Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 6
Vikublað 12.–14. ágúst 20146 Fréttir Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Viðbragðsáætlanir virkjaðar Fólk ferðist ekki til Gíneu, Síerra Leóne, Líberíu eða Nígeríu J á, það er alveg ljóst að þetta er ólöglegt. Ef þeir geta notað bílaleigubíla sem hópflutn­ ingabíla, og það fyrir sjö far­ þega en ekki níu farþegar sem þarf til að fá hópflutningaleyfi, þá er spurningin þessi: Getum við leigu­ bílstjórar ekki notað bílaleigubíla líka ef þeir mega þetta? Megum við ekki brjóta lögin líka?“ Þannig spyr Valur Ármann Gunnarsson, formaður bifreiðar­ stjórafélagsins Fylkis á Suðurnesj­ um, í samtali við DV. Leigubílstjór­ ar halda því fram að hópferðabílar ferðaþjónustuaðila svo sem Kynnis­ ferða brjóti í bága við lög. Samkvæmt þeim er lögbrotið tvíþætt; annars vegar er um að ræða bílaleigubíla sem fyrirtækin nota en ólöglegt er að nota slíka bíla í atvinnustarfsemi, hins vegar segja leigubílstjórar að umræddir bílar séu sjö manna bílar og samkvæmt lögum hafi þeir einka­ rétt á atvinnuakstri fólksbíla, það er að segja bílum sem rýma færri en níu. Við vinnslu fréttar gerði DV ár­ angurslausar tilraunir til að fá við­ brögð yfirmanna Kynnisferða. Íhugar stjórnsýslukæru Valur Ármann segir að síðastliðin þrjú ár hafi hann barist hart fyr­ ir því að eftirlitsstofnanir beittu sér gegn ferðamannaakstrinum. „Ég er búinn að funda með innanríkisráðu­ neytinu, Vegagerðinni þegar hún var, og lögreglunni á Suðurnesjum til að reyna að fá eitthvert vit í þessi mál. Ég er búinn að krefjast þess að lögreglan og Samgöngustofa taki á þessu máli almennt. Þeir segja alltaf að þeir hafi ekki úrræði til þess. Ef um lögbrot er að ræða þá eiga þeir að stoppa þá starfsemi. Ég er að íhuga það mjög alvarlega að leggja fram stjórnsýslu­ kæru á hendur lögreglunni og Sam­ göngustofu fyrir það að þeir séu ekki að sinna sinni eftirlitsskyldu,“ segir hann. Ólöglegt miðað við núverandi túlkun Gunnar Geir Gunnarsson, fram­ kvæmdastjóra umferðarsviðs Sam­ göngustofu, segist í samtali við DV ekki vilja tjá sig um tiltekin fyrirtæki en segir hins vegar að akstur í lík­ indum við þann sem Kynnisferðir stundi sé „á gráu svæði.“ Hann segir enn fremur að nú sé í gangi vinna við að skoða þau lög sem þetta varðar. „Þetta er í rauninni álitamál eins og staðan er núna. Það eru lögfræðingar að reifa þetta akkúrat núna þessa dagana. Spurningin er alltaf hvort leigubílar séu með einkarétt á akstri í atvinnuskyni á fólksbifreiðum. Það hefur verið túlkað þannig en menn hafa bent á aðra túlkun, sem er þeim í hag. Ég myndi ekki segja blákalt að að þetta sé ólöglegt eins og staðan er í dag. Það er þó sú ríkjandi túlkun sem hefur verið við líði hingað til og er í rauninni enn,“ segir Gunnar Geir. Víða pottur brotinn Gunnar Geir segir sömuleiðis túlk­ unaratriði hvort leyfilegt sé að nota bílaleigubíla í atvinnustarfsemi. „Menn hafa bent á að þar sé um að ræða sama dæmi og þegar ferða­ skrifstofur selja pakka. Þá eru ferða­ skrifstofurnar að leigja bílinn og síðan framselja hann og fá tekjur af. Þetta er aftur orðið grátt svæði. Menn hafa