Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 24
24 Umræða 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað Natan Kolbeinsson Stendur til að draga til baka breytingar sem gerðar voru á greiðslukerfi lyfja í lok síðasta kjörtímabils?  Kristján Þór Júlíusson Hafin er heildarendurskoðun á greiðslu­ þátttöku sjúklinga í heilbrigðis­ kerfinu. Þeirri vinnu mun Pétur Blöndal stýra og allir þingflokkar munu hafa aðkomu að því verki. Þar mun m.a. verða fjallað um þær athugasemdir sem komið hafa fram um greiðslukerfi lyfjanna sem þú spyrð um. Áætlað er að þessari vinnu ljúki fyrir áramót. Rafn Steingrímsson Kristján, þú varst kjörinn 2. varafor­ maður Sjálfstæðisflokksins 2012. Samkvæmt nýsamþykktum reglum á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins getur 2. vara formaður ekki gegnt ráðherra­ embætti. Hefur þú sagt af þér sem 2. varaformaður? Og ef ekki, hvers vegna ekki og hvenær hyggst þú gera það? Ég spyr vegna þess að ég hef ekki heyrt til þess að flokksráðsfundur hafi verið boðaður til að kjósa 2. varaformann.  Kristján Þór Júlíusson Ég lét af starfi 2. varaformanns sama dag og ég var skipaður heilbrigðisráðherra, í samræmi við skipulagsreglur flokksins. Anna Einarsdóttir Sæll. Áhyggjur mínar beinast að kynslóðinni sem er að útskrifast úr heilbrigðisnámi og er sú kynslóð sem tekur við einu mikilvæg­ asta batteríi þjóðarinnar. Stór hluti þessa fólks íhugar nú að halda út fyrir landsteinana annaðhvort í vinnu eða áframhaldandi nám. Ég hef heyrt utan af mér að helstu ástæður þess séu launamál, álag og aðbúnaður. Hvað ætlar þú sem heilbrigðisráðherra að gera (ekki bara tala um) til þess að sporna gegn þessari þróun? Kv. nemandi í hjúkrunarfræði við HÍ.  Kristján Þór Júlíusson Leggja mitt af mörkum til þess að íslenskt heilbrigðiskerfi verði samkeppnis­ fært við nágrannalöndin um starfs­ krafta heilbrigðisstarfsfólks. Það felur ekki eingöngu í sér úrbætur í aðstöðu og launamálum heilbrigð­ isstétta heldur einnig og ekki síður þarf íslenskt þjóðfélag að geta búið þegnum sínum sambærileg lífskjör og annars staðar gerast best. Helgi Gunnarsson Síðastliðið vor ákvað Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði að loka Dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri í tvo og hálfan mánuð og flytja heimilis­ menn á sjúkrahúsið á Ísafirði. Létu þeir sér í léttu rúmi liggja réttindi heimilisfólks til að dvelja í heimabyggð og njóta samvista við ættingja sína. Þáverandi velferðarráðherra stoppaði þessi áform eftir umfjöllun Kastljóss og mótmæli aðstandenda. Hver er afstaða Kristjáns Þórs til þessa og mun hann láta þetta viðgangast næst þegar það verður reynt?  Kristján Þór Júlíusson Það var rétt hjá Guðbjarti að leggjast gegn þessum áformum. Ég hef sama hug til þessarar spurningar þinnar. Teitur Guðmundsson Hvaða lausnir sérð þú á vanda heilsugæslu höfuðborgar­ svæðisins hvað varðar mönnun, tímaframboð og framleiðni? Stendur til að opna á frekari einkarekstur en stöðvanna í Lágmúla, Salahverfi og Læknavaktarinnar?  