björnsdóttur frá Dyrhólum, systur Erlends, afa Erlends Einars- sonar, forstjóra SÍS. 60 ára á föstudag 70 ára á laugardag Einar Höskuldsson fyrrv. bóndi að mosfelli í svínavatnshreppi Einar fæddist að Vatnshorni í Skorradal og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann stundaði almenn sveitastörf á búi foreldra sinna fram undir tvítugt og var síðan við tamn- ingar í Borgarfirði, Húnavatnssýslu, Skagafirði og Þingeyjarsýslu. Einar hóf búskap að Mosfelli 1965 og var þar bóndi þar til fyrir fáeinum árum er þau hjónin fluttu á Blönduós þar sem þau búa nú. Jafnframt almennum bústörfum hefur hestamennskan verið mikil- vægur þáttur í lífi og starfi Einars. Hann hefur séð um að viljaprófa kynbótahross, tekið þátt í dómum og setið í stjórnum hestamannafé- laga. Fjölskylda Kona Einars er Bryndís, f. 28.4. 1945, húsfreyja og lengi matráðs- kona við Húnavallaskóla, dóttir Júlíusar Jónssonar, bónda að Mos- felli, og Guðrúnar Sigvaldadóttur húsfreyju. Dætur Einars og Bryndísar eru Rúna Einarsdóttir, f. 21.4.1965, knapi og landsliðsmaður í hestaí- þróttum, gift Karli Zingheim en þau starfrækja hestabúgarð og hrossa- rækt í Þýskalandi og eiga þau eina dóttur; Sólveig Sigríður Einarsdótt- ir, f. 4.4. 1966, bóndi að Mosfelli og tónlistarkennari og kórstjóri, en maður hennar er Gísli Hólmgeirs- son bóndi og á hún fjóra syni. Systkini Einars urðu fjögur: Sveinn Skorri Höskuldsson, nú lát- inn, prófessor við HÍ; Sigríður Hös- kuldsdóttir, búsett að Kagaðarhóli í Húnavatnssýslu: Kristjana Hös- kuldsdóttir, var búsett að Melaleiti í Borgarfirði, nú í Reykjavík; Bjarni, smiður og lögreglumaður, nú lát- inn. Foreldrar Einars voru Höskuld- ur Einarsson, f. 23.11. 1906, d. 1980, bóndi að Vatnshorni, og k.h., Sól- veig Bjarnadóttir, f. 10.8. 1905, d. 1979. Ætt Höskuldar var sonur Einars, b. að Landamótsseli Árnasonar, b. á Finnsstöðum í Köldukinn. Móð- ir Höskuldar var Kristjana Sigfús- dóttir, b. á Bjarnastöðum í Mý- vatnssveit Jónssonar, b. og smiðs að Sveinsstöðum Jónssonar, b. á Skútustöðum Helgasonar, ættföð- ur Skútustaðaættar Ásmundsson- ar. Móðir Sigfúsar var Marja, dótt- ir Gísla, b. í Skörðum og Guðrúnar, systur Sólveigar, konu Jóns á Gaut- löndum, og móður Kristjáns ráð- herra, Péturs ráðherra og Stein- gríms, bæjarfógeta á Akureyri. Sólveig var einnig amma Haraldar Guðmundssonar, ráðherra og for- manns Alþýðuflokksins, og lang- amma Jóns Sigurðssonar, fyrrv. ráð- herra og bankastóra. Önnur systir Guðrúnar var Valgerður, móðir Halldóru, konu Tryggva Gunnars- sonar bankastjóra, og móðir Hólm- fríðar, konu Arnljóts Ólafssonar, pr. og alþm.. Bróðir Guðrúnar var Hallgrímur á Hólmum, langafi Ól- afs, föður Gunnars Ragnars á Ak- ureyri. Annar bróðir Guðrúnar var Pétur, langafi Áka Jakobsson- ar alþm.. Þriðji bróðir Guðrúnar var Jón, þjóðfundarm. í