Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 36
A f hverju Bandaríkin? Það var nú eiginlega tilviljun sem réð för,“ segir Ragn- heiður spurð út í ástæður þess að hún hélt í víking til Bandaríkjanna 21 árs gömul til að nema leiklist. „Ég hafði frétt af skóla sem mér fannst áhugaverð- ur – í Boulder í Colorado. Þetta var einskonar búddísk stofnun og ég hafði séð bækling með myndum af fólki að lesa bækur undir trjám. Mér fannst þetta heillandi og spennandi og ekki spillti fyrir að einn af kennur- unum var Lee Worley sem hafði leikið með The Living Theater í New York,“ segir Ragnheiður. Hún var í eitt ár í þessum skóla en segir þann tíma hafa haft viðvarandi áhrif á sig. Hún hafi komist í tæri við heimspeki búddismans. „Ég lærði að með hverjum andardrætti hefst nýtt augnablik,“ segir Ragnheiður. Þessi lexía átti eftir að reynast henni vel í framtíðinni. Heilluð af Bandaríkjunum „Eftir námið í Boulder sótti ég um í háskólanum í Iowa. Þar var ég tekin inn í leikaranám en ég hef oft upplif- að að sem leikari sé ég svolítið eins og úlfur í sauðargæru. Ég hef aldrei viljað vera bara leikari, hef heillast af samþættingu margra listgreina. Ætli ég hafi nokkuð vitað á þessum tíma hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór!“ segir Ragnheiður. Í þessu BA-námi tók Ragnheiður kúrsa í myndlist og gjörningum og kynntist öðrum hliðum þess að framkvæma listaverk en að leika texta. „Bandaríska háskólasamfélagið heillaði mig. Það er allt svo opið og ef þú ert með víðáttubrjálæði í list- um eins og ég þá er margt í boði. Þarna eru leikarar, leikstjórar og fólk í hönnunarnámi á sama stað. Deildirnar tala saman. Ég heillaðist af þessu stóra samhengi, að það sé ekki allt hólfað niður.“ Haldin útþrá Hér heima hafði Ragnheiður sótt um að komast í leikaranám við Leik- listarskóla Íslands, eins og hann hét þá, en ekki komist inn. „Ég man að mér þótti það erfitt en um leið fann ég þessa ögrun að sækja lengra. Á þessum tíma var Leiklistarskólinn aðeins fyrir leikara. Í dag eru leik- arar, dansarar, tónlistarnemar og nemar í Fræði og framkvæmd allir í sama húsi. Mig langaði að komast út og sjá hið stærra samhengi í listum og Bandaríkin gáfu mér það.“ Ragnheiður hélt áfram skólagöngunni. Næsti viðkomu- staður var Minnesota í Minneapolis. Þar fór Ragnheiður í meistaranám og byrjaði að kenna í fyrsta skipti. „Ég var fyrsti útlendingurinn sem var tekinn inn í leikaranámið í skól- anum og þurfti mikið að leggja á mig varðandi meðferð á texta. Sú reynsla hefur alltaf fylgt mér.“ Suðupotturinn New York Svo lá leiðin til New York – stór- borgina þar sem öllu ægir saman. Þar bjó Ragnheiður í fjögur ár og segir þau ár hafa verið ígildi há- skólanáms. „Þarna kynnist ég frjálsu sen- unni. Verð vitni að þessu samtali sem leiklistin getur átt við mynd- listar- og tónlistarmenn. Ég kynn- ist gjörningum og sé þessa gríðar- legu fjölbreytni í listum sem er svo heillandi. Þegar þú býrð í New York þá verður þú fyrir ofboðslega mikl- um áhrifum. Að búa í svona stór- borg er ekkert annað en tækifæri til að mennta sig – sækja viðburði, sýningar og tónleika. Þegar ég kem heim frá Bandaríkjunum fylgdi mér þessi stöðuga útþrá, löngun til að búa til eitthvað nýtt – hvort sem maður er búsettur á Akureyri eða í New York.“ Breytingar á Íslandi Ragnheiður kom heim sumar- ið 1999. Hún sá annað Ísland en hún hafði skilið við. Reykjavík hafði breyst, ferðamenn og ný kaffihús settu svip sinn á borgina. Samfélag- ið var að opnast. „Ég ólst upp í hundraðogeinum,“ segir Ragnheiður. „Og ég sá mik- inn mun á borginni, fleiri innflytj- endur, ferðamenn og erlend áhrif. Ég kom ekki heim til að flytja heim en mér fannst þetta nýja samfélag spennandi. Hugsaði að það hlytu að fylgja þessum breytingum ný tæki- færi.“ Ragnheiður heyrði af breytingun- um sem stóðu fyrir dyrum í Leiklist- arskóla Íslands. Skólinn skyldi sam- einaður nýstofnuðum Listaháskóla Íslands. Meiri áhersla yrði lögð á akademískt nám og hugmyndir voru uppi um að stofna nýjar braut- ir sem myndu útskrifa sviðslistafólk – stærra samhengi, sem Ragnheið- ur hafði alltaf heillast af var kannski loksins að verða til á litla Íslandi. „Mér fannst þetta gríðarlega spennandi svo ég sendi inn um- sókn. Ég vissi að ég væri hæf í starf- ið og ég sóttist eftir því en það kom mér samt skemmtilega á óvart þegar ég var ráðin.