Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 90

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2009, Page 90
Þrívíddarsjónvarp 2010 Margar tækninýungar halda fyrst innreið sína í líf almennings í Suður-Kóreu og Jap- an en þar eru mörg stærstu rafeindafyrirtæki heimsins stað- sett. Um mitt næsta ár er gert ráð fyrir að útsendingar fyrir þrívíddarsjónvarp geti hafist í Suður-Kóreu og fyrirtæki eins og Sony, Panasonic, LG og Samsung hafa lofað þrívíddarsjón- vörpum á markað fyrir þann tíma. Sérstök gleraugu þarf við áhorf þrívíddarsjónvarps. Eftir þriggja ára rannsókn bandarísku alrík- islögreglunnar sem að lokum leiddi til hand- töku Alans Ralsky, var hann dæmdur í fjög- urra ára fangelsi í vikunni fyrir blekkingar og svikamyllur en víðtækt ruslpóstskerfi var not- að við blekkingarnar. Ralsky, sem hefur ver- ið kallaður Guðfaðir ruslpóstsins, tókst að blekkja fólk með því að senda tugi milljóna ruslpósta dag hvern víðsvegar um netið sem fjölluðu um fjárfestingartækifæri sem við- komandi gæti ekki misst af og myndu skila töluverðum fjárhæðum í hagnað. Fyrirtækin sem átti að fjárfesta í og voru staðsett í Hong Kong voru hinsvegar alls óþekkt, hin skyndi- lega aukning á sölu hlutabréfa leiddi til þess að markaðsverð þeirra hækkaði gífurlega á nánast einni nóttu. Ralsky sem átti í raun þessi fyrirtæki tókst að selja þau með gífur- legum hagnaði og flutti síðan peningana frá Hong Kong inná bankareikning í Bandaríkj- unum. Talið er að hann hafi hagnast um tugi milljóna bandaríkjadala síðustu árin með þessum hætti. Alan Ralsky dæmdur í fjögurra ára fangelsi: Guðfaðir ruslpóstsins ,,s rafGas í stað sápu Vísindamönnum hefur tekist að finna hagkvæma leið til að sótthreinsa húð með rafgasi (plasma). Samverkandi áhrif rafgassins við súrefni, nitur og vatns- gufu framkalla áhrif sem drepa sýkla og bakteríur en eru allsendis skaðlaus manninum. Hugmyndin er ekki ný en nú hefur verið fundin hagvæm leið til framleiðslu á tækjabúnaði sem hægt væri að nota á sjúkrahúsum og öðrum stöðum þar sem sótthreinsun er mikilvæg. Þjóðminjasafn á netinu Þjóðminjasafn Íraks hefur að mestu leyti verið lokað almenningi og fræðimönnum undanfarin ár. Írak eða Mesópótamía eins og það hét til forna og þýðir „Landið milli fljótanna” liggur á milli ánna Efrats og Tígris og hefur löngum verið kallað vagga menningar en þar er að finna elstu minjar siðmenningar á jörðinni. Mjög merkar fornminjar er því að finna í safninu og oft á tíðum nauðsynlegt fyrir fræðimenn að geta nálgast þær vegna rannsókna og útgáfu fræðirita ýmiss konar. Auk þess hefur fólk alls staðar úr heiminum lýst áhuga sínum á gripum safnsins undanfarin ár en þetta hefur allt orðið þess valdandi að stjórn Þjóðminjasafnins hefur gert sérstakt samkomulag við Google-fyrirtækið sem sendi fjölda starfsmanna sinna á dögunum til Íraks. Uppskeran er um fjórtán þúsund ljósmyndir af gripum safnins en ráðgert er að hægt verða að skoða þær á vefnum strax á næsta ári þegar búið er að flokka þær og útbúa nokkurs konar veflægt safn sem hægt er að vafra um í heima hjá sér. UMSJón: PáLL SVAnSSon, palli@dv.is CERN eða Evrópska rannsóknar- miðstöðin í öreindafræði var mik- ið í fréttum síðastliðna haust þegar vísindamenn hófu tilraunir með að skjóta róteindum inn í 27 km göng sem liggja að heimsins stærsta ör- eindahraðli. Eftir að tonn af hel- íumi lak inn í geislagöngin undir miðstöðinni sem er staðsett nálægt Genf í Sviss og skemmdi segla sem stjórna og hafa áhrif á ferð róteind- anna, varð að fresta tilrauninni um óákveðinn tíma en hún átti að gefa vísindamönnum nánari mynd og upplýsingar um tilurð alheimsins og miklahvell. Múgæsing og skeytingarleysi Töluverð múgæsing varð í netheim- um áður en tilraunin hófst og skipt- ust menn í tvo hópa, annars vegar þá sem héldu því fram að tilraunir af þessu tagi gætu orsakað hamfar- ir og endalok alls lífs á jörðinni og svo hina sem héldu því fram að eng- in hætta væri á ferðum. Nú, ári síðar, virðist heimsbyggðin brosa út í annað en um síðustu helgi fór loks fram hin áðurnefnda tilraun sem fólst í því að skjóta róteindum inn í 27 kílómetra löng göngin úr gagnstæðum áttum. Á mánudag tókst vísindamönnum síð- an að framkalla árekstur róteindanna en sá atburður átti í hugum margra að valda heimsendi síðastliðið haust. Það vekur athygli að fjölmiðlar víðs- vegar um heim hafa lítinn sem engan áhuga sýnt á tilrauninni nú þrátt fyr- ir að merkum áfanga hafi verið náð í eðlisfræði. palli@dv.is 90 föstudaGur 27. nóvember 2009 helGarblað Alan Ralsky Var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í vikunni fyrir blekkingar og svikamyllur. Vísindamenn í CERN í Sviss framkölluðu árekstur róteinda um síðustu helgi í 27 kíló- metra göngum sem liggja við landamæri Sviss og Frakklands. Enginn heimsendir varð eins og margir óttuðust á síðastliðnu ári. Hvað er CERN? CERn er samstæða af tíu hröðlum, sem ýmist eru línuhraðlar eða hringhraðlar. Stærstir þeirra eru stóri raf-/jáeindahraðllinn (Large Electron Positron collider), sem er hringhraðall, 9 km í þvermál, og stóri róteindahraðallinn (Super Proton Synchroton), einnig kallaður stóri sterkeindahraðallinn (Large Hadron Collider), og er 27 km að ummáli. Í sterkeindahraðlinum fara róteindir eða jónir í hringi, helmingurinn réttsælis en hinn helmingurinn rangsælis. orka róteindanna eftir hröðun er 7 TeV (terarafeindarvolt, eða milljón milljón rafeindarvolt) í hvorri bunu en til samanburðar má nefna að massi róteindar jafngildir tæplega 1 GeV (einu þúsundi milljóna rafeindarvolta). orka róteindanna eftir hröðun er því á við um 7000 kyrrstæðar róteindir eða í stærðarþrepinu 10-20 grömm sem er hverfandi lítið á venjulegan mælikvarða daglegs lífs. Þetta gefur grófa hugmynd um þá orku sem er til umráða í árekstrunum í CERn en orkan er einmitt einn besti mælikvarðinn á það hversu „stórir atburðir“ geta hugsanlega gerst í tilteknu samhengi. Heimild: Vísindavefurinn enGin múGæsinG eða heimsendir Cern Róteindir eru sendar í gegnum 27 kílómetra löng jarðgöng sem liggja við landamæri Sviss og Frakklands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.