Kristján Þór Júlíusson Ég hef þegar sett í gang vinnu við innleiðingu þjónustustýringar í heilbrigðiskerfinu þar sem heilsugæslan mun gegna lykil­ hlutverki. Allar upplýsingar sem mér hafa borist benda til að þær stöðvar sem þú nefnir skili góðu verki. Ástasigrún Magnúsdóttir Væri ekki tilvalið að flytja innanlandsflug til Keflavíkur og stuðla þar að uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu, fleiri störfum og fjölbreyttari heilbrigðisþjónustu?  Kristján Þór Júlíusson Nei. Jens Gud Sæll Kristján. Hefur þú smakkað færeyskan bjór?  Kristján Þór Júlíusson Já. Bergur Benjamínsson Sæll Kristján. Nú er það staðreynd að mikill fjöldi aldraðra liggur inni á bráðasjúkrahúsum í stað hjúkrunarheimila. Sérð þú fyrir þér að nýtt sjúkrahótel gæti leyst þennan vanda að hluta til, sér í lagi ef í boði væri aðstaða til afþreyingar og þjálfunar á sama stað?  Kristján Þór Júlíusson Það gæti verið hluti af lausn að greiða úr svokölluðum „fráflæðisvanda“ LSH og að hluta FSA að sjúklinga­/ sjúkrahótel þjónustuðu þennan þátt með öruggum hætti. Guðvarður Ólafsson Ætlar þú að einkavæða heilbrigðis­ kerfið?  Kristján Þór Júlíusson Nei, alls ekki. Einkavæðing heilbrigðiskerf­ isins er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Hins vegar hefur einkarekstur í þessari þjónustu skilað miklum og óumdeildum árangri, sbr. Salastöðina, starfsemi sjúkraþjálfara og fleira mætti til taka. Guðrún María Varðandi lokun skurðst. í Eyjum: Hafið þið áttað ykkur á hvaða áhrif það hefur fyrir Vestmannaeyinga þegar við missum ekki bara skurðstofuna heldur einnig tvo lækna af sólarhringsvakt sem hafa hingað til sinnt veiku fólki hvort heldur sem er á heilsugæslu og á sjúkradeild? Gerið þið ykkur grein fyrir því að sennilega eru tveggja klst. lágmarkstími sem líður frá því að sjúkraflug er pantað þangað til sjúklingur kemst undir hendur sérfr. í Rvk? Auk þess sem hvert flug kostar yfir 300 þús. kr.!  Kristján Þór Júlíusson Ég deili með þér áhyggjum af þessum þáttum sem þú nefnir. Stefni á að eiga fund með starfsfólki heilbrigðisstofnunarinnar og bæjaryfirvöldum í næstu viku til að ræða þann vanda sem þar er við að glíma. Heiða Heiðars Af hverju má ekki skoða það að byggja upp heilbrigðiskerfi á Suðurnesjum og flytja innanlandsflug þangað? Af hverju þetta stuttaralega „nei“?  Kristján Þór Júlíusson Vegna þess að ég er eindregið þeirrar skoðunar að miðstöð innanlands­ flugsins sé best fyrir komið í höfuð­ borg landsins. Það þýðir ekki að að heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum megi ekki byggja áfram upp. Íris Stefánsdóttir Sæll, hyggst þú beita þér fyrir því að „sjúkrahúsið“ Vogur fari að barnaverndarlögum og tilkynni til yfirvalda þegar barn undir 18 ára aldri skráir sig inn í meðferð? Sbr. grein í Fréttablaðinu 20. ágúst viðurkennir Þórarinn Tyrfingsson að þar sé ekki farið að þessum lögum í dag.  Kristján Þór Júlíusson Að sjálf­ sögðu ber öllum sjúkrastofnunum að fara að þeim lögum sem um þær gilda. Ég þekki hins vegar ekki þetta tiltekna mál. Auðbjörg Jóhannsdóttir Hvað finnst þér um að stjórn sjúkrahússins í Vestmanna­ eyjum hafi ákveðið að loka skurðstof­ unni í hagræðingarskyni? Er ekki hreinlega hættulegt að hafa bæ með rúmlega 4.000 íbúa, og ótryggar samgöngur sem geta lokast með skömmum fyrirvara, án skurðstofu?  