Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 12.–14. ágúst 201410 Fréttir É g hringi í Hilmar á Sæbraut­ inni og hann öskraði á mig: „ Helvítis, djöfulsins hortugheit í þér helvítis fíflið þitt. Þú skalt sko borga fyrir þetta með ein­ um eða öðrum hætti. Þú rífur ekki kjaft við mig“.“ Svo lýsir rafeindavirki, sem ekki vill koma fram undir nafni, símtali sem hann átti við Hilmar Leifsson árið 2012. Rafeindavirkinn hafði unnið ýmis smáverk á heimili Hilmars frá ár­ inu 2006. Hann segir að Hilmar hafi beðið sig um að koma fyrir afruglur­ um í öllum herbergjum í húsi sínu í ágúst 2012. Iðnaðarmaðurinn segir að það hafi ekki verið hægt. Hann hafi sagt Hilmari það og með því dregist inn í atburðarás sem endaði með því að hann fékk vernd lögreglu. Í samtali við DV segir iðnaðarmaðurinn að sér hafi verið hótað að ef hann borgaði ekki Hilmari yrði séð til þess að hann missti heyrnina. Iðnaðarmaðurinn kærði málið til lögreglu á sínum tíma en hefur engu að síður talið sig þurfa að fara huldu höfðu fram á þennan dag. Hann treystir sér því ekki til þess að koma fram undir nafni. DV fékk þau svör frá lögreglunni á höfuðborgarsvæð­ inu að rannsókn málsins væri lokið. Það sé nú á borði ákærudeildar þar sem lögfræðingar lögreglunnar meti hvort eigi að senda það áfram til rík­ issaksóknara. Hilmar neitaði að tjá sig um málið er DV sóttist eftir viðbrögð­ um hans. „Af fyrri reynslu vil ég ekki tala við ykkur,“ sagði hann. „Betra að hafa svona menn góða“ Rafeindavirkinn segist hafa byrjað að starfa fyrir Hilmar fyrir tæplega átta árum. „Ég var þá nýbyrjaður með eigin rekstur þar sem ég sinnti öllum fjarskiptarekstri; sjónvarpsmálum, interneti og síma. Það var einhver sem vísaði honum á mig. Ég kom og vann fyrir hann án þess að hafa hugmynd um hver þetta væri. Síðan komst ég að því að hann væri þessi maður. Þá var ég ekki viss hvort ég ætti að vinna áfram fyrir hann en hugsaði sem svo að það væri betra að hafa svona menn góða,“ segir hann. Verkin sem hann tók að sér voru fyrst og fremst smávægileg, svo sem að koma fyrir internet „router“. Mað­ urinn segist ekki hafa tekið mikið fyr­ ir þessi litlu verk og alltaf lagt sig fram við að vera liðlegur. „Hilmar hringdi jafnvel á föstudagskvöldi því það þurfti að endurræsa „routerinn“. Ég rauk bara af stað þótt ég væri búinn að fá mér einn bjór.“ Vildu myndlykil í öll herbergi Árið 2012 var maðurinn farinn að vinna hjá fyrirtæki í Reykjavík og hafði því minni tíma aflögu til að sinna aukaverkefnum. Hann hafi þó tekið að sér að koma fyrir sjónvarpi á skrif­ stofu Hilmars í ágúst. „Konan hans bað mig þá um að koma við heima hjá þeim. Ég sagði ekkert mál, fór þangað og hitti þau og við fórum yfir þetta. Það var eitthvað sem virkaði ekki með loftnetið. Mér fannst erfitt að segja þeim eitt­ hvað því þau tóku aldrei mark á mér. Þau sögðu mér bara hvernig hlutirnir ættu að vera. Þá voru þau að biðja mig um aukamyndlykla í öll herbergi,“ segir rafeindavirkinn. Hann segir að það hafi ekki verið hægt að verða við því og hann hafi tjáð þeim það. „Þá sagði hún að það væri árið 2012, það væri víst hægt. Þetta var náttúr­ lega ekki hægt. Ég get ekki breytt kerfinu sem slíku. Það sem ég hugs­ aði var að ég gæti ekki gert þvotta­ vél úr þurrkara.