Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Side 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Þorsteinn Guðnason • Sölu- og markaðsstjóri: Helgi Þorsteinsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttaSkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð Dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtaRSími aUglýSingaR Sandkorn 24 Umræða Helgarblað 26.–29. september 2014 Tárin trilluðu Við erum ekki blindfullar Við erum með eftirlitsstofnun Ísland keyrir á Windows 95 María Ellingsen heimsótti styrktarbarn sitt í Tansaníu. – DV Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir MS ekki hafa brotið samkeppnislög. – Kastljós Afmæli Jóns Steinars Umræðan um bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar um Hæstarétt Ís­ lands hefur senni­ lega ekki farið framhjá neinum. Bókin verður gefin út á næstu vikum en byrjað er að fjalla efnislega um hana. Í bókinni fjallar Jón Steinar með gagnrýnum hætti um Hæsta­ rétt Íslands og samdómara sína þar en Jón Steinar hlaut kannski ekki það brautargengi þar sem einhver kann að hafa búist við og hætti fyrir aldur fram árið 2012. Svo skemmtilega vill hins vegar til að nákvæmlega 10 ár eru liðin síðan Jón Steinar settist í Hæsta­ rétt Íslands en hann var skipaður í starfið þann 29. september 2004. Bókin verður því gefin út á 10 ára dómaraafmæli Jóns Steinars. Skrifin um Gift Stærsta frétt vikunnar á Íslandi er án vafa úrskurður Samkeppnis­ eftirlitsins um MS sem sendur verður til áfrýj­ unarnefndar samkeppnismála. Í nefndinni sitja þau Jóhannes Karl Sveinsson, Anna Kristín Traustadóttir og Stefán Már Stefánsson. Hugsanlegt er að mál­ ið fari fyrir dómstóla eftir úrskurð nefndarinnar. Stefán Már skrifaði skýrslu um starfsemi Fjárfestingarfélagsins Giftar árið 2009, í nafni Lagastofn­ unar Háskóla Íslands, og fékk sjö milljónir króna fyrir. Þórólfur Gísla- son, kaupfélagsstjóri hjá KS, næst stærsta hluthafa MS, var einn helsti áhrifamaður Giftar og um tíma stjórnarformaður félagsins. Baráttan gegn Dróma Áralöng barátta Björns Steinbekk Kristjánssonar gegn fjármálafyrir­ tækinu Dróma varð nokkrum sinnum fjölmiðla­ efni eftir hrunið. Vændi Björn Dróma meðal annars um hótanir í sinn garð. Björn hefur nú unnið sigur í málinu og fær lán sitt endurútreiknað líkt og hann vildi alltaf. Barátta Björns tók á sig nokkuð kaldhæðnislega mynd fyrr á árinu þegar íbúð hans var notuð við upp­ tökur á auglýsingu um skuldaleið­ réttingu ríkisstjórnarinnar. Sjálfur vildi Björn ekki ræða auglýsinguna opinberlega en á samskiptamiðl­ um var hent að þessu gaman og samhengið skensað. Svakalegt samhengi Samhengi MS­málsins er svaka­ legt á margs konar hátt. Þannig er formaður verðlagsnefndar búvöru, Ólafur Friðriksson, sem ákvað að hækka verðið á mjólk­ inni sem Mjólka keypti, fyrrver­ andi forstjóri Kaupfélags Skag­ firðinga sem eignaðist félagið í kjölfar hækkunarinnar. Ólafur var fyrirrennari Þórólfs Gíslasonar á Sauðárkróki og er einn af hans nánustu sam­ starfsmönnum til margra ára. Störfuðu þeir meðal annars saman að málefnum fjárfestingar­ félagsins Giftar á sínum tíma. Allir þræðirnir í MS­málinu liggja því á endanum á Krókinn. Í sland keyrir á Windows 95, löngu úreltu og handónýtu stýrikerfi. Snillingarnir sem sögðust vera að uppfæra kerfið upp úr alda­ mótum með nýjum ævintýralegum útlandasamböndum vissu ekkert hvað þeir voru að gera og kerfið hrundi í andlitið á okkur. Sumir hlutar þess, eins og alþjóðatenging fjármálakerf­ isins, löskuðust