Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Síða 10
10 | Fréttir 21.–23. janúar 2010 Helgarblað
Tæplega þriggja milljarða króna
skuldir eru gjaldfallnar inni í eignar-
haldsfélagi fjárfestisins Skúla Þor-
valdssonar, Imis ehf., samkvæmt
ársreikningi félagsins fyrir árið 2009.
Skúli er oftast kenndur við Hótel Holt
við Bergstaðastrætið í Reykjavík en
hann rak hótelið á árum áður.
Eigið fé Imis er neikvætt um rúm-
lega 2,7 milljarða króna og má segja
að félagið sé tæknilega gjaldþrota. Í
skýrslu endurskoðanda frá Deloitte í
byrjun ársreikningsins er gerður fyr-
irvari við rekstrarhæfi félagsins sem
byggir á því að það takist að bæta
fjárhagsstöðu félagsins: „Forsenda
áframhaldandi rekstrar er að það
takist að bæta fjárhagsstöðu félags-
ins.“ Imis á 235 milljóna króna eignir
á móti þessum skuldum.
Fékk hæstu lánin
Skúli, sem er búsettur í Lúxemborg,
var sá einstaklingur sem fékk hæst
lán allra viðskiptavina Kaupþings
í Lúxemborg, samkvæmt lánayfir-
litinu frá bankanum sem lak á net-
ið árið 2008. Samtals námu skuld-
ir Skúla 142 milljörðum króna
þegar Kaupþing féll um haust-
ið 2008. Tryggingar fyrir lánunum
voru í flestum tilfellum í hlutabréf-
um Skúla í Kaupþingi og Exista. Fé-
lag Skúla, Holt Investment, átti um
þriggja prósenta hlut í Kaupþingi og
0,7 prósent í Exista.
Viðskipti Kaupþings við Skúla
hafa verið til rannsóknar hjá sérstök-
um saksóknara efnahagshrunsins,
Ólafi Haukssyni, en grunur leikur á
að viðskipti bankans við Skúla hafi
verið markaðsmisnotkun. Húsleitir
sérstaks saksóknara í Lúxemborg í
fyrra tengdust meðal annars rann-
sókn embættisins á lánveitingum til
félags í eigu Skúla sem heitir Holly
Beach. Ekki er vitað til þess að Skúli
hafi verið yfirheyrður í rannsókninni.
Fjárfesti í Símanum og SPRON
Auk fjárfestinganna í Kaupþingi
og Exista fjárfesti Skúli í Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis. Imis átti
7 prósenta hlut í sparisjóðnum eftir
hlutafélagavæðingu hans í októ-
ber 2007 og var einn stærsti hluthafi
sjóðsins eftir skráningu hans á mark-
að. Hugsanlegt er að skuldir félags-
ins séu tilkomnar út af fjárfestingu
Imis í sparisjóðnum.
Almennt séð má segja að á síðustu
árum hafi Skúli fjárfest í fyrirtækjum
sem tengdust Exista og Kaupþingi og
virðist í reynd hafa verið viðskipta-
félagi Bakkabræðra og stjórnenda
Kaupþings. Imis ehf. átti til dæmis
tveggja prósenta hlut í Exista í árslok
2005 þegar félagið gekk frá kaupum
á Landssíma Íslands. Í fréttilkynn-
ingunni sem Exista sendi frá sér þeg-
ar búið var að ganga frá kaupunum
kom fram að Imis væri meðal hlut-
hafa félagsins. Bakkabræður, Kaup-
þing, Skúli og aðrir fjárfestar Exista
voru kynntir til sögunnar á þann hátt
að „traustir langtímafjárfestar“ væru
að koma að kaupunum.
Ljóst er hins vegar nú að kröfu-
hafar Skúla og eignarhaldsfélaga
hans munu sitja eftir með afskriftir
upp á marga milljarða króna vegna
viðskipta við hann. Allar umrædd-
ar eignir Skúla, eignarhlutirnir í áð-
urnefndum fjármálafyrirtækjum og
félögum, urðu verðlausir eða -litlir
í hruninu um haustið 2008. Á móti
þessum glötuðu eignum standa hins
vegar miklar skuldir.