“ Hann segist þá hafa sagt Hilmari að hann yrði að fá annan mann í þetta verk. Borga með einum eða öðrum hætti Daginn eftir fékk hann símhringingu og SMS frá þriðja aðila, félaga Hilm­ ars. „Hann sendi mér mynd af búnaði sem ég setti upp á sínum tíma og var búið að taka niður, „splitter­a“ og svo­ leiðis. Síðan hringdi hann og spurði hvort ég hefði séð myndina. Það hefði allt verið í rugli og ég yrði að hjálpa Hilmari, hann væri brjálaður og ég yrði bara að hringja í hann. Ég kláraði verkefnið sem ég var í og keyrði af stað. Ég hringdi í hann á Sæbrautinni og þá fór hann að öskra á mig.“ Heyrnin eða borga Næsta dag fór rafeindavirkinn á fund með fyrrnefndum félaga Hilmars. Fundurinn átti sér stað á hárgreiðslu­ stofu í Reykjavík. Þar átti hann að taka við búnaðinum sem hafði verið rifinn niður. „Hann var með þetta í poka og segir við mig að ég yrði að borga 250 þúsund samdægurs, fyrir fjögur. Annars verði það 1.800 þúsund eða heyrnin. Ég tók bara pokann og fór,“ segir maðurinn. Iðnaðarmaðurinn segir að félagi Hilmars hafi sagt að sér væri ekki illa við hann og mælt með að hann borg­ aði. „Hann sagði mér samt ekkert hvers vegna ég skuldaði.“ Fékk sparnað móður sinnar Eftir fundinn á hárgreiðslustofunni hringdi rafeindavirkinn í félaga sinn sem ætlaði að kanna málið. „Fé­ lagi minn fór og hitti Hilmar á skrif­ stofu hans. Hann hringdi síðan mig og sagði mér að það væri best að ég borgaði. Í bakgrunni heyrði ég ein­ hvern öskra þrjú hundruð og fimmtíu! Þá var skuldin búin að hækka bara út af því að ég borgaði ekki strax. Á þessum tímapunkti reyndi ég að smala saman aurum. Mamma hjálp­ aði mér að safna saman aur og lét mig fá það sem hún átti í sparnaði. Þetta eru ekki miklir peningar en þetta eru peningar fyrir marga. Það ráð­ lögðu mér allir að borga,“ segir hann. Iðnaðar maðurinn ákvað þó að fara fyrst til lögreglunnar áður en hann borgaði Hilmari. Lögreglan lofaði vernd Iðnaðarmaðurinn segir að lögreglan hafi spurt hvort rukkunin tengdist einhverju vafasömu. „Þeir sögðu mér að vera alveg heiðarlegur og spurðu hvort þetta tengdist einhverju ólög­ legu. Ég sagði þeim það sanna, að ég hefði ekkert gert. Ég er bara venju­ legur iðnaðarmaður og ynni fyrir alla sem hringja í mig. Maður er náttúr­ lega búinn að læra af þessu. Ég vinn ekki fyrir hvern sem er í dag,“ útskýrir hann. Lögreglan sagði að hann ætti ekki að borga Hilmari og lofuðu honum vernd. „Þeir sögðu að ef ég borgaði svona skuld væri ég kominn í klærnar á þessum mönnum og þyrfti að borga aftur og aftur.“ Hann segir að lögreglan hafi stað­ ið við loforð hennar um vernd. Lög­ reglan hafi hringt í hann daglega fyrstu tvo mánuðina eftir að hann ræddi fyrst við hana og hafi auk þess tekið hnit á síma hans svo hægt væri að fylgjast með ferðum hans. „Ég var ánægður með það og það veiti mér nokkuð öryggi.“ Tók hótun upp á diktafón Maðurinn telur að það sem hafi bjarg­ að honum hafi verið að hann tók sím­ tal frá Hilmari upp á diktafón. „Í þessu samtali sagði hann: „Þú skalt borga, þú skalt borga þetta auminginn þinn. Ef borgar ekki þá munu allir, allir elta þig og þú verður hvergi öruggur.