Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 20
20 Sport mber 2013 Helgarblað n Knattspyrnuveisla á sunnudag T veir sannkallaðir stórleik- ir fara fram í ensku úrvals- deildinni um helgina. Á sunnudag eigast annars vegar við Liverpool og Manchester United á Anfield og hins vegar Arsenal og Tottanham á Emirates-leikvanginum. Liverpool og Manchester Untied hafa bæði farið vel af stað í deildinni. Liverpool hefur unnið tvo nauma en öfluga sigra, gegn Aston Villa á Villa Park og Stoke á heimavelli. Liðið situr í öðru sæti deildarinnar og virðist til alls lík- legt. United vann 4–1 útisigur á Swansea í frumraun knattspyrnu- stjórans David Moyes. Liðið gerði svo jafntefli við Chelsea á heima- velli um síðustu helgi. Ljóst er að með sigri næði Liver- pool fimm stiga forystu á erki fjendur sína í Manchester-borg. Jafntefli væri þó líklega ásættanleg úrslit. Á hinum bænum kemur ekkert nema sigur til greina ætli United sér að ná Chelsea að stigum, sem situr á toppi deildarinnar. Chelsea spilar ekki um helgina frekar en Aston Villa. Liðin áttust við þann 21. ágúst og hafa leikið fleiri leiki en hin liðin. Nágrannaslagur af bestu gerð Á Emirates fer fram einn áhuga- verðasti nágrannaslagur tíma- bilsins. Tottenham ætlar sér stóra hluti, eins og venjulega, og hefur unnið tvo fyrstu leiki sína með minnsta mun. Óvíst er hvort um- ræðan endalausa um Gareth Bale muni trufla leikmenn liðsins en útlit er fyrir að hann muni ganga í raðir Real Madrid, fyrir metfé, áður en fé- lagaskiptaglugganum verður lokað. Arsenal mun ekkert gefa eftir í leiknum og ætlar ekki að tapa tveimur fyrstu heimaleikjum tímabilsins. Liðið tapaði illa fyrir Aston Villa í fyrstu umferð en bætti upp fyrir tapið með öflugum 3–0 útisigri á Fulham í þeirri næstu. Leikurinn verður vafalítið mikil skemmtun. Sex lið án sigra Í neðri hluta deildarinnar verður hart barist. Swansea, sem situr stigalaust á botninum eftir tvær umferðir, þarf nauðsynlega á sínum fyrstu stigum að halda. Liðið mætir West Brom, sem hefur krækt í eitt stig. Þá á Crystal Palace gullið tæki- færi til að ná í sín fyrstu stig en liðið fær Paulo Di Canio og lærisveina í Sunderland í heimsókn. Norwich og Southampton eigast líka við en bæði lið bíða eftir sínum fyrsta sigri í vetur. Það verður væntanlega að duga eða drepast fyrir Newcastle United. Liðið hefur enn ekki skorað mark á leiktíðinni og hefur valdið vonbrigð- um. Heimaleikur gegn sterku liði Fulham verður ef til vill ágætur fyrir- boði fyrir það sem koma skal í vetur. n Laugardagur Man. City - Hull City 3-1 „Maður verður að reikna með að City taki þennan leik. Þeir vanmátu Cardiff en rífa sig upp og vinna þennan leik. Vörnin hjá City hefur ekki verið góð en það er kominn tími fyrir nýja leikmenn í hópnum að sanna sig. Danny Graham skorar fyrir Hull.“ Cardiff - Everton 2-2 „Sigurinn hjá Cardiff á Manchester City um síðustu helgi hlýtur að gefa þeim einhverja von um að geta unnið þessi lið. Þeir verða að vinna heimaleikina sína í vetur. Ef maður ætti að skjóta á eitthvað þá tippa ég á jafntefli. Everton hefur byrjað hægt og þar hafa orðið miklar breytingar. Ég held að Bellamy skori eitt fyrir Cardiff og Fellaini fyrir Everton.“ Newcastle - Fulham 0-2 „Það er krísa hjá Newcastle og ég sé ekki fyrir endann á henni. Fulham er með flott lið sem mun verða að berjast í efri hluta deildarinnar. Ég held að Fulham eigi eftir að vinna þennan leik. Berbatov skorar bæði.“ Norwich - Southampton 2-3 „Bæði lið hafa styrkt sig ágætlega í sumar og gætu alveg verið um miðja deild í vetur. Southampton er með 20 marka mann í liðinu og ég held að þessi leikur verði bráðfjörugur. Southampton vinnur leikinn. Pablo Osvaldo og Rickie Lambert verða drjúgir í framlínu liðsins.“ West Ham - Stoke City 3-1 „Þetta verður ekki fallegasti leikurinn í umferðinni. Þarna mætast tveir reynsl­ umiklir menn í boltanum [knattspyrnu­ stjórarnir Sam Allardyce og Mark Hughes, innsk. blm.]. Stoke var ekkert sérstakt á móti Crystal Palace á heimavelli og ég held að West Ham verði seigt í vetur. Allar­ dyce er kominn með góða menn í sitt lið og ég held þeir vinni örugglega. Ég þykist vita að Kevin Nolan komist á blað og ég spái að Jonathan Walters skori úr víti í restina og minnki þannig muninn.