reynt að taka til í þessu og finna lausnir til að gera ákveðna hluti mögulega. Það er víða pottur brot­ inn, líka hjá leigubílstjórum,“ segir hann. Gunnar Geir segir ekki tíma­ bært fyrir Samgöngustofu að taka af­ stöðu í málinu. n Ferðaþjónusturisi „á gráu svæði“ n Ferðamannaakstur sagður ólöglegur n Túlkunaratriði að sögn Samgöngustofu Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Ef um lögbrot er að ræða þá eiga þeir að stoppa þá starf- semi. Bíll Kynnisferða Hér má sjá mynd af einum bíla Kynnisferða sem ferðamenn eru fluttir á. Bíllinn er aðeins sjö manna og er skráður sem bílaleigubíll, en leigubílstjórar segja að hvort tveggja sé ólöglegt. Formaður Fylkis Valur Ármann segir aðila í ferðaþjónustunni brjóta lög við far- þegaflutning. Hann segir Samgöngustofu ekki sinna sinni eftirlitsskyldu. 15.000 á Hand- verkshátíð Handverkshátíðinni í Eyjafirði lauk í gær en aðstandendur há­ tíðarinnar segja um 15.000 gesti hafa sótt hana að þessu sinni. Eins og venja er voru veitt verð­ laun á hátíðinni en Kristín Þór­ unn Helgadóttir var valin hand­ verksmaður ársins. Kristín notar efnivið úr náttúrunni en fjöruperlur hennar hafa til dæm­ is slegið í gegn. Þá fengu Hildur Harðardóttir og Erling Andersen sérstök hvatningarverðlaun fyrir hönnun sína auk þess sem Guð­ rún Bjarnadóttir fékk verðlaun fyrir sölubás ársins. Hátíðin fer fram í Hrafnagili í Eyjafirði árlega og er umfang hennar sífellt að stækka. Leiðrétting Í síðasta vikublaði DV var ranglega farið með nöfn tveggja lækna í við- tali við Guðbjörgu Jónsdóttur sem missti eiginmann sinn af völdum krabbameins. Læknarnir Sigurður Böðvarsson og Helgi Sigurðsson komu hvergi nærri meðferð eigin- manns hennar heldur voru það Sig- urður Björnsson og Helgi Hafsteinn Helgason. Blaðamaður harmar þessi mistök og biðst velvirðingar á þeim. H araldur Briem sóttvarna­ læknir sendi í dag út þau tilmæli til fólks að ferð­ ast ekki til Gíneu, Síerra Leóne, Líberíu eða Nígeríu nema að brýna nauðsyn beri til. Ólíklegt er talið að ebóla berist til Íslands en viðbragðsáætlanir verða engu að síður virkjaðar. Engin lyf virka á veiruna og ekki heldur bóluefni. „Eina vörnin er þessi, sem hefur áður reynst vel, að vera með góða smitgát og þetta gengur út á það að einangra þá veikt fólk þannig að það smiti ekki út frá sér og menn þurfa þá að vera klæddir á þann hátt að smitast ekki þótt þeir séu að annast viðkomandi sjúkling,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu RÚV. Haraldur segir að fyrst og fremst þyrfti að grípa til þeirra ráðstafana á Keflavíkurflugvelli að finna við­ komandi einstaklingi stað þangað til einhver getur tekið við honum til þess að annast hann. Þá reikn­ ar hann með því að fara þurfi vel yfir það hvernig viðkomandi verði fluttur svo öðrum verði ekki stefnt í hættu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti fyrir helgi yfir alþjóðlegu neyðar­ ástandi vegna faraldursins í Vestur­ Afríku. Hátt í þúsund manns hafa látist á árinu af völdum ebólu. n erlak@dv.is Ólíklegt Sótt- varnalæknir segir að ólíklegt sé að ebóla berist til Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.