Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Side 47
Hvernig skyldi skrautlegur hópur íslenskra áhorfenda í Cloettahallen í Linköping í Sví- þjóð koma handboltaleikmönnum á vellinum fyrir sjónir? Eða áhorfend- um af öðru þjóðerni? Ungur piltur fer úr að ofan og breytir sér í íslenska fánann. Litar lík- amann hátt og lágt niður að buxna- streng. Stendur fyrir framan fjöldann neðst í stúkunni og stýrir hvatningar- og herópum: „Áfram Ísland, klapp, klapp, klapp, áfram Ísland ...“ Aðrir hafa keypt húfur, boli, vík- ingahjálma, málað íslensku fána- litina í andlitið, veifa íslenska fánanum, skreyta sig með nöfnum vinsælla leikmanna íslenska liðsins, berja bumbur eða málmstykki eða slá taktinn með öðrum hætti. Eins og um helgisiðahald væri að ræða, líkt og það sem við sjáum stundum í kvik- eða heimildamyndum um ind- jána eða frumbyggja í afrískum regn- skógum. Það rennur upp fyrir óvönum og óbreyttum að þetta er enginn leikur. Að hvetja strákana sína er háborin al- vara. Hópathöfn sem skiptir máli og vekur athygli. Helgisiður sem eflir og treystir samkennd og samhygð. Hefði farið frá skjánum heima Ég sat prúður á áhorfendapöllum í Cloettahallen síðastliðinn þriðjudag og hafði með hangandi hendi skipt út húfunni minni fyrir trúðshúfu í ís- lensku fánalitunum. Fann mig ekki í helgisiðahaldinu. Íslenska mannhaf- ið var skrautlegt yfir að líta og hávað- inn óbærilegur. Hvell málmhljóð og þungar drunur í bumbum austur- rísku áhorfendanna. „Áfram Ísland“ yfirgnæfði þetta allt. Austurríkis- menn voru 5 mörkum yfir í hálfleik og vonlaust að komast út, fara heim og breiða upp fyrir haus. Við sjón- varpið heima hefði ég getað stað- ið upp, farið fram í eldhús og lesið blöðin ef mótlætið hefði orðið yfir- þyrmandi. Á áhorfendabekknum fer maður hvergi og neyðist til að láta bölið yfir sig ganga. Kleif niður bekkjaröð og gargaði Á næsta bekk fyrir framan höfðu sest Íslendingar í vígahug. Í bolum, með lúðra, veifur, víkingahjálma og hvell- ar málmbjöllur sem slegnar voru með trommukjuðum. Gáfu ekkert eftir þrátt fyrir mótlætið og fyrirsján- anlegt fyrsta tap íslenska liðsins. Fyr- ir Austurríkismönnum. Ömurleg til- finning eftir samfellda sigurgöngu og bólgið sjálfstraust. Vígamennirnir fyrir framan okkur stóðu upp reglulega og byrgðu mér og félögum mínum sýn. Gerir ekk- ert til. Við erum að tapa hvort eð er, hugsaði ég með mér. Þegar ég missti af einu marki vegna hamagangsins á bekknum fyrir framan skaust ég upp í sæti í næstu röð fyrir ofan. Nú voru íslensku strákarnir „okkar“ greini- lega farnir að sýna klærnar og senda okkur á bekkjunum boð um að herða þátttökuna í leiknum. Voru þeir ekki að því? Keppnin og áhorfendurnir – allt ein heild? Þegar ég missti af öðru marki fauk í mig. Kleif niður eina bekkjaröð og gargaði: Er ekki hægt að láta þessi fífl sitja svo við hin sjáum eitthvað! Þeir snéru sér við, horfðu eitt andartak rannsakandi á þetta við- undur. Á þessi ekki bara að vera heima við sjónvarpið, sagði einn þeirra og hélt áfram iðju sinni. Var þetta virkilega ég sem hafði ráðist að gegnheilum stuðnings- mönnum íslenska liðsins? Ástæð- an fyrir heift minni blasir nú við. Ég var genginn sefjuninni á hönd. Ég var orðinn hluti af leiknum, en hafði óafvitandi gert þau mistök að standa ekki upp á réttum stöðum þegar leik- ar tóku að æsast. Er þetta ekki málið. Þegar van- virt og niðurlægð íslensk þjóð í sam- félagi þjóðanna eftir bankahrunið felst kannski eina vonin, til að bæta sjálfsmynd og skert sjálfstraust, í sigri í Cloettahallen. Sýna heiminum í tvo heimana í heimsmeistarakeppni í handbolta? Kenna íslenskum stjórn- málamönnum í leiðinni eitthvað um undur liðsandans og sigurverk liðs- heildarinnar. Leikmennirnir lesa sálarástandið í stúkunni Aftonbladet er með þetta á tæru á forsíðu íþróttakálfsins daginn sem heimsmeistarakeppnin hefst: „Grupp B: Ísland – Ungverjaland. Fylgist með íslenska handboltaund- rinu: Aðeins 320 þúsund en keppa alltaf um verðlaunasæti. Algerlega ótrúlegt.