Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Page 28
28 | Viðtal 21.–23. janúar 2010 Helgarblað E ivør Pálsdóttir er færeysk, fædd í Götu, sem er fimm hundruð manna þorp á Austurey. Þar ólst hún upp á músík- ölsku heimili foreldra sinna, ekta sveitabæ að hennar sögn, og lék sér frjáls og áhyggjulaus í fallegri og villtri náttúru. Á heimili hennar var ekki sjónvarp og þar var henni skemmt með söng, kvæðum og rímum. „Við vorum nánast alltaf úti að leika okkur,“ segir Eivarar frá. „Við lékum okkur í fjallinu, við ána í hlíð- inni, fjörunni og hvar sem við vildum í fyllsta öryggi, frelsið sem ég upplifði fylgir mér fram á fullorðinsárin. Börn þurfa ekki leikföng eða sérhannaða afþreyingu, ímyndunarafl þeirra er sterkt og það er hollt fyrir þau að læra að beita því. Þetta vissi mamma vel og vildi aldrei leyfa okkur að horfa á sjónvarp, hún var ákveðin í því að við krakkarnir nýttum tíma okkar á annan hátt og ég kvartaði aldrei því ég hafði mjög gaman af því að finna upp á ein- hverju sjálf. Ég var alltaf að búa mér til ævintýraheima og náttúran býður síð- an líka upp á ævintýri í sjálfu sér.“ Ólst upp við kvæði og söng Eivør segir að kvæðahefðin sé sterk og lifandi í Færeyjum og hún ólst upp við hana á heimili sínu. „Ég átti langömmu sem bjó í Fuglafirði, þangað fór ég oft að heim- sækja hana og hún söng mikið fyrir mig gamlar færeyskar vísur og kvæði. Pabbi sagði mér líka alltaf sögur á kvöldin sem hann samdi á staðnum og söng fyrir mig kvæði hvert einasta kvöld. Það þurfti mikið að hafa fyr- ir mér til að koma mér í ró á kvöldin,“ bætir hún við og hlær. Vinur foreldra sinna Faðir Eivarar, Páll, vinnur á skrif- stofu færeysks olíufyrirtækis og móð- ir hennar, Sædís, er kennari. Eivør á tvo hálfbræður, Magnus og Erling, og tvær yngri systur, Elisabetu og El- inborgu, en um þær hefur hún sam- ið lag. Hún er náin fjölskyldu sinni og er mikill vinur foreldra sinna. „Mamma er mikil ævintýrakona sem elskar að syngja. Hún kennir í skólanum í Götu og sérhæfir sig í stuðningskennslu fyr- ir börn með sérþarfir og pabbi skrifar ljóð og er mikill kvæðamaður. Bæði mamma og pabbi eru listræn og ég hef alltaf litið svolítið upp til þeirra, hvern- ig þau hugsa og lifa lífinu. Mamma hefur kennt mér mikið í söng, ég býst við að hæfileikana hafi ég frá henni og áhugann á kvæðum og rímum frá föð- ur mínum, ömmu og langömmu. Það er alltaf ómur af þessari hefð í tónlist minni og það er vegna þess að hún er stór hluti af mér.“ Fór í fyrsta tónleika- ferðalagið 12 ára Tónlistin og söngurinn varð snemma allsráðandi í lífi hennar en hún var aðeins tólf ára að aldri þegar hún fór í söngferðalag til Ítalíu með færeyskum karlakór. Hún segir förina hafa ver- ið hið mesta ævintýri. „Minn stærsti draumur var þá að verða söngkona en þegar ég upplifði það að koma fram og syngja fyrir fólk, þá kviknaði hreinlega bál innra með mér og draumurinn varð að þrá. Ég einsetti mér að gera sönginn að ævistarfi.“ Og það gerði hún svo sannarlega. Aðeins þrettán ára kom hún fyrst fram í færeysku sjónvarpi og heillaði sam- landa sína með söng og það sama ár vann hún færeyska söngvakeppni, Færeyska söngfuglinn. Hún segist hafa verið mjög efins um að keppa í söng. „Söngur er fyrir mér hjart- ans blóð og í honum er ekki hægt að keppa. Vinkona mín taldi mig hins vegar á að taka þátt í þessari keppni og það var skynsamlegt af henni því að ferill minn fór af stað.“ Þéttur og blómlegur ferill Unglingsárin voru skemmtilegur tími í lífi Eivarar. „Að sjálfsögðu þurfti ég að finna mig eins og aðrir en það gekk stóráfallalaust og án þess að ég skað- aði vináttuna við foreldra mína. Með- an ég var svona ung og var að koma fram seint um helgar á börum fylgdi mamma mér eftir. Öðrum ungling- um hefði ef til vill fundist það skelfi- lega pínlegt en mér fannst það æðis- legt og þægilegt að hafa hana hjá mér. Hún sagði mér hvað var flott og hvað ég gæti gert betur næst og það var eitt- hvað öryggi fólgið í því að hafa hana þarna hjá mér.