Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 12.–14. ágúst 2014 Mér fannst þetta svolítið amerískt Marentza Poulsen flutti til Íslands fyrir 50 árum. – DV Við höfum þekkst alla ævi Linda Blöndal og kærastinn hennar eru æskuvinir. – DV Ég var við það að fá taugaáfall Sölvi Tryggvason rifjar upp sín fyrstu skref í blaðamennsku. – DV 1 Íslendingur nauðgaði dóttur sinni í tíu ár Hlynur Ólafsson var í upphafi síðast- liðins aprílmánaðar dæmdur í Noregi í ellefu ára fangelsisvist fyrir að hafa ítrekað nauðgað dóttur sinni. 79.381 hafa lesið 2 Ætlaði allt um koll að keyra í dalnum þegar kærastinn bað hennar í brekkunni Það var mikil gleði á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en fáir skemmtu sér eflaust jafnvel og Jón Þormar og kærastan hans. 50.099 hafa lesið 3 „Mér er ótrúlega misboðið“ „Mér er ótrúlega misboðið,“ sagði Katrín Lilja Sigurðardóttir efnafræðingur í samtali við DV á laugadag. Hún hefur ákveðið að kæra framkvæmd Jökulsár- hlaupsins til Jafnréttisstofu. Ástæðan er sveitakeppnin en þar segir Katrín Lilja konur ekki eiga neinn möguleika. 48.346 hafa lesið 4 Sóknarprestur á skilorði Í febrúar var Anna Eiríks- dóttir, sóknar- prestur vestur í Dölum, dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dóminn fékk hún fyrir ítrekaðan fjárdrátt í opinberu starfi en hún dró sér fé á árunum 2008 og 2009 er hún starfaði sem skrifstofustjóri Jarð- vísindastofnunar hjá Raunvísindastofn- un Háskólans. 45.433 hafa lesið 5 „Ástandið var skelfi-legt“ Reynir Axelsson kvaddi þetta líf 3. ágúst árið 2011, um verslunar- mannahelgi, eftir skammvinna bar- áttu við krabba- mein. Ekkja hans, Guðbjörg Jónsdóttir, segir sama lækni hafa verið á vakt alla helgina. „Það segir okkur eitthvað um ástandið í heilbrigðis- málunum á þessum tíma,“ segir hún. 36.371 hafa lesið 6 „Það var lögð voða mikil áhersla á það að ég væri alvöru stelpa“ Kitty Anderson er formaður samtakanna Intersex Ísland, sem stofnuð voru í júní, og tekur þátt í gleðigöngu Hinsegin daga, sem fram fer í Reykjavík á laugardaginn. DV ræddi við Kitty um hennar sögu, reynslu hennar sem intersex af heilbrigðiskerfinu og þöggun sem hún hefur mætt af hálfu kerfisins. 32.676 hafa lesið Mest lesið á DV.is S ú skriflega frásögn, sem fréttamenn 365 og Mbl. fengu senda – eða afhenta – frá einhverjum starfs- manni í innanríkisráðu- neytinu hefur verið skilgreind sem „leki“. Í mínum huga var og er um- rædd frásögn annað og meira en „leki á upplýsingum“. Frásögninni var komið á framfæri í ákveðnum og fastmótuðum tilgangi. Tilgangur- inn var sá að grafa undan mannorði og trúverðugleika flóttamanns, sem beið og vonaðist eftir jákvæðri af- greiðslu á máli sínu hjá þessu sama innanríkisráðuneyti. „Lekinn“ var því ekki bara „leki“ heldur meðvit- uð atlaga að tilteknum, nafnkennd- um einstaklingi, Tony Omos. Röng- um og meiðandi upplýsingum um einstaklinginn átti að koma á fram- færi fyrir tilstuðlan tveggja íslenskra fjölmiðla, öflugustu fjölmiðla ís- lenska fjölmiðlaheimsins. Einhver í því ráðuneyti, sem var með málefni flóttamannsins til meðferðar, ber ábyrgð á þeirri atlögu gegn honum sem þarna var gerð. Skjalið lak sér ekki sjálft. Hanna Birna Nú er ég, sem þetta skrifa, ekki stuðningsmaður Hönnu Birnu og ber enga ábyrgð á setu hennar sem ráðherra innanríkismála. Þó svo sé er það mín afdráttarlausa skoðun, að hún hafi á margan hátt staðið sig vel sem ráðherra innanríkismála – ekki hvað síst í málefnum þeirra, sem biðja um hæli hér á Íslandi. Þar hefur hún ítrekað beitt sér af sam- úð og skilningi og þar að auki greint frá áformum sínum um að hraða málsmeðferð slíkra umsókna, en seinagangur og stirðleiki stjórnvalda í þeim málum hefur verið okkur Ís- lendingum til vansa. Hanna Birna hefur því á sínum skamma tíma sem ráðherra gert meira til þess að virða og verja réttindi flóttafólks, sem leit- ar hér skjóls, en margir – jafnvel flestir – forverar hennar. Ekki hennar stíll Einmitt þess vegna tel ég því sem næst útilokað að hún beri sjálf ábyrgð á eða hafi sjálf vitað ef þeirri atlögu gegn mannorði