Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 11
Vikublað 12.–14. ágúst 2014 Fréttir 11
„Mamma er sko
hetjan mín“
n Hlaupa fyrir mömmu sína n Bjarnheiður var endurlífguð eftir hjartastopp
Fjölskyldan Síðustu
tvö ár hafa verið
fjölskyldunni erfið.
É
g er mjög glaður að hún skyldi
ekki deyja frá mér. Mamma
er sko hetjan mín og ég elska
hana, hún er duglegust allra
sem ég þekki,“ skrifar hinn 13
ára Hannes Arnar Sverrisson á síð-
una hlaupastyrkur.is. Hannes ætlar
hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkur-
maraþoninu fyrir móður sína Bjarn-
heiði Hannesdóttur, eða Heiðu eins
og hún er alltaf kölluð. Fyrir tæpum
tveimur árum horfði hann, ásamt
systkinum sínum og stjúpföður, upp
á móður sína lenda í hjartastoppi
sem stóð í um 20 mínútur.
Hlaut miklar heilaskemmdir
„Mamma veiktist alvarlega í desem-
ber 2012 þegar hún fékk hjartastopp
í bílnum okkar. Öll fjölskyldan var
í bílnum og ég sá mömmu deyja í
fanginu á Snorra,“ skrifar Hannes,
en Snorri Hreiðarsson er stjúpfaðir
hans. Heiða var endurlífguð en hlaut
í kjölfarið miklar heilaskemmdir
vegna súrefnisskorts og er í dag nán-
ast alveg ósjálfbjarga. Hún þjáist
meðal annars mikið af vöðvaspennu
um allan líkamann, á erfitt með
tal, er mjög sjónskert og bundin við
hjólastól.
Styrktarsjóður var stofnaður fyrir
Heiðu í þeim tilgangi að safna nægu
fjármagni svo hún komist í stofn-
frumumeðferð erlendis. En vonir eru
bundnar við að slík meðferð geti flýtt
fyrir bata hennar.
Hannes hefur nú þegar safnað
rúmlega 200 þúsund krónum fyrir
móður sína og er hvergi nærri hættur.
„Ég er mjög stolt af þeim“
Systir Hannesar, Anna Halldóra 15
ára, ætlar líka að hlaupa fyrir stjúp-
móður sína. Hún fylgir fast á hæla
bróður sínum og hefur safnað rúm-
lega 160 þúsund krónum þegar þetta
er skrifað „Ég er þakklát að hún sé
á lífi því mér þykir ofsalega vænt
um hana. Hún hefur kennt mér svo
margt og ég vona að ég geti safnað
áheitum fyrir hana svo hún fái alla
hjálp sem möguleg er og ég er mjög
þakklát fyrir allan stuðning,“ skrifar
Anna Halldóra.
Blaðamaður ræddi við Sigrúnu
Lilju Guðjónsdóttir, eina af bestu vin-
konum Heiðu, og þá kom í ljós að
þriðja systirin ætlar líka að hlaupa
fyrir móður þeirra. Halldóra Mjöll
lætur ekki sitt eftir liggja þó hún sé
aðeins sjö ára. Hún tekur þátt í Lata-
bæjarhlaupinu sem er maraþon
yngri kynslóðarinnar.
Heiða er að vonum stolt af börn-
unum sínum. „Mér finnst börnin mín
vera algjörar hetjur, þau eru búin að
ganga í gegnum svo mikið af erfið-
leikum að fyrir mér eru þau guðsgjöf.
Ég er mjög stolt af þeim og endalaust
þakklát. Og þau eru mér allt, ég lifi
fyrir þau og manninn minn. Hann
Snorri minn hefur sýnt og sannað
hvað hann hefur ótrúlegan mann
að geyma og gefur mér svo mikið og
mikinn styrk,“ segir Heiða, en blaða-
maður ræddi við hana með aðstoð
Sigrúnar Lilju.
Horfðu upp á mömmu
fá hjartastopp
„Þetta er svo fallegt, það er svo mik-
ill samhugur hjá þeim,“ segir Sigrún
Lilja. Þetta var auðvitað gríðarlegt
áfall fyrir börnin, enda horfðu þau
upp á mömmu sína fá hjartastopp.
Og horfðu á þegar verið var að
hnoða í hana lífi. Það er eitthvað
sem þau munu aldrei gleyma. Það
var rosaleg upplifun fyrir þau.“ Sig-
rún Lilja segir veikindi Heiðu eðli-
lega hafa haft mikil áhrif á fjöl-
skylduna og síðustu tvö ár hafi verið
þeim mjög erfið. „Þetta er ótrúlegt
fólk og maðurinn hennar er ótrúleg-
ur. Ég veit ekki um nokkurn mann
sem hefði getað komist í gegnum
þetta eins og hann hefur gert.“
Sigrún Lilja segir Heiðu hafa náð
töluverðum bata en nú sé komin
ákveðin stöðnun í bataferlið, líkt og
var viðbúið. Þess vega var farið að
líta til stofnfrumumeðferðar. Heiða
er þó enn dugleg í sjúkraþjálfun og
tekur jafnframt aukaæfingar með
föður sínum. „Hún er ein sterkasta
manneskja sem ég þekki. Hún er
búin að sýna ótrúlegan styrk og ber
sig mjög vel. Það hefur aldrei komið
sá dagur að hún hafi ekki viljað fara
fram úr. Svo er hún algjörlega heil
í rökhugsun og alltaf sama drottn-
ingin. Vaknar alltaf á morgnana,
klæðir sig rosa flott, græjar sig fyrir
daginn og fer í þjálfun, segir Sigrún
Lilja og er stolt af vinkonu sinni.
