Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 27
Fólk 27Helgarblað 30. ágúst–1. september 2013 B laðamaður mælir sér mót við Hjört Hjartarson á kulda­ legum og gráum rigningar­ degi. Haustið er farið að minna óþarflega mikið á sig þrátt fyrir að enn sé ágúst. Veðrið virðist þó ekki hafa hlaupið í skapið á Hirti sem birtist glaðlegur skömmu eftir að blaðamaður hefur fengið sér sæti á kaffihúsi í miðborginni. Hann er strákslegur í fasi og léttur á fæti. Töluvert unglegri en fæðingarárið segir til um. Hjörtur fær sér kaffi og kemur sér vel fyrir áður en við hefj­ um spjallið. Hann er fæddur á Akranesi árið 1974 og þrátt fyrir að hafa búið fyrstu fjögur árin á Ísafirði þá lítur hann á sig sem Skagamann í húð og hár, og er stoltur af upprunanum. „Mamma og hennar fjölskylda eru reyndar frá Akureyri þannig það er smá Akur­ eyringur í mér, en ekki mikill. Fyrst og síðast er ég Akurnesingur,“ segir hann og brosir. Hjörtur byrjaði ungur að spila fótbolta eins og Skagastrákar gera gjarnan. „Þetta gerist þarna uppi á Skaga. Annaðhvort ertu í fótbolt­ anum eða þú ert ekkert inni í sam­ félaginu. Maður á engra kosta völ.“ Framtíð Hjartar var því að ákveðnu leyti ráðin á Merkurtúninu og niðri á Langasandi þar sem hann byrjaði að sparka í tuðruna með vin­ um sínum. Kynntist ungur alkóhólisma Þrátt fyrir að ákveðin vandamál hafi verið heima fyrir hjá Hirti þegar hann var barn, telur hann sig hafa átt ágæta og nokkuð hefðbundna barn­ æsku. „Það var misnotkun á áfengi á mínu heimili þegar ég var barn og það litaði æsku mína vissulega. Það fylgdu þessu mörg vandamál sem ég þurfti að eiga við frá unga aldri og eitthvað fram eftir. Foreldrar mínir eru edrú í dag. Móðir mín er búin að vera edrú í yfir 20 ár og pabbi er í mjög góðum málum líka. Þau eru bæði yndislegt fólk sem glímdi við þetta vandamál um tíma. Þau gerðu sitt besta og það er gott samband á milli okkar allra í fjölskyldunni í dag.“ Hjörtur telur að ástandið á heim­ ili hans í barnæsku hafi haft ein­ hver áhrif á hann á fullorðinsárum en hann hefur þó reynt að vinna úr reynslu sinni eftir bestu getu. „En eins allir og þeir sem alast upp við alkóhólisma þekkja, þá eru margir fylgifiskar sem maður hefði viljað vera án.“ Hjörtur segir foreldra sína þó hafa passað sérstaklega vel upp á hann, enda var hann yngstur af þremur systkinum þangað til hann var 16 ára. En þá kom yngsti bróðir hans í heiminn. Hann telur sig hafa verið frekar þægilegan ungling og var aldrei með neitt vesen. „Minn vina­ hópur átti aldrei neinar magnaðar fylleríissögur. Þetta var nokkuð hefð­ bundið hjá okkur.“ Hann viðurkennir þó hlæjandi að það séu komin 20 ár síðan hann var unglingur og því hafi kannski eitthvað skolast til í minn­ inu. Varð óvænt pabbi 19 ára Hjörtur var þó ekki alveg hinn hefð­ bundni unglingur því 19 ára eign­ aðist hann sitt fyrsta barn. „Það var frekar óvænt, en maður reyndi eftir bestu getu að tækla það. Það er fullt af fólki sem eignast barn á þessum aldri og tekur á því á þroskaðan hátt. En þegar ég lít til baka þá finnst mér ég hafa verið sérstaklega óþroskað­ ur til að taka á þessu og vinna með þetta.“ Hjörtur og barnsmóðir hans, sem er jafngömul honum, gerðu þó sitt besta í ala upp dóttur sína og voru saman í þrettán ár. „Eldri dóttir mín verður tvítug í september og við erum mjög góð­ ir vinir. Það er gott samband á milli okkar, hún er algjört æði og stendur sig rosalega vel í öllu sem hún gerir. Hún er klár og skemmtileg hugs­ andi manneskja. Þetta fór því allt mjög vel.