þá svo illilega að við neyddumst til að fara í enn forneskju­ legra stýrikerfi, og þar höngum við enn. Sá hluti er einfaldlega enn ekki kominn í lag sex árum eftir hrunið. Aðrir hlutar hafa grotnað niður, til dæmis heilbrigðis­ og menntakerf­ ið, á meðan gömul apparöt landbún­ aðar og sjávarútvegs, sem líður best í ógagnsæjum og flóknum notendavið­ mótum gamla kerfisins, mala gull. Þetta er mjög leiðinlegt að horfa upp á og fýluaukandi vegna þess að hrunið gaf okkur þrátt fyrir allt einstakt tækifæri til að nútímavæða Ísland, uppfæra stýrikerfið, smíða okkur nýtt, opið og traust kerfi sem virkaði. En, nei, „computer says no“. Allar tilraunir til að uppfæra íslenska stjórnkerfið eftir hrun leystust upp í allsherjar þjóðarrifrildi og fýlu, sem stendur enn, og það undir stjórn ungs forsætisráðherra sem ætlaði þvert á móti að „virkja samtakamátt þjóðar­ innar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur ís­ lensk stjórnmál og umræðu í samfé­ laginu um nokkurt skeið,“ eins og seg­ ir í upphafsorðum stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Í stað þess að vinna að inn­ leiðingu á nútímalegri og opnari að­ ferðum virðumst við vera föst í óskilj­ anlegu kerfisstoppi. Ísland er ónýtt – varð frasi vikunnar sem komst á flug úr bloggpistli þar sem ráða­ mönnum var líka sagt að éta skít. Á sama tíma fá röksemdir Gunnars Smára Egilssonar fyrir því að Ísland aflýsi sjálfstæðu lýðveldi og fari undir stjórn Noregs byr undir báða vængi. Fólk sem hefur sloppið frá Íslandi í dag yfir í eðlilegra umhverfi hefur líkt léttinum sem því hefur fylgt við það að vakna af upp af martröð. Það er áhyggjuefni þegar svona almenn og langvinn óánægja grefur um sig á tímum sem samkvæmt hægt batnandi hagstærðum ættu að vera batnandi. Slíkt er ávísun á áfram­ haldandi landflótta og spekileka sem við höfum ekki efni á. Væntingavísi­ talan sem hafði hægt og bítandi stig­ ið frá hruni stendur nú í stað. Það er enn meira áhyggjuefni þegar ráðandi öfl virðast ekki ætla að taka á stöðunni út frá þeim grund­ vallarfeilum sem liggja í óbreyttu ástandi. Og það er ástæða til að ótt­ ast að umfjöllunin um samkeppn­ islagabrot Mjólkursamsölunnar gegn Mjólku, og sá ömurlegi veruleiki sem umfjöllun DV í dag lýsir í því máli, verði þannig ekki sú vakningarhringing sem þessi ríkisstjórn þarf. MS­málið sýnir okkur betur en flest annað þá úldnu forneskju sem íslenskt stjórnkerfi get­ ur verið. Það er eins og sneiðmynd af meininu í kerfinu. Ríkisstjórnin hefur líklega ekki nema eitt tækifæri í viðbót, áður en massinn gefst endanlega upp á henni, til að efna áðurnefnt heit sitt um að virkja samtakamáttinn. Slíkt tækifæri býr hún aðeins til sjálf og getur bara snúist um það að gefa skýrt til kynna að nú eigi að hverfa frá gamla tímanum. Góð byrjun í því væri að skipta um landbúnaðarforritið í stjórnkerf­ inu og setja alvöru kraft í að upp­ færa stýrikerfið til dæmis samkvæmt nokkrum tillögum sem komið hafa frá Samráðsvettvangi um aukna hag­ sæld, þessum þverpólitíska og þver­ faglega vettvangi sem nú reynir að finna leiðir til að tryggja hagsæld Ís­ lendinga til lengri tíma litið. Í tillögunum er til dæmis kallað eftir þessu tvennu: Skilvirku stuðn­ ingskerfi landbúnaðar í landinu og aukinni samkeppni í búvörumarkaði. Þetta lætur ekki mikið yfir sér en gæti breytt öllu. n H elstu óvinir almennings á Íslandi – skilið sem þeir sem gera hluti sem ganga þvert gegn hagsmunum meirihluta þess fólks sem býr í landinu – eru ekki