Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 25
Vikublað 12.–14. ágúst 2014 Neytendur 25 Heil bringa getur gufað upp á pönnunni n Dýrustu kjúklingabringurnar rýrnuðu minnst í prófi DV n Bringur Krónunnar rýrnuðu um rúmlega 30 prósent á pönnu n Eldunaraðferð skiptir öllu máli Bónus 100% kjúklingabringur Kílóverð: 2.398 í Bónus. Innihaldslýsing: Skinnlausar bringur. Þyngd á bringu fyrir eldun í ofni: 210 gr. Þyngd á bringu eftir eldun í ofni: 182 gr. Rýrnun í prósentum: 13,3% Þyngd á bringu fyrir steikingu: 214 gr. Þyngd á bringu eftir steikingu: 172 gr. Rýrnun í prósentum: 19,6% Ferskir kjúklingar Kílóverð: 2.869 í Krónunni. Innihaldslýsing: Skinnlausar bringur. Þyngd á bringu fyrir eldun í ofni: 222 gr. Þyngd á bringu eftir eldun í ofni: 202 gr. Rýrnun í prósentum: 9% Þyngd á bringu fyrir steikingu: 226 gr. Þyngd á bringu eftir steikingu: 192 gr. Rýrnun í prósentum: 15% Bónus kjúklingur Kílóverð: 1.995 í Bónus Innihaldslýsing: Kjúklingakjöt 87%, vatn, salt, sykur, þráavarnarefni, rotvarnarefni, marinering 13%. Þyngd á bringu fyrir eldun í ofni: 212 gr. Þyngd á bringu eftir eldun í ofni: 188 gr. Rýrnun í prósentum: 11,3% Þyngd á bringu fyrir steikingu: 206 gr. Þyngd á bringu eftir steikingu: 160 gr. Rýrnun í prósentum: 22,3% Kjörfugl Kílóverð: 2.098 í Bónus. Innihaldslýsing: Kjúklingakjöt 85%, kjötmeyrir: vatn, salt, sykur. sýrustillar, rotvarnarefni. Þyngd á bringu fyrir eldun í ofni: 214 gr. Þyngd á bringu eftir eldun í ofni: 194 gr. Rýrnun í prósentum: 9,3% Þyngd á bringu fyrir steikingu: 164 gr. Þyngd á bringu eftir steikingu: 124 gr. Rýrnun í prósentum: 24,4% Krónan kjúklingur Kílóverð: 2.298 í Krónunni. Innihaldslýsing: Kjúklingakjöt 87%, vatn salt, sykur, þráavarnarefni, rotvarnarefni, marinering 13%. Þyngd á bringu fyrir eldun í ofni: 238 gr. Þyngd á bringu eftir eldun í ofni: 214 gr. Rýrnun í prósentum: 10,1% Þyngd á bringu fyrir steikingu: 204 gr. Þyngd á bringu eftir steikingu: 142 gr. Rýrnun í prósentum: 30,4% Íslensk matvæli Kílóverð: 2.298 í Krónunni. Innihaldslýsing: Kjúklingabringur 85%, kjötmeyrir: vatn, salt sykur. Sýrustillar, rotvarnarefni. Þyngd á bringu fyrir eldun í ofni: 234 gr. Þyngd á bringu eftir eldun í ofni: 210 gr. Rýrnun í prósentum: 10,2% Þyngd á bringu fyrir steikingu: 182 gr. Þyngd á bringu eftir steikingu: 140 gr. Rýrnun í prósentum: 23,1% Fyrir eldun í ofni Bringunum sjö var raðað á ákveðinn stað á grindinni þar sem staðsetning hverrar tegundar var rækilega skráð. Mynd SMJ Eftir eldun í ofni Eftir 35 mínútur í 180°C heitum ofni þá litu bringurnar ekkert sérlega girnilega út, ókryddaðar og ópenslaðar. Þær voru þó ekki ofeldaðar og enn safaríkar. Mynd SMJ Steikt á pönnu Bringurnar voru steiktar í heilu lagi á pönnu og staðsetning hverrar tegundar á pönnunni skráð. Þar sem sjö bringur komast ekki á eina pönnu þá voru fyrst steiktar fjórar og svo þrjár í einu. Mynd SMJ Gullinbrúnn litur Bringurnar voru steiktar í tíu mínútur á hlið við miðlungshita. Eldunin var fullkomin. Mynd SMJ Holta kjúklingur (100% hrein afurð) Kílóverð: 2.695 kr. í Bónus Innihaldslýsing: Skinnlausar bringur. Þyngd á bringu fyrir eldun í ofni: 242 gr. Þyngd á bringu eftir eldun í ofni: 214 gr. Rýrnun í prósentum: 11,5% Þyngd á bringu fyrir steikingu: 224 gr. Þyngd á bringu eftir steikingu: 184 gr. Rýrnun í prósentum: 17,8% Með eða án aukaefna Það er ágætt úrval af kjúklingabringum í Krónunni og Bónus. Í báðum verslunum getur þú valið á milli bringa með eða án aukaefna. Mynd ÞoRMaR VIGnIR GunnaRSSon „Lolitu-órar“ í auglýsingum American Apparel Tískufyrirtækið fjarlægði klámfengna mynd úr auglýsingaherferð fyrir skólatilboð T ískufyrirtækið American Apparel sætir harðri gagn- rýni í Bretlandi þessa dagana eftir að hafa birt umdeilda mynd úr nýrri auglýsingaherferð á Instagram-síðu sinni í liðinni viku. Er fyrirtækið enn á ný sakað um kvenfyrirlitningu og fyrir að kynda undir óhugnanlega „Lolitu-óra“ með myndmáli sínu. Myndin sem gerði allt vitlaust í netheimum er tekin aftan frá af ungri, berleggjaðri konu sem beygir sig fram og stingur höfð- inu inn um bílglugga. Undirföt og rasskinnar konunnar eru því sýni- legar á myndinni. Þessar myndir falla í sérstaklega grýttan jarðveg fyrir þær sakir að þær eru hluti af auglýsingaherferð tengdri skóla- setningu, svokölluðum „Back to school“-tilboðum. Daily Mail fjall- ar um málið þar sem haft er eftir einum breskum kvenkyns netverja: „Í hvaða skóla eru svona föt leyfi- leg? Í það minnsta ekki í mínum.“ Önnur hneyksluð kona bætti við að þessi skólapils kyntu undir „Lolitu- óra“ og væru full af kvenfyrirlitn- ingu. Einn notandi gekk svo langt að saka fyrirtækið um að nota barnaklám til að selja föt. Fleiri myndir af þessum toga hafa kallað mikla reiðiöldu yfir fyrir tækið að undanförnu. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem American Apparel sætir gagnrýni fyrir auglýsingar sín- ar sem oft á tíðum mætti halda að væru argasta klámefni. Eftir að breska dagblaðið Daily Mail fjall- aði um málið og vegna reiði fólks ákvað American Apparel að fjar- lægja hina umdeildu mynd af breskri Instagram-síðu sinni án þess þó að tjá sig um málið. n mikael@dv.is af vefsíðunni Á vefsíðu breska American App arel má enn finna þessa auglýsingu fyrir mini-pils. Fyrir skólakrakka? Breskt útibú American Apparel birti þessa mynd á Instagram- síðu sinni en hún er úr auglýsingaherferð þess í tilefni þess að skólar eru að byrja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.