Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Page 28
Vikublað 12.–14. ágúst 201428 Lífsstíll „Maður þarf að lækka skítastuðulinn aðeins“ n Erna Guðmundsdóttir fór í víkingaferð með fjölskylduna n Lifðu eins og víkingar í 10 daga V ið búum í víkingatjöldum, eldum yfir hlóðum og erum í víkingafötum allan daginn. Við lifum í raun eins og vík- ingar og notumst ekki við nein nútímaþægindi,“ segir Erna Guð- mundsdóttir sem er nýkomin heim af tveimur víkingahátíðum í Dan- mörku. Fjölskyldan hélt öll saman í víking, Erna, maðurinn hennar og synir þeirra tveir á aldrinum fjögurra ára og átta mánaða. „Við fjölskyldan áttum yndislega stund þarna saman, og það var ótrúlega gaman að að sjá hvað litli stóð sig vel.“ Hún og maður- inn hennar eru bæði meðlimir í vík- ingafélaginu Rimmugýgi sem stofn- að var árið 1997. Í félaginu eru um hundrað manns, en tæplega fimmtíu meðlimir fóru á hátíðirnar í ár. Önnur þeirra var haldin í stóru víkingavirki í Trelleborg, en hin í skóglendi rétt fyr- ir utan Árósa. Þetta var í þrettánda skipti sem Erna sótti hátíðirnar og er hún því orðin vel sjóuð í því að lifa og hrærast sem víkingur. Útbjó barnarúm í víkingastíl Fjölskyldan lifði að víkingasið í tíu daga ásamt hundruðum annarra, og vílaði Erna ekki fyrir sér að fara út með drengina tvo. „Eldri strákurinn fór ekki með okkur fyrr en hann var orðinn tveggja ára. Okkur fannst það of mikið mál að fara með lítið barn á svona stórar hátíðir, en þegar við prófuðum það þá gekk það rosa- vel. Við ákváðum því bara að taka litla með núna og sjá hvernig það gengi, og það gekk mjög vel. Þetta var strembið á köflum, ég neita því ekki, en það var aðallega vegna þess hvað það var rosalega heitt,“ segir Erna. En það var einmitt hitabylgja í Dan- mörku á meðan hátíðin stóð yfir og 30 stiga hiti upp á hvern dag. Eins og flestir vita er gott að hafa ýmsan búnað til taks fyrir svo ung börn, en þau hjónin dóu ekki ráðalaus þegar kom að því að græja yngri drenginn upp fyrir ferðina. Maðurinn henn- ar Ernu smíðaði barnarúm í víkinga- stíl fyrir litla drenginn, og þá voru þau einnig með barnastól sem er eftirlík- ing af stól sem talinn er vera frá árinu 1050. Litli snáðinn var því vel settur með alvöru víkingabúnað, líkt og hin- ir fjölskyldumeðlimirnir. „Við reynum að gera það með allan búnað sem við notum, að hafa fornleifafræðina að leiðarljósi. Þetta eru allt hlutir sem hafa fundist og við gerum eftirlíkingar af og mikið lagt upp úr því að gera allt sem raunverulegast.“ „Allir eru mamma og pabbi“ Stuðningsnetið í víkingasamfélaginu er mjög þétt og allir af vilja gerðir að veita hjálparhönd. „Við erum ein, stór fjölskylda og allir hjálpast að. Það var einn sem hafði orð á því fyr- ir nokkrum árum, að um leið og barn einhvers er komið í víkingaföt þá er það orðið barn félagsins. Allir eru mamma og pabbi. Það er því mik- ill fjölskylduandi í þessu félagi,“ segir Erna og það létti vissulega undir hjá þeim að hafa þennan góða stuðning. „Annars var bara ótrúlega gaman að fara með litla strákinn, og við erum fyrst í okkar hópi til að fara út með lítil börn,“ segir hún, og á þá við ís- lenska félagið. Víkingarnir frá hinum löndunum, Skandinavíu, Þýskalandi og Bandaríkjunum eru óhræddari við að taka börnin með á hátíðirnar, að sögn Ernu. Eldri sonurinn er að sjálfsögðu mjög spenntur fyrir vík- ingahátíðunum og það er mikil upp- lifun fyrir hann að fá að fara með. „Það er ekki talað um neitt annað allt árið. Hann er alltaf að spyrja hvenær við förum aftur á víkingahátíð í Dan- mörku,“ segir Erna og hlær. „Honum finnst þetta æðislegt og það er ótrú- lega gaman fyrir hann að fá að alast upp við þetta.