kapítalist­ arnir sem græða peninga á frjálsum markaði og grilla svo á kvöldin, þeir sem kaupa hlutabréf í fyrirtækjum með það fyrir augum að hagnast á því eða sjá viðskiptatækifæri sem þeir stökkva á með góðum árangri. Hvað er í raun slæmt við það ef einhver maður sem á pening tekur þátt í hlutafjárútboði hjá fyrirtæki, sem er verið að skrá á markað, og fjór­ faldar fjármuni sína á tilteknum tíma? Ég sé hugsanlegt fréttnæmi í því en ég hef enga sérstaka skoðun á því. Þetta er bara maður sem er að græða pen­ ing. Ég sef hvorki betur né verr vit­ andi að hann Páll græddi eða tapaði milljarði á viðskiptum með hluta­ bréf í Marel þó að mér finnst kannski áhugavert að fá að vita það. Var eitthvað að því í sjálfu sér að Björgólfsfeðgar komust í álnir með því að byggja upp og selja bruggverk­ smiðju í Sankti Pétursborg til Heine­ ken? Var eitthvað að því í sjálfu sér þegar Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson seldu Húsasmiðjuna til Baugs og græddu fullt af pening­ um? Hverjum fannst í sjálfu sér nei­ kvætt að Skúli Mogensen og Co. seldu Nokia fjarskiptafyrirtæki árið 2008 og högnuðust um nokkra milljarða? Væri eitthvað athugavert ef eigendur Plain Vanilla seldu fyrirtækið til fjár­ festa og innleystu mikinn hagnað? Menn sem hagnast með því að koma auga á eða búa til viðskiptatækifæri á frjálsum markaði geta sannarlega verið mikilvægir og góðir fyrir samfé­ lög – nú hljóma ég örugglega eins og Hannes Hólmsteinn. Slíkir menn sem vinna á frjálsum markaði eru ekki óvinir almennings því hagnaður þeirra er ekki búinn til með því að brjóta á almenningi. Þeir vinna á frjálsum markaði, og tapa á frjálsum markaði eftir atvikum – eins og Björgólfur eldri gerði í raun áður en þeir feðgar héldu til Rússlands. Hagnaður þeirra eða tap er fólki ekki endilega tilfinningamál þó að við­ skiptasýsl þeirra sé vissulega frétta­ matur. Til þess að þeir verði óvinir almennings þarf annað og meira að koma til: Þeir þurfa að vinna beint gegn hagsmunum almennings. Ég hef velt því fyrir mér síðastliðin ár í kjölfar hrunsins og í ljósi enda­ lausra frétta sem birst hafa í fjölmiðl­ um um tap og hagnað manna í við­ skiptalífinu hvaða tilfinningar ég ber til þess þegar vel gengur eða þegar illa gengur hjá mönnum í viðskiptalíf­ inu. Sannleikurinn er sá að þessar til­ finningar eru ekki mjög sterkar en al­ mennt séð er auðvitað betra þegar vel gengur hjá mönnum en illa. Ég man eftir því á árunum fyrir hrun að hagn­ aðartölurnar hjá FL Group, Atorku, Milestone eða Fons hreyfðu ekki við mér og mér var eiginlega alveg sama um hvort eitthvert íslenskt fyrirtæki væri í útrás eða ekki. Auðvitað vissi maður ekkert hvað var í gangi í raun hjá þessum fyrirtækjum og vissulega áttaði maður sig ekki á slæmum af­ leiðingum afdrifa þessara félaga fyrir líf fólks í landinu. En per se þá var manni sama um hagnaðartölurnar; þetta kom manni varla við. Svo kom bankahrunið og þá breyttist þessi heimsmynd umtalsvert. Tilfinningarnar tikka hins vegar inn hjá mér þegar stjórnmál og spill­ ing byrja að spila inn í hagnað fjár­ festa og einkafyrirtækja. Þegar þræðir pólitísks valds og auðvalds byrja að tvinnast saman og fyrir liggur mis­ notkun á aðstöðu eða einokunar­ stöðu sem fengin er í krafti pólitísks valds og pólitískrar völdunar. Þegar slíkir þræðir tvinnast saman vegna fjárhagslegra hagsmuna einhvers fyrirtækis og koma beint niður á al­ menningi og buddu hans þá er stað­ an önnur en þegar Páll græðir millj­ arð á Marel. Þegar aðstöðubraskið