Milljón hefur safnast nú þegar
Sjálf ætlar hún að hlaupa hálft
maraþon og er búin að safna áheit-
um fyrir rúmlega 50 þúsund krónur.
„Ég hef aldrei hlaupið svona langt,
en maður þarf að sigra sjálfan sig,“
segir Sigrún sem er búin að æfa stíft
síðan í janúar. „Þetta verður ekkert
auðvelt, en að vita að ég er að rækta
sjálfa mig og heilsuna og í leiðinni
að hjálpa náinni vinkonu, það er
ómetanlegt að geta gert þetta bæði
í einu.“
Þegar þetta er skrifað höfðu 44
einstaklingar skráð sig til að safna
áheitum fyrir styrktarsjóð Heiðu
Hannesar inni á síðunni hlaupa-
styrkur.is. En þegar þetta er skrifað
hefur safnast um ein milljón króna
til styrktar Heiðu. n
„Mér finnst
börnin mín
vera algjörar hetjur
„Ég er mjög
glaður að
hún skyldi ekki
deyja frá mér
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Vinkonur Sigrún ætlar að
hlaupa hálft maraþon til
styrktar Heiðu, vinkonu sinni.
inn á reikning vegna vinnu og
efnis kostnaðar vegna sjónvarps-
og hljóðkerfis“ á heimili Hilmars. Í
kröfunni segir að Hilmar hafi greitt
350 þúsund í lok júní 2012. Raf-
eindavirkinn segir það af og frá að
Hilmar hafi nokkurn tíman greitt
fyrir þessa þjónustu. Iðnaðarmað-
urinn segir innheimtubréfið vera
skáldskap um verk sem var aldrei
til. Hann segir enn fremur að nær
óheyrt sé í sínum bransa að fá fyr-
irfram fyrir verk. Þrátt fyrir það seg-
ir í kröfunni að „óumdeilt“ sé að
„stærstur hluti vinnunnar við ofan-
greint sjónvarps- og hljóðkerfi var
aldrei inntur af hendi.“ Í bréfinu
segir enn fremur að sú vinna sem
unnin hafi verið hafi verið gölluð
og að lagt hafi verið í óþarfa efn-
iskostnað. Í heildina var upphæðin
sem rafeindavirkinn átti að borga
434.411 krónur með dráttarvöxt-
um og innheimtuþóknun.
Ekki náðist í Bjarka Þór við
vinnslu fréttarinnar.
Man ekki eftir kröfunni
Þegar DV leitaði til Lögfræðistofu
Reykjavíkur til að kanna í hvaða
farveg krafan væri nú bárust þau
svör að málið hafi verið á borði
Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar
sem starfaði nú sjálfstætt. Í sam-
tali við DV sagðist Vilhjálmur
Hans ekki muna eftir kröfunni. „Ég
man bara ekkert eftir þessu. Bara
núll. Ég sinni svona þrjú hundruð
málum á ári. Eitthvað tveggja ára
gamalt mál sem ég hef falið starfs-
manni Lögfræðistofu Reykjavíkur
á sínum tíma að vinna, ég bara
man ekkert eftir því,“ segir Vil-
hjálmur Hans. Hann þvertók fyrir
að kanna hver staða málsins væri
nú fyrst hann hafi gleymt því.
Rafeindavirkinn segir að hann
hafi haft samband við tengilið sinn
innan lögreglunnar sem hafi sagt
sér að hann ætti ekki að svara bréf-
inu og ætti sömuleiðis ekki að hafa
áhyggjur af kröfunni.
Kominn í skjól
Rafeindavirkinn er nú kominn
undir vernd hóps sem DV hefur
áður fjallað um sem staðið hefur
uppi í hárinu á Hilmari undan-
farin misseri. Talsmaður hópsins
segir í samtali við DV að þeirra
helsta markmið sé að vernda fólk
sem orðið hefur fyrir barðinu á
Hilmari og félögum hans. Sá seg-
ir að hann eigi sína fortíð og þekki
því ýmislegt en hann sé búinn
að gera hana upp. Að hans sögn
eru innheimtuaðgerðir Hilmars
á skjön við allt almennt siðferði.
„Bara út af því að hann gat ekki
galdrað fram einhverja sex afrugl-
ara og sagði að best væri að ann-
ar tæki verkið að sér þá ákveð-
ur Hilmar að búa til á hann sekt
upp á 350 þúsund. Eins og við
þekkjum þetta, sem höfum séð
veröldina svona ljóta, þá er þetta
einfaldlega fjárkúgun saklauss
manns,“ segir hann. Hann segir
enn fremur að fjöldi fólks hafi leit-
að til hópsins. n
n Gat ekki sett upp myndlykla og var gert að borga n Málið komið til ákærusviðs lögreglu