Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 3
Vikublað 12.–14. ágúst 2014 Fréttir 3
Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða
haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir:
STÖÐUPRÓF Í ÁGÚST 2014
Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans www.mh.is.
Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200. Sýna þarf
persónuskilríki með mynd í prófinu.
Prófgjald, kr. 8000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning
Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-
3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er að
fram komi nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að
prófgjald hafi verið greitt.
PLACEMENT TESTS
Placement tests (for Secondary School credit) will be held at
Menntaskólinn við Hamrahlíð in the subjects listed above.
On-line registration takes place on the school website www.mh.is.
For more information call the school office tel. 595-5200 after August
10th. Everyone sitting the test must show an ID with a picture.
The fee, kr. 8000 per test, should be paid to the account of the
Menntaskólinn við Hamrahlíð bank 323 – 26 – account no. 106, id.
460269-3509 before noon on the day of the test. Please provide the
name and identification number of the examinee when paying. Only
those that have paid can sit the exam.
Danska/Danish (6 einingar/10 fein*), mán. 18. ágúst kl. 16:00.
Enska/English (9 einingar/15 fein*), mán. 18. ágúst kl. 16:00.
Franska/French (12 einingar/20 fein*) fim. 14. ágúst kl. 16:00.
Ítalska/Italian (12 einingar/20 fein*), fim. 14. ágúst kl. 16:00.
Norska/Norwegian (6 einingar/10 fein*), mán. 18. ágúst kl. 16:00.
Spænska/Spanish (12 einingar/20 fein*), fös. 15. ágúst kl. 16:00.
Stærðfræði/ Mathematics
(stæ103/5 fein, stæ203/5 fein , stæ263/5 fein) fim. 14. ágúst kl. 18:00.
Sænska/Swedish (6 einingar/10 fein*), mán. 18. ágúst kl. 16:00.
Þýska/German (12 einingar/20 fein*), fim. 14. ágúst kl. 16:00.
*hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á
framhaldsskólastigi.
Rektor.
póstfang
105 REYKJAVÍK
sími: 595 5 00 · Fax: 595 5250
MENNTASKÓLINN VIÐ HAMRAHLÍÐ
M
EN
N
TA
SK
ÓL
INN
VIÐ
H
AM
R
A
H
LÍÐ
STOFNAÐUR 19
66
Menntaskólinn
við Hamrahlíð
www.mh.is
Lítið um holugeitung
n Skordýrafræðingur segir ekki hægt að þakka veðrinu n Trjágeitungur lifir enn góðu lífi
E
rling Ólafsson, skordýra
fræðingur hjá Náttúru
fræðistofnun Íslands, seg
ir holugeitung hafa haft hægt
um sig í sumar, en á því segir
hann enga skýringu vera. Hann segir
það þó ekki eiga við um báðar tegund
ir geitunga sem eru á Íslandi, enda sé
ekki hægt að tala um geitunga sem
eina tegund, ekki frekar en fiska eða
hvali, til að mynda. Holugeitungar er
sú tegund sem að sögn Erlings hefur
verið að „abbast upp á fólk“.
Atferli trjágeitungs er öðruvísi.
„Svo hins vegar er trjágeitung
ur, hann er úti um allt land og hann
heldur sínu, hann er ekki í neinum
vandræðum,“ segir Erling. Á tímabili
voru til tvær aðrar tegundir geitunga
á Íslandi, húsageitungur og roðageit
ungur, en að sögn Erlings virðast þær
vera alveg farnar. Hann kveðst ekki
vita hvort holugeitungarnir séu næst
ir til þess að fara. „Það er spurning,
þeir muna fífil sinn fegurri,“ segir Er
ling. Spurður hvort það megi þá ekki
þakka votu veðri fyrir geitungaleys
ið segir hann svo ekki vera. „Þetta er
eitthvað flóknara en það,“ segir hann.
879 geitungar í einu búi
Trjágeitungar eru árásargjarnir
þegar þeir eru ónáðaðir við búin sín
og geta þá stungið illa en eru annars
yfirleitt til friðs. Þeir sækja sjaldan
inn í hús. Þeir eru dekkri en aðrir
geitungar og þekkjast meðal annars
á rauðleitum bletti framarlega á
hliðum afturbols og gulum bletti á
fyrsta lið fálmara. Í stærsta búi trjá
geitunga sem rannsakað hefur verið
hér á landi voru 879 geitungar, sam
kvæmt vef Náttúrufræðistofnunar
Íslands.
