Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Elín G. Ragnarsdóttir • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
20 Umræða Vikublað 12.–14. ágúst 2014
Sögufölsun um sjávarútveg
Í
leiðara Morgunblaðsins á mánu
daginn birtist merkileg söguskýring
sem er einhvern veginn á þessa
leið. Síðasta ríkisstjórn – vonda
vinstri stjórnin – reyndi hvað hún
gat til að knésetja íslenskan sjávar
útveg „í heilu lagi“ með ofurskött
um. Á meðan þessi ríkisstjórn var við
völd gátu útgerðarfyrirtækin ekki haf
ið almennilega endurnýjun á fiski
skipaflota sínum af því þau voru svo
skattpínd vegna veiðigjaldanna. Nú
verandi ríkisstjórn hefur hins vegar
leiðrétt þessi rangindi að hluta og
minnkað skattpíninguna þrátt fyrir
að hún hafi sannarlega ekki gert nóg.
Nú hefur þessi endurnýjun hins vegar
hafist með kaupum á nýjum skip
um „þrátt fyrir þær aðstæður sem út
gerðinni eru búnar því að óvissan er
enn fyrir hendi þó að vissulega séu
ekki lengur við stjórnvölinn þeir sem
vilja koma undirstöðuatvinnugrein
þjóðarinnar á kné í heilu lagi.“
Þessi söguskýring er merkileg fyr
ir þær sakir fyrst og fremst að hún er
röng. Síðastliðin ár hefur verið góðæri
hjá mörgum af stærstu útgerðarfélög
um landsins sem skilað hafa nýjum
methagnaði ár eftir ár. Það er þetta
góðæri sem gerir íslenskum útgerðar
félögum eins og Samherja, Ísfélagi
Vestmannaeyja og FISK Seafood – öll
eiga þau beint eða óbeint stóra hluti
í útgáfufélagi Morgunblaðsins – kleift
að endurnýja fiskiskip sín.
Skýringin á góðærinu í íslenskum
sjávarútvegi síðastliðin ár er meðal
annars lágt gengi íslensku krónunn
ar og koma makríls inn í íslenska fisk
veiðilögsögu – útflutningsverðmæti
makríls á árunum 2010 til 2013 nam
um 60 milljörðum króna. Í skýrslu
sem Íslandsbanki gaf út um íslenska
sjávarútveginn í september í fyrra
sagði meðal annars um þennan upp
gangstíma: „Rekstur íslenskra sjávar
útvegsfyrirtækja hefur gengið vel síð
ustu ár og hefur lágt gengi krónunnar
og hagfellt afurðaverð haft jákvæð
áhrif á rekstrarafkomu greinarinnar.
EBIDTA framlegð sjávarútvegarins í
heild fyrir 2011 var um 80 ma.kr. sem
er aukning um 26 % milli ára.“
Þegar litið er á tölur úr skýrslunni
og á vef Hagstofunnar um hagnað
sjávarútvegsfyrirtækja síðastliðinn
áratug blasir þetta góðæri við. Á síð
ustu fjórum árunum fyrir hrunár
ið 2008 var hagnaður íslenskra fyrir
tækja af fiskveiðum 3 milljarðar 2004,
9 milljarðar 2005, 10 milljarða tap
2006 og 13 milljarða hagnaður 2007.
Eftir hrunið var 11,19, 23 og 21,5 millj
arða hagnaður hjá íslenskum útgerð
um næstu fjögur árin.
Sérstaklega hefur góðærið í sjávar
útvegi náð til stóru útgerðarfélag
anna. Hagnaður Samherja hefur til
að mynda verið ótrúlegur síðastliðin
ár og skilaði félagið tæplega 8 millj
arða hagnaði árið 2010, tæplega 9
milljarða hagnaði 2011 og tæpum 16
milljörðum árið 2012; hagnaður HB
Granda jókst um 133 prósent á milli
áranna 2011 og 2012 þegar hann
nam 5,5 milljörðum; Ísfélag Vest
mannaeyja hefur sömuleiðis skilaði
nokkurra milljarða hagnaði á ári og
greitt um milljarð í arð árlega.
Þessi góðæristími í sjávarútvegi
skrifast hins vegar ekki á síðustu ríkis
stjórn, um það er leiðarahöfundur
Morgunblaðsins örugglega sam
mála mér sem og líklega ráðherrar
vinstristjórnarinnar. Ekki var það
vegna aðgerða hennar sem verðgildi
krónunnar hrundi, að makríll byrj
aði að veiðast við strendur landsins
eða að erlend fyrirtæki vildu kaupa ís
lenskan fisk.
En kaup íslenskra útgerðarfyrir
tækja nú á nýjum fiskiskipum skrif
ast heldur ekki á núverandi ríkisstjórn
þó vissulega sé heppilegt fyrir leiðar
ahöfund Morgunblaðsins að benda
á að skipin séu keypt núna, í stjórn
artíð Sjálfstæðis og Framsóknar
flokks, líkt og þeir hafi komið til valda
og fært þjóðinni sannkallað útgerðar
vor. Heppilegt er fyrir Morgunblaðið
að birta forsíðumyndir af nýjum tog
urum Ísfélagsins sigla í höfn í Vest
mannaeyjum rúmu ári eftir stjórnar
skiptin.
Kaupin á fiskiskipunum sýna
hins vegar að á síðustu árum hafa
stór íslensk útgerðarfyrirtæki eins og
stærstu hluthafar Morgunblaðsins
sannarlega verið aflögufærir á þessu
góðærisskeiði í íslenskum sjávarút
vegi. Útgerðirnar greiddu veiðigjöld
vinstristjórnarinnar til skamms tíma,
enda skiluðu mörg stóru félögin
ótrúlegum hagnaði, og geta svo líka
keypt sér ný skip núna eftir góðær
istímabil síðustu ára þrátt fyrir það.
