Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 12.–14. ágúst 2014 Fréttir 13
P
áll Bergþór Guðmundsson
fasteignasali var í byrjun
júní dæmdur í Héraðsdómi
Reykjaness fyrir „meiri hátt-
ar brot gegn skatta- og bók-
haldslögum“, sem framkvæmdastjóri
og stjórnarmaður einkahlutafélag-
anna PSB fasteign ehf. og PBG ehf.
Páll Bergþór vildi ekki tjá sig um mál-
ið við DV, þegar eftir því var leitað.
Hann hlaut skilorðsbundinn fang-
elsisdóm og var dæmdur til að greiða
um 21 milljón króna að fjórum vik-
um liðnum frá dómsuppkvaðningu.
Borgaði ekki virðisaukaskatt
og hélt lítið bókhald
Páll var fundinn sekur um að hafa
láðst að skila inn virðisaukaskatt-
skýrslum og fyrir að borga ekki
virðis aukaskatt sem innheimtur var
í rekstri félaganna í nokkur upp-
gjörstímabil á árunum 2009 til 2011.
Þá var bókhald félaganna ekki fært
og fylgiskjöl og önnur bókhaldsgögn
þess voru ekki varðveitt eins og bók-
haldslög kveða á um. Í dómnum seg-
ir einnig að Páll hafi ekki verið á virð-
isaukaskattskrá á því tímabili sem
rannsakað var, en Páll opnaði virð-
isaukaskattsnúmer þann 1. júlí árið
2007 en lokaði því aðeins mánuði
síðar.
Rannsókn embættis skattrann-
sóknarstjóra leiddi í ljós að van-
framtalin skattskyld velta hefði
numið samtals 10.327.557 krón-
um, vanframtalinn útskattur hefði
numið samtals 2.633.527 krónum og
mögulegur innskattur hefði numið
samtals 401.625 krónum. Embætti
skattrannsóknarstjóra kærði Pál
Bergþór og félögin tvö í mars í fyrra
til embættis sérstaks saksóknara,
sem gaf út ákæru á hendur honum
í febrúar síðastliðinn.
21 milljón í sekt eða
300 dagar í fangelsi
Páll Bergþór, sem gegnir stöðu
ábyrgðarmanns hjá þekktri fast-
eignasölu, játaði sök fyrir dómi, að
undanskildum einum ákærulið,
sem vísað var frá. Páll var dæmdur
til sex mánaða fangelsisvistar fyrir
brot sín, en dómurinn var skilorðs-
bundinn til tveggja ára, þar sem
játning Páls lá fyrir og einnig sú
staðreynd að hann hafði ekki brotið
af sér áður. Þá var Páli gert að greiða
21 milljón króna í sekt til ríkis-
sjóðs. Páll fékk fjögurra vikna frest
frá birtingu dómsins til að greiða
sektina. Í dómnum segir einnig að
ef sektin verði ekki greidd innan
þessara fjögurra vikna þurfi Páll í
staðinn að sitja inni í 300 daga.
Málsvörn Páls byggði á því að
honum hafi þegar verið gerð refsing
fyrir sama brot og hann er ákærður
fyrir þegar honum var gert að greiða
álag vegna vangoldinna skatta og
gjalda. Þetta taldi Páll, og verjandi
hans, að bryti í bága við Mann-
réttindasáttmála Evrópu, en þar er í
stuttu máli kveðið á um að bannað
sé að dæma mann tvisvar fyrir sömu
sakir.
Ekki til skoðunar hjá
Félagi fasteignasala
Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri
Félags fasteignasala, hafði heyrt af
máli Páls en hann sagði í samtali við
DV að þessi tilteknu brot brjóti ekki
í bága við siðareglur félagsins og
séu ekki þess eðlis að félagið eigi að
fjalla um þau. „Siðareglurnar fjalla
almennt um samskipti fasteignasala
við viðskiptavini sína,“ segir Grétar.
Hann segir enn fremur að fjár-
munabrot sem varða tiltekna hátt-
semi geti vissulega orðið til þess að
fasteignasalar séu sviptir réttindum,
en bætir við að það gildi ekki í þessu
tilviki og að það sé í raun atvinnu-
vegaráðuneytið sem taki á slíkum
málum.
DV leitaði, eins og áður segir, eft-
ir viðbrögðum Páls vegna dómsins
en hann vildi ekki tjá sig. n
Fasteignasali dæmdur
til að greiða 21 milljón
n Meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum n Fékk fjórar vikur til að borga
Jón Steinar Sandholt
jonsteinar@dv.is
Héraðsdómur
Reykjaness Páll
var dæmdur fyrir brot
gegn skatta- og bók-
haldslögum Mynd dV
Starfar sem fasteignasali
Páll gegnir ábyrgðarstöðu á
þekktri fasteignasölu.
Uppboðssíðan Auraboð hrynur enn á ný
Kenna óstöðugleika hýsingaraðila um – aftur
U
ppboðssíðan Auraboð,
sem er að hluta til í eigu
dæmds fjársvikamanns, hef-
ur legið niðri síðan þann 1.