og trúverð- ugleika bágstadds flóttamanns, sem „lekinn“ úr innanríkisráðuneytinu er. Það er einfaldlega ekki í henn- ar stíl og í hróplegu ósamræmi við afskipti hennar af málaflokknum og þeim, sem þar hafa átt hlut að máli. Engu að síður ber hún ráð- herraábyrgðina á því athæfi sem einhver starfsmanna hennar hlýtur að eiga sök á. Athafnir þess eða þeirra samstarfsmanna hennar geta kostað hana ráðherradóminn. At- lagan að mannorði Tonys Omos er þannig orðin að atlögu gegn mann- orði Hönnu Birnu. Sá sem lak ætlaði hnífsbragði sínu að hitta bágstadd- an flóttamann, en hnífurinn endaði í baki ráðherrans. Hvort sem Hanna Birna neyðist til þess að segja af sér eða fær lengur setið hefur orðstír hennar orðið fyrir stórskaða. Skyldi „skaðvaldinum“ sofnast vel á kvöldin? Ekki leita langt yfir skammt Öllum óheimskum hlýtur að vera ljóst, að það er enginn hefðbundinn starfsmaður í innanríkisráðuneytinu – ekki ráðuneytisstjórinn, ekki skrif- stofustjórarnir, ekki deildarstjórar, ekki ritararnir og allra síst símavörð- urinn – sem tekið hafa upp á því að sækja sér minnisblað – því „minnis- blað“ hét það – í opið tölvudrif ráðu- neytisins, bæta við það persónu- legum óhróðri frá eigin brjósti og senda það fréttastofum 365 og Mbl. til þóknanlegrar meðferðar. Af löng- um kynnum mínum við starfsfólk í fjölmörgum ráðuneytum þykist ég geta fullyrt að svo hefur ekki ver- ið. Enginn fastur starfsmaður ráðu- neyta myndi voga sér slíkt. Leita þarf í miklu fámennari hóp – í hóp þeirra, sem standa ráðherranum næst og líta fremur á sig sem sækj- endur hennar í sókn og verjendur hennar í vörn en óhlutdræga ráðu- neytisstarfsmenn. Einhver þeirra – einn eða fleiri – eru ótvírætt sá, sem tekið hefur frumkvæðið í málinu með þeim hætti sem gert var og ótví- rætt í þeim tilgangi að styrkja stöðu ráðherrans með níði um einstakling, sem átti allt sitt undir náð og mis- kunn þessa sama ráðherra komið. Að hlífa – ekki höggva Ég hef áður sagt, að ég trúi því ekki að þessi ákvörðun hafi verið tekin með vitund og með vilja ráðherrans. Hins vegar trúi ég því varla heldur að sá, sem ábyrgðina ber af misskil- inni greiðasemi við ráðherrann, hafi látið undir höfuð leggjast að greina ráðherranum frá því þegar hann sá hnífinn sinn standa í baki þessa sama ráðherra. Missagnir ráðherr- ans, hálfsannleikur hans og vand- ræðagangur, sem einkennt hafa við- brögð og ummæli ráðherrans þegar lengra leið fram sýna mér það eitt, að ráðherra veit en vill reyna að hlífa sínum mönnum – eða konum. Það er líka í samræmi við eðli og innræti ráðherrans eins og það blasir við mér. Hún er vinur vina sinna og vill verja þá, sem vilja henni vel – jafnvel þótt þeir af misskilinni greiðasemi geri henni mestan ógreiða, sem hún hefur þurft að sæta á sinni lífsleið. Sammála Þorsteini Ég er því sammála því áliti, sem Þor- steinn Pálsson lætur í ljósi í grein sinni í síðasta helgarblaði Frétta- blaðsins. Sá eða þeir (jafnvel þau) sem bera ábyrgðina á atlögunni að mannorði og trúverðugleika Tonys Omos flóttamanns sem „lekinn“ er, horfast nú í augu við það að hafa skaðað ráðherrann sinn meira en nokkur andstæðingur hefur megn- að. Ráðherrann sýnist hafa kos- ið að láta það yfir sig ganga jafnvel þótt skaðinn sé skeður – og jafnvel þótt hann geti orðið enn meiri. Vilja umræddir samverkamenn (og von- andi vinir) ráðherrans láta það fram ganga – eða vilja þeir áður en það er orðið of seint gangast við eigin verk- um og létta þannig a.m.k. megin- þorra ábyrgðarinnar af þeim ráð- herra, sem þeir vilja vera láta að þeir starfi fyrir. Vinátta er nefnilega gagn- kvæmt hugtak. Hún á ekki bara að verka á aðra hlið. Að segja satt getur verið vináttuvottur – líka. Þegar þess þarf við. n Árás á mannorð fátæks manns„Skyldi „skað- valdinum“ sofnast vel á kvöldin? Sighvatur Björgvinsson Kjallari Mynd SigTryggur Ari Myndin Allir í röð Á sunnudegi, daginn eftir opnun, stóð fólk í röð fyrir utan þennan nýja veitingastað á Miklubrautinni, Dirty burger and ribs. Mynd dAvíð Þór guðLAugSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.