Lundar- brekku, faðir Kristínar, langömmu Jónasar búnaðarmálastjóra. Fjórði bróðir Guðrúnar var Benedikt, afi Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra. Guðrún var dóttir Jóns, ætt- föður Reykjahlíðarættarinnar Þor- steinssonar. Móðir Kristjönu var Sigríður, systir Jóns, alþm. í Múla í Aðaldal, föður Árna, alþm. frá Múla, föður Jónasar, rithöfundar og alþm. og Jóns Múla, tónskálds og útvarpsmanns. Annar bróðir Sig- ríðar var Stefán á Öndólfsstöðum, afi Stefáns Þengils tónlistarkenn- ara. Sigríður var dóttir Jóns, skálds á Helluvaði, bróður Olgeirs, lang- afa Guðmundar Bjarnasonar, fyrrv. ráðherra. Olgeir var einnig langafi Olgeirs, föðurafa Lindu Pétursdótt- ur, fyrrv. fegurðardrottningar. Jón á Helluvaði var sonur Hinriks, b. í Heiðarbót í Aðaldal Hinrikssonar, b. á Tunguhálsi Gunnlaugssonar. Móðir Hinriks í Heiðarbót var Katr- ín Sigurðardóttir, b. í Litla-Vatns- skarði, Ólafssonar, og konu hans, Þórunnar Jónsdóttur, ,,Harða- bónda’’ í Mörk í Laxárdal, ættföður Harðabóndaættarinnar, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Friðrika, systir Jóns á Skútustöðum. Systir Friðriku var Þuríður, móðir Sigurðar, ráð- herra frá Ystafelli, móðir Árna, afa Þórs Vilhjálmssonar, fyrrv. dómara, og móðir Hjálmars, afa Hjálmars Ragnarssonar tónskálds. Sólveig, móðir Einars, var dóttir Bjarna, b. í Vatnshorni í Skorradal Bjarnarsonar, hreppstjóra í Vatns- horni Eyvindssonar, b. á Syðri-Brú í Grímsnesi Hjartarsonar. Móðir Bjarnar var Bóthildur Magnúsdótt- ir. Móðir Bjarna í Vatnshorni var Sólveig Björnsdóttir, pr. á Setbergi í Eyrarsveit og á Þingvöllum Páls- sonar, pr. á Þingvöllum Þorláksson- ar, pr. í Selárdal Guðmundssonar. Móðir Björns á Setbergi var Sigríð- ur Stefánsdóttir, pr. á Breiðabólstað í Fljótshlíð Presta-Högnasonar, pr. á Breiðabólstað Sigurðssonar. Móðir Sólveigar var Þórunn Björnsdóttir, pr. í Hítarnesi Bene- diktssonar, pr. í Miðdalaþingum Hannessonar. Móðir Björns í Hítar- nesi var Þórunn Ólafsdóttir, sýslu- manns í Ísafjarðarsýslu Árnasonar, pr. í Saurbæjarþingum Jónssonar. Móðir Ólafs var Ingibjörg Magn- úsdóttir, lögmanns á Ingjalds- hóli Jónssonar. Móðir Sólveigar og amma Einars var Sigríður, dóttir Jóns, b. í Brennu Pálssonar, og Sig- ríðar Snorradóttur, b. á Þórustöð- um í Svínadal Snorrasonar. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is Guðbjartur Þorvarðarson sjómaður á hellissandi Guðbjartur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hellissandi. Hann var í Grunnskóla Hellissands. Guðbjartur vann í fiski hjá Sjáv- ariðjunni á Rifi á unglingsárunum. Hann hóf störf við útgerð föður síns á Hellissandi 1998 og vann fyrst við beitningar en hefur stundað beitin- ingar og verið til sjós á Guðbjarti SH – 45 síðan. Fjölskylda Systir Guðbjarts er Rakel Dögg Þor- varðardóttir, f. 1976, búsett í