Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað Neitaði að ræða togarakaup n Framkvæmdastjóri þagði rétt áður en fréttatilkynning var send J á, það er ekkert um það að segja. Ég er ekki tilbúinn til að tjá mig um þetta eitt eða neitt,“ sagði Stef­ án Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Eyjum, í samtali við DV á þriðjudaginn aðspurður hvort út­ gerðin hefði keypt nýjan togara. DV hafði heimildir fyrir því að Ísfélag­ ið hefði keypt nýjan togara og að HB Grandi hefði einnig haft áhuga á sama skipi. Kristján Loftsson, stjórnarfor­ maður HB Granda, staðfesti vissan áhuga á skipinu: „Ef þú ert í þessum sjávarútvegi þá ertu alltaf að spekúl­ era. Ef þú gerir það ekki þá áttu ekkert að vera í þessum bransa. Svo eru allar þessar sölusýningar þar sem eru sölu­ menn á hverju strái. Þetta er bara hluti af þessi geimi.“ Stefán vildi hins vegar ekkert tjá sig um málið. Aðspurður af hverju hann vildi ekki tjá sig um málið sagði Stef­ án: „Við erum alltaf að skoða hlutina og þegar eitthvað er ákveðið þá er það bara tilkynnt. Þar til það gerist er þetta bara ekkert í umræðunni.“ Sama dag – á þriðjudaginn – sendi Ísfélagið frá sér fréttatilkynningu sem að minnsta kosti rataði til Morgun­ blaðsins því daginn eftir var frétt í blaðinu þar sem stóð: „Ísfélagið í Vest­ mannaeyjum hefur undirritað samn­ ing um kaup á uppsjávarskipi sem er í smíðum í Celiktrans­skipasmíðastöð­ inni í Istanbúl í Tyrklandi og fær það afhent í byrjun næsta árs. Skipið mun leysa tvö eldri skip félagsins af hólmi en félagið gerir nú út fimm uppsjávar­ veiðiskip. Kaupverðið er trúnaðar­ mál.“ Líkt og kunnugt er þá er eigandi Ísfélagsins, Guðbjörg Matthíasdóttir, stærsti hluthafi Morgunblaðsins. Ljóst er að búið var að ganga frá kaupunum á togaranum þegar DV hafði samband við Stefán en ef ein­ hverjum ástæðum hefur hann ekki viljað ræða þau við blaðið. n ingi@dv.is Mistök ollu flugslysinu n Beiðni barst um aukahring n Flogið að kvartmílubraut M istök orsökuðu flugslysið á Akureyri þar sem tveir menn létu lífið þann 5. ágúst síðastliðinn. Flug­ vélin TF­MYX brotlenti þá við kvartmílubrautina á Akur­ eyri. Þrír menn voru um borð og komst annar flugmaðurinn, sá sem ekki var við stýri, lífs af. Í stað þess að lenda á flugvellinum tók flug­ stjórinn aukahring og hætti þar með við að lenda strax á Akureyrar­ flugvelli. Flugvélin var í eigu Mýflugs hf. og var á leið úr sjúkraflugi þegar slysið átti sér stað. Þegar flugvélin brotlenti fór fram götuspyrnu­ keppni á vegum Bílaklúbbs Akur­ eyrar á kvartmílubrautinni og var talsverður fjöldi áhorfenda að fylgj­ ast með keppninni. Áhorfendur keppninnar sá því hvernig slysið bar að. Einn af áhorfendunum sagði við DV fyrr í mánuðinum: „Það er mesta mildi að vélin skyldi ekki lenda á húsinu eða áhorfendum.“ Tilkynnt um aukahring Heimildir DV herma að flugstjórinn hafi tilkynnt um aukahring áður en hann ætlaði að lenda en hann var gjaldkeri í kvartmíluklúbbnum sem stóð fyrir bílakeppninni. Í auka­ hringnum mun flugvélin hafa flog­ ið lágt. Flugmaður sem DV hefur rætt við segir að hægt sé að fljúga slíkum vélum 20 til 40 metra frá jörðu en auðvitað veltur það á hæfni flugmannsins hverju sinni. Í umræddu slysi mun flugvélin hins vegar hafa flogið neðar áður en hún brotlenti við enda kvartmílubraut­ arinnar. „Hún bara flaug á jörðina,“ segir einn af viðmælendum DV. Áhorfendur á kvartmílu­ keppninni þurftu margir hverjir áfallahjálp eftir slysið og sá tíu manna teymi frá Rauða krossi Ís­ lands um að veita þeim slíka hjálp að sögn Hermanns Ottós­ sonar, framkvæmdastjóra Rauða krossins, sem var í viðtali við DV eftir slysið. „Það er orðið langt síð­ an grípa hefur þurft til svona að­ gerða. Þetta gerist auðvitað á stað þar sem margt fólk var samankom­ ið og það er auðvitað hroðalegt fyrir fólk að sjá flugvél fara niður. Þess vegna hafa margir sótt þessa aðstoð núna.