“ Hlutirnir gerðust hratt hjá hinni ungu Eivøru og móðir hennar gat ekki fylgt henni eftir mikið lengur. Fimmt- án ára gekk hún til liðs við hljómsveit- ina Clickhaze. Ári seinna, eða árið 2000, kom fyrsta hljómplata henn- ar út, Eivør Pálsdóttir. Það var síðan árið 2002 sem Eivør fór til Reykjavíkur í tónlistarnám.Hingað var henni boð- ið af íslenskum söngkennara og hún þáði fegin boðið. Hér festi hún rætur um nokkurra ára bil, varð aðalsöngv- ari djasshljómsveitarinnar Yggdras- ill, samdi tónlist með félögum sín- um í Clickhaze og túraði með þeim um Norðurlönd. Önnur sólóplata Ei- varar var Krákan. Fyrir hana var Ei- vør tilnefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna í þremur flokkum árið 2003 og hlaut verðlaun sem besti söngvari og besti flytjandi ársins. Þriðja platan kom út árinu seinna og kallaðist ein- faldlega Eivør. Árið 2007 gaf hún út plötuna Mannabarn en nýjasta plata hennar kom út í maí í fyrra og ber nafnið Larva. Beislar orku í söng Talið berst að tilfinningaríkum söng Eivarar. Hvernig nær hún þessari inni- legu tengingu? „Ég er svolítið opin manneskja og fyrir mér er músík þerapía. Hún er heilandi. Þegar ég er á sviði þá sleppi ég öllum hugsunum sem ég hef í hausnum og er 100 prósent á staðn- um í því lagi sem ég er að flytja og með fólkinu sem er að hlusta. Ég gríp þá orku sem ég finn frá umhverfinu og hlustendum og næ að vera eitt með salnum. Ég trúi því að þegar þú ert að gera eitthvað sem þú ert í essinu þínu við að gera, eða hefur gáfu til, þá getir þú notað alla strauma sem þú finnur fyrir á jákvæðan hátt. Tónlistin gerir mér það kleift. Hún er tilfinningar sem koma út í tónum og hljóðum.“ En gerir þú þetta líka í hversdegin- um þá? Eivør hlær og hristir höfuðið. „Nei, mér tekst það ekki jafnoft. Þegar ég er á sviðinu er ég heil. Ég er laus við hversdagslegar áhyggjur og er alveg frjáls. Það er þess vegna sem ég get ekki hugsað mér að vera án tónlistar. Hún er mér lífsnauðsynleg. Mér finnst ég samt alltaf mjög jarðtengd og mér líkar að lifa lífinu á sama hátt og flyt tónlistina, í frelsi.“ Heilluð af myrkri „Nýja platan mín, Larva, er allt öðru- vísi en aðrar plötur mínar, stemning- in á henni er myrkari en á sama tíma er hún líka full af andstæðum. Ég er hrifin af hugsuninni um jafnvægi ljóss og myrkurs, hún gefur mér inn- blástur. Ljós og myrkur geta ekki verið án hvort annars og við verðum öll að ganga í gegnum lífið með því að læra á hvort tveggja og út á það gengur plat- an.“ Syngur aldrei sama lagið tvisvar Eivør segir að sér þyki erfitt að vinna í stúdíói. Hún vill flytja lögin á lifandi og síbreytilegan máta. „Mér finnst öðruvísi að fara í stúd- íó og syngja eitthvert lag fimmtíu sinn- um. Það virkar ekki fyrir mig. Kannski má líkja þessu við upplifun leikara af sviðsleik og því að leika í kvikmynd- um. Fyrst er gítarinn tekinn upp, svo bassinn og svo söngurinn eina línu í einu og þá finnst mér alltaf lífið í lag- inu deyja. Mér finnst best að syngja lagið á staðnum og svo er kannski hægt að laga eitthvað eftir á. Ég syng sama lagið aldrei eins. Ef ég syng lag aftur þá er alltaf komið eitthvert nýtt ský á himininn og þá er allt breytt. Ég nota svo mikið núið þegar ég syng.“ Enginn dagur eins En hvernig er þá dæmigerður dagur hjá Eivøru? Eru þeir þá nokkuð hver öðrum líkir? Hún skellir upp úr. „Nei, mikið rétt, enginn dagur er eins. Líf mitt er svolítið í ferðatösku því ég er á eilífu flakki. En þegar ég næ að vera heima, kannski meira en viku í senn, þá elska ég að hafa það huggulegt. Ég kaupi kerti, fylli ísskápinn af góð- um mat og held kannski matarboð. Ég eiginlega held svona litla hátíð fyr- ir heimilið til að fagna því að ég eigi slíkt,“ segir hún og hlær. Eivør segist aldrei vakna snemma á morgnana. „Ég vakna aldrei fyrir klukkan 10,“ segir hún og minnir svo blaðamann á að hann hafi einmitt hringt í hana fyrir klukkan 10 þennan sama dag. „Þú vaktir mig,“ segir hún og hlær. „Ég man varla eftir símtalinu. Ég reyni samt að hafa smá reglu á lífinu, hvort sem ég er heima eða í út- löndum. Hvernig ég byrja daginn til að mynda og svo stunda ég einnig jóga alla daga um miðjan daginn og það gefur mér ákveðna festu. Reglan er holl og ég finn að ég þarf á henni að halda þegar ég er á miklu flakki. En ekki of mikið því þá fer mér að leiðast. Ég er vön því að lifa þannig að enginn dagur er eins.