teygir sig ofan í vasa almennings. Þar liggur ein helsta meinsemd íslensks samfélags, ekki í hagnaði eða um­ svifum einkafjárfestisins sem stendur utan við hinn pólitíska leikvöll. Nákvæmlega slíkar tilfinningar komu upp hjá mér í byrjun vikunn­ ar út af úrskurði Samkeppniseftirlits­ ins um samkeppnislagabrot Mjólkur­ samsölunnar gagnvart Mjólku. Þar er um að ræða einokunarfyrir­ tæki í mjólkuriðnaði, sem nær all­ ir Íslendingar verða að versla við og sem er með 95 prósenta markaðs­ hlutdeild, sem misnotar aðstöðu sína gagnvart litlum samkeppnis­ aðila með það fyrir augum að drepa samkeppni á markaði. Tilfinningarn­ ar verða síst minni þegar Mjólkur­ samsalan er talin hafa gert þetta til að ganga erinda einkafyrirtækisins Kaupfélags Skagfirðinga sem er stór hluti í MS. Slíkir viðskiptahættir koma sannarlega niður á neytendum, á al­ menningi, því þeir drepa samkeppni, ýta undir áframhaldandi fákeppni á grundvelli einokunar og leiða ekki til lækkunar vöruverðs. Þegar við myndina bætist að það eru ráðamenn í Framsóknarflokknum sem um árabil hafa valdað óbreytt ástand í mjólkuriðnaði á Íslandi, og í reynd allri framleiðslu og versl­ un með búvörur, þá verða tilfinn­ ingarnar ennþá sterkari. Fyrir hvern er þessi flokkur að vinna? Ekki fyrir kjósendur sína, ekki fyrir neytendur í landinu, ekki fyrir almenning? Hann gætir hagsmuna örlítils hóps manna, meðal annars stjórnenda Kaupfélags Skagfirðinga, sem hefur ríka hags­ muni af því að halda óbreyttu ástandi í landbúnaðar­ og búvörumálum. Af hverju eru ennþá til kaupfélög á Ís­ landi, hagsmunir hverra eru valdaðir af Framsóknarflokknum? Og ekki bara það að þessi hópur vilji halda óbreyttu ástandi þvert gegn hagsmunum stórs meirihluta almennings þá misnotar mjólkur­ fyrirtækið sem þessi hópur stýrir líka aðstöðu sína til að drepa samkeppni á markaði sem nú þegar einkennist af algjörri fákeppni. Ekki er bara nóg að halda óbreyttu ástandi heldur þarf að halda algjörri einokun og hafa fá­ keppnina ríkjandi. Þetta – Framsóknarflokkurinn er í broddi fylkingar – eru réttnefndir óvinir almennings því það sem þeir gera miðar ekki að því að gæta að og bæta almannahag heldur þvert á móti að standa vörð um einkahagsmuni. Úrskurður Samkeppniseftirlitsins sýnir þetta svo svart á hvítu; í hon­ um endurspeglast allt það versta sem Framsóknarflokkurinn stendur enn­ þá fyrir, tæpum 100 árum eftir stofn­ un þess flokks. Framsóknarflokkurinn stendur beinlínis í vegi fyrir verslunar­ og markaðsfrelsi í íslensku samfélagi og er þar af leiðandi vegatálmi fyrir áframhaldandi framþróun íslensks samfélags. Svo ekki sé nú talað um það spillingardíki sem þessi flokkur er, og úrskurður Samkeppniseftirlits­ ins er enn ein sorgleg staðfestingin á, sem aftur stendur í vegi fyrir fram­ þróun gagnsærra og heilbrigðara pólitísks lífs í landinu. Ég bara skil ekki hvernig fjórðungur þjóðarinnar getur stutt þetta stjórnmálaafl. n Óvinir almennings„Framsóknar- flokkurinn stendur beinlínis í vegi fyrir versl- unar- og markaðsfrelsi í íslensku samfélagi og er þar af leiðandi vegatálmi fyrir áframhaldandi fram- þróun íslensks samfélags. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Kjallari Guðfinna Guðmundsdóttir framsóknarkona svarar fyrir upptöku. – Harmageddon Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is „ Allar tilraunir til að uppfæra íslenska stjórnkerfið eftir hrun leystust upp í allsherjar þjóðarrifrildi og fýlu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.