Að ætla að stilla kaupunum á
skipunum upp í slíku pólitísku sam
hengi gengur því ekki upp. Skipa
kaupin eru ekki pólitísk í eðli sínu
og ekki er hægt að segja að þau eigi
sér stað þrátt fyrir eða út af síðustu
ríkis stjórn eða þeirri sem nú fer með
völd. Góðærið í sjávarútvegi er ekki
pólitískt; það skrifast meðal annars
á jákvæða afleiðingu af samfélags
hruni – verðfall krónunnar, makríl
göngur í hafi og eftirspurn erlendis
eftir íslenskum fiski. En Morgunblað
ið var keypt í ákveðnum tilgangi og er
ekki óeðlilegt að hann birtist í leiðar
askrifum blaðsins þar til veiðigjöld
sjávarútvegarins hafa verið lækkuð
niður úr öllu valdi eða afnumin með
öllu. n
Þetta verður
rosaleg upplifun
Þorbjörg Marinósdóttir verður fararstjóri í verslunarferð til New York. – DV
Valdalesbía
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi
forsætisráðherra, nýtur víða
virðingar eftir glæstan stjórn
málaferil. Jóhanna
hélt framan af
einkalífi sínu út af
fyrir sig. Það var
lengi vel eitt best
varðveitta leyndar
mál íslensks sam
félags að hún og
Jónína Leósdóttir væru elskend
ur. Síðar kom út bók og þær giftu
sig. Jóhanna var stóra trompið við
opnun Hinsegin daga. Þar var hún
kynnt með pomp og prakt sem
„power“ lesbía eða með öðrum
orðum valdalesbía.
Fyrirrennarar í
stjórnarstöður
Þrír fyrirrennarar Tinnu Gunnlaugs
dóttur í starfi þjóðleikhússtjóra
enduðu allir sem stjórnendur hjá
öðrum opinberum menningar
stofnunum við
starfslok. Sveinn
Einarsson varð for
stöðumaður Þjóð
menningarhússins
þegar hann hætti á
fyrri hluta níunda
áratugarins; Gísli
Alfreðsson varð skólastjóri Leiklist
arskóla Íslands á fyrri hluta þess
tíunda og loks varð Stefán Baldurs
son stjórnandi Íslensku óperunnar
eftir að hann hætti 2005 en starf
aði reyndar sjálfstætt í tvö ár þar
á eftir. Tveir þjóðleikhússtjórar af
þremur fengu því aðrar opinber
ar stjórnunarstöður fljótlega eftir
starfslokin á meðan sá þriðji fékk
slíka stöðu eftir aðeins lengri tíma.
Lending Tinnu mýkt?
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhús
stjóri vill fá að starfa í níu mánuði í
leikhúsinu eftir að hún hættir sem
æðsti stjórnandi.
Svo vill hún fara á
eftirlaun á næsta
ári eftir 34 ár í leik
húsinu. Mennta
málaráðuneytið
og þjóðleikhúsráð
hafa ekki ákveðið
hvernig starfslokum hennar skuli
háttað. Sumum finnst ekkert
athugavert við að komið sé til móts
við fráfarandi þjóðleikhússtjóra og
lending viðkomandi eftir starfslok
in mýkt eins og kostur er. Dálítið
skrítið getur til dæmis verið fyrir
þjóðleikhússtjóra að verða aftur
óbreyttur leikari. En skoðanir um
mál Tinnu eru sannarlega skiptar.
Árni umpólast
Á Herðubreið.is fela menn ekki
vanþóknun á því að VG hafi út
vegað ríkisstjórninni skjólið til
skipa fallinn forsætisráðherra
Sjálfstæðisflokksins sem sendi
herra. Ritstjórinn, Karl Th. Birgis
son, rifjar þar upp
að sá sem VG
lagði til, Árni Þór
Sigurðsson, hafi
gengið í gegnum
merkileg sinna
skipti gagnvart
Geir H. Haarde.
Hafi hann áður verið meðal
þeirra VGmanna sem einna
harðast beittu sér fyrir að fá Geir
dreginn fyrir landsdóm. Árni hafi
hins vegar umpólast þegar sendi
herrakapallinn var í bígerð. Í jún
íbyrjun hafi hann skrifað grein
og hafið Geir til skýjanna og sagt
að þeir sem þekktu Geir vissu að
þar færi „vandaður og heiðarleg
ur einstaklingur sem tilefnislaust
er að hnýta í“. Árni Þór varð svo
sendiherra sama daginn og Geir.
Handritið er
tilbúið
Ilmur Kristjánsdóttir er spennt fyrir nýrri þáttaröð af Stelpunum. – DV
Ég er svolítill
poppari í mér
Felix Bergsson gaf út nýja plötu á dögunum. – DV
Veiðgjöldunum mótmælt Veiðigjöldum síðustu ríkisstjórnar var harðlega mótmælt af forsvarsmönnum útgerðarfyrirtækja og létu þeir
meðal annars sigla skipum sínum til Reykjavíkur sumarið 2012 þar sem fram fóru mótmæli gegn gjöldunum. Mynd SIGTryGGur ArI
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Leiðari
Árni varð fyrir eggi umsjón: Henry Þór Baldursson
„Heppilegt er
fyrir Morgunblaðið
að birta forsíðumyndir af
nýjum togurum
Ísfélagsins sigla í höfn í
Vestmannaeyjum rúmu
ári eftir stjórnarskiptin.