Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Side 24
F
yrir viku lagði Ben Ali forseti
Túnis á flótta frá landi sínu
og fékk hæli í Sádi-Arab-
íu. Eftir því sem ég best veit
komu þessir atburðir flestum alveg
í opna skjöldu, enda hafði einræðið
í Túnis verið talið standa föstum og
öruggum fótum í rykmettum jarð-
vegi Norður-Afríku. Það einræði var í
höndum ríkisflokks sem hefur heitið
ýmsum nöfnum gegnum tíðina. Síð-
ustu áratugina hefur nafn hans ver-
ið í líkingu við Lýðræðislegu stjórn-
lagahreyfinguna, sem á frönsku er
skammstafað RCD. Þessi ríkisflokkur
hefur farið með stjórn landsins allt
frá því Túnis fékk sjálfstæði frá Frökk-
um 1956. Árið 1987 ýtti flokkslaukur-
inn Ben Ali fyrirrennara sínum úr
sæti forseta því hann þótti orðinn
ellimóður.
Rétt er að taka fram að stjórn Ben
Alis og RCD í Túnis þótti ekki yfirmáta
harðneskjuleg. Ekki í samanburði við
margar aðrar einræðisstjórnir, fyrr
og síðar. Raunar hefur að nafninu til
ríkt lýðræði í Túnis en kosningar sem
þar fóru fram hefðu ekki þótt lýðræð-
islegar þar sem við þekkjum best til.
RCD vann alltaf grunsamlega stóra
sigra. Og þótt frelsi væri meira í Tún-
is en sumum öðrum Arabaríkjum, þá
var þar nú ritskoðun samt, og stjórn-
arandstæðingar áttu á hættu að vera
ofsóttir og jafnvel fangelsaðir. Nú á
seinni árum hefur efnahagsástand
verið helsti bágborið vegna vanhæfni
einræðisstjórnarinnar, atvinnuleysi
var mikið og mjög vaxandi óánægja
með spillingu, klíkuskap og óstjórn.
Mesta gremju landsmanna vakti
mikið spillingarnet fjölskyldu og ná-
inna vina Ben Alis, þar sem menn
mökuðu krókinn á kostnað alþýðu
landsins. Feitar stöður og pattaraleg-
ir bitlingar stóðu þeim til boða sem
forsetinn hafði velþóknun á.
Almenn mótmæli hófust um
miðjan desember og urðu á skömm-
um tíma óviðráðanleg fyrir Ben Ali.
Að hann skyldi hrökklast burt þótti
hins vegar tíðindum sæta – því ein-
skær mótmæli almennings hafa
hingað til lítt dugað til að fella ein-
ræðisöfl í ríkjum Afríku og Mið-Aust-
urlanda. Valdarán hafa þar yfirleitt
verið framin af herforingjum og/eða
klíkum innan ríkisflokkanna sem
ráða.
HVAÐ ER LÍKT MEÐ TÚNIS OG
ÍSLANDI?
Eftir að Ben Ali flúði lýsti forsætis-
ráðherrann Mohamed Ghannouchi
því yfir að hann tæki við forseta-
embættinu til bráðabirgða og ætlaði
að mynda þjóðstjórn. Ghannouchi
hefur nú hafist handa við að hand-
taka ættmenni Ben Alis fyrir spill-
ingu. Bersýnilega er hann að reyna
að sýna landsmönnum að hann sé
sá nýi kústur sem þurfi til að sópa
út úr spillingarhreiðrum Ben Alis,
þótt Ghannouchi hafi verið dygg-
ur flokksmaður RCD alla sína tíð og
forsætisráðherra Ben Alis undanfar-
in 12 ár! Túnisar brugðust reiðir við
þjóðstjórnarhugmyndum Ghann-
ouchis og flestir aftóku að RCD fengi
ráðherra í nýrri bráðabirgðastjórn.
