Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 82

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 82
82 föstudagur 27. nóvember 2009 Knattspyrnuunnendur bíða með vatn í munninum í hvert skipti sem stórliðin á Spáni og ein stærstu lið heims, Barcelona og Real Madrid, mætast í risaslagnum, El Clásico, á Nou Camp sem fram fer á sunnu- dagskvöldið. Menn sem jafnan horfa aldrei á spænska boltann og gætu ekki bent á Spán á landakorti missa aldrei af því þeg- ar þessi tvö lið mætast enda er nær aldrei boðið upp á neitt annað en knattspyrnuveislu. Það var aðeins eitt lið á Spáni í fyrra og það var Barcelona. Ekki nóg með að liðinu tókst að endur- heimta titilinn af erkifjendunum í Real Madrid eftir tveggja ára dvöl Spánartitilsins á Santiago Berna- beu tókst þeim líka að vinna báða El Clásico-leikina. Sá síðari, á heima- velli Madrídinga, varð ekkert minna en niðurlæging fyrir félagið sem þurfti að horfa upp á 6-2 ósigur. Real komið á toppinn Bæði Barca og Real Madr- id hafa farið vel af stað í deildinni í vetur. Barce- lona er ósigrað í ellefu leikjum en þrjú jafn- tefli þess upp á síð- kastið hafa hjálpað Real Madrid á topp- inn. Aðeins munar þó einu stigi og verður frá- bært að sjá hvar þau standa gagnvart hvort öðru. Í fyrra var hreinn og klár getumunur á liðun- um en það ætti að hafa breyst með milljarðakaupum Real Madrid í sumar. Cristiano Ronaldo, Kaka, Xabi Alonso og Raul Albiol voru keypt- ir fyrir yfir 200 milljónir punda í ár með nýju galaticos-stefnunni sem var endurvakin hjá félaginu. Á með- an höfðu Spánar-, bikar- og Evr- ópumeistarar Barcelona sig nokkuð hæga á félagaskiptamarkaðinum, splæstu aðeins í Svíann stórbrotna, Zlatan Ibrahimovic, sem hefur ekki valdið neinum vonbrigðum og skor- að nánast að vild. Stjörnurnar með? Zlatan og argentíska undrið, Lionel Messi, voru báðir hvíldir í meistara- deildarslagnum gegn Inter í vikunni en það breytti engu. Inter-menn litu út eins Snörtur frá Kópaskeri miðað við Börsunga sem gerðu lítið úr Ítöl- unum með níutíu mínútna kennslu- stund í knattspyrnu. Það verður þó að viðurkennast að stjörnuljóminn fór vissulega af liðinu þegar þessa tvo mögnuðu menn vantaði en knattspyrnan sem liðið getur spil- að þó stjörnurnar vanti er ótrúlegur. Vonast er til að báðir verði með og er það nær öruggt. Dýrasti knattspyrnumaður heims, Portúgalinn Cristiano Ron- aldo hjá Real Madrid, hefur verið meiddur í tæpan mánuð. Talað hefur verið um að Real-liðið hafi hikstað í fjarveru hans, þá aðallega vegna tvegja mislukkaðra tilrauna til að leggja AC Milan að velli í meistaradeild- inni, en staðreynd- in er sú að Real er komið á toppinn án hans. Ronaldo hef- ur þó verið magnað- ur fyrir Real Madrid hingað til og er þrátt fyrir meiðslin marka- hæstur í liðinu í deildinni. Hann fékk kærkomnar tuttugu mínútur gegn FC Zürich í meistaradeildinni og mega himnarnir nú líklega falla ef nafn hans verður ekki á meðal byrjunarliðsmanna. Skiptir öllu máli Gullkálfurinn í liði Real Madrid, Raúl, er á sinni sextándu leiktíð með Madrídar-risanum og hefur upplifað margfalt fleiri Clásico-leiki en nokkur annar sem verður inni á vellinum á sunnudaginn. Í gegn- um tíðina hefur Raúl mætt í þessum leikjum stórkostlegum leikmönn- um á borð við Romario, Hristo Sto- ichkov, Ronaldo hinn brasil- íska, Luis Figo, Rivaldo og svo mætti lengi telja. Fyrir tveimur árum, eftir 1-0 sigur á Real á Barca á Nou Camp, var Rául spurður hvort þessi sigrar skiptu hann ennþá jafnmiklu máli. „Ég er kannski orðinn rólegri í tíð- inni þannig að það sést minna á mér en þessir leikir skipta mig öllu. Ég er búinn að vera hérna frá því ég var ungur drengur og ég er alveg eins og kjúklingarnir í lið- inu, ég get ekki beðið eftir þessum leikjum. Það er bara eitthvað við þá. Það er ekki sami hitinn í mér inni á vellinum enda er ég orðinn eldri og leyfi öðrum að sjá um þegar það sýður upp úr eins og svo oft gerist. Ég held mig bara til hlés og nýt leikj- anna. Það lærist með aldrinum. Það eru þessir leikir sem ég mun aldrei gleyma,“ svaraði Raúl og sann- aði enn og aftur hversu miklu máli þessir leikir skipta fyrir spænska þjóð. Erfitt verður Einn stærsti knattspyrnuleikur hvers árs, ef ekki sá stærsti, risa- slagur Barcelona og Real Madrid, fer fram á sunnudaginn. Þessi slag- ur sem jafnan er kallaður El Clásico býður alltaf upp á stórkostleg tilþrif og tilfinningar í bland. Bar- celona tókst í fyrra það sem er alveg bannað, að vinna báða leikina, og þar á meðal að rústa Real Madrid á sínum eigin heimavelli, 6-2. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is ÓTRúleguR SiguR Barce- lona vann síðasta leik liðanna á heimavelli Madríd, 6-2. að hefna zlATAN Verið frábær hjá Barca og byrjar vonandi inn á. DýRASTuR í heiMi Ronaldo ætti að byrja leikinn. STjARNAN Messi hefur haft sig hægan á leiktíðinni en er alltaf bestur í stóru leikjunum. KAKA Stórkostlegur leikmaður sem getur búið til allt úr engu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.