Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 30. ágúst–1. september 2013 Helgarblað Frjósamastar í Evrópu n Öruggt að fæða hér á Íslandi í samanburði við önnur lönd Þ ó skorið hafi verið mjög niður í heilbrigðiskerfinu íslenska síðustu árin stendur þjón­ ustan sem veitt er þó mjög vel fyrir sínu eins og fram kemur meðal annars í gæðasamanburði á fæðingum hérlendis og í 28 öðrum ríkjum. Niðurstaða þess samanburð­ ar leiðir í ljós að hér er einna best að fæða og fæðast sem kannski skýr­ ir að íslenskt kvenfólk mælist það frjósamasta í Evrópu. Upplýsingar úr Fæðingaskrá Ís­ lands þar sem er að finna tölfræði um fæðingar hérlendis síðastliðin 30 ár voru sendar í samevrópskan gagnagrunn, Euro Peristat, en sá grunnur er hluti af heilbrigðisskrán­ ingarkerfi Evrópusambandsins. Þar er 30 svokölluðum gæðavísum skipt í fimm flokka og þeir bornir saman. Fyrr á árinu birtust fyrstu niðurstöð­ urnar þar sem tölfræði frá Íslandi var með í samanburðinum. Í ljós kemur að Ísland stendur vel að vígi í samanburði við aðrar þjóðir sem þátt tóku hvað varðar öryggi og heilsu við fæðingu. Hér eru kon­ ur frjósamastar allra í Evrópu en ís­ lenskar konur fæða að meðaltali 2,2 börn og þær eignast sitt fyrsta barn fyrr en konur í hinum 28 saman­ burðarlöndunum. Fimmtungur ís­ lenskra kvenna eignast barn eftir 35 ára aldur eða svipað og í nágranna­ löndunum. Mest er þó um vert að hérlendis er hæst hlutfall eðlilegra fæðinga í Evrópu eða 79 prósent. Þá fylgir að lægst tíðni keisaraskurða er einnig hér sem og tíðni áhaldafæðinga. Þá var hér enginn mæðradauði árin 2006 til 2010 og langlægsta tíðni and­ vana fæðinga og nýburadauða af öll­ um samanburðarþjóðum. n Pólland 21.–28. september 2013  Varsjá  Úlfsgreni Adolfs Hitlers  Evrópuprumskógurinn soguferdir@soguferdir.is - S: 564 30 31 Við gerum góða ferð saman! Á stæðan fyrir því að Bjarni Bene diktsson, fjár málaráð­ herra og formaður Sjálf stæðis ­ flokks ins, og eigin kona hans greiða ekki auðlegðarskatt af eignum sínum upp á 128 milljón­ ir króna er sú að þau skulda umtals­ verða fjármuni á móti þessum eign­ um. DV greindi frá því á mánudaginn að Bjarni og eiginkona hans hefðu greitt auðlegðarskatt upp á tæplega tvær milljónir króna af 128 milljóna króna eignum sínum. Á þriðjudaginn greindi Bjarni Benediktsson frá því á Facebook­síðu sinni að hann hefði aldrei greitt auð­ legðarskatt. „Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að ég hef aldrei greitt auð­ legðarskatt. Ítrekuð skrif um annað eru einfaldlega röng. Aðalatriði máls­ ins er að þetta er skattur sem síðasta ríkisstjórn lagði á sem tímabundna ráðstöfun. Fjármálaráðherra í þeirri ríkisstjórn tók fram að ekki stæði til að framlengja skattinn. Þessi ríkisstjórn mun ekki breyta þeirri fyrirætlan.“ Bjarni skuldaði 174 milljónir Líkt og kunnugt er virkar auðlegðar­ skatturinn þannig að hann leggst á fólk sem á eignir yfir 75 milljónum króna: Ef einstaklingur á meira en 75 milljónir króna þarf hann á greiða auðlegðarskatt á meðan hjón þurfa að greiða auðlegðarskatt ef þau eiga meira en 100 milljónir króna. Auð­ legðarskatturinn sem ætti að leggjast á Bjarna og eiginkonu hans er af lægri gerðinni, 1,5 prósent af hreinni eign, en sá skattur leggst á hjón ef þau eiga á bilinu 100 til 150 milljónir króna. Í tilfelli Bjarna og konu hans – og þar liggur villan í umfjöllun DV – eru skuldir þeirra á móti þessum eign­ um það miklar að hrein eign þeirra fer niður fyrir 100 milljónir. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis árið 2010 kom fram að Bjarni Benedikts­ son hefði verið einn skuldugasti þing­ maður þjóðarinnar. Við hrunið námu skuldir hans 174 milljónum króna. DV leitaði til Bjarna til að spyrja hann um málið og fékk þau svör að hrein eign þeirra hjóna – eignir að frádregnum skuldum – næði ekki 100 milljónum. DV fékk ekki svar við þeirri spurningu hvort ástæðan fyrir þessu væri skuldastaða þeirra hjóna. Notaði andvirðið í húsið Verðmætasta eign Bjarna Benedikts­ sonar og konu hans er hús sem þau eiga í Garðabænum. Miðað við að eignir þeirra eru 128 milljónir króna þá er húsið langstærsti hluti þeirra eigna, en samkvæmt fasteignamati er það metið á 90 milljónir króna. Hús­ ið fjármagnaði Bjarni meðal annars að eigin sögn með sölu hlutabréfa í Glitni fyrir bankahrunið 2008, líkt og DV greindi frá á sínum tíma. „Ég var til dæmis að byggja hús á þessum tíma. Var að ljúka við að byggja fast­ eign fyrir fjölskylduna mína, það var nú kostnaðarsamt og drjúgur hluti af þessu fór í það.“ Bjarni greindi sömuleiðis frá því að hann hefði ekki tekið lán til þessara hlutabréfakaupa. Þrátt fyrir að stór hluti af söluand­ virði hlutabréfanna hafi farið í húsið þá skuldaði hann samt 174 millj ónir króna við banka hrun ið; skuld ir sem geta ekki hafa verið að stóru leyti út af umræddri fast eign því Bjarni sagði drjúgan hluta af sölu and virði hluta­ bréfanna hafa farið í að borga fyrir húsið. Bjarni getur því vart skuld að mikið í hús inu, miðað við þetta. Skuldirnar sem Bjarni og eiginkona hans eiga á móti eignum sínum, aðal­ lega húsinu miðað við eignastöðu, eru því væntanlega annars eðlis en hús­ næðisskuldir. DV hefur ekki heimildir fyrir því hvernig Bjarna hafi gengið að borga af þessum 174 milljónum króna eða hvernig skuldastaða hans annars er í dag. n n Bjarni Benediktsson skuldaði 174 milljónir við bankahrunið Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ítrekuð skrif um annað eru einfaldlega röng Sextíu þúsund skrifa undir Yfir sextíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til borgar­ yfirvalda þess efnis að halda Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýr­ inni. Það er töluvert meiri fjöldi fólks en skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um óbreytt veiði­ gjald hér fyrr í sumar en 35 þús­ und studdu þá áskorun. Það er líka sami fjöldi fólks og ritaði nafn sitt við áskorun til Ólafs Ragnars Grímssonar um að staðfesta ekki Icesave­samning ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Flug­ völlurinn virðist því skipta þegna landsins meira máli en þau mál þó eftir eigi að greina hvort um sé að ræða falsaðar eða ítrekaðar undirskriftir varðandi flugvöllinn en nokkuð hefur verið um slíkt á fyrri undirskriftalistum. Best að fæða á Íslandi Fyrirsögn fréttar í hollensku dagblaði eftir að samanburður á fæðingum hér og annars staðar í Evrópu leiddi í ljós að hér er einna öruggast að fæða. Flytur sjálf- stæðissinna til landsins „Í fyrsta sinn taka grasrótarhreyf­ ingar fullveldissinna höndum saman um viðburð,“ segir í til­ kynningu sem blaðamaðurinn Hallur Hallsson sendi á fjölmiðla. Hallur sem er formaður „íslensks Þjóðráðs“ stendur að skipulagn­ ingu funda með Mörtu Andre­ asen, fyrrverandi Evrópuþing­ manni breskra sjálfstæðissinna. Marta hefur verið gagnrýnin á Evrópusambandið rétt eins og Hallur og Björn Bjarnason, fyrr­ verandi dómsmálaráðherra, en sá síðarnefndi verður fundarstjóri á fyrirlestri Mörtu sem haldinn verður í Háskóla Íslands í dag, föstudag. Þá verður utanríkis­ nefnd Sjálfstæðisflokksins einnig með fund með Mörtu Andreasen í Valhöll á laugardag. Greiðir ekki auðlegðarskatt vegna skulda Skuldsett auðlegð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skuldaði 174 milljónir króna við bankahrunið 2008. Hann segist aldrei hafa greitt auðlegðarskatt. MyNd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.