Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Síða 30
Vikublað 12.–14. ágúst 201430 Sport Ný dögun hjá Didier Drogba n Kveður landsliðið og snýr aftur í enska boltann n Byggði spítala fyrir Pepsi-peninga Kveður landsliðið Didier Drogba tók þá ákvörðun að hætta að leika með landsliði Fílabeinsstrandarinnar eftir 12 ára glæstan feril. Hann er markahæsti leikmaður í sögu liðsins og var fyrirliði í átta ár. F ramherjinn Didier Drogba (36 ára) stendur nú á tímamótum á ferli sínum sem margir héldu að væri að renna sitt skeið. Fyr- ir helgi tilkynnti Drogba að hann væri hættur að gefa kost á sér í landslið Fílabeinsstrandarinnar eft- ir 12 ára glæstan feril þar sem hann var fyrirliði síðastliðin átta ár. Hann kveður sem markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 64 mörk í 104 landsleikjum. Fyrr í sumar gekk hann óvænt til liðs við sitt gamla fé- lag, Chelsea, eftir tvö tímabil í Tyrk- landi og stutt stopp í Kína. Þessi stóri og sterki framherji mun vafalaust veita kollegum sínum Diego Costa og Fernando Torres nauðsynlegt að- hald á komandi tímabili undir stjórn Joses Mourinho og reynsla hans og hæfileikar gætu reynst dýrmæt viðbót fyrir átökin framundan. Chelsea ætlar sér titilinn og Drogba sýndi það á ný- liðnu Heimsmeistaramóti í Brasilíu að hann getur enn breytt leikjum. Hann á nóg eftir og það veit Mourinho sem lét það verða eitt af sínum fyrstu verk- um að kaupa hann til Chelsea árið 2004. En leikmaðurinn sem oft og tíð- um hefur ært andstæðinga sína og stuðningsmenn þeirra á sér aðra hlið sem sjaldnar kemst í fréttirnar. Hann er kyndilberi friðar og mannúðar í heimalandinu þar sem hann hefur gefið mikið af sér. Erfið æska Didier Drogba fæddist í borginni Abidjan á Fílabeinsströndinni þann 11. mars 1978. Þegar hann var fimm ára var hann sendur í fóstur til frænda síns Michel Goba í Frakklandi en hann var atvinnumaður í knattspyrnu. Þar dvaldist hinn ungi Drogba í þrjú ár þar til hann fékk heimþrá og flutti heim aft- ur. Dvöl hans í Abidjan reyndist stutt. Hann spilaði fótbolta allan daginn á bílastæði í borginni en þegar foreldr- ar hans misstu báðir vinnuna neyddist hinn til að flytja aftur til frænda síns í Frakklandi. Árið 1991 ákváðu foreldrar hans að flytja sjálfir með fjölskylduna til Frakklands en það var ekki fyrr en árið 1993 sem Drogba var sameinaður fjölskyldu sinni á ný í Antony í úthverf- um Parísar. Það var þá sem hinn 15 ára Drogba hóf að spila fótbolta skipu- lega með staðarliðinu. Hann gekk síð- an til liðs við liðið Levallois þar sem hann skoraði mikið í varaliðinu. Hann náði hins vegar ekki að heilla þjálfara aðalliðsins þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri þar aðeins 18 ára Lengi að springa út Það hefur verið sagt um Drogba að hann hafi verið lengi að springa út sem knattspyrnumaður. Þegar hann lauk skóla flutti hann til að læra bókhald í háskóla og þurfti því að skipta um lið. Hann gerðist lærlingur hjá Ligue 2 liðinu Le Mans en fyrstu tvö árin þar glímdi hann við þrálát meiðsli. Fyrrverandi þjálfari Le Mans, Marc Westerloppe, sagði síðar að það hafi tekið Drogba fjögur ár að geta æft á hverjum degi og spila í hverri viku. Eft- ir nokkur mögur ár með Le Mans þar sem hann skrifaði ekki undir atvinnu- mannssamning fyrr en hann var 21 árs, sló hann í gegn tímabilið 2002/2003. Þegar tímabilið 2001/2002 var hálfnað hafði Ligue 1 liðið Guingamp ákveðið að kaupa Drogba fyrir 80 þúsund pund. Á næsta tímabili skoraði hann 17 mörk í 34 leikjum og var keypt- ur til franska stórliðsins Olympique de Marseille fyrir næsta tímabil á 3,3 milljónir punda. Þar hélt hann áfram að skora og lauk tímabilinu sem þriðji markahæsti maður deildarinnar með 19 mörk auk þess sem hann hjálpaði liðinu að komast í úrslit UEFA Evrópu- keppninnar 2004. Drogba varð gríðarvinsæll hjá stuðningsmönnum Marseille þrátt fyrir að hafa aðeins leikið eitt tímabil með liðinu en frammistaða hans hafði vakið athygli hins nýríka enska stór- veldis Chelsea. Eigandinn Roman Abramovich var stórtækur á leik- mannamarkaðnum og peningar voru engin fyrirstaða. Marseille stóð fast á sínu og svo fór að Chelsea greiddi 24 milljónir