Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 17
Vikublað 12.–14. ágúst 2014 Fréttir Erlent 17 S íðastliðinn fimmtudag greindi kínverski ríkismið­ illinn ChinaDaily frá að nú væri hafin vinna við að búa til nýtt kennikerfi byggt á kristni sem myndi sameina trúna kínverskum og sósíalískum gildum. Haft var eftir Wang Zuoan, fram­ kvæmdastjóra trúarmálaráðuneytis Kína, að flokkurinn væri ekki á móti trúarbrögðunum en þau yrðu að að­ laga sig að kínverskum siðum. „Við smíði á nýju kristnu og kínversku kennikerfi þarf taka mið af aðstæð­ um í landinu,“ sagði Wang á ráð­ stefnu þar sem helsta umræðuefnið var kínavæðing kristni. Ráðstefnan var haldin í Sjanghaí nýverið í tilefni af sextíu ára afmæli einu mótmæl­ endakirkjunnar sem er leyfð í Kína. Þrátt fyrir þessi orð Wangs lögðust yfirvöld síðastliðin mánaðamót í rassíu gegn ýmsu kristnum söfnuð­ um og fjöldi kirkna var rifinn. Kristnum fjölgar hratt Samkvæmt yfirvöldum í Kína er talið að kristnir menn telji allt frá tuttugu til fjörutíu milljónir. Hlutlausar eftir­ litsstofnanir, svo sem Pew­stofnun­ in, áætla þó að allt að sjötíu millj­ ónir kristinna manna búi í Kína. Útbreiðsla trúarinnar fer auk þessa ört vaxandi því ár hvert er um það bil hálf milljón manns skírð til kristni. Mikill fjöldi er sömuleiðis prentað­ ur af Biblíum í Kína en í fyrra var 65 milljónum Biblía komið í dreifingu í landinu. Kristni er þeim mun algengari í Kína því nær dregur sjó. Stirt samband Kristnum Kínverjum er þó sniðinn þröngur stakkur því strangar reglu­ gerðir lúta allri tilbeiðslu. Komm­ únistaflokkur Kína hefur frá upphafi fylgt strangri trúleysisstefnu og hafa því samskipti flokksins við kristna minnihlutann verið mjög stirð. Að­ eins er leyfilegt að tilbiðja í þar til gerðu húsnæði og líkt og fyrr segir er aðeins ein mótmælendakirkja leyfileg í landinu. Allt þetta hefur haft þær afleiðingar að stór hluti kristinna Kínverja tilbiður guð sinn í leyni. Rífa krossa Taívanska dagblaðið Taipei Times greindi frá rétt fyrir síðast­ liðin mánaðamót að fjölmennt lið lögreglumanna hafi rifið niður þriggja metra háan kross í borginni Wenzhou sem hefur verið köll­ uð Jerúsalem Kína vegna fjölda kristinna manna þar. Samkvæmt sama miðli hafa yfirvöld í Zhejiang­ fylki rifið niður krossa allt að 130 kirkna á síðustu misserum. Embætt­ ismenn bera því við að eina ástæðan fyrir þessu niðurrifi sé að krossarnir hafi brotið í bága við borgarskipulag. Trúarleiðtogar í fylkinu sem Taipei Times ræddi við telja þó að niðurrif­ ið sé tilraun til að bæla niður trúna þar sem hún sé farin að ógna því valdajafnvægi sem kommúnista­ flokkurinn hefur komið á. Fimm ára áætlun Þrátt fyrir niðurrifið í Zhejiang­ fylki þá gefur yfirlýsing fram­ kvæmdastjóra trúarmálaráðuneytis Kína sterklega til kynna að stefnu­ breyting hafi átt sér stað innan flokksins og að helsta markmið yfir­ valda sé nú ekki lengur að draga úr fjölgun kristinna manna heldur gera þá viðráðanlegri. Í frétt ChinaDaily er greint frá því að mótmælendakirkjan í Kína í samstarfi við yfirvöld hafi í fyrra hafið fimm ára áætlun með það markmið að styðja útbreiðslu rétt­ ar kennisetningar sem sé í takt við áherslu kommúnistaflokksins. „Við vonum að þetta framtak hvetji fleiri kristna menn til að veita sitt fram­ lag til samstilltrar félagslegrar fram­ göngu, menningarlegrar velmegun­ ar og hagvaxtar í Kína,“ var haft eftir Gu Mengfei, varaformanni mótmæl­ endakirkjunnar í Kína, í frétt China­ Daily. n Vilja Kínavæða kristni n Kommúnistaflokkurinn í Kína vil aðlaga kristni að gildum hans Kínverskar og kristnar Kristni er sú trú í Kína sem vex hvað mest fiskur um hrygg. Nú vilja yfirvöld að trúin aðlagi sig að kínverskum og sósíalískum gildum. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Við vonum að þetta framtak hvetji fleiri kristna menn til að veita sitt framlag til samstilltrar félagslegrar framgöngu, menningar- legrar velmegunar og hagvaxtar í Kína. Allt misskilningur Norður-Kórea segir skýrslu SÞ lygar og tilbúning S tjórnvöld í Norður­Kóreu hafa ákveðið að gefa út sérs­ taka skýrslu um stöðu mann­ réttindamála þar í landi. Þetta eru viðbrögð þeirra við rannsóknar­ niðurstöðum sem hópur á vegum Sameinuðu þjóðanna skilaði fyrir sex mánuðum. Þar var greint frá mann­ réttindabrotum í landinu sem þóttu svo gróf að þau jafngiltu glæpum gegn mannkyninu. Sérstök mannréttindastofnun sem starfar á vegum norðurkóreskra stjórnvalda heldur því fram að lygar og tilbúningur ráði ferðinni hjá Sam­ einuðu þjóðunum og „fjandsam­ leg öfl“ vilji grafa undan ríkinu með ómaklegri umræðu. Vart þarf að taka fram að yfirvöld landsins teljast til einna verstu mannréttindabrjóta heims, og þá gildir einu til hvaða mælinga er litið. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá því í febrúar er fjallað um kerfisbundin fjöldamorð, þrælahald og pyntingar og raunar fullyrt að mannréttindabrotin séu svo hryllileg að Norður­Kórea eigi sér enga hlið­ stæðu í nútímanum. Talið er að meira en 100 þúsund pólitískum föngum sé haldið í þrælkunarbúðum. Stjórnvöld þar í landi eru staðráð­ in í að leiðrétta þennan „misskilning“. Þeirra skýrsla mun að sögn embætt­ ismanns leiða heimsbyggðinni fyr­ ir sjónir hve framtíðin er björt og lífið ljúft í Norður­Kóreu. n johannp@dv.is Gaman Kim Jong-Un ræður lögum og lofum í Norður- Kóreu. Hafðu samband! Hjörtur Sveinsson hjortur@dv.is Guðmundur S. Hafsteinsson gudmundur@dv.is Ólafur H. Hákonarson olafurh@dv.is Tryggðu þér auglýsingapláss! Aftur í skólann Sérblað um nám og námskeið kemur út með helgar­ blaðinu 15. ágúst og verður aðgengilegt frítt á dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.