Halda sig einkum í byggð
Holugeitungar eru kvikir og auðvelt
er að fá þá upp á móti sér. Við búin
þarf stundum lítið til að þeir snúist
til varnar. Holugeitungar eru tvílitir,
svartir og gulir. Þeir þekkjast með
al annars á því að hvergi má finna
rauðan lit á afturbol, og á örvarlaga
svörtum bletti á gulu andliti og jafn
breiðum, gulum hliðstæðum rönd
um á frambol. Holugeitungar halda
sig einkum í byggð, í húsagörðum og
húsum.
Ekki hægt að þekkja þá í sundur
Erling segir geitunga sem höfuð
borgarbúar sjá um þessar mund
ir vera trjágeitunga en að þeir séu
ekki eins áberandi á því svæði og á
landsbyggðinni, því þar sé svo mikill
gróður. Þá beri minna á þeim. Minni
gróður sé í bæjum á landsbyggðinni,
sem skýri hvers vegna þar kunni
að bera meira á trjágeitungunum.
Spurður hvort hægt sé að greina á
milli tegundanna segir hann ekki
á hvers manns færi að þekkja þá í
sundur fljúgandi, jafnvel ekki skríð
andi. Skoða þurfi einkenni þeirra en
munurinn sé greinanlegur á góðum
myndum. n
Erla Karlsdóttir
erlak@dv.is
Trjágeitungabú Bú trjágeitunga eru
oftast berskjölduð, hangandi í trjám og
runnum, undir þakskeggjum húsa, á hús-
veggjum, skjólveggjum og klettum, einnig
í börðum og þúfnakollum úti í náttúrunni,
þar sem oftast sést í þau.
Mynd Erling Ólafsson
Mynd Erling Ólafsson
Mynd Erling Ólafsson
Mynd Erling Ólafsson
Trjágeitungur 13 millímetra löng drottn-
ing af tegund trjágeitunga.
Holugeitungur
Drottning af tegund
holugeitunga, 18
millímetrar að lengd.
Holugeitungabú Bú holugeitunga eru oftast vel falin, í holum í jörðu, til að mynda undir
hellum eða á milli hleðslusteina, einnig innanhúss á háaloftum, í kjöllurum, holum veggjum
og garðskúrum.
„Hún man fífil
sinn fegurri
„Einstrengingsleg og
ósanngjörn afstaða“
Oddný gagnrýnir ummæli Péturs Blöndal
P
étur Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og fyrsti
varaformaður efnahags og
viðskiptanefndar, vill að for
stöðumenn stofnana á borð
við Landspítalann, Sjúkratryggingar
Íslands og Vegagerðina verði kall
aðir á teppið vegna framúrkeyrslu
útgjalda.
„Mér finnst þurfa að sýna meiri
aga og það þarf að kalla forstöðu
menn þessara ríkisstofnana á fund.
Spyrja þá svo í leiðinni hvort þeir
séu nokkuð að hætta,“ sagði Pétur
í samtali við Bylgjuna á mánudag
og spurði hvort forstöðumennirn
ir gætu „ekki fundið sér annað starf
sem þeir ráða við“.
Oddný G. Harðardóttir, fyrr
verandi fjármála og efnahagsráð
herra, sem nú er annar varaformað
ur fjárlaganefndar, undrast ummæli
Péturs. „Hann lætur að því liggja að
ef stofnun fer fram yfir fjárlög þá sé
forstöðumaðurinn óhæfur. Þetta er
mjög einstrengingsleg og ósann
gjörn afstaða,“ segir hún í samtali
við DV og bendir á að eftir hrun hafi
forstöðumönnum og starfsmönnum
ríkisstofnana tekist að halda uppi
þjónustu við þá sem á henni þurftu
að halda þrátt fyrir mikinn niður
skurð og erfiðar aðstæður.
„Við eigum auðvitað að gera þær
kröfur að ríkisstofnanir standi við
fjárlög og að starfsemi þeirra skili ár
angri og hagkvæmni, en við þurfum
jafnframt að gera okkur grein fyrir því
að þegar stofnunum er sniðinn jafn
þröngur stakkur eins og nú, þá má
lítið út af bregða til að farið sé fram
úr fjárlögum. Við þurfum að fara yfir
hvað var ófyrirséð, hvað veldur fram
úrkeyrslunni, eða hvort áætlanir
ríkisstjórnarinnar séu hugsanlega
ófullkomnar eins og forstöðumaður
Sjúkratrygginga hefur bent á.“ n
johannp@dv.is
gagnrýnir Pétur
Blöndal Oddný G.
Harðardóttir segir um-
mælin óviðeigandi.