Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 12.–14. ágúst 2014 N útíma matvælaiðnaður hef- ur tekið stakkaskiptum síð- ustu ár og áratugi. Með til- komu verksmiðjubúskapar hafa áhrif matarframleiðslu, þá sérstaklega kjötframleiðslu, á umhverfið margfaldast. Í dag snýst þessi búskapur um bestun, það er að segja, að afrakstur af dýrum sem ræktuð eru til manneldis verði sem mestur. Framleiða 99% af kjöti sem neytt er í Bandaríkjunum Í úttekt Business Insider um verk- smiðjubú sem þessi kemur fram að rúmlega 15.000 slík bú sé að finna í Bandaríkjunum. Þar búa dýrin á svokölluðum „feedlots,“ sem eru af- girt svæði þar sem þúsundir dýra búa á sama tíma, í þröngum plássum og oft við slæman og dapurlegan að- búnað. 99% allra dýra sem notuð eru til kjötframleiðslu í Bandaríkjunum koma frá búum sem þessum. Þessi bú eru að vissu leyti lík því hvernig borgir voru uppbyggðar á öldum áður, segir rithöfundurinn Michael Pollan, en hann skrifaði bókina The Omnivore‘s Dilemma, sem fjallar um matarvenjur nútíma- mannsins, sem hafa orðið flóknari og flóknari samfara auknu fæðuúr- vali. Í bókinni lýsir Pollan búunum sem „troðfullum, illa lyktandi, með opnum holræsum og ómalbikuðum vegum.“ Hann segir loftið umhverfis búin rykmettað og skítugt. Snýst allt um hámarksafrakstur Síðustu ár hefur breski listamaður- inn Mishka Henner safnað saman myndum af búum sem þessum til að varpa ljósi á starfshættina, sem eru huldir almenningi að miklu leyti. Myndirnar eru teknar með hjálp gervihnatta og veita sláandi sýn á þau umhverfisáhrif sem búin hafa. Henner segir að búin séu góð leið til að sýna hvernig heimur mat- vælaframleiðslu er í dag. „Þetta er hagkvæmt kerfi sem er hannað til þess að ná hámarks afrakstri. Þetta er sá heimur sem við lifum í í dag. Við viljum geta náð hámarks afrakstri af öllu, sama hvaða iðnað er um að ræða,“ sagði Henner um myndirnar. Í vandræðum með eitraðan úrganginn Myndirnar eru vissulega sláandi og á þeim sést hvernig framleiðendur eru í vandræðum með úrganginn frá búskapnum og bregða á það ráð að búa til það sem kallað hefur ver- ið „mykjulón.“ Þar safnast saman all- ur úrgangur dýranna. Hann er ekki hægt að nýta sem áburð þar sem í honum er hátt hlutfall fosfórs og köfnunarefna. Þessi lón geta verið mjög skaðleg umhverfinu þar sem í þeim er aragrúi af öðrum skaðleg- um efnum, bæði lífrænum og ólíf- rænum. Til að mynda hafa fundist sýklalyf, skordýraeitur og sjúkdóm- ar í lónum sem þessum. Í skýrslu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna kemur fram að í ríkjum þar sem mörg verksmiðjubú er að finna komi upp alvarleg vandamál tengd vatns- bólum að meðaltali 20 til 30 sinnum á ári. Að auki valda búin mikilli loft- mengun. Þessi mikla mengun hefur haft ýmis efnahagsleg áhrif á svæði innan þessara ríkja og hefur fasteignaverð til dæmis fallið mikið, samkvæmt ný- legum könnunum. Nánast útilokað að afhjúpa vandamálið Lagaumhverfi Bandaríkjanna í þess- um efnum er þó fremur hliðhollt fyrir tækjunum. Til eru nokkurs kon- ar and-uppljóstrunarlög, sem eru oft kölluð „ag-gag“ lög, sem banna til dæmis allar hljóð- og mynd- bandsupptökur innan búanna, sama hvort þær séu opinberar eða gerð- ar leynilega. Ef lögin eru brotin geta viðurlögin verið hörð og geta þeir sem brjóta þau átt von á árs fangels- isvist og sekt sem nemur að hámarki 5.000 Bandaríkjadölum. Þar sem Henner nýtti sér gervi- hnattatækni við að mynda búin, og er þar af leiðandi ekki að fara í leyfis- leysi á land verksmiðjanna, er hann ekki að brjóta þessi fyrrnefndu lög. Hann hefur þó verið varaður við því að hann gæti fengið á sig lögsókn vegna myndanna. Lögin eru einmitt ástæðan fyrir því hversu lítið al- menningur veit í raun um hvað fram fer á búum sem þessum. Dýraverndunarsinnar hafa þó ákveðið að fara í hart vegna laganna og hefur sú barátta staðið yfir í nokk- ur ár. Deilt er um lögmæti tveggja slíkra laga í Hæstarétti Bandaríkj- anna og telja margir að þau brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. Yfir helmingur ríkja Bandaríkj- anna hefur gert tilraun til þess að setja lög sem þessi, en aðeins sjö ríkj- um hefur tekist það hingað til. n SnýSt eingöngu um hámarkSafrakStur Loftmyndir listamannsins Mishka Henner af afleiðingum verksmiðjubúskapar hafa vakið mikla athygli Jón Steinar Sandholt jonsteinar@dv.is Blóðrautt Lónin eru oft litskrúðug. Eitraður kokteill Lónin eru uppfull af ýmsum efnum. Í þeim má finna sýklyf, úrgang, skordýraeitur og ýmsa sjúkdóma. Afgirt Dýrin fá að vera úti við í afgirtum svæðum, hundruð ef ekki þúsundir saman í einu plássi. Líkt og maurabú Loftmynd af verksmiðjubúi sýnir hversu þröngt dýrin búa. Í hverju hólfi má sjá dökka bletti þar sem drulla og úrgangur hefur safnast saman. Litskrúðugt Úrgangurinn rennur líkt og á ofan í stórt lón. Gríðarstórt Hér sést hversu stór lónin geta orðið. Þau fara ofan í jarðveginn og valda oft mengun í nálægum vatnsbólum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.