Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Side 37
Fókus | 37Helgarblað 21.–23. janúar 2011 Hvað er að gerast? n Brasilískt á Haiti Það verður mikið um dýrðir á Kaffi Haiti við gömlu höfnina á föstudagskvöldið. Þar syngur Jussanam Dejah brasilíska söngva undir píanóleik Agnars Más Magnússonar. Fjörið hefst klukkan 21.00 og lýkur klukkan 23.00. 21 JAN Föstudagur 22 JAN Laugardagur n Kristinn í Salnum Meistari Kristinn, tón- leikar stórsöngvarans Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar, verða haldnir í Salnum í Kópavogi á laugardagskvöldið klukkan 20.00. Miðaverð er krónur 3.500 en af þessu vilja hvorki aðdáendur Kristins né almennt söngáhugafólk missa. n Diskókvöld á Players DJ Júlli mun halda uppi fjörinu á laugardagskvöldið á Players. Það vantar aldrei stuðið þegar Júlli mætir með sitt víðfræga Júlladiskó en upp á það verður boðið á laugardaginn. Það er frítt inn eins og alltaf þegar Júlli þeytir skífum. n Sniglabandið á Spot Ein allra vinsælasta hljómsveit Íslands í gegnum tíðina, Sniglaband- ið, verður með hörkuball á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi á laugardagskvöldið. Ballið er eins konar Gauks-endurvaka en fólk sem djammaði á Gauki á Stöng í gamla daga er sérstaklega boðið velkomið. n Bjartmar á Sódómu Bjartmar Guðlaugs- son er fyrir löngu orðinn einn af ástsælustu tón- listarmönnum Íslands frá upphafi. Hann verður ásamt Bergrisunum með tónleika á Sódómu á laugardagskvöldið en tónleikarnir hefjast klukkan 23.00. Það er átján ára aldurstakmark og kostar eitt þúsund krónur inn. 23 JAN Sunnudagur n Eivør í Langholtskirkju Hin frábæra söngkona Eivør verður með magnaða tónleika í Langholtskirkju á sunnudagskvöldið klukkan 20.00. Á þessum tónleikum gefst tækifæri til að heyra nýja hlið á hinni einu sönnu Eivøru er hún mætir með landsliðið í djassi með sér. Einnig verða frumflutt ný verk, sérstaklega samin fyrir tónleikana. Miðaverð er krónur 3.000 en miða er hægt að nálgast á miði.is. n Þynnkubíó á Prikinu Þeir sem vilja vera vel afslappaðir á sunnudagskvöldið kíkja á Prikið. Þar verður hið sívinsæla þynnkubíó en myndin sem sýnd verður er What about Bob? Prikið býður upp á popp með myndinni. Stjörnufans í Feneyjum Þau Johnny Depp og Angelina Jolie tilheyra slektinu í Holly-wood og þegar þau leiða sam- an hesta sína í kvikmynd verður hún sjálfkrafa stórviðburður. Þegar við bætist að bæði tvö voru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn aukast væntingarnar enn frekar. Florian Henckel von Donners- marck á að baki hina frábæru Das Leben der Anderen, Líf annarra, sem vann Óskarsverðlaun sem besta er- lenda mynd árið 2007. Það er þó ekki hægt að setja að The Tourist standi undir þessum miklu væntingum. Þau Jolie og Depp standa sig raunar ágætlega en að kalla þetta verðlaunahæfa frammi- stöðu er gjörsamlega út í hött. Söguþráðurinn er barnalegur en hefði hugsanlega virkað væri tónn myndarinnar annar. Tónn myndar- innar er þó í raun mjög óljós. Tónlistin er algjörlega óvið- eigandi á löngum köflum. Hún er yfirgengilega dramatísk og minnir einna helst á bandaríska sápuóperu. Eins og áður sagði eiga Angelina Jolie og Johnny Depp engan stjörnu- leik, en hins vegar var gaman að sjá Steven Berkoff og Timothy Dalton í aukahlutverkum. The Tourist veldur þó á heildina litið miklum vonbrigðum.  joningi@dv.is „Ég vildi bara gera Grænlandi er þó hægt að leita skjóls í byggingum en vísindamaður sem hafði dvalið fjórtán mánuði þarna gat aldrei leyft sér að fara lengra en þrjú hundruð metra frá húsinu bara svo hann gæti forðað sér undan veðrinu. Þeir sem verða fyrir þessu veðri eru búnir að vera. Fljótandi íshella á sjónum getur fokið eins og servíetta í vindinum. Það eru til myndbönd sem sýna þetta. Íshellan hreinlega rifnar í sundur undan vindi og tekst svo á loft. Ef þú ímyndar þér mann í þess- um kringumstæðum þá á hann sér litla von. Svo þegar lægir aftur þá frýs allt á augabragði.“ Á tali við mörgæsir En í þessu umhverfi, sem auðveld- lega má segja vera með því fjand- samlegasta á jörðinni, er að finna dýrategundir sem hafa aðlagað sig frábærlega. „Mögnuð dýr eins og fílaselir, sæljón og mörgæsir. Það er hreint ótrúlegt að sjá mörgæsirnar kannski fimmtíu saman í einfaldri röð og þær skoða mann allar. Mað- ur stendur bara kyrr í smástund og heilsar mörgæs og talar við hana. Svo kemur næsta og goggar eitthvað í skóna manns og svona gengur þetta koll af kolli. Þetta er lyginni líkast.“ Þessi svæði í grennd við Suður- skautslandið muni auðvitað líka taka breytingum vegna hlýnunar, en það sé ógerningur fyrir hann að fylgjast jafn náið með því og hann hefur gert á Grænlandi. Hvað þá með Græn- land? Ætlar Ragnar að halda áfram? „Auðvitað langar mig að halda áfram með Grænland. Kannski ekki alveg á sama hátt og hingað til. Mögulega reyni ég að fylgjast nán- ar með bráðnuninni sjálfri. Kannski kemur til þess í nánustu framtíð að byggð leggst af í einhverjum þorp- um. Þá er kannski ekkert síður mik- ilvægt að skrásetja borgarlífið á Grænlandi, eins og til dæmis í Nuuk. Það eru ungir krakkar í Nuuk sem vita lítið sem ekkert um sína upp- runalegu menningu. Þau þekkja ekki sína fortíð sem veiðimenn. Þarna er komið nýtt Grænland með fólki sem hefur ekki einu sinni mikinn áhuga á þessari arfleifð. Þetta er heimur með rokktónlist og sólgleraugum,“ segir Ragnar. Á Grænlandi geti hlýnun og bráðnun hæglega orðið til þess að hægt verði að vinna þar olíu og verð- mæta málma. „Það er allt sem bend- ir til þess að þarna séu svo mikil verðmæti að Grænlendingar, þessi fimmtíu þúnd manna þjóð, geti orð- ið langsamlega ríkust í heiminum. Forvitnilegt.“ sigtryggur@dv.is RAX Ragnar myndar fyrir sjálfan sig. MYND SIGTRYGGUR ARI The Tourist IMDb 6,1 RottenTomatoes 20% Metacritic 37 Leikstjóri: Florian Henckel von Donnersmarck. Handrit: Florian Henckel von Donnersmarck, Christopher McQuarrie, Julian Fellowes. Leikarar: Johnny Depp, Angelina Jolie, Paul Bettany, Timothy Dalton, Steven Berkoff. 103 mínútur Bíómynd Jón Ingi Stefánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.