Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Side 4
4 | Fréttir 21.–23. janúar 2010 Helgarblað Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Birgitta Jónsdóttir: „Eins og í James Bond-myndunum“ „Ég var að lesa að hún ætti að eyða öllu þegar hún væri aftengd. Þetta er bara eins og í James Bond-myndun- um,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þing- maður Hreyfingarinnar, um meinta njósnatölvu sem uppgötvaðist í húsakynnum Alþingis í fyrra. Birgitta segist fyrst hafa frétt af málinu á fimmtudag en Morgun- blaðið greindi frá því að einn af þingvörðum Alþingis hefði fundið tölvuna. Forsætis- nefnd Alþingis fjallaði um málið á fundi sínum á fimmtudagsmorg- un og segir Birgitta að þar hafi komið fram að formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar hefðu vitað af málinu. „Ef það er rétt sem kom fram á fundinum, þá finnst mér skrýtið að við, sem erum með þetta meinta njósnatæki í næsta herbergi, fáum ekki að vita af þessu,“ segir Birgitta í samtali við DV en tölvan fannst í auðu herbergi við hliðina á skrifstofum þingmanna Hreyfingarinnar. Hafa varaþing- menn Hreyfingarinnar og Sjálfstæð- isflokks haft afnot af herberginu. Samkvæmt frétt Morgunblaðs- ins skoðuðu starfsmenn tölvudeild- ar þingsins vélina og vöknuðu strax grunsemdir um að henni hefði verið komið fyrir þar í vafasömum til- gangi. Búið var að afmá öll einkenni af tölvunni og ekki reyndist unnt að rekja hver átti hana. Var tölvan þannig stillt, að því er segir í Morg- unblaðinu, að öll gögn eyddust út af henni þegar slökkt var á henni. Birgitta segir að frétt Morg- unblaðsins byggi að miklu leyti á vangaveltum. Í fréttinni er tekið fram að grunur hafi leikið á að tölvuþrjót- ar, sem kynnu að vera á vegum upp- ljóstrunarvefjarins Wikileaks, hefðu komið tölvunni fyrir í herberginu. Birgitta segir það hins vegar ekki vera í anda Wikileaks. „Það er ekki í anda Wikileaks að gera þetta. Þeir eru milliliðurinn sem tekur við umslaginu en þeir fara ekki að sækja það. Alla vega ekki svo ég viti til. Þetta eru miklar vangavelt- ur því að það getur hver sem er kom- ist þarna upp,“ segir Birgitta. Birgitta Jónsdóttir Andri Sveinsson, starfsmaður Novator og fyrrverandi bankaráðs- maður í Landsbankanum, bauð Stefáni Ingimar Bjarnasyni að taka 1.600 milljóna króna lán til að kaupa hlutabréf í bankanum í septemb- er 2008, samkvæmt heimildum DV. Tilboðið mun hafa komið símleið- is frá Andra til Stefáns Ingimars. Landsbankinn veitti Stefáni lán- ið nokkrum vikum fyrir fall Lands- bankans. Stefán Ingimar, sem er fjármála- stjóri varahlutaverslunarinnar Still- ingar og sonur stofnanda hennar, hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina á lánveitingunni. Ekki er talið að Stefán Bjarni hafi gerst brotlegur við lög í málinu held- ur er verið að rannsaka þátt Lands- bankans í því. Verið er að rann- saka mögulega markaðsmisnotkun Landsbankans. Stefán Ingimar er því frekar eins konar fórnarlamb Landsbankans í málinu eftir því sem DV kemst næst. Félagið sem fékk lánið, Hunslow S.A., er skráð í Lúxemborg. Stefán er bróðir Bjarna Bjarnasonar, þáver- andi forstöðumanns fyrirtækjaráð- gjafar Landsbankans. Stefán Bjarni hefur ekki viljað ræða við DV um málið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Náinn Björgólfsfeðgum Andri Sveinsson hefur um langt skeið verið náinn Björgólfsfeðgum. Hann vann í verðbréfadeild Búnað- arbankans á sínum tíma og byrjaði að vinna fyrir Björgólfsfeðga áður en þeir keyptu Landsbankann og aðstoðaði þá við kaupin á honum. Andri sat meðal annars í banka- ráði Landsbankans frá einkavæð- ingu hans 2003 og fram til ársins 2007 þegar hann gerðist varamaður Björgólfs Guðmundssonar í stjórn- inni. Hann sat einnig á sínum tíma í stjórn lyfjafyrirtæksins Actavis, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, og starfaði hjá fyrirtækinu í Bandaríkjunum. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors og Novator, seg- ir að embætti sérstaks saksóknara hafi ekki haft samband við Björgólf Thor til að boða hann í skýrslutöku. Björgólfur Thor er staddur í London um þessar mundir ásamt föður sín- um, Björgólfi Guðmundssyni. Ætla má að embætti sérstaks saksóknara muni yfiheyra Björgólf eldri þegar þar að kemur. Hann er væntanlegur til landsins í lok mánaðarins. Stefán þáði boðið Heimildir DV herma að Andri, sem var hættur í stjórn Landsbankans þegar þetta var, hafi hringt í einhverja viðskipta- vini bankans og boðið þeim að kaupa hluta- bréf í bankanum með lánveitingu frá hon- um. „Andri Sveinsson hringir í Stefán og seg- ir við hann: Við viljum endilega lána þér 1.600 milljónir. Hann hring- ir í menn fyrir Sigurjón til að bjóða þeim lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. Og Stef- án tók þessu boði,“ seg- ir heimildarmaður DV. Hugsanlegt er að hinar þrjár lánveitingarnar sem sérstakur saksóknari skoðar hafi verið tilkomnar með svipuðum hætti. Andri Sveinsson er í fríi erlend- is ásamt fjölskyldu sinni um þessar mundir og náði DV ekki sambandi við hann. Hann er búsettur í London þar sem hann starfar hjá Novator með Björgólfi Thor. DV hef- ur ekki heimildir fyrir því að rætt hafi verið við Andra vegna málsins. STARFSMAÐUR BJÖRG- ÓLFS BAUÐ STEFÁNI LÁN n Starfsmaður Novator bauð viðskiptavini Landsbankans lán til að kaupa hlutabréf í bankanum n Viðskiptin áttu sér stað í september 2008 n Starfs- maðurinn er náinn Björgólfi Thor og hefur unnið með honum um árabil „Andri Sveinsson hringir í Stefán og segir við hann: Við viljum endilega lána þér 1.600 milljónir. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Bauð lán og bréf Andri hringdi í viðskiptavini Landsbankans og bauð þeim að kaupa bréf í Lands- bankanum með lánveitingu frá bankanum. Náinn Björgólfi Thor Andri Sveinsson, sem bauð Stefáni Ingimar lánið, hefur um langt árabil verið náinn Björgólfi Thor. Hann bauð viðskiptavini Landsbankans 1.600 milljóna króna lán til að kaupa hlutabréf í bankanum skömmu fyrir hrun. Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir konu vegna gruns um að hún hafi kveikt í íbúð á jarðhæð í Hafnarfirði aðfaranótt 14. janúar. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að skömmu eftir miðnætti 14. janúar hafi lögregla og slökkvilið verið kölluð að húsinu vegna elds- voða. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru íbúar í húsinu bún- ir að slökkva eldinn. Íbúðin var full af reyk og var lögreglumönnum tjáð að kona væri inni í íbúðinni. Vitni sögðu hana hafa komið út úr íbúð- inni eftir að eldurinn kviknaði en farið á ný inn í hana. Í skýrslu rann- sóknarlögreglumanna kom fram að eldfimum vökva hefði verið hellt á sófa í íbúðinni sem brann. Á gólfi í holi íbúðarinnar fannst svo tómur bensínbrúsi. Konan mun hafa látið mann vita sem fékk að gista á sófanum í íbúðinni að hún ætlaði að kveikja í henni. Hann tók hins vegar ekki mark á orðum hennar. Konan var handtekin á staðnum vegna rann- sóknarhagsmuna og þarf að sitja í gæsluvarðhaldi til 15. febrúar. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum segir að lögreglustjóri telji brotið í eðli sínu vera svo svívirðilegt að gæslu- varðhald sé nauðsynlegt með vís- an til almannahagsmuna. Konan á yfir höfði sér að lágmarki tveggja ára fangelsi en allt að ævilöngu fangelsi, verði hún fundin sek. valgeir@dv.is Kona úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir íkveikju: Á yfir höfði sér þungan dóm Eldsvoði Konan kveikti í íbúð í Hafnarfirði. Brotið er svívirðilegt að mati lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.