Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2011, Síða 56
Rólegur, Jónas! Stöðvar 2 menn bestir í keilu n Hersing fjölmiðlamanna sem færir þjóðinni nýjustu fregnir af strákunum okkar í HM í Svíþjóð nýtti fríkvöldið á miðvikudaginn til að keppa innbyrðis í keilu. Þar voru Stöðvar 2 menn hlutskarpastir en það lið samanstóð af íþróttafréttamanninum Herði Magnússyni og tökumanninum Birni Guðgeiri Sigurðssyni. Björn er reyndar landsliðsmaður í keilu en Hörður þótti koma gríðarlega á óvart og var bestur þeirra sem eiga ekki landsleik að baki í sportinu. RÚV-arar lentu í öðru sæti en þar sýndi hinn örvhenti Einar Örn Jónsson skemmtileg tilþrif. Henry Birgir Gunnarsson og Valgarð Gíslason lönduðu bronsinu fyrir hönd Frétta- blaðsins og Vísis en sprelligosarnir á ÍBS þurftu að sætta sig við síðasta sætið. Kolla kúgast n Sú nýbreytni varð í morgunþætt- inum Í bítið á Bylgjunni að smökkun á hákarli átti sér stað í beinni útsendingu. Smakkararnir voru þó ekki matgæðingar með kæstan hákarl sem sérgrein heldur fólk sem aldrei hafði lagt sér lostætið til munns. Þau Kolbrún Björnsdóttir og Þráinn Steinsson tækni- maður fengu það hlutverk að bragða hákarl- inn. Þráinn komst frá sínu verkefni átaka- lítið en Kolbrún fór mikinn og kúgaðist með til- heyrandi hljóðum. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem slík bragðkönnun fer fram í beinni útsendingu. Hvorugur matgæðingurinn hyggst smakka aftur. Ósáttur við gagnrýni n Marteinn Þórsson, leikstjóri og handritshöfundur Roklands, virðist ekki vera sáttur við þá gagnrýni sem myndin hefur fengið í fjölmiðlum, kvartar hann yfir því á Facebook-síðu sinni og spyr: „Er einhver menntaður kvikmyndagagnrýnandi á landinu?“ Svo telur hann upp þrjá fjölmiðla og kallar gagnrýnanda DV til að mynda smalastrák. „Fréttablaðið: Sagnfræðingur. Fréttatíminn: Eh, veit ekki en hann kremaði yfir Kóngaveg. DV: 18 ára smalastrákur.“ Þá telur hann upp langa rullu af hugtökum úr heimi kvikmynda- vinnslu sem hann kvartar yfir að gagnrýnendur hafi ekki spáð í. Þeirra á meðal má finna hugtök á borð við temu, andhetjur, mynduppbygg- ingu og su- bjektíva og objektíva notkun myndavél- arinnar. Jónas Kristjánsson, bloggari og fyrr- verandi ritstjóri, staðhæfði á fimmtu- dag á síðunni jonas.is að ekkert yrði úr næstu Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Reykjavík. „Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík verð- ur ekki haldin aftur. Ríkið og borg- in og ferðaþjónustuaðilar missa af ótrúlegum tekjum, sem hafa verið af þessari vinsælu hátíð. Í sex mánuði reyndu aðstandendur hátíðarinnar að fá menntaráðuneytið [til] að und- irrita meðmælabréf með styrkbeiðni til Evrópu … sem hefur gert hátíðina kleifa.“ Lætur Jónas að því liggja að styrk- beiðnin hafi aldrei verið send, og verði því ekkert að styrknum. Jónas segir að það sé Elíasi Jóni Guð- jónssyni að kenna, en hann er að- stoðarmaður Katrínar Jakobsdótt- ur menntamálaráðherra. „En hann er bara ómagi vinstri grænna úr há- skóla og er óvinnufær. Málið dó á borði hans og Katrínar eins og ann- að,“ sagði Jónas um menntamálaráð- herra og aðstoðarmann hennar. DV hafði samband við Hrönn Marinósdóttur, sem er stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hrönn sagðist ekki skilja þennan málflutning Jónasar, enda eigi hann við engin rök að styðjast. „Hátíðin á næsta ári er á sínum stað, það er meira að segja búið að velja dagsetningar og leggja drög að dag- skrá,“ sagði Hrönn en henni var tals- vert brugðið við að heyra þennan orðróm um að hátíðin myndi ekki fara fram á næsta ári. „Eina sem ég get sagt er að það er enginn fótur fyr- ir þessum orðrómi og það er alveg ljóst að hátíðin mun fara fram, átt- unda árið í röð.“ Kvikmyndaaðdáendur þurfa því ekki að örvænta, Alþjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík mun fara fram næsta haust – frá 22. september til 2. október 2011. bjorn@dv.is Framkvæmdastjóri kvikmyndahátíðar hafnar ásökunum Jónasar Kristjánssonar: „Enginn fótur fyrir þessu“ ÚTVEGUM VEISLUSA LI FYRIR ÞOR RABLÓT GÓÐIR LANDSMENN, ÞORRINN NÁLGAST! Hann hefst 21. janúar – Munið að panta tímanlega Sími 553 7737 I www.mulakaffi.is OKKAR LANDSFRÆGU HJÓNABAKKAR OG ÞORRATROG HENTA VEL FYRIR STÓRA OG SMÁA HÓPA KONUNGUR ÞORRANS Í 48 ÁR Vid blótum enn og aftur! A N T O N & B E R G U R Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 21.–23. JANÚAR 20119. TBL. 101. ÁRG. LEIÐB. VERÐ 595 KR. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar Vill taka af allan vafa um að kvikmyndahátíðin fari vissulega fram næsta haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.