“ Þegar hæst stendur og „strákarn- ir okkar“ búnir að jafna gegn Aust- urríkismönnum gleyma allir stað og stund. Spennan er óbærileg. Þvílík frammistaða! Hvaðan koma þeir? Hvert eru þeir að fara? Sjónskynjunin nær ítrustu skerpu. Taktfastur hávaðinn bylur á hljóðhimnunum. Menn standa upp fagnandi án þess að vita af því þegar mörkin tínast inn. Sjálfur tek ég eft- ir því hvernig líkaminn allur er ein- hvern veginn kominn út á völlinn. Ég finn hvernig vöðvarnir spennast í mínum eigin fótum þegar Guðjón Valur beitir öllu afli til að rífa af sér varnarmann og skora. Á áhorfenda- pallinum er ég byrjaður að sveifla höndinni í skotstöðu – án þess að gera mér beinlínis grein fyrir því – þegar Alexander kemur með nítró í æðum í skotstöðu inn að miðj- um teig. Með einhverjum hætti hef- ur hann tekið sér bólfestu í mér og taugaboð fara út í handlegg minn: Skjóttu! Lesa íslensku liðsmennirnir einn- ig sálarástand á áhorfendabekkj- unum og gera það að sínu þegar hvatningin og herhvötin er hávær og taktföst? Svarið er já. Það gera þeir og það hafa þeir margoft sagt sjálfir. Sigurinn okkur að þakka Í hálfleik heyri ég út undan mér tvo unga Svía ræðast við. „Íslendingarnir eru að tapa þessu. Þeir ráða ekki við vörnina. Það má bóka sigur Austur- ríkismanna.“ Hið ótrúlega gerist. Eftir að hafa verið 5 mörkum undir í hálfleik, 16– 11, lýkur leiknum með sigri Íslend- inga, 26–23. Fullt hús. Leikmenn íslenska liðsins hylla áhorfendur einlæglega í leikslok, stilla sér upp fyrir framan bláa, hvíta og rauða áhorfendapallana, hneigja sig niður í gólf og klappa. Eins og þeir séu berum orðum að segja: Sigurinn er að hluta til ykkur að þakka! Þetta ósýnilega samband: Áhorf- endurnir setja sig í spor leikmanna sinna á vellinum. Ólafur, Sverre, Aron og allir hinir finna aftur á móti hvern- ig hvatningin af áhorfendapöllunum tekur sér bólfestu innra með þeim. Samspil áhorfendapallanna og leik- mannanna nær með þessu nýjum og næstum yfirskilvitlegum hæðum. Menn sefjast saman í hóp. Menn fara saman á völlinn, saman á barinn og koma saman í heimahúsi. Fjöld- inn keyrir upp stemningu og sam- kennd með athöfnum sem hafa á sér blæ helgisiða. Hjarðhegðun góð eða slæm? Samkennd og hjarðhegðun er merki- legt fyrirbrigði. Hjarðhegðun hefur stundum verið talin neikvæð og af hinu illa. Hún er hvorki neikvæð né jákvæð. Hún er! Í henni felst afl sem leiðir einstaklinginn frá sjáfum sér að hópnum sem hann er hluti af. Hjarð- hegðun og sefjun hefur stundum leitt til velfarnaðar, en stundum leitt til hörmunga heilla heimsálfa. Í íþróttahöllinni er sefjunin og samkenndin áþreifanleg og virkjuð til sigurs. Sport | 47Helgarblað 21.–23. janúar 2011 Cafe Catalina n Hamraborg 11 n 200 Kópavogur n Sími: 554 2166 n www.catalina.is Um helgina leikur Hljómsveitin sín AllAr veitingAr í boði s.s: n BBQ svínarif, hamborgarar, steikarsamlokur n Hádegismatur m/súpu og kaffi n Hópamatseðlar fyrir veislur, smáréttaborð og fleira Snyrtilegur klæðnaður áskilinn Hm í HAndboltA Við sýnum alla leikina frá HM í handbolta Tökum að okkur þorra- veislur, árshátíðir og annan mannfagnað Verður haldið þann 5.febrúar næstkomandi og hljómveitin Feðgarnir spila fyrir dansi. Borðapantanir í síma 554-2166 Sjá nánar www.catalina.is ÞorrAblót vestfirðingA Aukaaflið á pöllunum Handbolti Jóhann Hauksson skrifar frá Linköping Íslenskir áhorfendur á pöllunum í sænskum íþróttahöllum vekja athygli fyrir einbeittan stuðning við lið sitt á HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð. Jóhann Hauksson blaðamaður er í Linköping og reynir að gera sér grein fyrir sambandi strákanna okkar og áhorfendanna sem hafa komið víða að til að fylgja þeim eftir. Eftirtektarverðir Íslensku stuðningsmennirnir hafa vakið athygli í Svíþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.