Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Page 33
Helgarblað 26.–29. september 2014 Fólk Viðtal 33 hafi ekki endilega verið það sem hann stefndi að. „Ég var svo heppinn að fá vinnu strax eftir skóla, það var kallað í mig í Þjóðleikhúsið. Sveinn Einarsson sá til mín og ég gekk til liðs við leikhúsið. Grín kom við sögu í fyrstu leikritunum mínum og það lá ágætlega fyrir mér. Kannski fékk ég þess vegna þennan stimpil á mig.“ Frægð og frami Siggi var fastráðinn í Þjóðleikhúsinu í heil 25 ár, en samt hefur hann fund­ ið tíma til að sinna öðrum verkefn­ um. Hann sló rækilega í gegn í kvik­ myndinni, Land og synir, eftir Ágúst Guðmundsson, sem kom út árið 1980. „Ég var kannski bara réttur maður á réttum stað. 1978 eða 1979 er Land og synir gerð, en ásamt Óðali feðranna og fleirum, hefur hún ver­ ið kennd við íslenska kvikmynda­ vorið. Hún vakti mikla athygli á kvikmyndagerð og braut ísinn fyr­ ir komandi kvikmyndagerðarmenn. Ég er auðvitað mjög stoltur að hafa fengið að taka þátt í þessu ævin­ týri. Það er gaman að fá að vera einn pínulítill hlekkur í því. Ég er grobb­ inn af því.“ Land og synir sló í gegn og stór hluti þjóðarinnar sá Sigga Sigurjóns leika Einar. Einungis 25 ára var hann því orðinn þjóðþekktur maður. „Það var auðvitað eitthvað sem ég hafði aldrei kynnst áður og var alveg nýtt fyrir mér. En fljótlega fór ég svo að vinna í sjónvarpi og kom fram í ára­ mótaskaupinu. Það var eins og núna, hálf þjóðin horfði á þetta. Þannig að það verður ekki hjá því komist að fólk þekki mann í sjón í það minnsta. Það hefur fylgt mér að fólk veit svona sirka hver ég er, það hefur séð mig einhvers staðar. Það hefur aldrei böggað mig neitt, eða haft áhrif á mig að ég held. Þetta er bara partur af mínu starfi og ég vona að það hafi ekki stigið mér til höfuðs.“ Ferillinn hefur verið ansi magn­ aður: frá Landi og sonum í gegnum ranghala Hálsaskógar inn á Spaug­ stofuna og til Afans. En hefur Siggi Sigurjóns alltaf verið sáttur við það sem hann hefur látið frá sér. „Ég er ekki þessi fullkomnunarsinni. Ég er ekki smámunasamur maður, hvorki í prívatlífinu né í listinni. Ég læt berast eftir mínu innsæi og ég hef lært að treysta því. En mér hef­ ur alls ekki alltaf tekist vel upp, ég á alveg fullt af rosalegum bommert­ um sem ég hefði alveg viljað vera án, en kannski þegar uppi er staðið voru þær nauðsynlegar. Maður horfir á verkið og segir: klaufi var ég að gera þetta ekki svona eða svona. En það hangir ekkert lengi í hausnum á mér. Enda væri það alveg vonlaust, mað­ ur á bara að reyna að læra af mistök­ um og taka næsta verkefni fyrir.“ Siggi er kvæntur Lísu C. Harðar­ dóttur, sem starfar sem leið­ beinandi á leikskóla, og hef­ ur hún stutt hann í gegnum allan leiklistarferilinn. „Við kynntumst í Hafnarfirðin­ um að sjálfsögðu. Ég leita ekkert út fyrir bæinn með það frekar en annað. Það var bara um það leyti sem ég var að útskrifast. Hún varð bara að sætta sig við það, „vær så god“. Það var ábyggilega ekk­ ert auðvelt á tíðum, ég tala nú ekki um svona fyrstu árin þegar það var mikið að gera og miklar fjarvistir. Það þurfti auðvitað að venja heimilislíf­ ið við það, öll þessi kvöldvinna og helgar vinna og aldrei heima þegar aðrir voru í fríi, en við þurftum bara að breyta og maður lærir að lifa með því. Laugardagskvöldin færast bara yfir á þriðjudagskvöld og allir fatta að það er alveg jafn gott. Börnin ólust náttúrlega upp við það að pabbi væri alltaf í barnaleikritum og leikandi öll kvöld. Það varð bara fljótt partur af okkar lífi og allir mjög sáttir við það.