“ Með ruslapokann í skólann „Ég er líka óhemjugleymin og utan við mig,“ segir Eivør. Hún segist eiga ferlega bágt með að vera stundvís og eiga bágt með að skynja tíma og finn- ur lyklana stundum á óvenjulegustu stöðum, svo sem inni í ísskáp eða bara alls ekki. Hún segir þetta þó hafa batn- að með aldrinum. „Ég hef lagast mikið og lengi má læra. Þetta er hins vegar óneitanlega hluti af mér, að vera með höfuðið uppi í skýjunum. Ég get til dæmis sagt þér sögu frá því þegar ég var lítil. Ég hafði komið heim í hádeginu til að fá mér hádegisverð. Á leiðinni aftur í skólann bað mamma mig að fara út með ruslið sem ég og gerði. Ég gekk svo í skólann, raulandi lítið lag að mig minnir, og það var ekki fyrr en ég var komin þangað að ég áttaði mig á að í stað skólatösk- unnar hélt ég á ruslapokanum. Skóla- töskunni hafði ég hent í ruslið.“ Yfir sig ástfangin Eivør og kærasti hennar, Tróndur Bogason, búa í Kaupmannahöfn. Henni finnst gott að búa þar því það- an er auðvelt fyrir hana að ferðast um heiminn. Hún segist vera yfir sig ást- fangin. „Kærastinn er svolítið eins og ég en hann á dóttur svo hann er vanur því að vakna með henni. Ég gæti líklega vakað enn lengur og sofið enn lengur fram eftir ef ekki væri fyrir hann.“ Beðin um að lýsa kærastanum segir hún hann vera hlýja og jarð- bundna manneskju sem hafi verið henni afskaplega góður. „Tróndur er mikill Færeyingur,“ segir Eivø og hlær. „Þetta er tiltölulega nýtt samband en það er ár síðan við kynntumst. Hann er mjög rólegur og okkur líður afar vel saman.“ En hvað er það að vera mikill Fær- eyingur? „Færeyingar eru jarðbundnir en samt sem áður svolítið í eigin heimi. Þeir eru líklega þöglir en vinalegir og þeim finnst gaman að taka á móti gestum eins og Færeyingar. Það er fínt að geta verið með einhverjum án þess að þurfa ávallt að vera að skilgreina sig í sögum og samtölum. Við erum bara og það er frábært.“ En er Eivør ekkert dramatísk? „Jú, hvort ég er, ég er mikil tilfinn- ingavera og get alveg búið til drama. En það er ekki mikið drama í sam- bandinu. Ég er opin og ekki hrædd við að sýna tilfinningar. Þær eru svo mikill hluti af lífinu að mér finnst eng- in ástæða til að fela þær.“ Lifir sátt í núinu Rétt eins og Eivør nýtir núið til hins ýtrasta á sviði, þá lifir hún sátt í því. „Ég er rosalega ánægð með það sem ég hef. Ég á mjög erfitt með að plana framtíðina eða skipuleggja of langt fram í tímann en mér líður mjög vel með líf mitt eins og það er núna,“ Eivør Pálsdóttir er bæði bæði gleymin og dreymin og hefur farið með poka fullan af rusli í skólann í stað skólatösku. En á sviðinu verður hún ógnarsterk og heil og getur beislað þá orku sem er í kringum hana í tilfinningaríkan söng. Söngurinn er henni lífsnauðsynlegur. En hún syngur aldrei sama lagið tvisvar og í lífi hennar hefur enginn dagur á sér sama brag. Eivør settist niður með Kristjönu Guðbrands- dóttur og sagði henni frá hversdeginum, söngnum, æskunni í Færeyjum, ástinni og skelfilegum atburðum síðastliðið sumar þegar íslenskur karlmaður fékk hana á heilann og hrellti hana og fjölskyldu hennar. „Hann trúði því að við værum í sam- bandi blessuðu af Óðni og að vinir mínir og fjöl- skylda stæðu í vegi fyrir því að það samband væri fullkomnað. Lætur óttann ekki stjórna sér

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.