Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað Sefur í rjóðri 3 „Ég bý ekki beint hér, ég sef bara hérna,“ segir kona á sjötugs­ aldri sem hefst við í rjóðri skammt frá skarkala mið­ bæjarins. Kon­ an er heimilis­ laus og hefur undanfarin 1–2 ár búið í rjóðrinu. Konan hefur um árabil verið haldin söfnunaráráttu sem lýsir sér í því að hún sankar að sér heimilissorpi. Konan er ekki fátæk en vegna söfnunaráráttu sinnar fær hún ekki íbúð leigða því líklega kæra fáir sig um að láta safna heimilis­ sorpi í íbúð sína. Nauðgað í Heiðmörk 2 28 ára karl­maður telur að sér hafi verið nauðgað í Heið­ mörk aðfara­ nótt þriðjudags í síðustu viku. DV fjallaði um mál manns­ ins á mánudag en hann leit­ aði eftir aðstoð lögreglunnar og var fluttur á Neyðarmóttöku eftir hina meintu nauðgun. Honum hefur nú verið úthlutaður réttargæslumaður. Manninn grunar að sér hafi verið byrluð ólyfjan en þegar hann vakn­ aði var hann aumur í rassinum og með brunasár á öxl. Fórnarlömb auðlegðar 1 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er meðal þeirra sem mun losna við að greiða auðlegðarskatt ef hann verður afnuminn. Um þetta var fjallað í DV á mánudag og fleiri dæmi nefnd um einstaklinga sem greitt hafa auð­ legðarskatt. Auðlegðarskattur leggst á einstaklinga sem eiga meira en 75 miljónir króna og hjón sem eiga meira en 100 milljónir króna. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Fá milljónalán út á gull og demanta n Lánar allt að 10 milljónum króna n Neytendastofa fær fyrirspurnir Þ að er að meðaltali einn á viku sem kemur og fær lán hjá mér. Þetta hefur farið frekar hægt að stað,“ segir Sverrir Einar Eiríksson veðlánari. Sverrir segist lána allt að tíu milljónum króna gegn veði í gulli, silfri, demöntum, málverkum, gömlum peningaseðl­ um, vönduðum úrum eða málverk­ um eftir íslenska meistara. Veðlána­ starfsemin hófst í júní. „Lægsta lánið sem ég hef veitt hingað til er 50 þúsund krónur en það hæsta var tvær milljónir,“ segir hann. Fyrir hverja milljón sem fólk fær í lán greiðir það 40 þúsund krónur í vexti á mánuði. „Fólki sem fær lán finnst mjög vel sloppið að borga ekki hærri vexti,“ segir hann. Rolex-úr og demantar „Þetta er ekki langtímafjármögnun. Þetta getur komið sér vel í skamman tíma fyrir suma. Bank­ arnir lána ekki gegn veði í sam­ bærilegum lausamunum og ég geri, ég er sá eini sem geri það. Ég spyr fólk ekki í hvað það ætli að nota peninga. Sumir segja mér það þó. Til dæmis komu ungir strákar til mínum daginn og voru að fjárfesta í fyrirtæki og vantaði peninga strax. Þeir voru að brúa bil þangað til þeir fengju peninga annars staðar frá. Fólk er yfirleitt að koma með mjög dýra gripi, Rolex­úr, dem­ anta fyrir tugi milljóna, gullskart­ gripi og málverk. Munirnir eru oft mun verðmætari en lánin sem það er að biðja um og fær. Hingað til hefur enginn lent í því að geta ekki leyst út munina og greitt uppsetta vexti,“ segir Sverrir. Samkvæmt lánaskilmálum eignast Sverrir þá gripi sem settir eru í pant ef við­ skiptavinirnir geta ekki staðið í skilum. Neytendastofa fær fyrirspurnir Þeir sem fá lán hjá Sverri út á gripi sem þeir eiga fá lánað til 30 daga og borga fjögurra prósenta vexti á tímabilinu, það jafngild­ ir 48 prósenta ársvöxtum. Kerf­ ið virkar þannig að sá sem telur sig vanta fé kemur með verðmæti til Sverris sem hann tekur í pant og fær viðkomandi lán út á. Þegar lánstím­ inn er útrunnin kemur fólk og leysir gripinn út og greiðir vextina um leið. Samkvæmt upplýsingum Neyt­ endastofu hafa ekki borist kvartan­ ir vegna veðlánastarfsemi Sverris en stofunni hafa borist nokkrar fyrir­ spurnir um hvort að starfsemin sé lög­ leg. Neytendastofa segir að lánastarf­ semi Sverris falli ekki undir núgild­ andi lög um neyt­ endalán en í þeim segir að undanþegn­ ir lögunum séu láns­ samningar sem gilda í skemmri tíma en þrjá mánuði. Þetta breytist hins vegar fyrsta nóvember næstkomandi þegar ný lög um neytenda­ lán taka gildi. Í 26. grein þeirra laga segir að ársvext­ ir neytendalána megi ekki vera hærri en 50 prósent að við­ bættum stýrivöxtum Seðlabankans á hverjum tíma. Sverrir er innan þeirra marka þar sem ársvextir sem hann býður upp á nema 48 prósentum. n Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is Einn á viku Sverrir segir að veðlánastarfsemin hafi farið frekar rólega af stað. Veðlán Sverrir Einar Eiríksson lánar fólki út á listaverk, gull og gim- steina sem það setur í pant. Þögul vegna Facebook- upplýsinga „Ég get ekkert sagt til um það. Það er væntanlega í tengslum við rannsókn máls. Það er ekk­ ert hægt að gefa nánari upp­ lýsingar um það,“ sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuð­ borgarsvæðinu, í samtali við DV á fimmtudag þegar hann var spurður af hvaða tilefni lögreglan ákvað að óska eftir upplýsingum frá samfélagsmiðlinum Facebook um einn notanda hans. Í gagnsæisskýrslu Facebook kom fram að lögreglan hér á landi hefði óskað eftir þessum upplýsingum og fengið. Stefán gat ekki svarað því hvort lög­ reglan hefði áður óskað eftir upp­ lýsingum frá Facebook en ekki fengið. „Ég er bara er ekki með þær upplýsingar. Þetta er allt í tengsl­ um við rannsóknir mála og byggir á heimildum í lögum eða samkvæmt úrskurði dómara eins og aðrar beiðnir um gögn,“ segir Stefán sem segist heldur ekki geta svarað því hvort þessar upp­ lýsingar hafi nýst lögreglu vel við rannsókn þessa tiltekna máls. Leiðrétting Í DV á mánudaginn kom fram að Bjarni Benediktsson, fjár­ málaráðherra og formaður Sjálstæðisflokksins, hefði greitt auðlegðarskatt upp á tæpar tvær milljónir. Þetta er ekki rétt að hans sögn, líkt og útskýrt er í blaðinu í dag. Þetta leiðréttist hér með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.