“ Hjörtur segist njóta þess að fylgjast með dóttur sinni verða að fullorðinni manneskju og það fer ekki á milli mála að hann fyllist stolti þegar hann ræðir um hana. Hjörtur á svo aðra dóttur sem er þriggja og hálfs árs og segir mjög gaman að bera það saman að verða pabbi 19 ára og svo á fullorðinsárum. „Þetta er svo allt öðruvísi upplifun. Maður kann að meta þetta á annan hátt. Hún er líka ótrúlega kát og skemmtileg, alltaf í góðu skapi og sér ekki sólina fyrir systur sinni. Al­ gjör dásemd.“ Hann viðurkennir að hann fái hálfgert samviskubit yfir því að hafa ekki vitað það sem hann veit núna þegar hann átti eldri dóttur sína. Draumurinn rættist í boltanum Hjörtur lét barneignir á unglingsaldri þó ekki aftra sér frá því að spila fót­ bolta. Blaðamann leikur forvitni á að vita hvernig fótboltaferillinn þróaðist úr saklausum boltaleik á Merkurtún­ inu yfir í alvöru keppni í meistara­ deildinni. „Það er ótrúlega merkilegt að ég sé búin að vera að spila í meistara­ flokki í næstum tuttugu ár því ég hef enga stórkostlega hæfileika í fót­ bolta,“ segir Hjörtur hreinskilinn og hlær. Hann var eiginlega hættur að spila fótbolta þegar hann var 19 ára, en þegar hann var tvítugur hafði þjálfari Skallagríms í Borgarnesi samband við hann og vildi fá hann í liðið. Hjörtur sló til og hefur spilað síðan. Árið 2000 rættist svo draumur hans þegar Ólafur Þórðarson, þjálf­ ari ÍA, hafði samband við hann og bauð honum að spila með uppeldis­ liðinu. „Ég hafði sosum takmarkað­ ar væntingar um að ég myndi slá í gegn með liðinu, en það gekk von­ um framar. Við urðum tvisvar bikar­ meistarar og Íslandsmeistarar 2001, þar sem ég náði því að vera marka­ kóngur. Miðað við fótboltamann sem er alls ekki nógu góður til að vera í landsliðinu eða atvinnumaður, þá hef ég upplifað draum hvers fót­ boltamanns á Íslandi. Að vera í lykil­ hlutverki í Íslandsmeistaraliði upp­ eldisfélags síns.“ Titillinn steig liðinu til höfuðs Hjörtur segist ennþá fá gæsahúð þegar hann hugsar um þennan tíma, þegar Íslandsmeistararnir komu heim frá Vestmannaeyjum með bikarinn í farteskinu. „Þetta var ein af mínum yndislegustu stundum í lífinu.“ Hann viður­ kennir að titillinn hafi stigið liðinu aðeins til höfuðs og náðu það ekki að fylgja ár­ angrinum eftir. Hjörtur er hvergi hættur að spila fót­ bolta þó hann sé að verða 39 ára. Boltinn er stór hluti af lífi hans og hann hefur ástríðu fyrir leiknum. „Ég nýt þess enn þann dag í dag að spila fótbolta. Ég er í ágætisformi og get eitt­ hvað. En með hverju ár­ inu sem líður þá styttist í að maður hætti þessu. Á meðan einhver telur sig hafa not fyrir mann og maður hefur gam­ an af þessu þá heldur maður áfram. Svo þegar maður hættir þá er maður bara hættur. Með mína hæfileika þá tel ég mig hafa blóðmjólkað allt sem hægt er að gera úr þessum ferli.“ 90 sekúndna atvinnuviðtal Fótboltinn opnaði líka dyr fyrir Hjört utan landsteinanna, en hann komst á skólastyrk inn í háskóla í Alabama þar sem hann nam stjórnmálafræði og spilaði fótbolta í fjögur ár. Tvisvar sinnum var hann valinn besti leik­ maðurinn í bandaríska háskólabolt­ anum og það var mikil upphefð fyrir hann. Á þessum tíma var Hjörtur kom­ inn með fjölmiðlabakteríuna í blóð­ ið eftir að hafa starfað stuttlega á Skessuhorni áður en hann fór út. Skömmu eftir að hann kom heim úr námi, haustið 2007, reyndi hann því fyrir sér á RÚV. Hann var þó ekkert sérstaklega spenntur fyrir íþrótta­ deildinni í fyrstu, sá ekki fyrir sér hann myndi starfa sem íþrótta­ fréttamaður. En Hrafnkell Kristjáns­ son heitinn, sem þá var yfir íþrótta­ deildinni á RÚV, fannst Hjörtur greinilega fæddur í starfið. „Ég held ég sé ekki að ýkja, hann sagði já eftir 90 sekúndur.