punda fyrir Fílabeins- strendinginn sterka fyrir tímabilið 2004/2005. Flestir þekkja afrek hans síðan. Útborgunardagur í Kína Drogba lék með Chelsea í átta ár, skor- aði 100 mörk í 226 leikjum og varð með tíð og tíma einn skæðasti og besti framherji Evrópu. Hans besta tímabil er án nokkurs vafa tímabilið 2009/2010 þar sem hann skoraði 29 mörk í 32 leikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Hann varð sannköll- uð goðsögn hjá Chelsea eftir að hafa hjálpað liðinu að vinna 12 bikara en árið 2012 skildi leiðir. Héldu margir að hinn 34 ára gamli Drogba væri að undirbúa það að setjast í helgan stein þegar hann samdi við kínverska liðið Shanghai Shenhua. Drogba skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið og er sagt að hann hafi hljóð- að upp á 200 þúsund pund á viku. Drogba hafði tryggt eftirlaunasjóð sinn með þessu. En hann stoppaði stutt í Kína og lenti í launadeilum við forráðamenn í Shanghai sem Drogba sakaði um að hafa ekki staðið við sitt. Skyndilega bárust fréttir af því í janúar 2013 að framherjinn hefði skrifað undir 18 mánaða samning við tyrk- neska stórliðið Galatasaray. Hann var hins vegar enn tæknilega samnings- bundinn Shanghai og fór málið fyrir úrskurðarnefnd Alþjóðaknattspyrnu- sambandsins, FIFA, sem veitti Drogba heimild til að semja við Galatasaray meðan leyst væri úr samningamálum hans. Hann skrifaði undir risasamning við tyrkneska liðið sem tryggði honum 4 milljónir evra fyrir það eitt að skrifa undir og síðan 4 milljónir evra á ári eft- ir það. Drogba stóð sig með prýði hjá Galatasary og hjálpaði liðinu að vinna þrjá bikara og skoraði 15 mörk í 37 leikjum með félaginu. Enn bestur í Evrópu Þann 25. júlí síðastliðinn ráku margir upp stór augu þegar Chelsea tilkynnti að félagið hefði samið við Drogba á ný til eins árs eftir að samningur hans við Galatasaray rann út. „Þetta var auð- veld ákvörðun, ég gat ekki staðist það að vinna með Jose Mourinho aftur. Allir vita hversu sérstakt samband mitt við þetta félag er og hér finnst mér ég vera kominn heim,“ sagði Drogba eft- ir að allt var undirritað. Mourinho hef- ur enn tröllatrú á Drogba þrátt fyrir að margir hafa sett spurningarmerki við ákvörðunina. „Hann er að koma hingað vegna þess að hann er einn besti framherji Evrópu. Ég þekki hans persónu vel og ég veit að hann er að koma hingað til að láta til sín taka og skrifa nýjan kafla í sögubækurnar, ekki bara lifa í gamalli dýrð hjá félaginu.“ Mannvinurinn Drogba Þótt Drogba sé dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum liðanna sem hann hefur leikið með þá hefur hann alla tíð mátt glíma við slæmt almenn- ingsálit vegna þess hvernig hann spil- ar. Hann er stór og sterkur leikmaður sem gagnrýndur hefur verið harðlega Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Einstaklingsverðlaun Leikmaður ársins á Fílabeins- ströndinni: 2006, 2007, 2012. Knattspyrnumaður Afríku: 2006, 2009. Markahæstur í ensku úrvals- deildinni: 2007, 2010. Markahæstur í Evrópudeildinni: 03/04. Markahæstur í Afríkukeppninni: 2012. Heimsúrval Fifa/Fifpro: 2007 Lið ársins í ensku úrvalsdeildinni: 06/07, 09/10. Leikmaður ársins hjá Chelsea: 2010. Leikmaður ársins í Tyrklandi: 2013. Leikmaður ársins í Frakklandi: 03/04. Titlar með félagsliðum Chelsea Enska úrvalsdeildin: 2004/05, 2005/06, 2009/10. Enska bikarkeppnin (FA Cup): 2006/07, 2008/09, 2009/10, 2011/12. Enski deildarbikarinn: 2004/05, 2006/07. Meistardeild Evrópu: 2011/12. Samfélagsskjöldurinn: 2005, 2009. Galatasaray Super Lig: 2012/13. TFF Super Kupa: 2013. Tÿrkiye Kupasi: 2013/14. Guingamp 2002–2003 Chelsea 2004–2012 Leikir: 45 Leikir: 226 Mörk: 20 Mörk: 100 Marseille 2003–2004 Fílabeinsströndin Leikir: 35 Leikir: 104 Mörk: 19 Mörk: 65 Tölfræði og verðlaun Goðsögn hjá Chelsea Drogba og Eiður Smári Guðjohnsen léku saman hjá Chelsea í um tvö tímabil. Báðir voru þeir og eru í miklum metum hjá Jose Mourinho og stuðningsmönnum Chelsea. Sló í gegn í Frakklandi Drogba var keyptur til Marseille í Frakklandi fyrir 3,3 milljónir punda. Eftir eitt tímabil og 19 mörk var hann seldur til Chelsea á 24 milljónir punda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.