MILLJARÐA SKULDIR
SKÚLA GJALDFÉLLU
n Skúli Þorvaldsson var mjög umsvifamikill fjárfestir n Átti hlut í Exista, Kaupþingi
og Sampo n Skúli var stærsti lántakandi Kaupþings í Lúx n Batt trúss sitt við Kaup-
þingsmenn og Bakkabræður n Íslenskt eignarhaldsfélag Skúla er nánast gjaldþrota
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Hver er Skúli Þorvaldsson?
Skúli er sonur Þorvaldar Guðmundssonar sem oftast var kenndur við Síld og fisk sem
hann stofnaði árið 1944. Þorvaldur var um árabil einn ríkasti maður landsins en hann
lést árið 1998. Þorvaldur byggði Hótel Holt árið 1965. Skúli varð hótelstjóri á Holtinu
árið 1973 og tók alfarið við rekstrinum af föður sínum árið 1979. Umsvif Skúla erlendis
voru lítil framan af en jukust eftir að faðir hans lést. Samkvæmt heimildarmanni DV var
Skúli einn af þeim fyrstu hérlendis sem komu nálægt skattaskjólum á aflandseyjum,
það var í gegnum bandaríska fyrirtækið NTS sem Skúli kom að á síðasta áratug síðustu
aldar. Skúli fjárfesti mikið í félögum sem tengdust Kaupþingi og Exista, meðal annars í
þessum tveimur félögum, sem og Símanum og finnska tryggingafélaginu Sampo.
„Forsenda áfram-
haldandi rekstrar
er að það takist að bæta
fjárhagsstöðu félagsins.
Imis nánast gjaldþrota Eignarhaldsfélag
Skúla Þorvaldssonar, Imis, er nánast gjaldþrota
og skilur eftir sig nærri þriggja milljarða króna
skuldir á móti ríflega 230 milljóna króna eignum.
Bröns
alla laugardaga og sunnudaga
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
Verð
aðeins
1.795
með kaffi
eða te
Meirihluti vill
ekki veggjöld
Mikill meirihluti landsmanna er
andvígur því að sett verði veggjöld
til að fjármagna nýframkvæmdir í
samgöngumálum. Þetta er niður-
staða könnunar MMR á afstöðu al-
mennings.
890 manns svöruðu könnuninni
sem framkvæmd var dagana 11. til
14. janúar. Mikill meirihluti, eða 82
prósent, sagðist andvígur veggjöld-
um. Lítill munur reyndist á afstöðu
fólks eftir því hvort það býr á höfuð-
borgarsvæðinu eða úti á landi.
Andstaðan við veggjöld reyndist
mest á meðal sjálfstæðismanna, en
tæplega 89 prósent þeirra sögðust
frekar eða mjög andvígir hugmynd-
um um veggjöld.
Krapaflóð á
Fáskrúðsfirði
Töluvert tjón varð á húsum og görð-
um á miðvikudag eftir krapaflóð sem
varð í Nýjabæjarlæk á Fáskrúðsfirði.
Hreinsun stóð yfir allan fimmtudag-
inn eftir flóðið.
Að sögn íbúa varð tjón á húsum og
görðum við innanverða Skólabrekku
og eru íbúar þar víst orðnir ansi
þreyttir á úrræðaleysi Fjarðabyggðar
á þessu árlega vandamáli. Sérstaklega
í ljósi þess að engar tryggingar virðast
taka til tjóns af þessum toga og sitja
tjónþolar uppi með skaðann.
Munu fá að
hafa hund
Fatlaðir og blindir munu fá heimild til
að halda leiðsögu- og blindrahunda í
fjölbýlishúsum, ef nýtt frumvarp, sem
Guðbjartur Hannesson velferðarráð-
herra lagði fyrir, nær fram að ganga.
Frumvarpið er lagt fram í kjölfar
umræðu um hjálparhunda fyrir fatl-
aða og sambýli þeirra við aðra í blokk-
um. Samkvæmt núgildandi reglum
þurfa allir íbúar í fjölbýlishúsi að sam-
þykkja að fatlaðir og blindir megi hafa
hund í íbúð sinni. Tilgangurinn með
þessu frumvarpi er að hindra að einn
íbúi geti komið í veg fyrir að fatlaðir
og blindir geti haft hunda.