Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 12.–14. ágúst 201414 Fréttir Viðskipti Arnaldur á 550 milljónir Langauðugasti rithöfundur landsins Vantar 70 milljarða upp í skuldirnar n Greiddi 100 milljarða á Íslandi n Sagður skulda 170 í Rannsóknarskýrslunni Í þessu uppgjöri hans eru ekki undir öll félög sem hann á bara lítinn hlut í,“ segir Ragn­ hildur Sverrisdóttir, talskonar Björgólfs Thors Björgólfssonar og Novator, aðspurð um hver skýringin sé á því að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er Björgólfur Thor, og tengd félög, skráður fyrir 172 milljarða króna skuldum á Íslandi á meðan upp­ gerðar skuldir hans hér á landi eru sagðar vera 100 milljarða. Sú upp­ hæð var hins vegar einungis lítill hluti af heildaruppgjöri Björgólfs en samkvæmt því greiddi hann um 1.200 milljarða króna til baka til lánardrottna sinna. Björgólfur Thor sendi frá sér tilkynningu í síð­ ustu viku þar sem hann greindi frá því að hann hefði lokið skuldaupp­ gjöri sínu við lánardrottna sína og meðal annars greitt íslenskum að­ ilum 100 milljarða króna til baka vegna útistandandi lána. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru skuldir hans hins vegar bókfærð­ ar á ríflega 170 milljarða króna. Í tilkynningunni frá Björgólfi Thor kom fram að allar skuldirnar yrðu gerðar upp og ekkert gefið eftir af þeim. 70 milljarða misræmi Þarna er því um að ræða misræmi upp á um 70 milljarða króna sem útskýra þarf. Að sögn Ragnhild­ ar skýrist þetta misræmi af því að í rannsóknarskýrslunni hafi Björg­ ólfur líka verið skráður fyrir skuld­ um félaga sem hann átti aðeins lítinn hlut í. Björgólfur hefur oft­ sinnis gagnrýnt að þetta hafi verið gert, meðal annars á vefsíðu sinni btb.is. „Í þessu uppgjöri hans eru ekki undir öll félög sem hann á ein­ hvern smáhlut í. […] Þau félög sem um er að ræða í skuldauppgjörinu eru félög sem Björgólfur Thor á að stóru leyti, þar sem reksturinn er á hans herðum, skulum við segja. Þetta eru fyrst og fremst Novator­ skuldir sem teygja sig víða.“ Ekki tekið tillit til eigna Hún segir auk þess að skýringin á misræminu á milli skuldastöðu Björgólfs Thors í rannsóknar­ skýrslu og þeirrar upphæðar sem hann hefur nú greitt til íslenskra lánardrottna, samkvæmt hon­ um sjálfum – 100 milljarða ­ sé sú að í rannsóknarskýrslunni hafi ekki verið tekið tillit til inni­ stæðna Björgólfs Thors í hinum ýmsu bönkum. „Þeir tóku bara skuldastöðuna. Ef maður skuldar 50 milljónir í banka en á 40 millj­ óna innistæðu þá er skuld manns 10 milljónir þegar búið er að taka eignirnar frá. Þetta eru náttúr­ lega kostuleg vinnubrögð, að taka bara skuldastöðuna,“ segir Ragn­ hildur en sem dæmi má nefna að innistæða Björgólfs Thors í Lands­ bankanum í Lúxemborg nam 300 milljónum evra. Ábyrgðir féllu á Björgólf Thor Ragnhildur segir líka að í skulda­ uppgjörinu hafi ábyrgðir sem þeir feðgar, Björgólfur Thor og Björg ólfur Guðmundsson, hafi verið með á sínum herðum fall­ ið á Björgólf Thor. „Þessar miklu persónulegu ábyrgðir voru svaka­ legar. Þær féllu á hann við gjaldþrot pabba hans. Það er meðal annars þar sem skilur á milli hjá Björgólfi og ýmsum öðrum því hann var í persónulegum ábyrgðum.“ Auk þeirra skulda sem taldar eru upp á listanum í rannsóknarnefnd Al­ þingis voru því einnig áðurnefnd­ ar ábyrgðir sem kunna að standa utan við það sem fram kemur á listanum. Ekki er því hægt að full­ yrða um uppgjör skulda þeirra fé­ laga sem er að finna á listanum í skýrslu rannsóknarnefndar Al­ þingis því uppgjörið var í vissum skilningi víðtækara og eins voru félög á þeim lista sem ekki voru undir í skuldauppgjörinu. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Ekki tekið tillit til eigna Ragnhildur segir að í skýrslunni hafi Björgólfur Thor verið gerður ábyrgur fyrir skuldum félaga sem hann átti lítið í auk þess sem ekkert tillit hafi verið tekið til eigna hans á móti skuldum. „Þetta eru náttúr­ lega kostuleg vinnubrögð, að taka bara skuldastöðuna. Þriðjungur tekna vegna tóbaks Þriðjung af tekjum ÁTVR má rekja til sölu tóbaks. Kjarninn greinir frá þessu, en samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins námu tekjur af tóbakssölu í fyrra 9,1 milljarði króna. Þessi sala út­ heimtir mun minna umstang en áfengissalan, en öll tóbaks­ dreifing ÁTVR er orðin miðlæg og fer fram í Útgarði, dreifingarmið­ stöðinni í Reykjavík. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðis­ flokksins, hefur kynnt áform sín um að leggja fram frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum, en þetta mun valda ÁTVR gríðar­ legu tekjutapi. Hins vegar munu talsverðar tekjur áfram renna í ríkissjóð vegna áfengisgjalds og virðisaukaskatts. Metfjöldi í Leifsstöð Farþegamet var slegið á Keflavíkurflugvelli í júlí og farn­ ar voru rúmlega sautján hund­ ruð áætlunarferðir frá vellinum. Það gera um 56 ferðir á dag. Ís­ lensku flugfélögin WOW air og Icelandair stóðu fyrir nærri því átta af hverjum tíu brottförum. Frá þessu var greint á vefnum Túristi.is á mánudag, en þar kom einnig fram að tuttugu flugfé­ lög hafi haldið uppi áætlunar­ flugi þennan mánuð en í sama mánuði í fyrra voru þau sextán. Alls fóru 546 þúsund farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hafa þeir aldrei áður verið jafn margir í einum mánuði. Inni í þessum tölum eru ekki leiguflug á vegum ferðaskrifstofa. Húsasmiðjan tapar Móðurfélag Húsasmiðjunnar, Bygma Ísland ehf., tapaði 200 milljónum í fyrra, samanborið við 181 milljónar króna tap árið 2012. Viðskiptablaðið greinir frá því að neikvæð áhrif dótturfé­ lagsins, Húsasmiðjunnar, hafi ráðið mestu um afkomuna bæði árin. Nær allt tapið má rekja til þess. Skuldir Bygma Íslands við móðurfélagið, Bygma Gruppen A/S, jukust um 221 milljón króna á milli ára. Fram kemur einnig að kröfum Bygma Íslands á Húsasmiðjuna, upp á milljarð króna, hafi á árinu verið breytt í hlutafé. A rnaldur Indriðason og kona hans, Anna Fjeld­ sted, eiga eignir upp á sam­ tals rúmlega 550 milljón­ ir króna. Þetta kom fram í grein í Viðskiptablaðinu um auðlegð nokkurra þekktra Íslendinga út frá skattgreiðslum þeirra í fyrra. Arnaldur er án nokkurs vafa auð­ ugasti rithöfundur landsins og sá eini sem kemst á lista yfir efn­ uðustu Íslendingana. Arnaldur á eignarhaldsfélag, Gilhaga ehf., sem hann notar utan um rekstur­ inn sem tengist sölu bóka hans. Fé­ lagið er gríðarlega vel statt og hef­ ur Arnaldur tekið drjúgan arð út úr því síðastliðin ár, meðal annars fjörtíu milljónir í fyrra vegna rekstrarársins á undan. Arnaldur er söluhæsti rithöf­ undur landsins og hefur selt meira en 10 milljónir bóka á hinum ýmsu tungumálum. Spennusögur Arn­ aldar ná yfirleitt metsölu þegar þær koma út á Íslandi og seljast í 20 til 30 þúsund eintökum. Ann­ ar höfundur glæpasagna sem hef­ ur ágætlega upp úr ritstörfunum er Yrsa Sigurðardóttir en hún er ansi langt frá Arnaldi þegar kem­ ur að hagnaði og arðgreiðslum. Árið 2012 hagnaðist eignarhalds­ félag hennar um tæpar 14 milljónir og tók hún arð upp á 9,5 milljón­ ir króna út úr félagi sínu, Yrsa Sig­ urðardóttir ehf. n ingi@dv.is 550 milljóna eignir Arnaldur Ind- riðason á rúmlega 550 milljóna króna eignir samkvæmt upplýsingum um skattgreiðslur hans og konu hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.