“ Umtöluð ráðning Staða Ragnheiðar hét deildarfor- seti leiklistardeildar Listaháskóla Ís- lands. Það yrði í hennar höndum að þróa og móta nám framtíðarleikara Íslands. Kona – sem hafði dvalið er- lendis í þrettán ár var komin í eina valdamestu stöðu ís- lenska leiklistarsamfélagsins og ef- laust einhverjir sem settu spurn- ingarmerki við ráðninguna. „Ég myndi ekki segja að ég hafi orðið vör við mótstöðu en ég held að margir hafi orðið hissa,“ segir Ragnheiður um ráðninguna. „Ég hafði náttúrulega ekki búið á Ís- landi í mörg ár og átti engin tengsl inn í íslenskt leikhúslíf. Þannig að eflaust hafa margir hugsað: Hver er þetta eiginlega? Svo má ekki gleyma því að það var verið að leggja niður skóla sem margar kynslóðir leikara höfðu farið í gegnum. Þetta var mik- il breyting og eðlilegt að tortryggni hafi gætt í byrjun. En svo fann ég líka fyrir því að fólk var forvitið – það er alltaf gott að breyta til.“ Ragnheiður stýrði leiklistar- deildinni í ein ellefu ár. Á þeim tíma varð námið Fræði og framkvæmd til við skólann en þar fær sviðslistafólk kennslu í heimspeki og verklegri leikhúsfræði. Auk þess sem nám í samtímadansi varð að veruleika og deildin breyttist í leiklistar- og dans- deild. Ragnheiður segist sérlega stolt af því námi sem hafi gjörbreytt íslensku leiklistarlandslagi. Svo er það Lókal, alþjóðlega leiklistar- hátíðin sem hófst í Reykjavík á mið- vikudaginn og stendur til sunnu- dags. Ragnheiður bjó til hátíðina ásamt eiginmanni sínum, Bjarna Jónssyni leikskáldi, og Jóhönnu Guðmundsdóttur. Fyrsta Lókal-há- tíðin var haldin kortéri fyrir hrun árið 2008 – hátíðin er því orðin sex ára gömul, það er fyrsti skóladagur- inn í dag. Umhugsunar- verð bók„ Hef lokið við að lesa Ísland ehf., bókina eftir Magnús Halldórsson og Þórð Snæ. Mæli með því að þið takið ykkur frí frá Facebook og umræðum um lit á malbiki og lesið hvernig íslenskt atvinnulíf þróaðist fyrir og eftir hrun. Hvernig hægt var að klúðra blómlegum rekstri með glanna- skap og vitleysu og hvernig unnist hefur úr. Margt mjög umhugsunarvert. Kristján Guy Burgess almannatengill um bókina Ísland ehf. – Facebook Dónakall í Háskóla„ Enginn innan háskólans hefur tjáð sig um málið opinberlega. Hefði ekki eitthvað heyrst ef um væri að ræða annað skólastig? Myndi Jón Baldvin fá að kenna óáreittur við grunnskóla í þessu landi árið 2013? Eða fengi hann að vera í hlutverki fræðimanns og fyrirmyndar mennta- skólanema? Helga Þórey Jóns- dóttir og Hildur Lilli- endahl Viggósdóttir um ráðningu Jóns Baldvins við Háskóla Íslands – knuz.is Frúin borgar„ Ég var heppinn í dag … ég var staddur í matvöru-verslun að fá mér tvo lítra af mjólk. Og svo var ég var kominn í biðröð á kassanum, þá var frú sem bauð mér að vera á undan sér. Svo urðu örlögin þannig að ég átti ekki inn á debet- korti fyrir tveimur mjólkurlítrum … og hvað haldið þið? Frúin bauðst til að borga þetta fyrir mig. Ég varð mjög þakklátur og þakkaði henni með handabandi. Ef þú sérð þessa færslu kæra frú – (sem ég þekki ekki og hef aldrei séð áður) – þá þakka ég enn og aftur fyrir:) Atli Viðar Engilbertsson listamaður komst í hann krappan í matvörubúð. – Facebook Léttir og þroski„ Ég held að það sé svipað fyrir fimm ára að missa tönn og fyrir 12 ára að fá skapahár. #Léttir #Gleði #Þroski Sólmundur Hólm sjónvarpsmaður léttur á því. – Twitter Að kunna sig í útlöndum„ Kæra dagbók! Mættum David Walliams og frú á göngu um Primrose Hill. Ég fékk léttan krampa í ljós- myndafingurinn, kreysti handtöskuna með farsímanum og tókst að stilla mig. Gjóaði augum flóttalega í átt til þeirra, rétt svo ég gæti virt manninn fyrir mér án þess að það yrði of áberandi. Maður kann sig. Walliams er einn þeirra leikara sem lítur alveg eins út augliti til auglitis og á skjánum. Ég heyrði hann segja sjö orð og langaði óstjórnlega til að elta þau og hlusta áfram á samræð- urnar. Stillti mig. Maður kann sig! Sigríður Pétursdóttir dagskrárgerðar- kona spókar sig í London. – Facebook 36 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g „Hasarhetja sekkur til botns“ „Síðpönkuð dauðaþrá“ Hummingbird Jason Statham Grísalappalísa Ali Það urðu margir hissa þegar Ragnheiður Skúla- dóttir var valin til að stýra nýrri leiklistardeild við Listaháskóla Íslands upp úr aldamótum eftir þrettán ára dvöl í Bandaríkjunum. Hún var óþekkt stærð í íslensku menningarlífi. Nú er hún leikhússtjóri Leik- félags Akureyrar og listrænn stjórnandi alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar Lókal sem hófst nú í vikunni. Leikhússtjóri með stóra drauma Leiklist Símon Birgisson simonb@dv.is Skipuleggjendur Lókal Ragnheiður og Bjarni Jóns-son eiginmaður hennar hafa unnið að skipulagningu hátíðarinnar ásamt Jóhönnu Guðmundsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.