ágúst. Vefsíðan fór fyrst af stað í
lok júní en hrundi skömmu síðar
á hápunkti uppboðs. Þá sagði Jóna
Heiða Hjálmarsdóttir, einn þriggja
eigenda fyrirtækisins, að verið væri
að flytja síðuna á stærri hýsingar-
aðila þannig að slíkt ætti ekki að
geta komið fyrir aftur. Hundruð
þátttakenda höfðu greitt fyrir að
bjóða í vöruna og margir hafa því
skiljanlega orðið óánægðir þegar
vefsíðan hrundi á síðustu mínútum
uppboðsins.
Svo virðist sem sama vandamál
hafi endurtekið sig hjá nýjum hýs-
ingaraðila því eftirfarandi skila-
boð birtust á síðunni þann 1. ágúst
og standa enn: „Vegna hrikalegs
óstöðugleika hýsingaraðila teljum
við okkur ekki geta veitt þá þjón-
ustu sem notendur eiga skilið. Í ljósi
þess munum flytja okkur til annarra
hýsingaraðila, meðan á því stendur
munum við fresta öllum fyrirhuguð-
um uppboðum.“ Þá sagði að áætlað-
ur tími við flutninga væri þangað til
á fimmtudag í síðustu viku en síðan
var enn lokuð þegar þetta var ritað á
mánudag.
Helgi Ragnar Guðmundsson á
fjörutíu prósent í fyrirtækinu en
hann var dæmdur í þriggja og hálfs
árs fangelsi árið 2012 fyrir aðkomu
sína að tugmilljóna svikum út úr
Íbúðalánasjóði. Jóna Heiða sagði í
samtali við DV í byrjun júlí að hún
hygðist taka yfir hlut Helga Ragnars.
„Já, eða ég tek yfir hans hlut. Þetta
var bara á meðan við vorum að byrja
og koma öllu heim og saman af því
að það er svona þar sem að reynsla
hans liggur.“ Samkvæmt upplýsing-
um fyrirtækjaskrár er hann þó enn
skráður fyrir fjörutíu prósenta hlut í
fyrirtækinu. n
jonbjarki@dv.is
Hrun á hrun ofan Uppboðssíðan Auraboð hefur hrunið enn á ný og óljóst er um framhaldið.
Vill meiri aga
„Mér finnst þurfa að sýna meiri
aga og það þarf að kalla forstöðu-
menn þessara ríkisstofnana á
fund. Spyrja þá svo í leiðinni
hvort þeir séu nokkuð að hætta,“
sagði Pétur Blöndal, varaformað-
ur efnahags- og viðskiptanefndar,
í samtali við Vísi í gær, um ríkis-
stofnanir sem farið hafa fram úr
fjárheimildum sínum.
Tíu ríkisstofnanir fóru fram úr
fjárheimildum sínum á fyrstu sex
mánuðum ársins. Pétur spurði
hvort forstöðumennirnir gætu
ekki fundið sér annað starf sem
þeir ráði við.
Ákærður fyrir
uppflettingar
Ríkissaksóknari hefur ákært lög-
reglumann sem var handtekinn
fyrr í vor vegna ásakana um
óeðlilegar uppflettingar í lög-
reglukerfi ríkislögreglustjóra.
Ríkisútvarpið greindi frá þessu
á mánudag en maðurinn var
handtekinn síðastliðna páska
ásamt tveimur félögum sínum,
annar starfaði á lögmannsstof-
unni Lex og hinn hjá símafyrir-
tækinu NOVA. Ákæra ríkissak-
sóknara beinist ekki gegn þeim
tveimur. Lögreglumanninum
var vikið úr starfi tímabundið en
samkvæmt heimildum DV deildu
mennirnir meðal annars mynd-
um af stúlkum sín á milli í lokuð-
um hópi á Facebook. Ljóst er að
hin meintu brot snúast um öflun
og miðlun upplýsinga um kyn-
ferðismálefni.
Rómanistar
ræða
Dagana 12. til 15. ágúst 2014
verður 19. ráðstefna norrænna
rómanista haldin á Íslandi.
Um 140 fræðimenn á sviðum
spænskra, franskra, ítalskra og
portúgalskra bókmennta og
tungu munu sækja þingið. Þetta
er í fyrsta sinn sem þingið er
haldið hér á landi en skipulag
ráðstefnunnar er í höndum
Stofnunar Vigdísar Finnboga-
dóttur í erlendum tungumálum,
Hugvísindastofnunar Háskóla
Íslands og rómönsku málanna í
Deild erlendra tungumála, bók-
mennta og málvísinda. Fjórir
þekkir fræðimenn verða lykil-
fyrirlesarar á þinginu. Frá Spáni
kemur dr. Emma Martinell, pró-
fessor við Háskólann í Barcelona,
frá Frakklandi dr. Mireille Calle-
Gruber, prófessor við l’Université
Sorbonne Nouvelle – Paris III, frá
Danmörku dr. Hanne Leth And-
ersen, aðstoðarrektor við Háskól-
ann í Hróarskeldu, og frá Ítalíu
dr. Lorenzo Coveri, prófessor við
Genova-háskóla.