Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Side 38
Vikublað 12.–14. ágúst 201438 Fólk Lady Gaga á sjúkrahús Söngkonan Lady Gaga var flutt á sjúkrahús þegar hún veiktist skyndilega eftir tónleika í borginni Denver síðastliðinn miðvikudag. Póstaði hún „selfie“ á samskipta- forritið Instagram frá sjúkrahús- inu þar sem hún er enn með farða kvöldsins á andlitinu, gerviaugn- hár og súrefnisgrímu. „Hæðarveiki er ekkert grín,“ skrifaði hún við myndina. Gaga er ekki eina stjarn- an sem hefur fengið hæðarveiki á tónleikum en söngkonan Carrie Underwood setti einnig mynd af sér með súrefnisgrímu eftir tón- leika í febrúar á síðasta ári. Ein- kenni hæðarveiki eru höfuðverkur, svimi, flökurleiki, slappleiki, svefn- leysi og önnur flensulík einkenni. F jölskylda hinnar 15 ára gömlu Cassidy Stay lést eftir skotárás fyrir rúmlega mánuði. Skot- maðurinn er fyrrverandi eig- inmaður frænku Cassidy sem réðst inn á heimili fjölskyldunnar og gekk berserksgang; skaut á fjölskylduna með þeim afleiðingum að allir dóu nema Cassidy sem þóttist vera dauð og slapp. Líðan hennar er eftir atvikum. Fyrir skemmstu fékk hún hins vegar óvænta sendingu sem gladdi. Skóla- stjóri Hogwarts, Dumbledore, sendi henni bréf þar sem hann gerir tilraun til að hugga hana og gefur henni góð ráð. Það var að sjálfsögðu höfund- ur Harry Potter-bókanna sem bréfið fyrir galdrakarlinn gamla en ásamt bréfinu fékk Cassidy áritaða Harry Potter-bók, töfrasprota, samþykkis- bréf frá Hogwarts og fleira. Dumbledore hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá stúlkunni ungu en á blaðamannafundi stuttu eftir hinn voveiflega atburð vitnaði hún einmitt í hann og sagði. „Jafnvel á dimmustu stundum er hamingjan föl, en aðeins ef þú manst að kveikja ljósin sjálf.“ n Dumbledore huggar táning Cassidy Stay fékk óvæntan glaðning Franco fær frumkvöðla- verðlaun James Franco er ýmislegt til lista lagt. Hann er ekki bara stjörnuleikari heldur einnig leik- stjóri, framleiðandi, kennari og rithöfundur. Nýjast verkefni hans er kvikmyndin The Sound and the Fury sem byggir á frægri samnefndri bók eftir Martin Ritt. Franco leikstýrir myndinni. Hún verður frumsýnd á Venice Film Festival, en fyrir sýninguna ætla forsvarsmenn hátíðarinnar að heiðra Franco með frumkvöðla- verðlaunum sem hátíðin veitir ár hvert. En í tilkynningu sem þeir sendu frá sér segir að Franco hafi með hugviti sínu og snilli gert kvikmyndasamfélagið blómlegra. Justin vingast við Malölu Ímynd Justins Bieber hefur ekki verið hin jákvæðasta undan- farin misseri en ýmislegt hefur borið á góma hjá söngvaran- um unga, tengt áflogum, áfengi og ástamálum. Það mætti því teljast ákveðinn viðsnúningur að Justin hafi átt frumkvæðið að því að vingast við mannréttindafröm- uðinn Malölu Yousafzai. „Ég átti FaceTime-spjall við Malölu Yousafzai. Saga hennar er svo mögnuð. Ég get ekki beðið eft- ir því að hitta hana í persónu og ræða hvernig ég geti stutt hana og sjóðinn hennar, Malala Fund,“ sagði Justin stoltur á Facebook-síðu sinni fyrir stuttu. Reyndi að hugga J.K. Rowling sendi stúlkunni bréf. Stjörnur sem eru ófeimnar við brjóstagjöf Alþjóðlega brjóstagjafarvikan var haldin fyrstu vikuna í ágúst. Af því tilefni fagnaði vefsíðan celebritybabyscoop.com nokkrum stjörnum sem talað hafa opinskátt um brjóstagjöf og eru ófeimnar við að gefa börnum sínum brjóst á opinberum vettvangi. Hér eru nokkrar stjörnumömmur og þeirra viðhorf