Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 42
Vistvæn húsráð Hreinlætisvörur Oft er hægt að sleppa hreingern- ingarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik og sítróna. Ofnotkun kemískra hreinsiefna er dýrkeypt fyrir umhverfið, en það má einnig ná góðum árangri með því að helminga ráðlagðan skammt af hreinsiefnum með vatni eins og nátturan.is greinir frá. Sjampó og sápur Skoðaðu vel innihaldsefnin í sjampói og sápum sérstaklega ef þú ert með ofnæmi. Góð regla er að nota eins lítið af sápu og hægt er enda getur ofnotkun aðeins leitt til kláða og ofþornunar húðar- innar. Dömubindi Reynið að velja dömubindi og tíðatappa sem eru unnin úr líf- rænni bómull og eru laus við ilm- efni. Margnota gúmmíbikar eins og Álfabikarinn, er úr 100% nátt- úrulegu gúmmíi og því umhverfi- svænn. Barnableiur Hvert mannsbarn notar að meðaltali um fimm þúsund bleiur fyrstu æviárin. Það er skiljanlegt að foreldra kjósi að nota einnota bleiur til að spara tí- mann sem fer annars í bleiuþvott. Ef einnota bleiur verða fyrir valinu er betra að þær séu vistvænar og helst að þær beri umhverfisvott- un. Forðist bleiur sem innihalda PVC (vinyl). V ið reynum að halda heim- ilinu hreinu og fallegu en það eru nokkrir staðir sem við ættum að leggja meiri áherslu á þegar kemur að þrifum. Samkvæmt grein á síðu Opruh Winfrey eru níu staðir eða hlutir á hverju heimili sem eru þeir menguðustu af bakteríum og öðrum óhreinindum. Það sem vekur athygli er að klósettið og ruslafatan eru ekki á þessum lista. 1 Eldhúsvaskurinn Jafnvel þótt heitt vatn og sápa renni reglulega um hann þá er eldhúsvaskurinn örugglega stútfullur af bakteríum. Þar má jafnvel finna fleiri bakteríur en á almenningsklósettum. Nýleg rannsókn NSF (The National Sanitation Foundation) sýnir að vegna þess hve oft vaskurinn kemst í snertingu við mat þá sé hann 100.000 sinnum mengaðri af bakt- eríum en baðherbergisvaskurinn. Skrúbbið allan vaskinn einu sinni til tvisvar í viku með heitu vatni og sápu og passið að fjarlægja allar matarleifar, kaffikorg og annað sem festist í vaskinum. 2 Kaffivélin Með því að þrífa kaffivélina eftir 40 til 80 skipti færðu ekki einungis bragðbetra kaffi heldur þrífur þú þá myglu og bakteríur sem NSF segir að lifi góðu lífi í vélinni. Gott er að setja um það bil fjóra bolla af ediki í vélina og láta standa í 30 mínútur. Kveiktu svo á henni láttu edikið renna í gegn. Eftir þetta skal vatn renna í gegn að minnsta kosti tvisvar sinnum eða þar til ediklyktin hverfur. 3 Eldavélin Hitarofarnir á helluborðinu eru með óhreinustu stöðum á heimilinu þar sem við snertum þá oft með matarleifar á höndunum. Það er erfitt að þrífa þá almennilega en þá er ráð að skoða leiðbein- ingabæklinginn sem fylgdi með og athuga hvort þar sé að finna ráð. Það er stundum hægt að taka takkana af og þá er gott að setja þá í uppþvotta- vélina eða að þrífa þá vel með vatni og sápu. Passa skal að skola þá vel og þurrka áður en þeir eru settir á sinn stað. 4 Tannburstaglasið Glasið sem þú setur tannburstann þinn í er líklega meng- aðasti hluturinn á heimilinu en á hinu almenna tann- burstaglasi eru líklega meira en tvær milljónir baktería. Glös úr bambus og við gætu þótt flott en það er nær vonlaust að þrífa þau. Þá er betra að nota glös úr stáli eða plasti og þrífa þau einu sinni til tvisvar í viku. 5 Teppin Venjuleg ryksuga nær ekki í botninn á teppinu þar sem eru góð skilyrði fyrir bakteríur. Samkvæmt bókinni The Secret Life of Germs eru hundruð þúsunda mismun- andi tegunda sem lifa á líkömum okkar sem falla svo í teppin, auk matarleifa, frjókorna og gæludýrahára og húðfruma. Teppaframleiðendur ráðleggja fólki að djúphreinsa teppin á um það bil 18 mánaða fresti. 6 Eldhúsbekkurinn Það mæðir mikið á eldhúsbekknum en á hann eru lagðar töskur, innkaupapokar auk matvæla svo sem hrár kjúklingur. Allt þetta skilur eftir sig ýmsar bakteríur og óhreinindi. Á hverju kvöldi ætti því að þrífa bekkinn vel með heitu sápuvatni. 7 Gæludýraskál-in Þótt flestir hundar borði tvisvar á dag er óþarfi að þrífa skálina eftir hverja notkun. Nóg er að þrífa hana vel einu sinni á dag. Þá er gott að setja hana í uppþvotta- vélina eða þvo hana með heitu vatni og sápu. Mælt er með skálum úr stáli eða plasti þar sem þær þola betur tíða þvotta. 8 Eldhússvampurinn Þeir sem nota svamp í stað uppþvotta- bursta ættu að hafa í huga að slíkir svampar eru griðastaður bakt- eríunnar. Rann- sókn NSF sýnir að svampar nálægt eld- húsvaskinum geta jafnvel innihaldið E.Coli og salmónellu. Eins sýnir hún að eftir þriggja vikna notkun byrjar bakteríugróður að myndast á svampinum. Það ætti því aldrei að bíða lengi með að skipta svamp- inum út. Eins má vel setja hann í örbylgjuofninn í tvær mínútur en það drepur flest sem lifir í honum. Annars ætti að skipta svampinum út að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. 9 Baðkarið og sturtan Rannsóknir NSF á amerískum heim- ilum sýna að í 26 prósentum baðkara og sturtubotna má finna bakteríur sem valda allt frá húð- vandamálum til þvagfærasýkinga. Það ætti því að þrífa þessa staði helst daglega með þar til gerðum hreinsiefnum. n 42 Lífsstíll 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað skítugustu staðir heimilisins Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Klósettið kemst ekki á lista n Tannburstaglasið mengaðasti hluturinn Hreint eldhús Bakteríurnar leynast þó víða. Rúnstykki á 50 krónur Alla daga! B e r g s t a ð a s t r æ t i 1 3 | S í m i : 5 5 1 - 3 0 8 3 Opið virka daga 07:30 til 18:00 Um helgar 08:00 til 17:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.