Ekki veit ég hvernig það endar – en
þó hefur Ghannouchi nú sagt sig úr
RCD og kveðst ætla að byrja með
„hreint borð“. Æ háværari kröfur eru
uppi í Túnis um að ríkisflokkurinn
verði lagður niður í eitt skipti fyrir öll,
svo þjóðin öll geti byrjað með hreint
borð.
Nú. Það er ekki meiningin að
upphefja hér erlendar fréttaskýring-
ar. Og ég er svo sem enginn sérfræð-
ingur í málefnum Túnis. Ég verð hins
vegar að viðurkenna að ég þykist sjá
ákveðin líkindi með Túnis og Íslandi
við þessar aðstæður.
Ástæðan er ekki síst sú að und-
anfarið hefur runnið betur upp fyr-
ir okkur en áður hve mjög hinum ís-
lenska Sjálfstæðisflokki hefur í reynd
svipað til þeirra ríkisflokka sem farið
hafa með völd í ýmsum „vanþróuð-
um“ ríkjum undanfarna áratugi. Eins
og RCD í Túnis.
Nú ætla ég ekki að halda því fram
að lýðræðið hér á Íslandi hafi verið
jafn aumt og í Túnis. Alls ekki. Það
væri fjarri öllum sanni. Og auðvit-
að hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki
gengið fram með jafn hörkulegum
hætti og RCD í Túnis. Það væri líka
fjarri öllum sanni að halda því fram.
En þó höfum við á síðustu misser-
um fengið framan í okkur ótal dæmi
um stjórnarhætti og vinnubrögð sem
eru svo vafasöm og óskemmtileg að í
reynd má alveg líkja þeim við fram-
ferði ríkisflokka í löndum þar sem
lýðræði er annaðhvort lítt þróað eða
eintóm blekking.
MÚTUR OG PERSÓNUNJÓSNIR
Um stjórnartíð Davíðs Oddssonar í
Sjálfstæðisflokknum vitum við auð-
vitað margt, en ég er smeykur um að
ýmislegt sé þó enn ósagt um hvað þá
hafi viðgengist í flokknum. Á hinn
bóginn fengum við í nýrri ævisögu
Gunnars Thoroddsen eftir Guðna
Th. Jóhannesson mörg dæmi um
svo ólýðræðisleg og spillingarþrung-
in vinnubrögð að það sætir furðu að
Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki hafa
verið látinn horfast rækilega í augu
við það eftir útkomu bókarinnar.
Eðlilegast væri náttúrlega að Sjálf-
stæðisflokkurinn sjálfur skammaðist
sín við lesturinn og ákvæði að taka í
hnakkadrambið á sjálfum sér, en við
slíku er ekki að búast af þeim flokki.
Jafnvel þótt í bók Guðna Th. komi
fram að það hafi þótt eðlilegt innan
flokksins fyrir nokkrum áratugum
að beita hreinum mútum, persónu-
njósnum og öðrum óþokkabrögð-
um í stjórnmálabaráttunni. Nú er
talað um rannsóknarnefndir til að
skoða hvaðeina sem miður hefur
farið síðustu áratugina – en enginn
hefur enn minnst á að réttast væri
að skipa rannsóknarnefnd til að fara
í saumana á starfsemi Sjálfstæðis-
flokksins. (Og hinna flokkanna auð-
vitað líka. Það mun margt ófagurt
koma á daginn, ekki síst innan Fram-
sóknarflokksins, þar sem spillingin
blómstraði líka, og innan Alþýðu-
flokksins á stundum. En Sjálfstæðis-
flokkurinn mun vafalítið bera höfuð
og herðar yfir alla aðra í spillingu og
kúgunartilburðum.)
Og í bók Guðna kemur m.a.s.
fram að einu sinni var borin fram
tillaga um það á þingi sjálfstæðis-
manna að sjálfstæðismenn (karlar)
ættu að leitast við að ganga eingöngu
að eiga sjálfstæðiskonur. Þetta var að
vísu ekki samþykkt, en það lýsir samt
ótrúlegum hugsunarhætti að þessi
tillaga skuli bara hafa komið fram.