“ Crystal P. - Sunderland 0-0 „Báðir stjórar verða sáttir við eitt stig úr þessum leik, svona til að komast á blað. Ekki veitir af. Sunderland hefur ekki byrjað vel og Paulo Di Canio þarf tíma til að koma liðinu sínu í gang.“ Sunnudagur Liverpool - Man. United 2-2 „United lítur ágætlega út þó fyrstu leikirnir hafi verið erfiðir. Liverpool er komið með frábæran markvörð [Simon Mignolet, innsk. blm.] og það virðist vera stemming í liðinu. United hefur verið ágætt á Anfield undanfarin ár en ég held liðið vinni ekki leikinn. Liverpool kemst yfir snemma leiks en United jafnar og kemst yfir. Liverpool jafnar svo í 2–2. Daniel Sturridge skorar í leiknum.“ West Brom - Swansea 1-2 „Það var áfall fyrir West Brom að missa Anelka skyndilega. Ég hef hins vegar mikla trú á Shane Long, framherja West Brom. Hann er alltaf góður þegar hann spilar. Þetta eru svona lið sem verða um miðja deild. Lærisveinar Michael Laudrup verða hins vegar að fara að gera eitthvað. Þeir eru stigalausir. Michu skuldar mörk og ég held að hann opni markareikninginn sinn á sunnudaginn. Hann, ásamt Shane Long, verður í aðalhlutverkum í leiknum.“ Arsenal - Tottenham 3-2 „Þetta er leikurinn sem stuðnings­ mennirnir úti eru spenntastir fyrir. Fólk hér heima áttar sig kannski ekki á rígnum sem er á milli þessara félaga. Það verður allt brjálað ef Arsenal vinnur ekki leikinn og sömu sögu má segja um stuðningsmenn Tottenham. Tottenham hefur byrjað vel og unnið báða sína leiki. Arsenal tapaði illa í fyrstu umferð en vann svo Fulham 3–0. Þetta verður erfiður leikur og mörg mörk verða skoruð; fimm til sex. Ég verð að spá mínum mönnum sigri. Soldado kemur gestunum yfir úr víti snemma í leiknum – óvænt. Arsenal snýr leiknum við og kemst í 3–1. Walcott skorar sitt fyrsta í deildinni í vetur og [Oliver] Giroud skorar tvö fyrir Arsenal. Gylfi Sigurðsson minnkar muninn seint í leiknum með fallegu marki.“ Vissir þú … ... að Arsenal hefur komist í riðlakeppni Meistardeildar Evrópu sextán keppn­ istímabil í röð? … að Juan Mata hjá Chelsea hefur lagt upp fleiri mörk en nokkur annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni síðustu tvö keppnistímabil? … að Daniel Sturridge hefur skorað níu mörk í síðustu átta leikjum í öllum keppnum með Liverpool? … að Chelsea er fyrsta liðið í ensku úr­ valsdeildinni sem í tvígang heldur hreinu á Old Trafford tvö tímabil í röð (tímabilin 93/94 og 94/95 + 12/13 og 13/14)? … að þremur leikjum í úrvalsdeildinni lyktaði með markalausu jafntefli um síðustu helgi. Það gerðist aðeins á tvisvar á síðustu leiktíð? … að Jose Mourinho hef­ ur aðeins tapað tveimur af átta síðustu leikjum sínum sem knattspyrnu­ stjóri á Old Trafford? … að Wayne Rooney hefur skorað 24 mörk í 27 síðustu leikjunum sem hann hefur verið í byrjun­ arliðinu á Old Trafford? … að Manchester City hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum útileikjum sínum gegn nýliðum í ensku úrvalsdeildinni? Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Fólk áttar sig ekki á rígnum“ D V fékk markahæsta mann Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu, Fylkismanninn Viðar Örn Kjartansson, til að spá í leiki helgarinnar. Faðir Viðars er stofnandi Arsenal-klúbbsins á Íslandi og Viðar Örn segist því hafa fengið áhugann á liðinu beint í æð. Hann hafi farið á fjölmarga leiki liðsins, með föður sínum, og þess vegna stutt það frá blautu barns- beini. Hann viðurkennir að það væri draumur að spila einn daginn í búningi Arsenal-liðsins og segir að það sé ágætt og metnaðarfullt markmið að stefna að. „Arsenal hefur sýnt batamerki eftir fyrsta leikinn gegn Villa. Þetta byrjaði frekar slysalega,“ segir Viðar Örn spurður hvernir ný hafið keppnistímabil leggist í hann. Hann segir að Arsene Wenger verði að opna veskið. „Hann hlýtur að kaupa eitthvað en það er annað mál hversu stór kaup það verða,“ segir Viðar Hann á ekki von á því að Arsenal blandi sér í titilbaráttuna af alvöru í vetur. Liðið gæti orðið á kunnuglegum slóðum í vor – í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu. Viðar Örn spáir markasúpu um helgina. Viðar Örn Kjartansson spáir í leiki helgarinnar „Xxxxx Markaskorari Viðar Örn Kjartansson hefur skorað níu mörk í sumar fyrir Fylki. Barist á Anfield Wayne Rooney og Glen Johnson verða væntanlega báðir í eldlínunni á sunnudag. Tveir stórleikir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.