Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað n Anna og Ási eru útigangspar n Kaupa spritt í apótekum og blanda í vatn „Hér getum við verið saman“ Í DV á miðvikudag var sagt frá heim- ilislausri konu sem hefur sofið í rjóðri skammt frá miðborg Reykja- víkur um nokkra hríð og safnað þar rusli. En hún er ekki sú eina sem hefst við úti við. Hér í grennd við rjóð- ur konunnar sofa stundum útigangs- menn sem ekki hafa fengið gistingu þá nóttina. Ummerki um þetta fólk eru á víð og dreif rétt við þann stað sem kon- an heldur sig. Inni á milli hárra trjáa má sjá gamalt tjald, plastpoka og kodda. Ólga meðal heimilislausra Í rjóðrinu við hliðina á því sem konan hefst við í hittu blaðamaður og ljós- myndari utangarðspar sem lá í mestu makindum ofan á tjaldi og drakk spritt blandað í vatn meðan rigningardrop- arnir dundu á þeim. Þetta eru þau Ás- berg Þorsteinsson og Anna Þóra Guð- bergsdóttir. Bæði hafa þau lengi glímt við Bakkus og eru í hópi þeirra sem telj- ast til utangarðsfólks. „Góðan daginn,“ segir Anna Þóra glaðleg í bragði þegar okkur ber að garði. Hér hafast þau við yfir daginn en á næturnar sefur hún í Konukoti og hann fékk nýlega búsetu úrræði á Njálsgötu. Aðspurð af hverju þau nýti sér ekki einhver af þeim heilmörgu úrræðum borgarinnar sem í boði séu fyrir utangarðsfólk segja þau að betra sé að vera hér. „Hér getum við ver- ið saman. Okkur langar að geta búið saman. Við getum ekki farið í Dagsetr- ið lengur. Útlendingarnir hafa tekið það yfir og hann Ási var barinn þar um daginn,“ segir Anna. „Já, okkur finnst betra að vera bara hérna, en við erum líka niðri í bæ,“ segir Ási eins og hann er gjarnan kallaður. Þau segja mikla ólgu vera milli heimilislausra Íslendinga og heimilislausra útlendinga hér á landi. „Þeir hafa tekið yfir. Það er ekkert hægt að vera hvar sem er lengur.“ Passa upp á nágrannana Ási þekkir þennan stað vel og segist hafa fundið hann fyrir mörgum árum. „Ég hef oft sofið hérna en núna er ég loksins kominn inn á Njáls- götu,“ segir hann og vísar til búsetu- úrræðis fyrir drykkjumenn á Njáls- götu í Reykjavík. „Þetta er ágætis staður og hún passar skóginn minn þegar ég er ekki hérna,“ segir hann og bendir yfir í rjóðrið til konunnar sem fjallað var um í DV á miðviku- daginn. „Ofboðslega góð kona. Hún sagði mér frá því að það hefðu kom- ið menn hérna sem ætluðu að ræna tjaldinu mínu og einhverju dóti sem ég var með hérna en hún rak þá í burtu. Við pössum upp á hvert annað hérna,“ segir Ási. Hann segist stund- um vita til þess að aðrir útigangs- menn hafi hafst við þarna en það sé ekki oft. „Það er auðvitað bara hún og svo hafa stundum verið einhverjir hérna. En svo þekkjum við líka einn sem sefur alltaf uppi í Öskjuhlíð,“ segir hann. Anna hefur ekki fastan samastað en sefur í Konukoti. Nýkominn úr 8 mánaða meðferð Ekki er langt síðan Ási var í átta mánaða langtímameðferð í Svíþjóð. Þar ætlaði hann í enn eitt skiptið að reyna að koma sér á beinu brautina en það fór úrskeiðis þegar hann ákvað að fara úr meðferðinni og skellti sér til Danmerkur. „Ég fór til Köben og féll,“ segir hann. „Hitti mann sem ég þekki og féll með honum, var svo allt í einu kominn til Íslands,“ segir hann. Ási segist aðallega hafa verið í áfengi en inn á milli í fíkniefnum. „Ég var í heróíni úti í Danmörku. Þar eru svona