AÐ ÞVO AF SÉR ÓVÆRUNA
Túnismenn eru nú byrjaðir að reyna
að þvo af sér óværu RCD. Við Íslend-
ingar sýnum hins vegar fá merki
þess að vilja losa okkur við óþrifn-
aðinn, gamlan og nýjan, sem spillt
stjórnmálaöfl hafa makað okkur í.
Gott skref væri að neyða Sjálfstæðis-
flokkinn til að horfast í augu við for-
tíð sína, og auðvitað ætti allra helst
að leggja flokkinn niður – svo þung-
ar eru syndir hans, bæði úr fortíðinni
og frá tímum „góðærisins“.
En það verður þó varla gert.
Flokksmenn eru svo heilaþvegnir að
þeir líta flestir á það sem eins kon-
ar ígildi dauðans að ganga úr Sjálf-
stæðisflokknum. Sorglegt dæmi um
það mátti sjá um daginn í sjónvarp-
inu þegar Ólafur Þ. Stephensen, rit-
stjóri Fréttablaðsins, var spurður um
hóp fyrrverandi sjálfstæðismanna
sem nú leitast við að stofna nýjan
flokk á hægri vængnum. Ólafur er
sjálfstæðismaður af skárri sortinni,
en samt gat hann ekki setið á sér að
hreyta einhverjum hæðnislegum
ónotum í þennan hóp – væntan-
lega fyrir þá goðgá að geta hugsað
sér að kljúfa hin helgu vé Sjálfstæð-
isflokksins. Og var Ólafur þó vænt-
anlega fenginn í sjónvarpsþáttinn
sem blaðamaður sem gefa ætti sitt
yfirvegaða álit á hvað væri að gerast
í stjórnmálunum. En yfirvegað álit
blaðamannsins fauk út í veður og
vind þegar sjálfstæðismaðurinn tók
yfir og hlaut að reyna að gera lítið
úr þeim sem dirfðust að naga utan
flokkinn hans – þótt Ólafur sé sjálf-
ur væntanlega hreint ekki sáttur við
allt sem sá flokkur hefur tekið sér
fyrir hendur undanfarið.
BEN ALI EKKI ORÐINN
RITSTJÓRI
Ég hef hins vegar iðulega bent for-
stokkuðum sjálfstæðismönnum
í hópi kunningja minna á að þeir
þurfi sannarlega ekki að óttast að
það sé eins og að deyja að ganga úr
Sjálfstæðisflokknum. Þvert á móti
myndi þeim reyndast það eins og
nýtt líf.
Alveg eins og ég hugsa að nú
andi flestir Túnisar töluvert mikið
léttar en áður, og líti á það sem nýtt
líf ef þeir geta losnað við spilling-
armaskínu RCD.
Kannski við getum eitthvað af
þeim lært.
Og þótt við Íslendingar teljum
sjálfsagt að hér sé lýðræðishugsun
og lýðræðisvitund miklu sterkari en
hjá Túnisum, þá má kannski skjóta
því að líka að í Túnis virðist ekki hafa
hvarflað að nokkrum manni að gera
hinn brottrekna spillingarforseta
Ben Ali að ritstjóra Moggans þeirra
Túnisa.
ÓVÆRAN Í TÚNIS
OG Á ÍSLANDI
Eitt dimmt og kalt kvöld í desem-ber fyrir um það bil fimm árum hringdi vinur minn í mig og
spurði hvort ég vildi verða „statisti“
í myndbandi sem tónlistarmaður-
inn Mugison væri að fara að taka
upp. Mér fannst þetta prýðisgóð
hugmynd og játti. Ég var á þeim tíma
mikið að hlusta á Mugison og taldi
næsta víst að hann yrði heimsfrægur.
Tækifæri mitt til að komast í mynd á
MTV var nú eða aldrei.
