Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 34
34 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað pitbull-hundum var bjargað frá grimmilegum örlögum í Alabama og Georgíu í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar. Lögreglan réðst til atlögu við staði þar sem stunduð voru ólögleg veðmál og var hundunum ætlað að berjast upp á líf og dauða, ef ekki vildi betur. Tólf manns voru handteknir í aðgerðunum og bíður þeirra væntanlega að svara til saka fyrir gjörðir sínar.367 T imothy W. Spencer var bandarískur raðmorðingi. Á haustmánuðum og fram í desember árið 1987 nauðg- aði hann og myrti fjór- ar konur í Richmond í Virginíu í Bandaríkjunum. Reyndar hafði hann framið eitt morð árið 1984 en vegir réttvísinnar eru órannsakan- legir og David nokkur Vasquez var sakfelldur fyrir það og dvaldi á bak við lás og slá í fimm ár fyrir vikið. Þeim dómi var snúið árið 1989 og segir ekki meira af því. Timothy var hins vegar þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrstur manna sakfelldur á grundvelli DNA-sýna í Virginíu. Má með nokkurri fullvissu telja að honum hafi lítt hugnast sá heiður. Fjórir mánuðir Fyrsta fórnarlamb Timothy þessa síðustu mánuði ársins 1987 var 35 ára kona, Debbie Dudley Davis. Lík hennar fannst í íbúð henn- ar í september, nakið á rúminu og hafði Timothy nauðgað henni og síðan kyrkt. Tveimur vikum síðar fannst dr. Susan Hellam látin í sinni íbúð. Hún var klæðlítil og hafði verið troðið inn í fataskáp og hafði verið kefluð áður en hún hlaut sömu örlög og Debbie. Hinn 22. nóvember fannst þriðja fórnarlamb Timothy. Þar var um að ræða táningsstúlku, Diane Cho, sem bjó rétt fyrir utan Richmond og fannst lík hennar í íbúð hennar. Enn og aftur hafði sömu aðferð verið beitt – henni hafði verið nauðgað og síðan kyrkt. Síðasta fórnarlamb Timothy var Susan Tucker, 44 ára. Tilkynnt hafði verið um hvarf hennar í desember og viku síðar fannst lík hennar á heimili hennar. Rannsóknarlög- reglan taldi ekki, í ljósi áverkanna, leika vafa á að um sama morðingja væri að ræða og í hinum þremur morðunum. Morðinginn var þegar þarna var komið við sögu nefndur „Southside Strangler“ í pressunni. Ný tækni kemur til sögunnar Eftir að lík Susan fannst tók leitin að morðingjanum nýja stefnu – um stund. Einn og sama daginn – 16. janúar 1988 – fundust tvö lík til við- bótar. Rena Chapouris og Michael St. Hilaire. Upphaflega taldi lögreglan að Southside Strangler bæri ábyrgð á dauða þeirra, en komst að þeirri niðurstöðu að lokum að sú væri ekki raunin – Renu hafði ekki verið nauðgað og Michael hafði framið sjálfsmorð. Síðar í janúar bárust böndin að Timothy og hann var handtekinn og ákærður fyrir morðið á Susan Tucker. Innan skamms sýndu DNA- sýni að hann tengdist morðunum á Debbie Davis og Morð Hellam og einnig var hægt að tengja hann við morðið á Diane Cho. DNA- sýni tengdi hann síðar við morðið á Carol Hamm, morð sem David Vaquez hafði fyrr meir verið sak- felldur fyrir. Dómur þyngdur Fyrstu réttarhöldin yfir Timothy Spencer fóru fram í júlí árið 1988. Í þeim var réttað yfir honum vegna morðsins á Susan Tucker og á grund- velli DNA-sýna var hann sakfelldur og dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar. Í röð réttarhalda árin 1988 og 1989 var Timothy sekur fund- inn um að hafa nauðgað og myrt Debbie Davis, Diane Cho og Susan Hellam. Dómurinn var dauðadóm- ur og var honum fullnægt 27. apríl, 1994. Segir ekki meira af Timothy W. Spencer. n n Timothy Spencer kyrkti fórnarlömb sín n Myrti fimm konur Féll á DNA-sýNi Uppskar sem hann sáði Timothy þurfti ekki að kemba hærurnar. „Morðinginn var þegar þarna var komið við sögu nefnd- ur „Southside Strangler“ í pressunni. Ól son og myrti á salerni Amanda Catherine Hein, 26 ára bandarísk kona frá Pennsylvaníu, hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt nýfæddan son sinn. Sam- kvæmt ákæruatriðum fæddi Am- anda barnið, þann 18. ágúst, inni á salerni á sportbar, Starters Pub í Bethlehem, í um 50 kílómetra fjarlægð frá Fíladelfíu, og setti það síðan í plastpoka. Plastpokanum tróð hún síðan ofan í vatnskassa klósetts. Að því loknu kom hún sér mak- indalega fyrir inni á barnum og hélt áfram að fylgjast með glímu sem sýnd var þar í sjónvarpinu. Næsta morgun fann hreingern- ingarfólk lík hins nýfædda drengs. Rannsókn á málinu leiddi í ljós að Amanda hafði verið gengin 33–36 vikur þannig að ekki voru nema fjórar vikur, kannski rúmlega, eft- ir af hefðbundinn meðgöngu. Ljóst er að ekki var um andvana fæðingu að ræða og ekkert því til fyrirstöðu að drengnum hefði orðið lífs auðið ef hann hefði feng- ið tækifæri. Að sögn saksóknara var Am- anda í félagsskap fleira fólks á barnum og hafði kvartað yfir bak- verkjum rétt áður en hún brá sér á salernið. Einn maður bar að Amanda hefði verið drjúga stund á salerninu og hafi fljótlega eft- ir að hún kom aftur tekið hand- tösku sína og brugðið sér út fyrir til að reykja. Maðurinn tók eftir því að henni hafði blætt og bauðst til að koma henni á sjúkrahús. Am- anda afþakkaði gott boð á þeim forsendum að hún hefði enga sjúkratryggingu og urðu málalykt- ir þær að henni var komið til síns heima. Að sögn Amöndu var eng- um kunnugt um þungun hennar eða að hún hefði fætt barn á sal- erninu. Á sjúkrahúsum í Pennsylvaníu er tekið á móti nýfæddum börn- um sem komið er með og einskis spurt ef svo ber undir. Amanda verður í varðhaldi þar til réttað verður yfir henni og var henni ekki gefinn kostur á frelsi gegn greiðslu tryggingar. Fórnarlömb Susan Hellam, Debbie Dudley Davis og Diane Cho. Vanilla, ekki karamella Tuttugu og sjö ára karlmaður er bak við lás og slá eftir að hann réðst á starfsmann kleinuhringja- og kaffistaðarins Dunkin‘ Donuts í Flórída á dögunum. Maðurinn hafði stöðvað við bílalúgu staðar- ins og pantað kaffi með vanillu- sírópi. Þegar kaffið barst áttaði maðurinn sig á því að í kaffinu var karamellusíróp. Maðurinn, Jeffrey Wright, brást ókvæða við og lét höggin dynja á starfsmanninum sem átti sér einskis ills von.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.