“ Fjölmargir sjónarvottar voru að slysinu. Ekkert að vélinni Á þriðjudaginn sendi Mýflug frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom að samkvæmt frumrannsókn á til­ drögum slyssins hafi ekkert fundist að flugvélinni sjálfri. Orðrétt sagði í tilkynningunni: „Þegar TF­MYX fórst var viðhald vélarinnar sam­ kvæmt áætlun og engin viðhalds­ verk eða tæknileg atriði útistand­ andi.“ Einnig sagði að áhöfnin hefði verið rétt þjálfuð og hæf til flugsins, flugvakt hafði verið stutt og nægur tími gefist til hvíldar fyrir áhöfnina. Þá sagði einnig að veðuraðstæður hefðu verið hagstæðar og nægt elds­ neyti hefði verið tekið til flugsins. Svo sagði í tilkynningunni: „Réttar niðurstöður fást trúlega ekki fyrr en Rannsóknarnefnd sam­ gönguslysa skilar endanlegri niður­ stöðu rannsóknar sinnar. Mýflug aðstoðar Rannsóknarnefndina eftir því sem hún telur að það geti orðið að gagni og vísum við spurningum er varða rannsóknina til hennar.“ Fréttatilkynningin frá Mýflugi bendir því til að ekkert hafi verið að flugvélinni tæknilega séð þegar hún brotlenti. Slysið átti sér stað þegar flugvélin flaug aukahring sem ekki hafði verið fyrirhugaður og var ekki hluti af sjúkraflugi vélarinnar. Niðurstöðu að vænta Niðurstöðu úr bráðabirgðarann­ sókn á tildrögum slyssins er að vænta í september að sögn Þorkels Ágústssonar, sem sér um rannsóknina fyrir hönd Rann­ sóknarnefndar samgönguslysa. „Væntanlega í september. Þá verð­ ur svokölluð bráðabirgðaskýrsla gefin út. Svo verður hin eiginlega rannsókn sem fer af stað í kjöl­ far þess og eftir það verður loka­ skýrslan gefin út.“ Þorkell segir að rannsóknarnefndin hafi meðal annars rætt við flugmanninn sem lifði flugslysið af. Þeir sem létust í slysinu voru flugstjórinn Páll Steindór Stein­ dórsson og slökkviliðs­ og sjúkra­ flutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is M y N d V ö lu N d u r Jó N ss o N / A k u r Ey r i V ik u b lA ð Mörg vitni Fjölmörg vitni voru að slysinu og þurftu mörg þeirra áfallahjálp sem Rauð i krossinn veitti. Hermann Ottósson er fram - kvæmdastjóri Rauða krossins. Eldveggir og vírusvarnir ekki nóg Eldveggir og hefðbundnar vírus­ varnir er hreint ekki nóg nú til dags til að vernda sitt á netinu að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra sem ávarpaði sérstaka ráðstefnu um netöryggi sem hér er haldin og hófst í vik­ unni. Í máli ráðherrans kom fram nauðsyn þess að þjóðir gættu vel að sínu í framtíðinni nú þegar netið léki sífellt stærra hlutverk í lífi fólks og viðskiptum. En það verði aðeins gert með því að all­ ir taki höndum saman til að gæta öryggis. Hérlendis hafi þegar ver­ ið tekin skref til að öryggis sé gætt og CERT­hópur Íslands hafi þegar hafið vinnu við framtíðarskipan öryggismála gagnvart netinu. Milljarða- hagnaður hjá Samherja Tekjur Samherja hf. í fyrra námu samtals tæpum 90 milljörðum króna og reksturinn skilaði 15,7 milljarða króna hagnaði. Alls er 79 prósenta aukning á hagnaði milli ára, en hann nam 8,8 milljörðum árið 2011. Eignir samstæðunnar nema 123 milljörðum króna, en heildarskuldir og skuldbindingar á sama tíma eru 68,6 milljarðar og bókfært eigið fé er 54,4 milljarðar. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins á fimmtudag kom fram að dótturfé­ lag Samherja, Polaris Seafood ehf., sem DV hefur fjallað ítarlega um, færði Samherja mikinn hagnað. Sala á fjölveiðiskipinu Geysi færir félaginu um 1,6 milljarða króna í söluhagnað. keyptu nýtt skip Ísfélag Guðbjargar Matthíasdóttur kaupir nýtt skip frá Tyrk- landi. Framkvæmdastjóri félagsins vildi ekki ræða málið við DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.