“ Mánuði síðar var Hjörtur kominn í fullt starf hjá stofn­ uninni og fann sig mjög vel frá fyrsta degi. Frétti af andláti Hrafnkels á Facebook Hjörtur og Hrafnkell urðu góðir vinir og fóru meðal annars saman á Evrópumót kvenna í fótbolta sem haldið var í Finnlandi haustið 2009. Þar styrktust vinaböndin enn frekar. „Með okkur Kela mynduðust með sterkari vinaböndum sem ég hef eignast á fullorðinsárum.“ Hjörtur á erfitt með að beygja ekki af þegar hann talar um Kela sem lést eft­ ir hörmulegt bílslys á jóladag 2009. Hann tekur sér smá hlé og heldur svo áfram. „Það tók rosalega á mig og var mjög erfitt. Hann dó viku eftir að hann lenti í slysinu en ég trúði því aldrei að hann myndi fara. Ég vissi auðvitað að hann var illa slasaður en ég trúði því að hann myndi hafa þetta af. Það hvarflaði ekki að mér að þetta færi svona.“ Á jóladag kom hins vegar harma­ fregnin. Hjörtur frétti fyrst af and­ láti vinar síns á Facebook, en Ýmislegt hefur gengið á í lífi Hjartar Hjartarsonar síðustu tvö árin. Hann var rekinn nánast fyrirvaralaust af RÚV eftir að samstarfsfélagi hans kærði hann fyrir líkamsárás. Sú kæra var dregin til baka skömmu síðar, en Hjörtur átti ekki afturkvæmt á RÚV. Brottreksturinn var honum mikið áfall og við tók erfiður tími þar sem hann gekk í gegnum mikla sjálfsskoðun. Hann náði að vinna sig upp úr erfiðleikunum með hjálp góðra vina og fagaðila og hefur snúið aftur á sjón- varpsskjáinn, nú sem fréttamaður á Stöð 2. Hann kann mjög vel við sig á nýjum stað og er þakklátur fyrir að hafa fengið annað tækifæri. Blaðamaður settist niður með Hirti og ræddi um brottreksturinn af RÚV, nýjan starfsvettvang, fót- boltaferilinn, sorgina, sigrana og sjálfsskoðunina sem stendur enn yfir. einhver alveg ótengdur Hrafnkeli hafði sett inn stöðuuppfærslu um að hann væri farinn. Þá hafði enginn af vinnufélögunum heyrt að hann væri látinn, en staðfestingin kom skömmu síðar. „Það var ótrú­ lega vont að sitja einn við tölvuna og fá þetta svona.“ Verst finnst Hirti hins vegar að fjölskylda Hrafnkels hafi ekki fengið tækifæri til að syrgja hann í einrúmi áður en andlátið varð opinbert. Eignaðist dóttur rétt fyrir jarðarförina Hrafnkell var jarðsunginn þann 5. janúar 2010, en yngri dóttir Hjartar fæddist 2. janúar. „Það var rosalega mikið af tilfinningum sem börðust um í mér. Ég var með þriggja daga gamalt barn heima, með alla þá gleði og hamingju sem fylgir því, og svo var ég að kveðja ungan, góðan vin á sama tíma. Þetta var allt alveg ferlega sorglegt. Ég er mjög sorg­ mæddur að hafa misst hann en á sama tíma þakklátur fyrir að hafa kynnst honum. Og þakklátur fyrir að hann hafði trú á mér á sínum tíma.