“ „Maður þarf að lækka skíta- stuðulinn aðeins“ Erna náði að halda góðri rútínu með strákana úti. Sá yngri tók sína tvo lúra yfir daginn og báðir drengirnir voru yfirleitt komnir í háttinn klukkan átta kvöldin, alveg eins og heima á Ís- landi. Blaðamanni leikur þó forvitni á að vita hvort Erna hafi aldrei haft áhyggjur af þeim litla, og öllum þeim mögulegu og ómögulegu hlutum sem geta komið upp í aðstæðum sem þessum. „Jú, ég er mjög pöddufælin og var alveg hysterísk í því að reyna að halda pöddunum frá okkur. Ég hafði mestar áhyggjur af skógarmítli, en við sluppum alveg við hann. Og sólbruni. Ég passaði vel upp á það líka, enda glampandi sól allan tím- ann.“ Hún segir þau hafa lagt mikið upp úr því að innrétta tjald sitt vel og vanda til verka í öllum frágangi til að halda skordýrum frá. Þá viðraði Erna gærurnar sem þau sváfu með á hverj- um degi. „En maður þarf að lækka skítastuðulinn aðeins, og sýklafæln- ina. Maður þarf aðeins að loka aug- unum fyrir því. Á misjöfnu þrífast börnin best, það var mantran mín þarna úti.“ Fannst ekkert hallærislegra Erna kynntist víkingasamfélaginu fyrst fyrir þrettán árum, í gegnum móður sína sem er einnig félagi í Rimmugýgi og hefur verið nánast frá upphafi. En hún var fyrsta konan sem tekin var inn í félagið. „Það er svo- lítið formlegt ferlið í kringum inntök- una. Maður þarf að sanna sig og sýna að maður hafi virkilega áhuga á að vera með. Fyrir okkur er þetta nefni- lega miklu meira en áhugamál, þetta er lífsstíll,“ útskýrir Erna. Erna hef- ur þó ekki alltaf verið svona heilluð af víkingalífsstílum og hún var ekk- ert sérstaklega ánægð þegar móðir hennar gekk í félagið á sínum tíma. „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta það hallærislegasta sem ég vissi um. Ég trúði ekki að hún væri að gera mér þetta.“ Þegar gelgjan var farin að rjátlast af Ernu þáði hún, þá sautján ára, þó boð móður sinnar um að fara með á tvær víkingahátíðir, í Noregi og Danmörku. „Ég varð bara gjörsam- lega heilluð. Ég fékk bakteríuna og hef ekki hætt síðan. Þetta er svo ótrú- lega gaman.“ Erna sér svo sannarlega ekki eftir því að hafa skellt sér með móður sinni í ferðina á sínum tíma. Víkingasamfélagið hefur gefið henni svo margt. Hún kynntist til að mynda manninum sínum í gegnum félags- skapinn og meðlimir félagsins eru í dag hennar bestu vinir. Saumar víkingabúninga Rimmugýgur er starfandi allt árið og er félagið mjög öflugt, að sögn Ernu. Meðal annars er boðið er upp á bar- dagaæfingar, handverksvinnu og bogfimi. Þá stendur félagið reglulega að sýningum um allt land og jafnvel erlendis líka. Hópur úr Rimmugýgi vinnur einmitt að því núna að setja upp víkingasýningu í Dúbaí. Með- limir velja sér yfirleitt sitt sérsvið inn- an félagsins og það var handverkið sem heillaði Ernu mest, þá aðallega saumaskapur. Hún tekur til að mynda að sér að sauma víkingaföt. „Ég er ábyrg fyrir búningum mjög margra í félaginu. Ég er búin að sitja allt fæðingarorlofið að sauma víkingaföt,“ segir Erna og skellir upp úr. „Við kjós- um að gera allt í höndunum og not- um helst ekki saumavélar. Við reyn- um að hafa allt eins upprunalegt og mögulegt er.“ Konum fjölgar jafnt og þétt í félaginu, en á tímabili var Erna eina konan sem tók þátt í starfinu. Hún fagnar auknum áhuga kvenna á starfinu og hvetur fólk til að kynna sér félagið. Erna segir fólk úr öllum stig- um þjóðfélagsins vera meðlimi í fé- laginu, allt frá námsmönnum upp í skurðlækna, og allir séu velkomnir. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Við erum að reyna að sýna hópnum að þetta er alveg hægt. Þó að maður eignist fjöl- skyldu, þá þarf maður ekki að hætta þessu. „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta það hallærislegasta sem ég vissi um Víkinga- fjölskylda Erna segir fjöl- skylduna hafa átt yndislegar stundir saman á víkingahátíð- um í Danmörku. MyndiR ÞoRMAR VigniR gunnARSSon Skemmta sér vel Eldri strákurinn talar varla um annað allt árið en víkingahátíðirnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.