Kristján Þór Júlíusson Það er ekki gott þegar leggja þarf af starfsemi sem þessa vegna fjárskorts. Aðrir þættir spila að mínu mati eitthvað inn í þessa ákvörðun en hagræðing ein og sér. Legg áherslu á að þetta var ekki ákvörðun ráðuneytisins. Vinnuhópur á vegum þess hafði lagt til aðrar leiðir til að bregðast við ítrekuðum athugasemdum um hallarekstur stofnunarinnar. Ég ítreka það sem ég sagði hér áðan um væntanlegan fund minn með starfsfólki og bæjaryfirvöldum í næstu viku til að fara yfir stöðuna. Jón Páll Pálmason Sæll kæri vinur. Hvernig hreyfingu stundar heilbrigðisráðherra þjóðarinnar þessa dagana? Eru menn í ræktinni og kannski jafnvel byrjaðir í golfinu?  Kristján Þór Júlíusson Sæll minn kæri. Að sjálfsögðu er ég trúr þinni leiðsögn í Hreyfingunni og líður bærilega vel með það. Læt golfið eiga sig – ekki tími fyrir þann leik. Sigurjón Guttormsson Sæll Kristján, er ekki kominn tími til að færa fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði til Egilsstaða til að hafa betri tengsl við sjúkraflug?  Kristján Þór Júlíusson Ekki veit ég hvaða þyngd er á sjúkrahúsinu á Norðfirði og tæpast kemst það í gegnum Oddskarðsgöngin. En ef þú átt við það að færa starfsemina þá hefur það ekki komið til skoðun­ ar og er ekki forgangsverkefni í mínum huga. Sigurður Eggertsson Nú fara margar sögur af fólki sem hefur ekki fjárráð til að leysa út lyfin sín eftir að nýja greiðsluþátttöku­ kerfið tók gildi. Hvenær ætlar þú að bregðast við þeim vanda?  Kristján Þór Júlíusson Ég vitna til fyrra svars míns um þessi efni þar sem kemur fram að ég vænti tillagna starfshóps nú í haust. Ísak Hinriksson Hver er afstaða þín gagnvart listamannalaunum?  Kristján Þór Júlíusson Hún er jákvæð en ákvörðun um viðbætur og sérstaka flokkun listamanna er og verður alltaf álitaefni. Siggi Braga Sæll. Hversu mikið er áætlað í fjörlögum í nýjan landspítala?  Kristján Þór Júlíusson Á fjárlögum þessa árs er áætlað að verja u.þ.b. 40 milljörðum króna í starfsemi LSH. Fjárlög næsta árs munu liggja fyrir í fyrstu viku október. Íris Stefánsdóttir Sæll, nú þegar velferðarráðuneytinu hefur verið skipt upp í tvö ráðuneyti, hvað verður um málefni barna sem fást við samþættan geðrænan og félagslegan vanda? Engin úrræði eru í boði í dag fyrir skjólstæðinga BUGL sem leiðast út í neyslu, afbrot og aðra áhættuhegðun. Meðferð þeirra hjá BUGL endar hreinlega í þeim tilfellum. Kristján Þór Júlíusson Að úrvinnslu slíkra mála er unnið með sama hætti og áður var í ráðuneytinu. Sigurður Eggertsson Hvað telur þú að hægt sé að gera til að sporna við að læknar flytjist úr landi. Nú starfa margir læknar með annan fótinn erlendis og mikil hætta á að við missum þá alveg?  Kristján Þór Júlíusson Það er ekki til ein ákveðin lausn á þessum vanda. Það má ekki heldur gleyma þeim kostum sem felast í því fyrir jafnfámenna þjóð og okkar að fá tækifæri til þess að fólk sem helgar þessum störfum krafta sína geti sótt sér viðbótar þekkingu og færni í sínu fagi. Hins vegar er algerlega ljóst að víða þarf að bæta tækjakost og aðbúnað í heilbrigðiskerfinu til að vinna gegn þeim atgervisflótta sem á sér stað. Ásgeir Ólafsson Um St. Jósefsspítala: Eru einhver áform um að koma einhverri starfsemi fyrir í húsnæðinu eða eiga byggingarnar að fá að skemmast hægt og rólega þannig að á endanum svari ekki kostnaði að koma uppbyggilegri starfsemi fyrir í þessum húsakosti?  