Reykja- vík. Hálfsystkini Guðbjarts, sam- mæðra eru Yousef Ingi Tamimi, f. 1989, háskólanemi í Reykjavík; Naz- ima Kristín Tamimi, f. 1995, nemi í Reykjavík. Kjörsystkini Guðbjarts eru Lilja Kolbrún Þorvarðardóttir, f. 1994, nemi á Hellissandi; Hilmar Atli Þor- varðarson, f. 1997, grunnskólanemi; Thelma Rut Þorvarðardóttir, f. 2001, grunnskólanemi. Foreldrar Guðbjarts eru Þorvarð- ur Jóhann Guðbjartsson, f. 1953, út- gerðarmaður á Hellissandi, og Ingi- björg Sigurjónsdóttir, f. 1961, búsett í Reykjavík. Fósturmóðir Guðbjarts er Auð- ur Hilmarsdóttir, f. 1961, húsmóðir á Hellissandi. 30 ára á föstudag 78 föstudagur 27. nóvember 2009 ættfræði Gísli fæddist að Brú við Markarfljót í Vestur-Eyjafjallahreppi og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Gísli vann við vegheflun hjá Vega- gerð ríkisins á árunum 1967-72 en festi þá kaup á vörubifreið og stund- aði síðan rekstur eigin vörubifreiðar til 1986. Þá hóf hann störf hjá Klæðn- ingu hf og starfaði þar til 2009 er hann hóf störf hjá Suðurverki. Fjölskylda Eiginkona Gísla er Rósa G. Svavars- dóttir, f. 28.9.1961, hársnyrtimeistari. Foreldrar hennar voru Svavar Sig- urðsson og Sólveig Guðmundsdóttir en þau eru bæði látin. Dóttir Gísla og Rósu er Sólveig Svava, f. 1994, nemi. Börn Gísla frá fyrra hjónabandi eru Steinar Jens, f. 1972, verkefnastjóri hjá Marel en kona hans er Sandra Arnar- dóttir bankastarfsmaður; Jódís Ásta, f. 1975, nemi í byggingarfræði í Árhús- um í Danmörku en maður hennar er Hjalti Þorvarðarson viðskiptafræðing- ur; Jensína Kristín, f. 1978, leikskóla- kennari á Selfossi en maður hennar er Jón Sveinsson tannlæknir. Dóttir Rósu frá því áður er Harpa Dögg Ingimundardóttir, f. 1984, hús- móðir í Kópavogi. Barnabörn Gísla og Rósu eru nú níu talsins. Albræður Gísla eru Dofri Eysteins- son, forstjóri Suðurverks í Kópa- vogi; Jens Eysteinsson, líffræðingur í Bandarikjunum. Hálfsystkini Gísla, samfeðra: Jón Eysteinsson, fyrrv. starfsmaður Jarð- borana rikisins, búsettur í Reykjavík; Bjarni Eysteinsson, bóndi að Brekku í Bitrufirði; Sveinn Eysteinsson, bóndi á Þamb- árvöIIum á Ströndum; Einar Eysteinsson, bóndi í Broddanesi á Ströndum; Trausti Eysteinsson, nú látinn, var búsettur í Hólmavík; Laufey Eysteinsdóttir, hús- móðir í Reykjavík; Steinunn Eysteins- dóttir, húsmóðir í Borgarnesi; Margrét Eysteinsdóttir, húsmóðir í Borgarnesi; Kristjana Eysteinsdóttir, húsmóð- ir í Hólmavík; Fanney Eysteinsdóttir, húsmóðir í Borgarnesi; Hrafnhildur Eysteinsdóttir, húsmóðir í Garðabæ; Hilmdar Eysteinsson, forstjóri Fín- verks, búsettur í Kópavogi. Foreldrar Gísla voru Eysteinn Ein- arsson, vegaverkstjóri hjá Vegagerð ríkisins, og Jensína Björnsdóttir hús- móðir. Þau eru bæði látin. 60 ára á sunnudag Gísli Eysteinsson starfsmaður hjá suðurverki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.