“ Ég heyrði það síðar að þetta símtal hafi verið á „speaker“ hjá Hilmari og það voru aðrir menn að hlusta,“ segir iðnaðarmaðurinn. Þessa upptöku fór hann með til lögreglunnar. Lögreglu­ menn sögðu honum síðar að út af upp­ tökunni myndi Hilmar verða handtek­ inn ef einhver snerti hár á höfði hans. Í felum í tvö ár Maðurinn segir að eftir þetta hafi hann í raun verið í felum síðastliðin tvö ár. „Ég þurfti að taka mig úr þjóðskrá. Ég gat ekki fengið reikninga senda heim í eitt og hálft ár. Þegar maður fór nið­ ur í bæ að skemmta mér þá lenti mað­ ur í alls konar veseni. Maður var að fá svona smáhótanir: „Varstu að vinna fyrir Hilmar? Drullaðu þér út annars lem ég þig.“ Menn voru að labba utan í mig og gefa mér illt auga. Þetta var bara stanslaus terrorismi,“ segir hann. Hann segir málið allt hafa verið sér­ staklega erfitt fyrir móður sína. „Hún var bara ofsahrædd. Hún þorði ekki út í bíl.“ Hann segir að enn í dag geymi hann hafnaboltakylfu í bíl sínum. „Einu sinni var ég að koma úr sjúkra­ þjálfun og þá mæti ég Binna svarta. Ég heilsaði honum til að sýna að þetta skipti engu máli en ég var alveg með í maganum út af þessu. Alls staðar sem ég fór fékk ég hornauga frá hans mönnum, ég var hvergi „safe“. Bara stanslaus paranoja.“ Hann segir að alltaf þegar hann hafi komið heim úr vinnu hafi hann skimað eftir mögu­ legum árásarmönnum. „Óumdeilt“ Þann 25. október 2012 barst svo raf­ eindavirkjanum krafa um endur­ greiðslu á innborgun frá Lögfræðistofu Reykjavíkur og skrifar undir það þá­ verandi lögmaður stofunnar, Bjarki Þór Runólfsson. Í kröfunni kemur fram Hilmar hafi falið lögfræðingum stofunnar að gæta hagsmuna hans og krefjist „ endurgreiðslu á innborgun Hilmar rukkar iðnaðarmann n Gat ekki sett upp myndlykla og var gert að borga n Málið komið til ákærusviðs lögreglu Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Rafeindavirkinn Gat ekki sett myndlykla í öll herbergi eins og Hilmar bað um. Hilmar Leifsson Vildi ekki tjá sig við DV. „Ég er við öllu búinn“ Bílasali rukkaður um sex milljónir. „Ég sef með hlaðna byssu við dyrnar. Ég er við öllu búinn og ætla að verja fjölskyldu mína og sjálfan mig ef til kemur,“ sagði fjöl- skyldufaðir við DV í lok maí. Maðurinn, sem er bílasali, var krafinn um sex milljónir króna vegna bílaláns frá árinu 2006 sem hann yfirtók frá öðrum manni. Lánið virðist þó aldrei hafa færst yfir á hans nafn og taldi hann annan bílasala, sem sá um kaupin, hafa klúðrað lánsyfirtökunni. Fram kom í DV að lánið hefði undanfar- ið verið í innheimtu hjá Hilmari Leifssyni sem ásamt Davíð Smára Helenusyni hefur krafið manninn um fullnaðargreiðslu ef hann vilji ekki hljóta skaða af. Hilmar hafði reyndar innheimt undir þeim formerkjum að hann væri að bjarga meintum skuldara frá grimmd handrukkara sem hygðist ganga í skrokk á honum. Upphaflega var lánið tvær milljónir króna og sagðist maðurinn hafa greitt það að fullu. Sögðu þeir sem DV hefur ræddi við og annaðhvort tilheyrðu eða þekktu vel til að ólga vegna þessa máls og annarra færi „stigvaxandi“ og „allt geti gerst“. Bílasalinn naut verndar sömu manna og iðnaðarmaðurinn sem er til umfjöllunar í DV í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.