Kristján Þór Júlíusson Húsnæði St. Jósefsspítala er ekki á forræði heilbrigðisráðherra. Við höfum hins vegar lýst yfir vilja til þess að styðja bæjaryfirvöld í Hafnarfirði til allra góðra verka sem miða að því að koma húsnæðinu í önnur not. Siggi Óli Geta þessi ráðuneyti ekki tekið neinar ákvarðanir án þess að einhverjir starfshópar eða vinnuhópar komi að þeim? Eruð þið ekki kosnir til þess að taka erfiðar ákvarðanir?  Kristján Þór Júlíusson Jú, mikil ósköp. En við erum líka kosin og treyst til þess að vanda til verka þegar kemur að því að ráðstafa skattgreiðslum almennings. Helgi Eyjólfsson Ertu í frímúrarareglunni, Kristján?  Kristján Þór Júlíusson Nei, er bara „innvígður og múraður“ í Sjálf­ stæðisflokkinn :) Ísak Hinriksson Geta börn séð fram á að fá fría tannlækna­ þjónustu í náinni framtíð?  Kristján Þór Júlíusson Vonandi ber okkur gæfa til að búa svo um hnúta að þessi kostnaður lækki m.a. með meiri og betri forvörnum í framtíðinni. Ég geri ráð fyrir að þau áform sem kynnt voru á síðasta vori í þessum efnum muni ganga eftir. Ásdís Björgvinsdóttir Sæll Kristján Þór. Við erum hérna nokkrar saman á morgunvakt á Sjúkradeild Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Við erum að „brainstorma“ um það hvort ekki væri hægt að halda skurðstofunni opinni með dagsþjónustu, sem sagt að skurðstofan yrði opin bara á dagvinnutíma? Einnig kom okkur til hugar að ef til vill væri hægt að nýta hana betur með því að fá aðgerðir ofan af landi, til dæmis taka kúfinn af biðlistum eða eitthvað í þá áttina. Takk :­)  Kristján Þór Júlíusson Frábært að heyra af því þegar hugsað er í lausnum. Hlakka til að hitta ykkur í næstu viku og ræða lausnir. Árelíus Þórðarson Nú er verið að létta álögum af auðmönnum. Hvenær kemur að millitekjufólki og fátækum! Er þetta hægt miðað við skuldastöðu ríkisins?  Kristján Þór Júlíusson Ég trúi því að allir njóti þegar skattar á fólk og fyrirtæki lækka. Í það minnsta er ég þess fullviss að einstaklingum sé betur treystandi til þess að skapa auknar tekjur með meiri umsvifum en stjórnmálamönnum. Skúli Hansen Sæll Kristján. Ertu hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni?  Kristján Þór Júlíusson Já, hef alla tíð verið eindreginn stuðnings­ maður þess. Júlíus Ingason Finnst þér ásættanlegt að aðeins sé sjúkraflugvél á einum stað á landinu? Þurfa ekki að vera vélar á fleiri stöðum, t.d. í Vestmannaeyjum þar sem allt stefnir í að skurðstofu verði lokað með tilheyrandi skertu öryggi íbúa þar?  Kristján Þór Júlíusson Mér er tjáð af þeim sem til þekkja að það fyrir­ komulag sem verið hefur á þessari þjónustu, nú í nokkur ár, hafi reynst afar vel og öryggi og fagmennska í þjónustunni hafi aukist. Sigurður Sigurðsson Hvers vegna er ekki búið að ganga frá samningum um sjúkraflutn­ inga á höfuðborgarsvæðinu?  Kristján Þór Júlíusson Vegna þess að ekki liggja fyrir neinar fjárheim­ ildir fyrir ráðherra til að ljúka slíkum samningum. Atli Kristjánsson Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi?  Kristján Þór Júlíusson Berjalaut í Böggvisstaðafjalli ofan Dalvíkur – að sjálfsögðu! Elías Eyþórsson Stendur til að skera niður í heilbrigðiskerf­ inu fimmta árið í röð?  