Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2014, Side 36
36 Skrýtið Sakamál Helgarblað 26.–29. september 2014 A ð morgni laugardagsins 10. apríl, 2004, rak maður sem bjó í grennd við Reg­ ents Canal í London aug­ un í bláa ferðatösku sem rak undan straumi í síkinu. Maður­ inn var á leið til vinnu og gaf sér því ekki tíma til að kanna þetta nánar. Það gerðu aftur á móti nokkrir unglingar mörgum klukkutímum síðar, klukkan þrjú um eftirmið­ daginn nánar tiltekið, þar sem þeir gengu eftir síkisbakkanum í Islington. Taskan vakti forvitni þeirra og með langri grein tókst þeim að draga töskuna að bakkan­ um. Þegar þeir opnuðu töskuna brá þeim heldur betur í brún og höfðu samband við lögregluna. Inni­ haldið var höfuðlaus búkur blökku­ konu. Minnti á annað mál Aldur konunnar var talinn vera á bil­ inu 18 til 30 ár og við fyrstu sýn virt­ ist sem hún hafði dáið að minnsta kosti tveimur dögum fyrr. Lögreglan hófst þegar handa við að finna það sem vantaði af líkama konunnar og bað fólk að gefa sig fram ef það teldi sig búa yfir upplýsingum sem varp­ að gætu ljósi á málið. Ekki reyndist unnt að úrskurða um banamein konunnar en fund­ urinn minnti óneitanlega á mál Paulu Fields, 31 árs vændiskonu, en sundurlimaðar líkamsleifar hennar höfðu fundist á sömu slóðum í sík­ inu fjórum árum áður. Höfuð Paulu hafði aldrei fundist og sömu sögu var að segja af morðingja hennar. Eðlilega velti lögreglan fyrir sér þeim möguleika að morðingi Paulu hefði látið á sér kræla á ný. Augljós vísbending Lögreglan fann, 14. apríl, höfuð fórnarlambsins og útlimi og gat bor­ ið kennsl á það. Um var að ræða 27 ára sómalíska vændiskonu, Nasra Ismail. En það sem kom lögreglunni á sporið var að bláa ferðataskan var merkt eigandanum og lögreglunni því í lófa lagið að hafa upp á hon­ um. Innan skamms var í haldi lög­ reglunnar bróðir eigandans, Dani­ el Archer, 53 ára bótaþegi sem bjó í íbúð bróður síns í Poole í Dorset. Daniel var færður á lögreglu­ stöðina og yfirheyrður og tveimur dögum síðar var hann ákærður fyrir morðið á Nasra Ismail. Íbúð bróður Daniels var rann­ sökuð hátt og lágt enda talið að lík Nasra hefði verið sundurlimað þar. Bar við sjálfsvörn Þegar réttarhöldin yfir Daniel hófust 8. nóvember, 2005, lýsti hann sig saklausan af morði og bar við sjálfs­ vörn. Hann viðurkenndi að hafa tekið Nasra á löpp við King's Cross í London 17. mars og farið með henni í íbúð bróður síns. Þar greiddi hann henni 20 sterlingspund fyrir kynmök, þá nýbúinn að fá örorku­ bæturnar í hendur. Daniel sagði að þá hefði Nasra heimtað meira fé – afganginn af bótunum. Hann hefði neitað og Nasra hefði þá sótt hníf inn í eld­ hús. „Hún otaði hnífnum að mér til að hræða mig. Ég fór þá inn í eldhús og náði í kúbein,“ sagði Daniel. Tók strætó Daniel sagðist hafa látið höggin dynja á Nasra þangað til hún hneig niður og hann heyrði í henni dauðahrygluna. Síðan sundurlimaði hann líkama Nasra, tróð líkamshlutunum í ferða­ tösku og tók strætó niður að Regents Canal þar sem hann losaði sig við allt heila klabbið. Hinn 23. nóvember, 2005, komst kviðdómur að niðurstöðu á innan við klukkutíma – Daniel Archer var sekur um morð. Málalyktir urðu þær að Daniel yrði að dúsa á bak við lás og slá í að minnsta kosti 30 ár áður en hann gæti svo mikið sem íhugað að sækja um reynslulausn. Þegar þar að kemur verður hann farinn að nálgast nírætt. n Fór með líkið í strætisvagni n Daniel Archer borgaði vændiskonu fyrir kynlíf n Viðskiptunum lauk með morði Fannst sundurlimuð Síðasti viðskiptavinur Nasra Ismail gekk af henni dauðri. Daniel Archer Greip til kúbeins í viðskiptum við vændiskonu. „Ég fór þá inn í eldhús og náði í kúbein Leitin að Alice skilar engu Umfangsmikil leit hefur verið gerð undanfarnar vikur að breskri skólastúlku, Alice Gross. Fjölskylda hennar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún biðl­ ar til stúlkunnar að koma heim. „Ef þú ert þarna einhvers stað­ ar, komdu til okkar, þar sem þú átt heima,“ segja þau og biðja al­ menning að gefa upp allar upp­ lýsingar sem hann kann að hafa um hvarf hennar. Lögregluna í London grunar að maður að nafni Arnis Zalkalns beri ábyrgð á hvarfi Alice. Arnis er dæmdur morðingi og hefur verið búsettur í Bretlandi. Hann finnst ekki og telur lögregla hann vera farinn úr landi. Hann var dæmdur fyrir að myrða eiginkonu sína árið 1998 í Lettlandi. Bakpoki Alice Gross fannst 2. september við ána Brent, en stúlkan hvarf 28. ágúst. Ekki farið fram á dauðarefsingu Ekki verður farið fram á dauðar­ efsingu yfir Bandaríkjamannin­ um Justin Ross Harris sem hefur verið ákærður vegna dauða sonar síns, Cooper. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í sumar en sonur hans, sem var 22 mánaða, lést eftir að hafa verið skilinn eftir í bíl í um sjö klukkustundir í steikjandi hita. Saksóknarar telja að Justin hafi skilið son sinn eftir í bílnum að yfirlögðu ráði en sjálfur heldur hann fram sakleysi sínu. Dánarorsök Coopers var of­ þornun. Verði Justin fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér lífs­ tíðarfangelsi. Misnotaði sjúkling Bandarískur hjúkrunarfræðing­ ur, Paul Bugarcic, hefur verið dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir kynferðis brot gegn sjúklingi sem hann annaðist. Umræddur sjúklingur, ung kona, varð fyrir heilaskaða eftir að hafa lent í vinnuslysi árið 2011 og er hún ófær um að ganga eða tala – hvað þá verjast kynferðis­ glæpamönnum. Fjölskylda kon­ unnar hafði komið fyrir mynda­ vél í herbergi hennar með það fyrir augum að fylgjast með fram­ förum konunnar. Brotin áttu sér stað í janúar og var Bugarcic loks dæmdur í vikunni. Niðurstaðan var 15 ára fangelsi sem fyrr segir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.