“ Spaugstofan – búin í bili Siggi hefur leikið í á þriðja tug kvik­ mynda og ótal leikrita, en þekkt­ astur er hann þó líklega fyrir þátt sinn í Spaugstofunni. Þar hefur hann þróað og gert frægar persónur á borð við lögguna Grana, Ragnar Reykás og Kristján Ólafsson. Spaug­ stofan hefur verið vikulegur gestur á sjónvarpsskjáum Íslendinga, með hléum, í nánast 25 ár. Þátturinn hef­ ur verið í sýningum á Stöð 2 undan­ farin ár, en verður ekki framleiddur áfram. „Hún er búin í bili getum við sagt. En hún verður aldrei alveg búin því að við erum svo miklir félagar og höldum hópinn. Við erum alltaf að bralla eitthvað og við erum ekkert að gefast upp. Þetta hefur verið frá­ bær tími, en allt hefur sinn tíma, líka við. Sumum fannst við vera of lengi en sumum fannst við vera of stutt og vildu hafa okkur áfram. Það er bara lífsins gangur, maður kemur í manns stað. En við erum ekkert búnir að segja okkar síðasta.“ Spaugstofan var um árabil helsti spéspegill þjóðarinnar, sem gerði óspart grín að valdhöfum og atburð­ um líðandi stundar. Siggi viðurkenn­ ir að oft hafi fólk tekið grínið nærri sér. „Já, við höfum fengið mjög hörð viðbrögð. Mörgum þótti við oft vera alveg á grensunni, jafnvel fara út fyrir gráa svæðið. Það var hins vegar aldrei tilgangurinn í sjálfu sér að meiða eða særa fólk, það hefur ekk­ ert upp á sig. En hins vegar á svona fyrirbæri að vera ögrandi afl sem notar kómíkina sem vopn. Það þarf alveg að vera á gráu svæði, öðruvísi er ekkert varið í þetta. Við viljum ekki fara yfir strikið, en það er gam­ an að dansa nett á línunni og svo má misstíga sig annað slagið,“ segir Siggi kíminn. Hann viðurkennir einnig að fólk í valdastöðum hafi oft verið ósátt og jafnvel haft í hótunum við þá. „Þær hafa alveg komið beinar og óbein­ ar. Við höfum svo sem aldrei feng­ ið það beint í andlitið. En við eigum eftir að segja þessa sögu frá orði til orðs innan tíðar. Með hvaða hætti, get ég ekki alveg upplýst hér og nú, en þetta er merkileg saga. Grínið er kannski skörpustu gleraugun – beittasti hnífurinn er háðið. Eins og mannkynssagan segir okkur. Við höfum fengið útrás í gegnum Spaugstofuna og reynt að koma víða við.“ Hann segist hafa sterkar póli­ tískar skoðanir þó að hann gefi þær ekki beint upp. „Við erum jú bara prívatmanneskjur sem lifum okk­ ar prívatlífi og höfum þess vegna alveg skoðanir á stjórnvöldum og því sem er að gerast á Íslandi. Grín­ ið er ákveðið aðhald. Við erum að berja í borðið. Þetta er okkar að­ ferð, og höfum kannski stundum verið, leyfi ég mér að segja, mál­ pípa sumra. Fólk gat tekið undir með okkur. Ég hef alveg mína sýn á lífið og tilveruna. Það breytist frá degi til dags, en mér líkar ekki sumt og líkar annað.“ Hann segist þó aldrei hafa velt því fyrir sér að taka þátt í hefð­ bundnu stjórnmálastarfi, „en ég vil hafa mína skoðun á því og á að hafa mína skoðun á því. Maður á ekkert að kyngja öllu. Þetta var bara tæk­ ið sem okkur áskotnaðist og við höfum reynt að nýta okkur það al­ veg til hins ýtrasta, ekki bara til að koma okkar prívatskoðunum á framfæri heldur vonandi skoðun­ um fleiri.“ Ástæðan fyrir langlífi Spaugstof­ unnar er kannski fyrst og fremst hversu samheldinn hópurinn er. „Við erum svo lánsamir að við erum mjög ólíkir einstaklingar. Það eru átök, en í rauninni bara jákvæð átök. Okkur lætur mjög vel að vinna saman. Það er eitthvað samband á milli okkar sem hefur orðið til þess að það í raun­ inni slitnar ekki slefið á milli okkar.“ Hann endurtekur að Spaug­ stofumenn séu hvergi nærri hætt­ ir. En af hverju að vera að vasast í þessu fram eftir aldri, er kannski bara enginn verðugur arftaki í grín­ inu? „Jú, jú, það er alveg fjöldi fólks. Það hefur reyndar enginn tekið upp merki Spaugstofunnar og enginn sambæri legur þáttur komið fram. Og mér finnst full nauðsyn á því að það sé einhver svona þáttur í gangi. Hann þarf ekkert að heita, eða vera Spaugstofan. Þetta þarf ekkert að vera við, en þetta mótvægi finnst mér mjög nauðsynlegt.“ Tekur afahlutverkið alvarlega Siggi eignaðist sitt fyrsta barnabarn árið 2006 en hefur síðan þá eignast þrjú til viðbótar. Hann segist taka þetta nýja hlutverk sitt í lífinu alvar­ lega, raunar braut hann heilann svo mikið um það að hann endaði á því að setja upp leiksýningu í Borgar­ leikhúsinu um það að vera afi fyrir nokkrum árum. Nú hefur kvikmynd byggð á leikritinu verið frumsýnd. Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir og skrifar handritið ásamt Ólafi Egils­ syni. Samstarfið hófst þegar Siggi leikstýrði Bjarna í einleiknum Hell­ isbúanum, og síðar unnu þeir saman að Pabbanum. „Þegar við vorum að vinna Pabbann, benti flest til þess að ég væri að verða afi og að ég væri far­ inn að eldast líka, að ég væri kom­ inn á miðjan aldur. Við fórum að ræða um að þetta væri verðugt við­ fangsefni: Hvað gerist í lífi miðaldra manna? Það eru miklar breytingar sem felast í því að verða afi og svo framvegis. Við spjölluðum mikið um þetta, en Bjarni er maður sem læt­ ur verkin tala svo hann tók sig til og skrifaði einleik. Svo það var ekkert elsku mamma með það, nú varð Siggi Sigurjóns að leika Afann og Bjarni að leikstýra. Þetta var fyrsti einleikurinn sem ég lék í. Nú þurfti ég að læra hundrað blaðsíður og standa einn á sviðinu, sem var mjög erfitt, en þegar upp var staðið var þetta eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert á mínum ferli. Ég naut hverrar sek­ úndu að leika þetta, vegna þess að ég fann að fólki líkaði þetta ágætlega en ekki síður vegna þess að þetta var efni sem mér var mjög hugleikið. Og það var klárlega mikið af mér inni í þessu, beint og óbeint.“ Enn í fullu fjöri Hann segir kvikmyndina Afinn fara lengra með ýmsar hug­ myndir sem leikritið snerti á. „Nú er þetta ekki einleikur lengur heldur fjallar bara um mann á miðjum aldri, sem er afi og tekst á við ýmislegt sem getur borið við þegar menn eru á miðjum aldri plús.“ Hann segist þó ekki vera að leika sjálfan sig. „Nei, við fór­ um miklu nær Sigga Sigur­ jóns í leikhúsinu. Við döns­ uðum á þeirri línu. Persónan hét meira að segja Siggi og var hugsanlega í leiklist og allt það, en auðvitað var þetta ekki ég. Í bíómyndinni er þetta maður sem heitir Guðjón. Það verður ekkert hjá því komist eins og alltaf með allar rullur, að mik­ ill partur af þeim er maður sjálfur,“ segir Siggi. „Leikritið þótti mjög fyndið og það verður mjög mikið hlegið í bíó, en að mörgu leyti var lagt upp með það að hafa meira kjöt á beinun­ um en í leikritinu. Það var farið inn á ýmsar brautir sem eru dýpri. Enda höfðum við engan áhuga á að gera einhverja brandarabíómynd um það að vera miðaldra. Það hefði verið svolítið ódýrt. Ég held að við höfum ekki dottið í þá gryfju. Okkur langaði að gera svona raunsanna mynd.“ Tilvistarlegar spurningar um aldurinn ber óhjákvæmilega á góma, en þrátt fyrir að vera orðinn afi og kominn á miðjan aldur plús, eins og hann orðar það, segist Siggi ekki vera nálægt því að setjast í helgan stein. „Ég sá þetta ekki endilega fyrir mér á hverjum degi þegar ég var 21 árs að leika í Dýrunum í Hálsaskógi. Enda átti ég ekkert að gera það, núna blasir þetta bara við. En ég er, 7,9,13, við ágæta heilsu og með fína starfs­ orku og finnst ég eiga svo mikið eftir en ég finn það alveg og veit að ég er að eldast.“ Hann segir aldurinn vera mjög áþreifanlegan fyrir leikara. „Við erum minnt á það mjög reglulega. Nú passa ég ekki lengur í unglinginn á heimilinu, nú leikur þú pabbann, eða nú leikur þú afann. Maður veit það alveg, nú get ég ekki leikið þetta lengur. Og eflaust fækkar rullunum á þessum aldri. Ég sætti mig alveg við að ég er ekki 21 árs Siggi Sigurjóns, það er bara liðin tíð, „been there, done that“, og er alveg fullkomlega sáttur við margt af því sem ég hef gert. Auðvitað ekkert allt, en ég fer alveg sáttur frá borði. En á meðan maður telur sig hafa eitthvað fram að færa, verandi í sæmilegu stuði þá er um að gera að nýta það. Mér finnst ég ennþá vera í fullu fjöri.“ n „Þó ég vinni í sviðsljósinu, þá er það mér ekki eiginlegt að vera þar þess utan. „Allt hefur sinn tíma, líka við. Fríður flokkur Siggi og fjölskylda. Mynd Úr EinkaSaFni M y n d S ig Tr y g g u r a r i M y n d S ig Tr y g g u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.