Kristján Þór Júlíusson 1,5% hag­ ræðingarkrafa var gerð til heilbrigð­ ismála líkt og annarra málaflokka vegna fjárlagagerðar næsta árs. Pésú Harðarson Ég hef hugmynd að bættri þjónustu fyrir fólk sem glímir við félagslegan vanda eins og kvíða, þunglyndi o.s.frv. Hvert er best fyrir mig að leita til að koma hugmyndinni í framkvæmd?  Kristján Þór Júlíusson Fyrst bendi ég þér á að hafa samband við félagsþjónustu sveitarfélags þíns en velferðarráðuneytið tekur öllum raunhæfum og uppbyggjandi hugmyndum fagnandi. Atli Kristjánsson Hvert er þitt mat á að byggja nýjan spítala samkvæmt fyrri áætlunum eða þarf að koma með nýjar lausnir?  Kristján Þór Júlíusson Fyrri áætl­ anir lutu að því að andvirði af sölu Símans (18 ma.kr.) rynnu til þessa verkefnis. Það var afturkallað með lögum í tengslum við hrunið. Áætl­ aður hraði þessarar uppbyggingar hlýtur því að koma til endurmats og að mínu áliti þarf enn fremur að vera búið að treysta undirstöður heilbrigðiskerfisins að nýju áður en hafin verður bygging sem kosta mun marga tugi milljarða að reisa. Hins vegar er ljóst að LSH býr ekki við þann kost í dag, hvorki í húsnæði eða tækjum, að við verði unað. Óttarr Guðlaugsson Þegar spurt var um heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þá svaraðir þú „Ég hef þegar sett í gang vinnu við innleiðingu þjónustustýringar í heilbrigðiskerfinu þar sem heilsugæslan mun gegna lykilhlutverki. Allar upplýsingar sem mér hafa borist benda til að þær stöðvar sem þú nefnir skili góðu verki.“ En hvenær mega borgarbúar búast við því að þeirri innleiðingu ljúki og borgarbúar geti búið við sómasamlega heilsugæslu?  Kristján Þór Júlíusson Það mun taka nokkurn tíma í ljósi umfangs verkefnisins að innleiða þær breytingar sem þar um ræðir og eflaust eiga eftir að koma upp einhver viðfangsefni sem nálgast þarf með öðrum hætti en ráðgert var. Ég sé það fyrir mér að þetta verði unnið í nokkrum áföngum í sem bestu samstarfi við starfsfólk heilbrigðiskerfisins og notendur. Vonandi sjáum við einhvern árangur af þessu starfi þegar á næsta ári. Vil þó taka fram að ég tel okkur búa við góða heilsugæslu þó vissulega megi víða gera betur Eymundur Eymundsson Sælir Kristján. Nú er mikið talað um geðraskanir og að það þurfi miklar úrbætur. Nú var ég í Hugarafli í Reykjavík þar sem ég fékk mikla hjálp við mínum geðröskunum og minnkaði lyf mikið. Nú er ég fluttur norður og við erum að fara opna sambærilegt dæmi. Myndir þú getað hugsað þér að heilsugæslan kæmi þar inn? Þetta myndi hjálpa fjölskyldum mikið og einstaklingnum þar sem er farið forgangsraða á geðdeildinni. Er ríkið til í að koma þarna inn til að létta á kerfinu ?  Kristján Þór Júlíusson Óska þér hamingju og allra heilla fyrir norðan Eymundur. Þetta er góð hugmynd sem ég tel fyllilega þess virði að skoða í samstarfi heilsugæslu og félagsþjónustu sveitarfélagsins. Ráðherra heilbrigðismála var spurður um starfskjör heilbrigðisstarfsfólks og lokanir stofnana á Beinni línu á fimmtudag. Einkavæðing ekki á dagskrá Nafn: Kristján Þór Júlíusson Aldur: 56 ára Menntun: Stúdentspróf frá MA, Skipstjórnarpróf (1. og 2. stig), nám í íslensku og almennum bókmenntun við HÍ og kennsluréttindapróf frá HÍ. Staða: Heilbrigðisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.