Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 56
Nú mega björgunar- sveitirnar passa sig! Tók fram úr lögreglunni n Listamaðurinn Hugleikur Dags- son nýtur sívaxandi vinsælda á Facebook og fyrr í vikunni upp- lýsti hann að hann ætti fleiri vini en sjálf lögreglan á höfuðborgar- svæðinu. „Þökk sé ykkur er ég loksins kominn með fleiri læk en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Hugleikur. Lögreglan, sem virðist fylgjast með Hugleiki á Facebook, svaraði að bragði, undir færslunni: „Þetta er ekki búið …,“ og uppskar hvorki fleiri né færri en 559 læk fyrir það komment. Hallast að frjálshyggju n Lengi vel hefur verið mikil dulúð yfir því hvar Egill Helgason stendur í hinu pólitíska litrófi. Nú er hins vegar komið svar, Egill virðist hallast að frjálshyggju ef marka má niðurstöðu netprófs sem Egill deildi með Facebook- vinum sínum. Netprófið sem fer sem eldur í sinu á Facebook mæl- ir róttækni, félagshyggju og um- hyggju; en Egill mælist með háan stuðul í róttækni en hallast hins vegar frekar til hægri hvað varð- ar félagshyggju. Í athugasemdum bendir félagi Egils, Hjörtur Hjartarson, á að Egill sé „rakinn framsóknar- maður“. Þar höfum við það. Söfnun til að komast í Playboy n Arna Bára Karlsdóttir á sér þann draum að birtast hálfnakin í hinu ljósbláa blaði Playboy. Til að sá draumur geti orðið að veruleika hefur hún komið af stað áheitasöfnun á vefsíðunni gofundme.com þar sem hún óskar auðmjúklega eftir styrk til að geta komist á alþjóðlega fyrirsætuleit í Mexíkó. Hún segir fyrirsætuleitina vera tilvalið tækifæri til að eiga möguleika á að koma fram í mexíkósku útgáfu Playboy. Söfnunin virðist fara vel af stað því á einum degi hefur hún safnað tæpum fjórtán þúsund krónum, en hún lofar öllum styrktaraðilum kynæsandi myndum í laun. Þ etta heppnaðist mjög vel í fyrra,“ segir Einar Eyland, einn af skipu- leggjendum Norðurheimskauts- baugshlaupsins svokallaða sem haldið verður í annað sinn í Grímsey laugardaginn 7. september. Um er að ræða nyrsta hlaup Íslands en nú þegar hafa tuttugu hlauparar skráð sig til leiks. Ræst verður við félagsheimilið Múla klukkan ellefu að morgni laugar- dagsins. Einar segir að tvær vegalengdir verði í boði. „Annars vegar einn hringur um eyna sem er um tólf kílómetrar og hins vegar tveir hringir eða 24 kílómetr- ar,“ segir Einar og bendir á að tímataka verði á báðum leiðum og að boðið verði upp á vatn á ákveðnum stöðum. Eins og fyrr segir verður þetta í annað skipt- ið sem hlaupið verður haldið en í fyrra tóku tuttugu hlauparar þátt. Þorbergur Ingi Jónsson sigraði þá í lengra hlaup- inu á meðan Stefán Viðar Sigtryggsson bar sigur úr býtum í styttra hlaupinu. Skráning í hlaupið fer fram á hlaup. is og lýkur á föstudag. Hægt er að kom- ast til Grímseyjar með ferjunni Sæfara og með flugi með Norlandair og Flugfé- lagi Íslands. Ekkert skráningargjald er í hlaupið. n jonbjarki@dv.is Nyrsta hlaup Íslands n Tuttugu hlauparar hafa skráð sig til leiks í Norðurheimskautsbaugshlaupinu Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 30. ágúst–1. sEptEmBEr 2013 97. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Hringur um eyna Norðurheimskautsbaugshlaupið fer fram í Grímsey um næstu helgi en hlauparar geta valið um að hlaupa einn eða tvo hringi um eyna. mynD sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.