Við vorum nokkrir strákar úr Grafarvogi sem vorum fengn-ir til þess að vera statistar. Einu
fyrirmælin sem við fengum voru að
mæta í Strandgötuna í Hafnarfirði
klukkan 22.00 á föstudagskvöldi. Við
áttum að vera í svörtum jakkafötum
og hvítri skyrtu. Eitthvað heyrði ég
minnst á Súfistan og taldi því næsta
víst að mitt hlutverk fælist í því að
standa ofursvalur við eitthvert bar-
borð í bakgrunninum. Það eitt og sér
fannst mér alveg nóg.
Skyndilega staðnæmdust tveir
bílar við Strandgötuna, þar sem við
stóðum óstyrkir og biðum eftir því að
dæmið byrjaði. Út úr bílunum stigu
10 stúlkur, allar klæddar í sams kon-
ar búninga og greinilegt að þær voru
allar þaulæfðir dansarar úr sama
dansskólanum. Síðust út úr bíln-
um steig kona sem var aðeins eldri
en hinar. Þráðbein í baki og minnti
helst á sjálfa „Baby“ úr kvikmyndinni
Dirty Dancing. „Okei! Við ætlum að
fara eldsnöggt yfir rútínuna, strákar
og stelpur parið ykkur saman!“ kall-
aði hún hátt og snjallt yfir hópinn.
Skyndilega runnu á mig tvær grímur og ég fékk hroll eins og maður fær þegar kvíði hellist
yfir mann. Önnur viðbrögð í þess-
ari aðstöðu eru að teygja úr sér og
byrja að geispa. „Ha!? Rútínuna?
Hvað er hún að tala um?“ hugsaði
ég með sjálfum mér og leit í kringum
mig. Flestir skulfum við eins og lauf
í vindi.
Næstu mínútur þar á eftir fóru í að
„fara eldsnöggt yfir rútínuna,“ með
dansfélaganum. Sjálfur er ég álíka
góður dansari og hornstaur sem rek-
inn hefur verið ofan í frosinn mel til
að halda uppi gaddavírsgirðingu.
Við létum okkur hafa það og reyndum eins og við gátum að fylgja með. Fram hliðar saman,
hliðar saman hliðar og allt það. Eftir
nokkrar æfingar var komið að því að
taka upp sjálft tónlistarmyndbandið.
Mugison var mættur á svæðið ásamt
tökuliðinu. Myndbandið var svo óra-
langt frá hugmyndum mínum um að
standa svalur við barborðið. Atriðið
gekk út að Mugison rölti spakur um
Strandgötuna og söng í myndavélina.
Fyrir aftan hann skakklöppuðumst
við gaurarnir svo með þaulæfðu
dansstelpunum, og framkvæmdum
eitthvað sem gæti kallast vals.
Ég var mjög feginn þegar tökum
lauk, um klukkan 1 eftir miðnætti.
Leikstjórinn virtist vera þokkalega
ánægður og ekki virtist Mugison vera
að hafa miklar áhyggjur af þessu. Ég
hafði komist í gegnum þessa mjög
óvæntu þraut, sem hafði reynt á hug-
rekki mitt og getuna til þess að læra
dansspor undir óvenjulegum kring-
umstæðum í kuldanum í Hafnar-
firði. Nú var bara að bíða eftir mynd-
bandinu. Það átti að verða tilbúið
einhvern tímann á næstu vikum.
Vikurnar liðu og ekkert bólaði á dansmyndbandinu mikla. Smám saman fór vorið að
nálgast og ég var eiginlega búinn
að gleyma myndbandinu. Allt í einu
heyrði ég lagið hans góða í sjón-
varpinu inni í stofu og stökk upp
til að sjá atriðið. Nú var komið að
þessu!
Ég horfði og horfði. Myndbandið
kláraðist og ég klóraði mér í haus-
num. Við komum aldrei nokkurn
tímann í mynd. Við höfðum verið
klippt út. Þrír klukkutímar á jakka-
fötunum að dansa vals á köldu
desemberkvöldi urðu að engu. Mér
fannst ég hafa verið notaður.
24 | Umræða 21.–23. janúar 2010 Helgarblað
Trésmiðjan
Illugi
Jökulsson
Helgarpistill
Valgeir Örn
Ragnarsson
Mugison
notaði mig