sprautuklefar og þegar ég sá að það var verið að sprauta unga stelpu með þessu þá sagði ég; nei, stopp. Nú er ég hættur þessu. Og hef ekki snert þetta í tvo mánuði,“ segir hann. Féll á afmælisdegi sonar síns Anna Þóra segist vera „túrakelling“ eins og hún orðar það. Hún fari á drykkjutúra sem standi mislengi yfir. Sá sem hún er á núna hefur staðið yfir síðan í enda maí. „Ég féll á 16 ára af- mælisdegi sonar míns,“ segir hún og það vottar fyrir skömm í röddinni. Hún á tvö börn 16 og 25 ára. Hvorugt þeirra talar við móð- ur sína og hún reynir ekki að hafa samband við þau. „Ekki þegar ég er að drekka, það er lítilsvirðing við þau,“ segir hún og telur drykkju sína hafa haft mikil áhrif á þau. „Þau hafa hvorugt smakk- að áfengi.“ Anna segir drykkjuna hafa farið að vera vandamál hjá henni í kring- um 1985, þá kynntist hún manni sem var að brugga og byrjaði sjálf að fikta við það. Áður en hún vissi af átti hún mikið af áfengi. „Og var alltaf að sjú- ssa mig,“ segir hún og skellir upp úr. Drykkjusýkin ágerðist og hefur haft tök á henni inn á milli undanfarin ár. Áður en hún datt í það í maí síð- astliðnum hafði hún verið án áfeng- is í tvö og hálft ár að eigin sögn og bjó í áfangaheimilinu Draumasetrinu áður en hún féll. „Ég tek mér alltaf pásur inn á milli og drekk ekkert. Þess vegna er í lagi með líffærin í mér því þau fá hvíld inn á milli,“ segir hún. Fara á milli apóteka og kaupa spritt „Hei, getið þið ekki skutlað okkur á Hlemm?“ segir Anna. Við játum því og þau setjast þakklát inn í bílinn og segjast vera búin að labba mikið í dag. Dagurinn byrjar nefnilega snemma hjá þeim. Um leið og þau vakna þarf að huga að fyrsta sopa dagsins. Þau drekka sótthreinsunarspritt sem selt er í apótekum og blanda það í vatn. „Við förum rúntinn á morgnana, löbb- um á milli apóteka. Fórum alla leið upp í Kópavog í morgun,“ segir Ási. „Við fáum samt ekki að kaupa í öllum apótekum og í þeim sem við fáum að kaupa fáum við bara að kaupa einn brúsa,“ segir hún. Þannig fara fyrri hlutar dags í það að bjarga drykkjum dagsins. Þau segja þetta oft vera tómt hark. „Við löbbum út um allt, heill- angar vegalengdir, þolið er allavega í lagi,“ segja þau hlæjandi. Við nálgumst Hlemm og þau segja bæði sögur af því af hverju þau drekki. Vilja kenna um sárri sorg sem ekki greri. Hvort það er satt eða ekki verður ekki sagt hér. „Þarna er einn félagi okkar,“ segja þau og benda á mann um þrítugt sem stefnir í áttina að Hlemmi. „Hann var stunginn um daginn, margstunginn, hann er bara heppinn að vera á lífi,“ segir Ási og greinilegt að lífið á götunni getur ver- ið ansi hart. „Hvað eruð þið að fara gera á Hlemmi?“ spyr blaðamaður. „Bara hitta fólk og kannski redda okkur ein- hverju meira að drekka. Við hittum oft einhverja hérna,“ segir Anna. Þau kveðja og halda út í daginn. „Takk fyr- ir spjallið og takk fyrir farið,“ segja þau og Anna sendir fingurkossa í átt til okkar og svo hverfa þau inn á Strætó- stoppistöðina. n „Ég tek mér alltaf pásur inn á milli og drekk ekkert. Þess vegna er í lagi með líffærin í mér því þau fá hvíld inn á milli. Anna og Ási Þau Anna og Ási hafa þekkst um nokkurra ára skeið og eru nú par. MyNd KristiNN MAgNússoN Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Fólkið á götunni 3.hluti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.