Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 4
Vikublað 12.–14. ágúst 20144 Fréttir „Flugslys“ að mati forsetaembættis Orð um fund með sendiherra Rússlands Haukur ætlaði að kaupa íbúðirnar n Stærsta sala ÍLS út um þúfur n Fengu ekki fjármögnun fyrir 154 íbúðum S á sem ætlaði að kaupa 154 íbúðir af Íbúðalánasjóði í einum pakka heitir Haukur Guðmundsson, samkvæmt heimildum DV, en blaðið hefur greint frá fyrirhuguðum við- skiptum með íbúðirnar í nokkrum fréttum. Félagið sem Haukur ætlaði að nota til kaupanna heitir Gjóna ehf. og var stofnað fyrr á árinu. Íbúð- irnar eru aðallega á Austurlandi og á Suðurnesjum. Haukur er nokkuð þekktur meðal þeirra sem fylgjast með fasteigna- markaðnum. Hann var meðal annars um tíma framkvæmdastjóri Smára- garðs, sem var fasteigna- félag Norvik-samstæðu Jóns Helga Guðmunds- sonar og hefur komið að viðskiptum með fasteignir í Reykjavík. Hugmynd fjár- festanna var að öllum lík- indum að kaupa allar íbúð- irnar á einu bretti og selja þær svo til einstaklinga eða fyrirtækja hverja fyrir sig og innleysa söluhagn- að. Haukur vill ekki ræða hin ætluðu viðskipti í sam- tali við DV og segist hann vera bundinn trúnaði. Í hluthafaupplýsingum um Gjónu kemur fram að Hauk- ur og Grétar Hannesson séu stjórnarmenn og er lögfræðistof- an Advel, stofnandi félagsins, skráð sem eini hluthafinn. Ljóst er að ein- hverjir fjárfestar voru á bak við við- skiptin en nöfn þeirra liggja ekki fyrir. Sölunni rift DV greindi frá því í byrjun ágúst að Íbúðalánasjóður hefði rift viljayfir- lýsingu um að selja íbúðirnar til Hauks og viðskiptafélaga hans sem DV hefur ekki nafnið á. Nú hefur DV hins vegar fengið upplýsingar um nafn Hauks en nöfn hinna fjár- festanna liggja ekki fyrir. Gengið var frá viljayfirlýsingu um söluna í apríl síðastliðnum með fyrirvara um fjármögnun kaupanna. Haukur og meðfjárfestar hans reyndu að ganga frá fjármögnun á íbúðunum en það gekk ekki eftir og þess vegna var hinum ætluðu viðskiptum rift. Íbúðalánasjóður var þá þegar búinn að veita fjárfestunum frest til að út- vega fjármuni til kaupanna. Kaup- verðið átti að vera um 1.800 millj- ónir. Afskipti velferðarráðuneytisins? Svarið frá Íbúðalánasjóði um riftun- ina var svohljóðandi: „Í lok maí 2014 var skrifað undir samkomulag um sölu á 107 eignum Íbúðalána- sjóðs, sem staðsettar eru á nokkrum stöðum á landinu. Samkomulag- ið var undirritað með fyrirvara um fjármögnun kaupanna. Nú liggur fyrir að kaupendum hefur ekki tek- ist að fjármagna kaupin og hefur því samkomulaginu verið rift.“ Sú saga hefur verið lífseig að velferðarráðu- neyti Eyglóar Harðardóttur hafi haft afskipti af viðskiptunum. Sagan er á þá leið að Haukur og viðskiptafélagi hans hafi gert Íbúðalánasjóði tilboð sem hafi verið hafnað en að ráðu- neytið hafi þá beint þeim tilmælum til sjóðsins að gengið yrði að tilboð- inu. Samkvæmt sögunni á tilboðið þá að hafa verið lagt fram aftur og samþykkt. DV hefur heimildir fyrir því að þessi saga sé ekki rétt og að ráðuneytið hafi ekki haft nein af- skipti af þessum viðskiptum frekar en öðrum hjá Íbúðalánasjóði. Ætlaði að selja sjálfur Eitt af því sem vakti athygli í málinu var að Íbúðalánasjóður ætlaði að selja íbúðirnar sjálfur en ekki gera það í gegnum fasteignasölu. Íbúða- lánasjóður er með samning við fé- lag fasteignasala um að leita til þess þegar selja þarf íbúðir en getur jafnframt, í vissum kringumstæð- um, ákveðið að selja eignir sjálf- ur. Í þessu tilfelli var um að ræða einn íbúðapakka þar sem kaup- verðið hefði verið um 1.800 þús- und og hefði sjóðurinn getað spar- að sér söluþóknun upp á 1,5 til 2,5 prósent með því að selja íbúðirnar sjálfur. Ekkert varð hins vegar af þessum viðskiptum í þetta skiptið og Íbúðalánasjóður kominn aftur á byrjunarreit með þessa eignir. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Nú liggur fyrir að kaupendum hefur ekki tekist að fjármagna kaupin og hefur því samkomulaginu verið rift. Mistókst Hópur fjárfesta gerði tilraun til að kaupa 154 íbúðir af Íbúðalánasjóði. Haukur Guð- mundsson fór fyrir hópnum. Á heimasíðu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, er talað um afdrif malasísku far- þegaþotunnar, sem skotin var niður yfir austurhluta Úkraínu um miðjan júlí, sem „flugslys“. Í fjölmiðl- um hefur hins vegar komið fram að aðskilnaðarsinnar sem vilja að hluti Úkraínu verði hluti af Rússlandi hafi skotið þotuna niður með rússnesku flugskeyti. Tæplega 300 farþegar þot- unnar létust. Stjórnvöld í Úkraínu hafa kennt rússneskum stjórnvöldum að hluta til um árásina þar sem aðskilnað- arsinnarnir njóta stuðnings þeirra. Stjórn Vladimírs Pútín Rússlandsfor- seta hefur hins vegar kennt stjórn- völdum í Kíev um árásina. Málið er því vægast sagt viðkvæmt í diplómat- ískum skilningi. Orðið „flugslys“ er notað á vef- síðu forsetaembættisins í lýsingu á fundi sem Ólafur Ragnar átti með sendiherra Rússlands á Íslandi þann 22. júlí síðastliðinn. Orðrétt segir á vefsíðunni: „Forseti á fund með Anton Vasiliev sendiherra Rússa á Íslandi um undirbúning að Hring- borði Norðurslóða, Arctic Circle sem haldið verður á Íslandi í haust. Einnig var fjallað um viðbrögð við hinu hræðilega flugslysi í Úkraínu, nauðsyn alþjóðlegrar rannsóknar og náins samstarfs með hagsmuni fjöl- skyldna og ættingja þeirra sem létu lífið að leiðarljósi.“ Með því að nota orðið „flugslys“ virðist forsetaembættið ekki taka af- stöðu í málinu, það er að segja hvort úkraínska stjórnin eða rússneskir aðskilnaðarsinnar skutu vélina nið- ur og er atburðinum stillt upp sem „óhappi“ eða „áfalli“ svo vitnað sé til skilgreiningar á orðinu slys í íslenskri orðabók. Orðalagið vakti nokkra net- verja á mánudaginn og var rætt um notkun þess á samskiptasíðum eins og Facebook. Í samtali við DV vildi Örnólfur Thors, ritari forsetaembættisins, ekki tjá sig um málið. n ingi@dv.is „Flugslys“ Árásin á malasísku farþega- þotuna er kölluð „flugslys“ á vefsíðu for- setaembættis Ólafs Ragnars Grímssonar. Leggur til stuðning við geitfjárrækt Starfshópur sem átti að koma með tillögur um stuðningsað- gerðir til handa íslenska geitfjár- stofninum hefur nú skilað þeim af sér til landbúnaðarráðherrans Sigurðar Inga Jóhannssonar. Til- lögurnar eru í fimm liðum. Með- al annars er lagt til að auknu fé verði veitt til stofnverndar geitastofnsins, um tveimur millj- ónum á ári. Einnig að innleitt verði sérstakt stuðningsform fyr- ir geitfjárrækt, svipað og þekk- ist í sauðfjárrækt. Þá er það talið mikilvægt að byggður verði upp sæðisbanki með frystu hafrasæði sem myndi styðja við markvissa ræktun og þjóna sem öryggisnet. Mikilvægt sé að komið verði á fót rafrænni ættbók þar sem allar tiltækar upplýsingar um stofn- inn verða skráðar, en sambærileg ættbók er til fyrir sauðfé. Að lok- um leggur hópurinn til að stuðlað verði að rannsóknum á íslenska geitastofninum og afurðum hans. Lúsaplága Umsvif veggjalúsar hafa verið að aukast hér á landi með auknum ferðamannastraumi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu en lús- in getur verið þrálátt vandamál á gistiheimilum þar sem erfitt get- ur reynst að útrýma henni. Lúsin er vel þekkt vandamál erlendis en samkvæmt frétt Morgunblaðsins hafa sum gistiheimili þurft að kalla til meindýraeyði til að ráða niðurlögum þessa hvimleiða gests. Meindýraeyðir sem rætt var við segir lúsina dvelja í rúm- um og berast þannig með skjót- um hætti á milli með fólki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.