“ Andlát Hrafnkels ýfði líka upp gömul sár hjá Hirti, en þegar hann var um tvítugt létust tveir góðir vin­ ir hans úr veikindum með árs milli­ bili. Hann hafði því kynnst sorginni, sem skall aftur á honum við andlát Hrafnkels. Hjörtur segir alla stofnunina, RÚV, hafa verið hálflamaða eft­ ir þennan atburð, en lífið hafi auð­ vitað haldið áfram og þeim hafi tekist að finna taktinn aftur. Vel liðinn á RÚV Eins og fram hefur komið kunni Hjörtur vel við sig hjá RÚV. Honum þótti starfið í raun svo skemmtilegt hann tímdi varla að fara í sumar­ frí. „Ef ég var ekki að spila fótbolta eða leika við dætur mínar þá vildi ég helst bara vera í vinnunni. Það var aldrei kvöð að mæta í vinnuna og þetta var algjört draumastarf.“ Smám saman fór hann að spila stærra hlutverk hjá íþróttadeildinni og var kominn í ábyrgðarstöðu áður en hann vissi af. Kom með hugmyndir sem féllu í góðan jarðveg og var vel liðinn af vinnufé­ lögunum. „RÚV er frábær vinnustaður, mjög lifandi og skemmtilegur. Upp­ fullur af hæfileikaríku og gáfuðu fólki. Það var mjög gefandi að vinna þarna.“ Skyndilegur brott­ rekstur af RÚV í upphafi árs 2012 varð Hirti því mikið áfall. Gerðist það í kjölfar atviks sem átti sér stað á Grand Hótel eftir kynningu á íþrótta­ manni ársins. Ósætti varð á milli Hjartar og samstarfskonu hans á íþróttadeild RÚV sem leiddi til þess að hann var kærður fyrir líkams­ árás. Kæran var hins vegar dregin til baka skömmu síðar. Rekinn nánast fyrirvaralaust „Fyrstu viðbrögð mín þegar mér var sagt upp voru að vera sár og bitur. Ég bölvaði óréttlæti heimsins og vorkenndi mér mjög mikið,“ segir Hjörtur sem hefur einsett sér að tala ekki um atvikið sjálft. „Ég mun aldrei verða sáttur við hvernig RÚV tók á þessu máli. Tíu tímum eftir að þessi atburður átti sér stað kölluðu Kristín Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV, og starfsmannastjóri mig á sinn fund. Þar var sagt við mig að í ljósi þess sem gerðist kvöldið áður hefði ver­ ið ákveðið að rifta ráðningarsamn­ ingi mínum og að lögfræðingur fyrirtækisins væri samþykkur þessu. Þær voru klárar með uppsagnar­ bréfið sem ég átti að skrifa undir. Þetta kom mér hreinlega í opna skjöldu og ég trúði ekki að þetta væri að gerast.“ Hjörtur spurði hvort hann fengi ekki tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér og gerði það þó að ekki væri eftir því leitað. Hann fékk það í gegn að málið yrði skoð­ að betur. „Tveimur dögum síðar var svo hringt í mig og mér tilkynnt að það yrði staðið við fyrri ákvörðun. Ég var aldrei boðaður á neinn fund til að ræða þetta. Ég reyndi ítrekað að hafa samband við yfirmenn RÚV þessa helgi en skilaboðum mínum var ekki svarað.“ Sama dag og Hjörtur fékk símtalið fór hann upp á RÚV þar sem uppsagnarbréfið beið undirritunar hans. „Mér var tjáð að ég ætti ekki afturkvæmt á RÚV og ég skrifaði undir þetta bréf. Og þar lauk mínum afskiptum af RÚV.“ Þjáðist af sjálfseyðingarhvöt Eftir þetta tók við erfitt tímabil í lífi Hjartar og það tók hann marga mánuði að jafna sig. Hann segist lengi hafa barnalega haldið í von­ ina um að hægt væri að leysa mál­ ið og að hann gæti snúið aftur til starfa á RÚV. Hann vildi því ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum. Taldi að það myndi myndi gera illt verra. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal „Á meðan fólkið sem skiptir mig máli hefur trú á mér og þykir vænt um mig, þá er ég sáttur Lítill Hjörtur Lítur á sig sem Skagamann í húð og hár þrátt fyrir að hafa búið fyrstu fjögur árin á Ísafirði. Dæturnar Hjörtur eignaðist eldri dóttur sína, Herdísi Björk, þegar hann var 19 ára. Sú yngri, Málfríður Inga, er þriggja og hálfs árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.