til brjóstagjafar. Kourtney Kardashian Vildi verða brjóstmóðir North West Athygli vakti þegar raunveruleika- þáttastjarnan Kourtney Kardashian sást gefa rúmlega eins árs dóttur sinni Penelope brjóst við sundlaugarbakka í Miami á sínum tíma. Kourtney hefur talað mjög hispurslaust um ást sína á brjóstagjöf í gegnum tíðina en hún á von á sínu þriðja barni í desember. Þegar systir hennar, Kim Kardashian, var ólétt viðraði Kourtney þá hugmynd við hana að þær yrðu brjóstmæð- ur barna hvorrar annarrar. Þannig gæti önnur systirin passað öll börnin í einu ef hin systirin þyrfti að bregða sér af bæ. Sú systir sem yrði heima með börnin gæti þá gefið öllum börnum brjóst. Kourtney sagðist ekki sjá neitt athugavert við þetta enda gerðu konur þetta iðulega hér áður fyrr. Kim var hins vegar ekki eins hrifin af hugmyndinni. Gwen Stefani Upplifði höfnun þegar sonurinn hætti á brjósti Enginn vafi leikur á því að Gwen Stefani elskar móðurhlutverkið. Söngkonan deildi nýlega mynd af sér á samskipta- forritinu Instagram þar sem hún gaf fimm mánaða syni sínum Apollo brjóst í fjölskylduferðalagi í Sviss. Þá náðu ljósmyndarar í Los Angeles einnig myndum af henni þar sem hún gaf þá þriggja mánaða syni sínum brjóst á bekk í almenningsgarði á sínum tíma. Gwen hefur talað opinskátt um hversu erfitt það var henni þegar sonur hennar Zuma hætti sjálfur á brjósti þegar hún var á tónleikaferðalagi með No Doubt. „Ég vildi ekki að hann hætti,“ sagði hún. „Mér fannst það mikil höfnun.“ Alicia Silverstone Sársaukafullt fyrstu vikurnar Leikkonan Alicia Silverstone sást gefa þá tíu mánaða gömlum syni sínum, Bear Blu, brjóst þar sem hún hélt á honum í burðarpoka árið 2012. Vakti myndin töluverða athygli á sínum tíma. Clueless-stjarnan hefur skrifað opinskátt um brjóstagjöf á blogginu sínu, The Kind Life, frá því hún átti sitt fyrsta barn með eiginmanninum Christopher Jarecki. Hún viðurkennir meðal annars að brjóstagjöf geti verið sársaukafull fyrstu vikurnar en með tíma verði tilfinningin í líkingu við alsælu. Maggie Gyllenhaal Hvert barn er einstakt Þegar dóttir leikkonunnar Maggie Gyllenhaal, Ramona, var sjö mánaða náðust myndir af þeim mæðgum þar sem Maggie gaf Ramonu brjóst í almenningsgarði í New York. Myndirnar ollu töluverðum deilum á sínum tíma þar sem sumum þótti ljósmyndarinn brjóta á friðhelgi mæðgnanna á meðan öðrum þótti ekkert athyglisvert við jafn hversdagslegan atburð. Maggie hefur tjáð sig opinberlega um móðurhlutverkið. „Ég gæti ekki skilið barnið mitt eftir í vöggunni og látið það gráta. Mér fannst það ekki virka. Það þurfa allir að finna sinn takt í þessu. Þú getur ekki sagt móður hvenær sé rétt að hætta brjóstagjöf eða hvernig eigi að svæfa barnið. Hvert barn er einstakt,“ segir hún. Pink Hundrað prósent tengslauppeldi Söngkonan Pink hefur ekki farið í launkofa með það að hún aðhyllist tengslauppeldisstefnuna svokölluðu, eða Attachment Parenting eins og það útleggst á ensku. Hún tísti meðal annars á samskipta- miðlinum Twitter í kjölfar umdeildrar umfjöllunar tímaritsins Time um langa brjóstagjöf. Hún sagði greinina í Time um tengslauppeldi því miður nokkuð öfgakennda. Hún styddi tengslauppeldi hundrað prósent og ætti mjög hamingjusama og hrausta dóttur vegna þess. „Það er kominn tími til að við styðjum við það sem er heilbrigt (brjóstagjöf) í stað þess að dæma það,“ skrifaði Pink meðal annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.